Tíminn - 12.03.1959, Qupperneq 7

Tíminn - 12.03.1959, Qupperneq 7
T í MI N N, fiinmtudaginn 12. ninrz 1959. 1 ★ S jötugur: Þórbergur Þórðarson rithöfundur Þórbergur Þórðarson, rithötund- ur, er sjötugur í dag.Hann er fædd ui í ■Suðuj'sveit 13.marz 1889, sonur Þórðar Steinssonar bónda bar og honu 41805 Önnu Benediktsdóttur. | Hann fór ungur að heiman, stund-, aði sjó á skútu um skeið, „fór þangað örcigi en kom þaðan bein- ingamaður“ eins og hann segir, sjálfur í Bréfi til Láru. Hann slundaði nám í kvöldskóla í Keykjavik, síðan einn vetur í Kenn araskóianum, gagnfræðanám tvö áv og norrænunám við Háskólann i fimm ár en lauk ekki prófum. ,.Ég var fulltrúi á guðspekiþingi á Akureyri 1922 og kynntist þá Láru. í útgáfunefnd Alþýðuflokks- ins í nokkur ár (fyrirtækið fór á hausinn og nefndin verður að þorga skuldirnar, þeir stóru s'uppu)“ segir Þórbergur sjálfur. Eftir komuna til Reykjavíkur kynnlist Þórbergur hinum ungu íkáldum staðarins og tók að yrkja. Einar Benediktsson hafði verið meistari hans, er hann kom að austan en varð brátt að víkja um set fyrir rómantískari skáldum, svo isem Stefáni frá Hvitadal. Fyrsta rit hans á prenti var Hálfir skó- rólar 1914, næst Spaks manns spjarir 1915, Leiðarvísir um orða- söfnun 1922, vísnabókin Hvítir hrafnar kom út 1922 og var fyrsta rit hans, er vakti á honum veru- lega athygli og hneyksluðust marg jr. Svo kom Bréf til Láru út 1924, og þar með má segja að Þórbergur 3*i ði fram sem alskapaður rithöf- undur. Sú bók vakti hneykslun sið-1 \andra og orðvarra mann en fögn- uð margra, er dáðu stílleikni og análfegurð höfundar og dirfsku í ‘hugsun. Þaö varð og flestum Ijóst þá, að Þórbergur var húmoristisk- ur rithöfundur af hærri gráðu en íslendingar höfðu af að segja í eigin hópi um langan aldur. Hann kunni og þorði að gera gys að sjálf- Um sér. Bréf til Láru er og verður vatnaskiiabók í íslenzkum bók- menntum á þessari öld, nýr og bjartur kyndiU, sem enn leggur bjarmann af. Næsta bók Þórbergs var Heim- ispeki evmdarinnar 1927. Um þær mundir gerðist Þórbergur mikiil brautryðjandi alþjóðamálsins esper anto á íslandi, sótti þing esperant- ista, ritaði í blöð þeirra og kenndi esperandó á íslandi iengi, Gaf svo út bókina Alþjóðamál og málleys- ur 1933. Bókin Pistilinn skrifaði kom út 1933, Rauða hættan 1935, íslenzkur aðall 1938, og Ofvitinn 1940, sem raunar er að nokkru endurminningar hans. Næst sendir Þórbergur frá sér bækurnar Indr- iði miðili og Vestfjarðaundrin, þá koma ævisöubækur séra Arna Þórarinssonar og á síðustu árum liefir hann hafið að rita ævisögu sína. Fleiri rit hefir Þór- bergur sent frá sér. Hann hefir og ritað fjölda greina í blöð og tíma- rit, sumar mjög sniallar ádeilu- greinar, og mun Eldvigslan þeirra frægust. Þórbergur Þórðarson er kvænt- ur Margréti Jónsdóttur, bónda og kennara í Innri-Njarðvik, Jónsson- ar' . í Þórbergur Þorðarson yeitti óum-! deilanlega nýju lífi í íslenzkar bókmenntir með Bréfi til Láru, og kannske hefir engin ein bók haft meiri áhrif á unga höfunda á síð- ustu áratugum. Persónuleiki Þór- bergs' er sérstæður og ritsnilld hans er eftir því. Vafasaml, mun, að jafn náin tengsl séu á milli rits og persónulegra sérkenna hjá nokkrum íslenzkum höfundi. Þór- bergur leggur sjálfan sig í verkið öðrum höfundum fremur. í handbókinni Hver er maður- inn segir svo, að Þórbergur hafi þegar ákveðið að láta reisa á leiði sínu minnisvarða með áletrun á ■espsrantó, er hljóðar svo á ís- 'lenzku: „Lifggur hér Þórbergur. Lifði í fátækralandinu. Dó i eymd erlandinu". Of snemmt er Þórbergi að á- kveða grafskrift sína, og hvaða eftirmæli, sem hann. ivelur sér sjálfur, mun rómur sá, sem íslend ingar gera að máli hans, ekki verða um eymd og fátækt heldur snilld og auðlegð, sem á sér fáar hliðstæður. Bréf til Láru verður lengi talið til öndvegisrita í íslenzkum bók- menntum. Hér fer á eftir stuttur kafli úr þeirri bók —- kafli, sem ekki er valinn, heldur tekinn til þess að gefa litla sýn í þann heim, sem sú bók opnaði: Ég er orðinn dauðþreyttur á að predika fólki fagnaðarerindi sann leikans. Það er svo samgróið logn- uih erfikenningum og auðvirðileg- um hagsmunavonum. Það situr blýfast í vitleysunni eins og aða í leiru og selur sál sína og sam- vizku, hve nær sem þ,að getur komið þeim í þeninga. Að reyna að hafa áhrif á það — það er eins og að ætla sér að draga Titanic upp með tveim höndum al þúsund faðma dýpi. Sumt er svo grundvailarlaust og meining- arsnautt, að það er eins og að stinga staf í þoku að gefa því fastar skoðanir. Já. Ég er sannarlega lífsþreytt sál. Sex ár hefi ég stritað í vín- garði sannleikans'. En uppskeran er lítil. Öll þessi ár hefi cg að eins snúið einni sál frá villu síns vegar, — að eins einni sál. Það er allt og sumt.*) Þau sinnaskipti eru hátíðlegustu augnablik ævi minnar. Öll mín rómantísku ást- arævintýri, allt flakk mitt um heimsbyggðina, öll mín ritsnilld, allt samnevti mitt við heilagan anda — allt er þetta hégómi hjá því. Það gerðist í sumar. Ég fór fót- gangandi langar leiðir, yfir fjöll og firnindi, til þess að bjarga glöt uðum vini mínum. Hann var stokkfreðinn Morgunblaðs-maður, rét't eins og ísfiskurinn, sem brask ararnir selja nú með mestum liagnaði í Hull. Þarna var ég vikutíma. Vinur minn svaf i stofu gegnt svefnher- bergi mínu og opnar dyr á milli. Við töluðum saman lengi nætur. Margt skemmtilegt bar á góma. I'yrstu n.æturnar ræddum við að eins hjartnæm lilfinningamál, sem við breiddum yfir gullna slikju riáinna daga. Slíkar viðræður mýktu hið þverúðarfulla hjarta vinar míns. Ég fann andlegar lindir seytla ofurhægt inn í sál hans eins og kaldavermsl undir klakadróma. Þá greip ég tækifærið og hóf mál skynseminnar. En það var þungskilið fyrir vin minn, því að hann er lýriskur í eðli. Eitt sinn sat ég uppi i rúmi mínu lengi nætur. Þá talaði ég af svo mikl- i:m eldmóði og mannviti, að ég gat ekki legið kyrr. Úti var heið- skír himinn og logn. Tunglið varp skuggalegum æfintýrablæ yfir hlíðarnar hálfrokknar. Fyrir neð- an bæinn þrumaði árniðurinn, dimmur og dularfullur, líkt og brimgnýr fjarlægra stranda. Ló- urnar trítluðu til og frá um túnið eins o.g skáld, sem er að leita sér stemninga í ódauðlegt æfintýri. Þessa yndislegu ágústnótt upp- málaði ég fyrir vini mínum ger- valla heimsins pólitík, alla leið frá samkeppni Satans og Drottins allsherjar í aldingarðinum forð- um t il samvinnuhugsjóna Jóns skepnunnar Magnússonar. Ég sýndi honum heimsku, rangsleitni, skipulagsleysi og siðspillingu hinn ar frjálsu samkeppni. En hjarta vinar míns var hortugt og hart eins og brenndur leir. „Ég hata þetta. Ég fyrirlít þessa svívirði- legu öreigastefnu", æpti hann með skilningsieysi ídiótsins. Þá lét ég undan siga, því að nú fann s) Samt er nú árangurinn ekki glæsilegri hjá heiðingjatrúboðinu í Kína. Þar kostar hver trúskipt- ingur 90000 krónur danskar. Dýr mundi Hafliði allur. Þarna mætti spara á þessum „erfiðu tímum“. ég greinilega, að heilagur andi var að byrja að koma yfir vin minn. Ilann heldur innreið sína í mannshjartað með geðofsa og •skilningsskorti. Þcgar menn standa augliti til auglitis frammi fyrir einhverju stórfenglegu, verða þeir að fíflumj. En ég sagði í klökkum samúðarrómi: „Hugsaðu þér þig. Þú, skáldið og snillingurinn, verður að draga fram lífið í örbirgð og menntun- arleysi hér innst inni í afdal. Heimskt þjóðfélagsskipulag stíar þér frá menningarstraumum hins menntaða heims, og sál þín minnk ar og sljóvgast með hverjum deg- inum, sem líður. Næring þín er r.áðarbrauð, sem eigingjarnir stjórnmálaspekúiantar flevgja í þig með eftirtölum og fyrirlitn- ingu. En hugmyndalausir braskar- ar kýla vömbina í auði og alls- nægtum, gljáandi af sællífi og andleysi eins og kalónaðir svíns- skrokkar. Og þeirra er virðingin. Þín er fyrirlitningin.“ Þá var sem allan mátt drægi úr vini mínum, og hann fcll í djúpan dvala. Klukkan sló þrjú. Skilningsleysi holdsins' missti vald á sálinni. Á þessari sömu nóttu endurfæddist hann til nýs lífs í guði. Um morguninn var hann crðinn gáfaður jafnaðarmaður, og ásýnd hans ljómaði eins og sól. Augun, sem áður voru sljó og dap urleg, sindruðu af eldmóði og framfarahug. Áður var hann föl- ur og hrukkóttur í andliti. Nú var ásýnd hans rjóð og slétt eins og á tvítugum unglingi, sem aldrei hefir drýgt neina svnd. Hann átti ekkert áhugamál, og blóðið var staðnað í æðum hans af áhuga- leysi og afturhaldi. Nú réð hann sér ekki fyrir fjöri. Hann brann ai þrá til að berjast fyrir þessu velferða/:máli Imannkynsins. Á einni nóttu hafði hinn heilagi máltur hugsjónanna yngt þetta ellilega hrör um tuttugu ár. Og til þess að vera viss um, að freist arinn tældi hann ekki aftur af vegi vizkunnar, þá innsiglaði ég hann eins og dýrmætt peninga- bréf, sem ekki má glatazt. Eg réð hontim til að flytja fyrirlest- ur um jafnaðarstefnuna. Það var innsiglið. „Það er verkefni fyrir þig,“ sagði ég. „En nú veit fólkið.... “ „Er. kaupakonan, hún....“ bætti ég við. Og hann fann jafn- skjótt að þetta hafði verið köll- im hans írá fæðingu. Eftir nokkra daga reið hann út um nálægar sveitir og boðaði ríki réttlætisins. Og fólk þyrptist að honum, því að hann talaði eins og sá, sem vald hafði, en ekki eins og hinir Morgunblaðs- lærðu. Og fregnin um frelsun vinar míns flaug út um öll hér- uð í þeim landsfjórðungi. Og nokkrir réttlátir undruðust þess'i stónnerki og sögðu: „Hann er einn af spámönnunum.“ En marg ir urðu hræddir um eignarréttinn, og þeir sögðu sín á milli: „Hann er haldinn af djöflinum.“ Því að á þessum slóðum voru margir Morgunblaðs-lærðir og óvanir að sjá heilagan anda. Lára mín! Þú getur farið nærri um það, að þetta hefir verið há- tíðlegt augnablik fvrir mig, von- lausan og uppgefinn. Ég' get sagt eins og 'Sigurður gamli frá Bala- skarði: Ég þakka guði fyrir, hvaö hann hefir verið góður við mig og blessað mig dásamlega. Að sjá glataða sál veita sannleikanum viðtöku í mínu nafni! ..Sannleik- urinn er öllum trúarbrögðum. æðri.“ Að sjá nýtt líf fossa um. æðar þessa Morgunblaðs-lærða sleingervings! Að sjá múrveggi lvginnar hrynja utan af sál ungs manns — það er að vera sjónar- vottur að opinberun guðsríkis á jörðinni. En þetta er eina sálin á sex árum. Og þó hefi ég kennt lat- laust frá uppkomu sólartog. allt til hennar niðurgöngu. . .És , Jhefi kennt í samkundunum og á torg- um og gatnamótum. Ég hefi kennt með vísindalegum rökum. Ég heíi kennt með listfengum, sþakmæl- um. Ég_ hefi kennt með háði og skopi. Ég hefi kennt níeð 'Ánn- blæstri heiiags spámahns. Og á- vextirnir að eins ein .sáL!., Það þætti lágar prósentur á .síldarplan inu. Kristur afrekaði ekki held- ur mikið á sínum hérvistardög- um, þó að nógar yrðu‘stiyi-jald- irnar og byltingarnar út af því, þó að nógar yrðu misbrúkanir á nafni hans, þegar fjarlægðin var búin að varpa gloríu lyginnar yfir hans einföldu orð. „Fjarlægð- in gerir f.iöllin blá“, segir gamall málsháttur. Og skáldið gerði hann að spakmæli með því að bæta við hann þessum þremur orðum: , og mennina mikla“. „Það hefir verið logið á skemmri leið en frá Gyðingalandi að GaltalækÁ t'.sagði kerlingin. Sálir hinna ódauðlegu ' sofa j tamas. Menn eru sljóir og þröng- sýnir. Þeir móka í fjötrúrh - ván- ans. Heili þetirra rúmar .aðeins örfáar hugmyndir. Allt annað finnst þeim óskiljanleg endaleysa. Þeir eiga sannarlega bágt. Ég kenni í brjósti um þetta veslings fólk, þessar fávísu og lítil'sigldu sálir. Það tekur aldir óg ‘eilífðir að kenna þeim stafróf frjálsrar hugsunar. En við verðum saint að gera það. Gegnum hringavitleysu fáfræðinnar liggur leið vor íii ei- lífs lífs “ Framleiðsla og verð- lagsmál landbúnaðarins Svcinn Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Franileiðsluráðs Iandbúnaðarins flutti fyrir nokkrum dögttm ýtarleet erindi á Búnaðarþingi um framleiðslu og verðlagsmál landbúnaðarins. I því rakti hann þróunina í þeim máliini síðustu 10—12 ár- in og kom þar margt fróðlegt frani. Hér verður efni erindis- ins rakið í aðaldráttum. Ræðumaður hóf máls á því að framleiðslu- og verðlagsmálin væru mikilvægur málaflokkur í málefnum bænda, því þótt hey- fengur sé mikiU og búíeö arðsamt, fari þó afrakstur bús'ins að miklu kyti eftir því, hvernig gangi með sölu afurðanna. Sveinn kvaðst hafa valið sér til umræðu tímabilið frá 1947 til 1957, því að Franrleiðsluráð landbúnað- arins hefði einmitt tekið til starfa árið 1947, og mundi því mönnum e. í. v. þvkja fróðlegt, að vita nán- ar urn þá þróun, sem hefði orðið á þessu tímabiU. Mannfjöldi. Þá vék ræðumaður að mann- fjölgun og búsetu í landinu. Árið 1947 voru íbúar alls 135.935, þar af í sveitumi 41.146, en 1957 var fólksfjöldinn orðinn 166.837, en sieitafólk og íbúar minni kaup- túna 36.355. Á þessum 10 árum fjölgaði þjóðinni um 30.902 manns eða 22.7%. Á sama tíma lækkaði íbúatala sveita og þorpa með inn- an við 300 ibúa um 4791, eða tæp- lega 12%. Árið 1947 átti rúmlega þriðji hver íslendingur heima í syeitum landsins, en 10 árum seinna var fimmtungur þjóðarinnar býsettur í sveitunum. Heyöflun. Þá drap Sveinn á heýöfliinina. Samkvæmt búnaðarskýrslum'.-sagði hann, var heyskapurinn 1947: Taða 1.583 þús. hési.burðir Úthey 552 þús. héstburðir Alls 2115 þús. heátburðir Árið 1957 var heyfengurinn: Taða 2947 þús. he§tburðir Úthey 385 þús.. hekburðir Alls 3342 þús. hestburðir Heyfengur landsmanna hefir því aukizt á tímabilinu um rúmlega 1,2 millj. hestburði, eða nær 60%, og raunar allmiktu meira, ef tekið ei tillit til fóðurgildis', því að út- heysskapurinn liefir dregizt sam- an á þessum árum, en töðufengur aukizt að sama skapi. Búfjárfjöldinn. Ræðumaður sagði. að árið 1957 hefði tala nautgripa verið 49.036, eða 7,403 fleiri en 1947, óg væri það 17,8% fjölgun, sauðfé hefði fjölgað á þessu tímabili úr 454.285 upp í 769.777, cða um 69,5%, en hrossum heíði á hinn bóginn fækk að um rum 12000 niður í 33930 og væri það 26,4% fækkun. Framleíðslan. Ræðumaður rakti ýtarlega þró- (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.