Tíminn - 12.03.1959, Síða 6

Tíminn - 12.03.1959, Síða 6
6 T í M I N N, fimmtucTaginn 12. marz 1959. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINH Ritstjori: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Síml eftir kl. 18: 13948 Varasamir „vinir“ SJALFFSTÆÐISMENN gera sér nú mjög far um það að látast vera miklir vinir Al- þýðuflokksins. í Mbl. er því nú t.d. haldið fram hvað eft ir annað, að hin fyrirhugaða kjördæmabreyting muni verða mikiil ávinningur fyrir Alþyðuflokkinn og' sé ekki síst gerð fyrir hann. Til stuðnings þessum fullyrðing um, heldur Mbl. því fram, að það hafi mjög háð Alþýðu- flokknum, að hér hafi ekki verið stór kjördæmi með hlutfallskosningum á undan förnum áratugum. FYRIR Alþýðuflokks- menn er vissulega full ástæða tii að endurskoða þessa kenn ingu. Um langt skeið hafa verið hlutfallskosningar í stærsta kjördæmi landsins, Reykjavík. Þar ætti kosninga fyrirkomulagið ekki að hafa staðið Alþýðuflokknum fyrir þrifum, ef framangreind kenning Sjálfstæðisflokksins væri rétt. Hver er svo reynsl an? Alþýðuflokknum hefur hvergi hrakað meira en þar. Einu sinni átti hann þar sex bæjarfulltrúa, nú aðeins 1. Árið 1930 fékk hann þar í bæjarstjórnarkosningunum 34,5% greiddra atkvæða, en í seinustu bæjarstjórnarkosn- ingum talsvert innan við 10%. Hlutfallskosningarnar hafa því síður en svo orðið vatn á myllu Alþýðuflokks- ins í Reykjavík. Sennilega má telja kosn- ingabreytinguna 1934 eitt- hvert mesta áfall, sem Al- þýðuflokkurinn hefur orðið íyrir. Á grundvelli hennar varð Kommúnistaflokkurinn til sem þingflokkur. Margt bendir til þess, að hér væri nú -einn sterkur og samhent ur verkalýðsflokkur, ef stjórn arskrárbreytingin 1934 hefði ekki skolað Kommúnista- flokknum hin í þingið. Þessi reynsla mætti vissu lega vera foringjum Al- þýðuflokksins áminning þess, að auknar hiutfallskosning- ar geta reynst honum meira en tvíeggjaður, heldur eru miklu fremur líklegar til að auka glundroðann og fjölga fiokkunum. AF ÞEIM ástæðum, sem eru greindar hér að framan, ætti Alþýðuflokkurinn að taka með fullri varasemi þeim fullyrðingum Mbl., að Sjálfstæðismenn beiti sér fyrir breyttri kjördæmaskip- un m.a. til þess að efla Al- þýðuflokkinn! Þar iiggur allt annað á bak við. Alþýðuflokksmenn mættu vissulega minnast þess, að meðan flokkujr þþirria var vaxandi og áhrifamikill flokkur, gerðu Sjálfstæðis- menn allt sem þeir gátu til þess að veikja hann og eyði leggja. Þá höfðu þeir náið samstarf viö kommúnista og hjálpuðu þeim eftir megni í verkalýðsfélögunum. Án þessarar hjálpar Sjálfstæðis flokksins hefðu kommúnistar aldrei komizt til valda í Dags brún eða Alþýðusambandinu. Strax og Alþýðuflokkurinn efidist eitthvað aftur, myndi Sjálfstæðisfl. óðara hefja þetta samstarf á ný. Takmark hans er að halda hinum svo köiluðu verkalýðsflokkum sundrunðum á þann hátt að vinna með þeim flokknum, sem er minni þá og þá stund ina. í skjóli þessarar sundr ungar, vinnur Sjálfstæðis- flokkurinn svo að þvi að efla eigin völd. GAMALL málsháttur seg ir: Guð verndi mig fyrir vin um mínum; á óvinum mínum vara ég mig sjálfur. Vissu- lega er full ástæða til þess fyrir Alþýðuflokkinn að biðja um vernd gegn ,,vinum“ sín- um í Sjálfstæðisflokknum. — Það er athygiisvert, sem bent er á hér að framan, að hvergi hefur Alþýðuflokkn- um hrakaö eins mikið á síð ari árum og í Reykjavík. Þar hefur líka forustulið hans haft nánasta samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, bæði í verkalýðshreyfingunni og bæjarstjórninni. Svo náin hefur þessi samvinna verið, að fólk hefur hætt að greina þessa flokka í sundur. Af því hefur Sjálfstæðisflokkurinn hirt uppskeruna. Þessi reynsia sýnir vissu- lega að hlutfallskosningar eru ekki björgun fyrir verka lýðsflokk, sem hefur sam- starf við íhaldið. Foringjar Aiþýðuflokksins virðast nú svo ásthrifnir af „vinum“ sínum í Sjálfstæðis flokknum, að þeir sjá ekki hættuna. Hinir óbreyttu liðs menn Alþýðuflokksins ættu að eiga auðveldara með að sjá hana. Ætla þeir að fylgja foringjunum í faðm íhaldsins eða haldá áfram baráttu gegn því í samstarfi við aðra íhaldsandstæðinga? Valda- draumar ihaldsins geta ráð- ist af þvi, hvernig þetta svar verður. HagfræSingamir og Mbl. MERKUR Sjálfstæðismaður komst þannig að orði í gær, eftir að hafa lesið forustu- grein Mbl., að hún væri of heimskuleg til þess, að hægt væri að ætla Bjarna Bene- diktssyni að hafa skrifað hana. Hér skal látiö ódæmt um, hver höfundur greinarinnar er. Helzt má ætla, að enginn af ritstjórum Mbl. hafi skrif að hana, því að allir eru þeir sæmilega vitibornir nienn. Heimskan, sem umræddur Sjálfstæðismaður átti við, er fóigin í því, að reynt er í greininni að hnekkja skjal- festum vitnisburði færustu hagfræðinga Sj álfstæðisf 1. f greininni er sagt, að fyrr verandi stjórn hafi skilið við efnahagsmálin í kalda koli. Hagfræðingar Sjálfstæðisfl. VIGFÚS GUÐMUNDSSON: Sparisjóðsfé o; möar Þegar ég var á unglingsárunum, var oft talað um, að þessi eða hin eignin væri næstum þvi eins trygg eign og peningar í sparisjóði. Sparifé var þá í hugum manna næstum hámark öryggis sem verð- mæti. Og næst því komu líftrygg- ingar. Að vera líftryggður átti að vera sérstakt tryggt öryggi fyrir aðstandendur, ef dauða þess tryggða bæri skyndilega að hönd- um. Og að tryggja sig þannig, að fá tryggingar útborgaðar þegar sá tryggði væri búinn að ná 60 ára aldri, þótti mörgum mjög búmann- legt. Mér eru minnisstæðir tveir ung- ir kunningjar mínir frá æskuárun- um, sem tryggðu sig þaryiig, að annar átti að fá 5 þús. kr., þegar hann yrði 60 ára, en hinn þannig, að vandamenn hans fengju 10 þús. kr. borgaðar eftir andlát hans. Báðir þessir menn höfðu lág verkamannalaun eins og þá gerð- ist. Og þurftu þeir áð leggja hart að sér til að gela borgað iðgjöld trygginganna árlega. Sá þeirra, sem hafði trygging- una til sextugs, er nú búinn að fá hana greidda, en hefir vafalííið verið búinn að borga a. m. k. 40— 50 þús. króna virði í nútíðarpen- ingum, þegar hann fékk 5 þúsund irnar. | Hinn maðurinn er vel hraustur og ekki ólíklegt að hann lifi í 20 sér stórt þriggja íbúða hús á góð- fá svo tryggingarupphæðina — tíu þúsund — sem hann keypti trygg- ingu fyrir á æskuárunum, er lík- legt eins og nú horfir, að upphæð- in verki helzt sem „spott“, ekki a m. k. siður en 5 þúsundirnar, sem sá sextugi er nýbúinn að fá útborgaðar. Og þetta eru kallaðar trygging- ar! En fjarska svipað er það með sparisjóðsféð. Ég þekki t. d. gamla konu, sem unnið hefir kappsamlega allt sitt lif frá þvi hún var barn að aldri. Hún vann mestan hluta ævi sinnar fyrir lágu kaupi, jafnvel ekki nema 50—100 krónum á ári á fyrri árum ævi sinnar. En hún lagði alltaf, þegar hún gat, fáeinar krón- ur í sparisjóð. Hún ætlaði með því að tryggja sig til eUiáranna. Og nú á hún um 40 þús. kr. í spari- sjóði. Það er aleigan. Kaupi þessi gamla kona sér fæði og húsnæði í Reykjavik, má búast við að allt sparifé hennar, sem hún hefir ver ið að spara sanfan í fast að hálfri öid, dugi henni í hér um bil tvö ár, og þó með sparnaði. Ég þekki lika mann, sem keypti sér stórt þriggja íbúðahús á góð- um stað í Reykjavík, rétt fyrir síðustu stríðsbyrjun, fyrir 60 þús. kr., og fékk allt andvirði þess lán- að, nema 10 þús. kr., sem hann átti í sparisjóði og borgaði strax við samningagjörð. Þetta hús er nú seljanlegt fyrir yfir milljón krónur, eftir að vera búið að nota það í um 20 ár. Annar kunningi minn, sem átti tíu þúsund krónur í sparisjóði á sama tima, lét þær standa kyrrar á vöxtum hjá þjóðfélaginu. Þær eru nú orðnar að nálægt 30 þús\ krónum. Og hann getur nú ekki einu sinni keypt sér citt frem'ur lítið kjallaraherbergi í Reykjavík fyrir þær. I Þetta eru táknrænar smámyndir af því, sem gerzt hefir almennt hér á landi. , Sparisjóðsaurar fólks, sem vildi eg ætlaði að vera ráðdeildarsamt, Tiefir gert fjölda manna ríka, sem hafa fengið peninga þess lánaða í bönkum og sparisjóðum, og oftast þess ríkari eftir því sem lántakend urnir hafa fengið meira lánað — og þó einkum eftir því sem þeir l'hafa selt og kevpt oftar margs kon- ar eignir, en þó sérstaklega hafi það verið hús i Reykjavík. Þessir menn hafa fengið verð- launrn fyrir braskið og þess hærri eftir þvi sem þeir hafa braskað meira. j En sparisjóðsinnstæðueigendur hafa fe.ngið kegningu fyrir að trúa þjóðfélaginu fyrir spariskildingum sínum. Hvaða áhrif hefir þetta svo haft? Meðal annars þau, að van- traust á peningunum hefir farið sivaxandi. Allt sé betra að eiga heldur en peninga, jafnvel lítt nýti legt skran. Unglingar, sem nú eru farnir að vinna sér inn nokkur'tþúsund krónur á mánuði og vilja gjarnan fara að leggja grundvöll undir framtiðar afkomu sína, hafa hvað eftir annað komið til mín sem ■eldri og reyndari manns og beðið mig um ráðleggingar um hvað þeir ættu að gera við peninga sína, sem þeir væru að vinna sér inn. Það liti út fyrir að ekkert gagn væri að láta þá í sparisjóð, 'því að þeir verði þar víst einskis virði. Þótt reynsla mín og annarra sparifjáreigenda á síðustu nær 20 árum sé bitur, þá segi ég samt þessum unglingum að leggja aura sína í sparisjóð, því að þrátt fyrir heizka reynslu í þessum efnum, þá hljóti þó þjóðin og aðalráðamenn hennar að vitkast svo mikið ein- hvern tíma bráðum, að tryggt verði, að sparisjóðsfé haldi þó ein- hverju verðgildi. Þegar litið er á hag þjóðarinnar í heild, þá er alveg furðulegt hvernig farið hefir verið með spariféð. AHtaf skortir fé til ótal nytsamlegra og nauðsynlegra hlula. Undanfarin 20 ár má segja að hafi verið stöðugur straumur peninga í vasa almennings, þótt striðastur hafi hann verið t:l brask aranna. Areiðanlega væri svo milljörðum skipti meiri peningar til en nú eru i iandinu. ef fólk hefði séð, að tryggt vær: .1 eiga þá í sparisjóðum, án stórkostlegrar rýrnunar. Það er þó annað ennþá i'urðu- lrgra í þessum efnum: Mest af þessum 20 síðustu árum hafa aðallega haft stjórnartaum- ana ríkisstjórnir úr tveimur siærstu stjórnmálaflokkunum í landinu, sem báðir hafa það sem aðal grundvallaratriði í skoðunum sínum á fjárhagsmálum, að vernda einstaklingseignaréttinn og:Iáta at- vinnureksturinn byggjast sem mest á einkakapitalsgrundvelli. En hvað treystir þann grundvell eins vel og að sem ailra flestir einstakl- ingar séu eínalega sjálfstæðir? Og er nokkuð heilbrigðara sem undirstaða í þeim efnum en að unglingarnir fari sem fyrst að safna í sparisjóði aurum sínum, þar til að þeir um 25—30 ára aid- urinn eru orðnir talsvert efnalega sjálfstæðir og fara þá að taka þátt í atvinnu- og framkvætndal'ífinu sem sjálfslæðir aðiiar, — þ. e. ef þ.ióðfélagið. sem beir frúa krónum sínum fyrir sem sparifé, reynist þeim ekki í líkingu við óskila- menn. Þótt máske.sé ekki vert að likja þjóðfélaginu við þá, sem táldraga og svíkja almenning, þá heggur sorglega nærri að það sé rétt, ef þjóðfélagið hrekur unglingana ann að 'hvort út í eitthvert glæfrabrask . — eða til að verða öreigar | Eða er ætlunin að reyna að gera ’ alla að sameignarmönnum (komm- únistum)? Það er margt, sem þyrfti að • breyta í þessu iitla þjóðfélagi okk- ' ar frá neikvæðu ráðleysi til já- jkvæðra umbóta, þroska og fram- 1 fara. ELtt af þ\d mest áríðandi er að liætta við að stórverðlauna braskið eins og gert hefir verið undanfarin 20 ár. En verðlauna heldur þess í sta® ráðdeild og spar semi unga fóiksins og hæt.ta að hegna því. sem leggui' krónur sín- ar inn í spnrisjóðina og vi'll vinna þar með fyrir sjálft sig og þjóðfé- lagið — og er með því „að lcggja gull í Iófa franuíðarinnar“. Vigíús Guðmundsson. Kapphlaup um riýtkga námuauðæva N-Kanada Ráðgert að fSytja ofíuna með kjarnaknúnum neðansjávarskip- um undir heimskautaisnum. sögðu hins vegar, er þeir gerðu úttekt sína í sambandi við stj órnarslitin, að hægt væri að tryggja áfram blóm legan rekstur atvinnuveg- anna, án nokkurra nýrra skattaálagana, ef tekin væri til baka grunnkaupshækkun in, er Sjálfstæöisflokkurinn átti mestan þátt í a'ð knýja fram á síðastl. sumri. Mbl. bætir ekki hlut sinn eða flokks síns, ef það ætlar að reyna að hnekkja þessum vitnisburði. Það ber aðeins vott um ofsa og greindar- skort, sem er ritstjórum blaðs ins ósamboðinn. Menn hafa lengi vitað, að mikil náttúruauðævi eru fal- in í jarðlögum Norður-Kan- ada og Grænlands. Er hér um að ræða olíu, málma og koi. Seinustu tvö árin hefir verulegur skriður komizt á könnun þeSsara nátturuauð- æva. Mörg auðfélög hafa sótt um leyfi til Kanadastjórnar í þessu skyni og hyggst hún styðja Þessara tilraunir á allan hátt. Frá þessu er skýrt í bandarísk- um blöðum nú fyrir skömmu og verður hér á eftir sagt nokkru nánar frá þessu. Kapphiaup um olíu Það eru einkum bandarísk auð- félög, sem sótt hafa um leyfi til Kanadastjórnar til að hefja leit á eyjunum fyrír norðan megin- land Kanada og standsvæðunum á þessum slóðum. Það er fyrst og fremst olía, sem eftir er leitað og ýtti lokun Súez-skurðar 1956 undir félögin að hefjast handa nú. Er nú um hreint kapphlaup að ræða. Kiinugt er um, að olía er í jörð á þessum slóðum. Nær olíusvæðið alH frá austurströnd Grænlands um 70 brg. nfor., yfir Smithsund og vfir á eyjarnar norð an við Kanada, en þar er nú eink um leitað. Atómknúin neðansiávarskip Hamilton, ráðherra sá í Kanada stjórn, sem fer meö mál N-Kanada, ræddi þessi mál á þingi fyrii skömmu. Hann kvað stjórnina (EYamhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.