Tíminn - 16.04.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.04.1959, Blaðsíða 8
TÍMINN, fimmtudaginn 16. apríl 1959. 8 Útvarpsræða Eysteins Jónssonar (Pramhald af 7. sí5u) aff undantcknum háttv. 4. þing- manni Reykvíkinga, Sigurði Krist jánssyni, sem það vlll, og Sjálf- stæðisflokkurinn gengur aldrei að þeirri skipan.“ Pormaður Sjálfstæðisflokksins var ekkert myrkur í máli. Hann sagði, að Sjálfstæðisflokkurinn gengi aldrei inn á að lögfesta fá og stór kjördæmi. Ég rifja þetta ekki upp til þess að undrast yfir því, að þessi hátíð- lega yfirlýsing reyndist markleysa. Það er bara í fullu samræmi við yfirlýsingar og efndir þeirra hús- ráðendanna á þeim bæ. Ég rifja þetta upp, til þess að sýna með því ótvú ætt, hvernig forusta íhaldsins lítur í raun og veru á fá og stór kjördæmi í stað þeirra, sem nú eru. Eða hvers vegna sagði formaðurinn aldrei? Þurfti liann að leggja svona mik- ið við, ef lögfesting fárra og stórra kjördæma í st,að þeirra, sem nú eru, var að hans dómi og flokks hans meinlaus ráðstöf- un, eða jafnvel réttarbót frá því aS hafa hémðakjördæmin? Sann- arlega ekki. Formaðurinn hefði ekki þurft að sverja þetta af sér eins og hvert annað ódæði, ef hér hefði verið eða væri raun- verulega um réttarbót eða mein- lausa ráðstöfun að ræða. En sá er bara munurinn, að 1942 þorði Sjálfstæðisflokkurinn ekki að leggja í þetta og taldi það ekki tímatoært. Hann vann þá þess í Stað að því að stíg-a aðeins eitt skref að þessu marki, en sagði ósatt um lilganginn. En þetta sýnir hið raunverulega álit forustumanna Sjálfslæðisflokksins á því hvað þeir eru að gera núna. „Mikill ávinningur fyrir kjósendur einmenn- ingskjördæmunum“ ftelur Bjarni Ben. Hinn aðalforustumaður Sjálf- stæðisfliokksins Bj. Bon., hefur einnig fyrir nokkrum árum látið uppi áliit sitt á aðstöðu fólks í ein- xnenningskjördæmum annars veg- ar og stórum kjördæmum með hlut- fallskosningum hins vegar. Hann sagði um þetta mál í ræðu, sem birt var í Morgunblaðinu 24. jan- úar 1953, og ræddi þá um mögu- íeikana á því að skipta Reykjavík niður í eintóm einmenningskjör- dæmi, að sumir teldu það ekki ífcskilegt. Út af því segir hann: „ Þvert á móti mundi skipt- ing Reykjavíkur 'í tii dæmis 16 eða 17 kjördæmi hafa í för með sér anikiu nánara samband þingmanns og kjósend-a en verið hefur. Þing- maður mundi miklu ibetur en nú vita, hvað kjósendum hans liði og eiga þess kost að greiða fyrir mörgum áhugamálum þeirra og veita einstaklingunum sams konar fyrirgreiðslu og þingmenn utan af laadi verða að veita sínum kjós- endum. Þetta yrði aukin vinna og umstang fyrir þingmennina, en ég þori að fullyrða, að af því yrði mikill ávinningur fyrir kjós- eodur." Þarna hafa rnenn skýrt og skor- inort álit hins aðalleiðtoga Sjálf- stæðisflokksins á því, hvað þrír fiokkarnir, sem standa að kjör- dæmabreytingunni, eru raunveru- lega að gera. Sé það réttarbót að hafa ein- xnenningskjördæmi jafnvel í Reykjavík, þar sem menn búa á tiltölulega litlum bletti og geta alltaf náð til þingmannanna og jþar sem menn hafa daglegan að- gang að ríkisstofnununum, og geta gegnum félög sín margvísleg, fylgzt svo að segja daglega með störfum Alþingis og beitt áhrifum sínum þar, hvað má þá scgja um þá þýðingu, sem héraðakjördæmin hafa fyrir það fólk, •sem út um landið býr. Og hv,að á að segja um þann málflutning, að gera þessa g-ein fyrir kostum einmenningskjör- dtema umfram aðra skipan, en halda því svo alit í einu frara, að það sé réttarbót fyrir fólk að leggja hcraðakjördæmixi niður og setja upp þess I stað kjördæmi,; sem ná til dæmis frá Langanesi vestur á Skeiðarársand og frá Skeiðarársandi að Hellisheiði og út í VestmaniMeyjai', svo aðeins dæmi séu uefud um fjarstæð- urnar. Það væri synd að segja, að þeir, sein fyrir þessu stauda, hefðu ekki gert sér grein fyrir því, hvað þeir eru að gera. En þetta gerir mönnum lík.a auðveldara að sjá í gegnurn það yfirklór, sem nú er reynt að beita samanber ræðu háttvirts 2. þing- manns Skagfirðinga, J. S. hér áSan. Tillögur Framsóknar- manna Framsóknarflokkurinn hefir vilj að og vill þá málamiðlun að fjölga kjördæmakjörnum þingmönnum á þeim svæðum, þar sem fólkinu hef- ir fjölgað mest. Á þetta hefir eng- inn hinna flokkanna viljað líta, og ekki á annað hlusta en að leggja héraðakjördæmin niður. Stefnurnar að baki málinu Hér liggur að baki skoðanamun- ur, sem skiptir í rauninni alveg vötnum í íslenzkri pólitík. Annars vegar er meginkjarninn eða þau ráðandi öfl í öllum hinum þremur flokkunum. Hins vegar er Framsóknarflokkurinn og xnjög margt einstaklinga, sem hafa fylgt hinum flokkuuum að mál- um fram að þessu, þótt þeir í þessu meginefni, eigi ramstöðu með Framsóknarflokknum einum flokkanna. Annars vegar eru þeir, sem vilja raunverulega viðhalda jafn- vægi í byggð landsins, og haga uppbyggingu atvinnulífsins í land inu með það fyrir augum. Þeir, sem trúa því, að íslendingum geti alls ekki farnast vel í landinu, nema þeir liafi byggð viðsvegar1 um landið. Hins vegar eru þeir, sein inn á sér líta á uppbygginguna víðs veg ar um landið í samgöngumálum, atvinnumálum til sveita og við sjó sem eins konar ómegð á þjóð- arbúskapnum. Líta á það sein gert hefir verið í þessum efnum, sem illa nauðsyn vegna kjörfylgis og eru óþreytandi að tala um hin- ar stórfelldu framkvæmdir, sem spillingu í skjóli ranglátrar kjör- dæmaskipunar. Þessir mcnn líta þannig á, að það muni vera hægt að leysa efnahagsmál íslendinga með því að draga úr framlögum til þessarar uppbyggingar. Á máli þessara manna heitir þetta ýmist, að taka upp nýja fjár festingarstefnu, taka upp skipu- legan þjóðarbúskap eða að gera mun á efnhagslegri og pólitískri fjárfestingu, allt eftir því fyi'ir hvern af þessum þremur flokkum þeir tala. | Frá sjónarmiði okkar í Framsókn arflokknum og fjölda margra ann- arra, sem ekki hafa fram að þessu fylgt okkar flokki að málum, eru ráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið til að koma á jafnvægi í byggð landsins á undanförnum ár- um, ekki aðeins þýðmgarmiklar fyrir velgehgni þess fólk, sem í bygðai-lögunum býr, hvort sem er í sveit eða við sjó, heldur engu að síður lífsnauðsyn þjóðinni í heild og engu þýðingarminni fyrir það fólk, sem byggir höfuðborgina og þéttbýlishéruðin við Faxaflóa. Örugg atvinna og almenn velmeg un i Rvík og þétíbýlissvæðun- um hér sýðra síðustu árin byggist einmitt á því ekki sízt, að fólks- straumurinn að þessum liérnðum hefir minnkað og vottar fyi'ir al gerum struamlivörfum. Þessu hefir verið áorkað með markvissri sókn ár eftir ár, en því fer alls fjarri, að nokkru lokamarki hafi verið náð. Héraðakjördæmin og það aðhald, sem þau veita, er grundvöllurinn að þeim ráðstöfunum til jafnvægis í byggð landsins, sem framkvæmd ar hafa verið á undanförnum ár- um. NiÖurskurÖarsóknin Það mun verða lagt eigi lítið í að leyna því, hvað raunverulega liggur á bak við það ofurkapp, sem lagt er á að breyta kjördæmaskip- uninni einmitt þannig að leggja niður héraðakjördæmin. En alls staðar sjást merki, sem ekki leyn- ast. Alþýðubandalagið krafðist þess í fyrrverandi ríkisstjórn, að stór felldur niðurskurður yroi gerður á fjárlöguni, og þá fyrst og fremst á verklegum framkvæmdum og að innleiddur yrði þar að auki sér stakur fjárfestingarskattur m. a. á vegagerðir, hafnargerðir, frysti hús o. s. frv. o. s. frv. Alþýðuflokkurinn hefir tekið það upp sem eitt sitt helzta bar- áttumál að skera niður þessi fram lög, og hann og Sjálfstæðisflokk- urinn hafa í sameiningu aukið niðurgreiðslur nú á nokkrum mán- uðum, sem svara til alis þess, sem fram er lagt til nýrra þjóðvega, hafnargerða, brúargerða, raforku- framkvæmda, atvinnuaukningar, framkvæmda í flugmálum og sjúkrahúsabyggina. Og hvar ætla þeir að taka þetta fé eftir kosningar? Það er ekki vandasamt að sjá. Stjórnarflokkarnir hafa nú þegar lagt fram í fjárveitinga- nefnd tillögur um niðurskurð verklegra framkvænida, þ. á m. stórfelldan niðurskurð á fram- lögum til raforkuframkvæmda og eru þesrar tillögur þó bara lítið sýnishorn af því, sem koma skal ef þeim tekst tilræðið við kjör- dæmin. Sjálfstæðisflokkurinn hefir aldr ei gengið lengra varðandi framlög til uppbyggingar víðsvegar um lan^ið en hann hefir talið sig knú inn til vegna baráttu Framsóknar- flokksins og aðhalds frá honum. Kjarni Sjálfstæðisflokksins er reiðubúinn hvenær sem hann þor- ir og getur, að ráðast gegn fram lögum til uppbyggingarinnar, en stórsókninni í því verður þó frest að þangað til búið er að kjósa tvisvar og breyta kjördæmaskip uninni, ef það þá tekst. Þá er ekki mikill vandi að sjá hvað snýr að landbúnaðinum hjá þríflokkunum. Sífelldar kröfur Alþýðubanda- lagsins í fyrnærandi ríkisstjórn um að lækka landbúnaðarverðið einhliða og misrétti það, sem flokkarnir þrír hafa nú strax lög- fest í garð bændastéttarinnar tal ar sínu máli. Enginn er enn búinn að gleyma hvernig þessir flokkar ofsóttu landbúnaðinn þegar þeir fóru með stjórn landsins 1944—’46 án í- hlutunar Framsóknarflokksins. Skýrasta yfirlýsingin um tilgang inn hefir þó komið frá formanni Sósíalistaflokksins, Einari Olgeirs sýni, en hann lýsti því í löngu máli, hve miklu væri varið til fjárfestingar, sem ekki bæri full an arð og ekki varð um villzt, að hann átti við uppbygginguna víðsvegar í sjávarþorpum og sveit um og sagði svo: „Má vera, að það lagist eitlhvað, ef kjördæm- unum verður breytt,“ Framsóknarflokkurinn mun leggja til, að kosningaréttur verði jafnaður með því að fjölga kjör- dæmakjörnum þingmönnum, þar sem fólki hefir fjölgað mest, eins og lýst hefir verið í þessum um- ræðum. Tillögur hans verða tilraun til málamiðlunar. Samkvæmt tillögum Framsóknar flokksins mundi fólkið útí um land halda réttindum sínum til þess að kjósa sérstaka fulltrúa fyr ir héruðin eins og verið hefir. Það mundi tryggja áfram fram kvæmd öflugrar framfarastefnu fyrir landið allt. En nái það tilræði fram að ganga, sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir, réttindi héraðanna stór lega skert, og á því byggð hin nýja fjárfestingarstefna, mun það verða til stórtjóns íyrir þjóðina í heild. Fólksstraumurinn utan af landi mun hefjast á nýjan leik og at- vinnuleysið halda innreið sína í Reykjavík. Það mun verða eyðilagt, sem upp- hefir verið byggt nú und anfarið. ■ Er skemmst að minnast, hvern ig ástandið var, hér syðra, áður en uppbyggingarstarfið úti um land fór að bera yerulegan árang- ur. Þetta frumhlaup verður að stöðva og fóik hefir það á sínu valdi, þótt forgöngumenn málsins virðist líta svo á, að örfáir menn úr hverjum flokki geti sett land inu nýja stjórnarskrá. GoÖorÖin skulu upp gefast möglunarlaust Dag eftir dag er þjóðinni kunn- gert, að þrír flokkar liafi ákveðið að breyta kjördæmaskipuninni. Þar hafa menn það. Vér höfum talað. Eitt stjórnarblaðið segir, að það sé útilokað að stöðva málið úr þessu. Það héldu nú flokkarnir líka 1931, Sama blað segir: í stað þess- að dcila á þingi um einstök atriði og stofna málinu í heild í hgpttu, hefir nú verið samið um af greiðslu þess. Blygðunarleysið er svo algert, að það er hælzt yfir því, að hvert einstakt atriði sé ákveðið og fast sett áður en rnálið kemur til umræðu á Alþingi hvað þá það, að ekki sé nú talað um stjórnarskrárnefndina, sem Alþingi hefir kosið til þess að fjalla um málið. Tugir manna, sem hafa að öðru Ieyti ólíkar stjórnmálaskoðanir hafa skrifað mjög vel rökstuddar greinar gegn því undanfarið að hér- aðakjördæmin verði lögð niður og allsherjar hlutfallskjör sett í stað- inn. Þessum greinum er ekki reynt að svara með rökum —en þess í stað þrástagast einn aðaloddviti þessa máls, B. Ben., á því dag eftir dag í blaði sínu hve greinarnar séu vitlausar. Gjafir eru þeim gefnar, sem sýna fram á nauðsyn þess og réttlæti, að héruðin haldi rétti sín- um. Goðorðin skulu upp gefast möglunarlaust. Segja má með réttu, að ofstopinn og frekjan ríða ekki við einteym- ing. Svikizt aítan aÖ mönnum í síðustu kosningum var ekki á stjórnarskrármálið minnzt, eðá kjördæmabreytingu. Þeir fíokkaf, sem nú standa fyrir breytingu á kjördæmaskipuninni, héldu því þá beinlínis leyndu fyrir mönnum, hvað flokkarnir hefðu í hyggju. Alþýðuflokkurinn, semmú stend ur fyrir því að gerbreyta kjör- dæmaskipaninni og leggja niður kjördæmin, var þá í kosningabanda lagi við Framsóknarfiokkinn. Þetta bandalag hefir foringjalið Alþýðu- flokksins hreinlega rofið og kemur nú aftan að þeim, sem kusu þá. Eg fullyrði, að enginn ,sem á þingi situr nú, hefir minnzt á þaö við kjósendur sína, að hann ællaði á þing til þess að samþykkja að leggja kjördæmið niður. Þingmenn hafa blátt áfram ekkert umboð til þess að fremja slíkt og koma þann- ig aftan að mönnum. Ætlunin er að þvinga þetta frum varp fram í viðjum flokksband- anna. Fjöldi fólks, lilynnt þeim flokkum, serri að þessu standa, eru á móti þessu máli, *en það á að segja við þetta fólk: Þú mátt ekki bregðast flokknum, og það er kosið um svo margt ann að. Það á að leika sama leikinn eins og áður og reyna að fá fram og fá lögfesta kjördæmaskipan, sem mik- ill þorri manna er í rauninni á móti. Pólitískir ofstækismenn eru fengnir til þess að koma fram og' fara um og segja. við fólk, sem •ekki er i Framsóknarflokknum:, í kjördæminu hjá þér er eða verður kannski kosinn Framsóknar maður. Þú ert á móti Framsóknar mönnum og þess vegna skiptir það engu máli fyrir þig, jafnvel betra, að þið afsalið ykkur þingmannin- um. Og það vantar ekki, að einmitt þessi áróður kemur fram hjá tals- mönnum Sjálfstæðisflokksins í þess um umræðum. En er nokkurt vit í svona hugs- unarhætti? Á það að koma til máia, að menn fórni þannig hagsmun- um héraðs síns á altari flokksof- stækis, sem ekki styðst við nokkra rólega íhugun eða mat á málefnum. En sem betur fer eru það aðeins fáir, sem hægt er að bjóða unp á svona málflutning og miklu færri en þeir vona, sem fyrir þessu mali standa. Ein sparráng í vor Það getur ekki orðið um það deilt, að hér er um svo stórfellda breytingu og örlagaríka að ræða á stjórnskipun landsins, að það er ekki leyfilegt að kjó'a u"" mnð en hana, þegar bún verður lögð fyr ir í almennum KOjn.iiéu,.. . vor. Menn verða þá að gera það upp við sig, hvort þeir vilja afsala sér þeim létti, sem þeir hafa nú í héraða- kjördæmunum til þess að kjósa sér sfcaka fulltrúa og innleiða hlutfalls kjör, eða ekki. Ekkert annað má komast þar að, því hér er ekki um að ræða neitt einkamál hvers og eins, heldur mál, sem varðar framtíð héraðsins og framtíð þjóðarinnar. Þeir, sem eru á móli því að af- sala sér réttinum, verða því að gera það upp við sig að kjósa ’eng- an annan á þing, en þann, sem íýs- ir. yfir því, að hann muni ekki imd ir neinum kringumstæðum á það fallast að leggja kjördæmið ni'ður. Aidarmisning... (Framhald af 6. síðu) voru eftir sama höfund. Kunnugir vissu, að höfundur þessara kvæða var dr. Jón Þorkelsson. Loks kom s’vo, á síðasta æviári dr. Jóns, að hann safnaði kVæðum sínum í bók, „Vísnakver Fornólfs“, er kom út um síðustu jólin, sem liann lifði. Var þessum kvæðum þegar vel tekið, hvarvetna þar. er þeirra var getið. Fór og hróður dr. Jóns sem skálds vaxandi, er frá leið, eftir því sem kvæði hans urðu kunnari með þjóðinni. Hinar fornu þjóðlífsmyndir, sem hann dregur þar upp, eru áhrifamiklar. Eru og mörg snilliyrði þar orðin að alkunnum spakmælum, sem oft er vitnað til. Vísnakver Fornólfs hefir le.ngi verið ófáanlegt í bókavérzlunum. En nú, á aldarafmæli skáldsiris, kemur það á markaðinn í nýfri, aukinni, vandaðri útgáfu á veguni Bókfellsútgáfunnar. Eru þar og endurminningar frá æskuárnm dr. Jóns, er hann ritaði sjálfur, og minningargreinar, er þeir dr. Hannes Þorsteinsson og Páll Sveinsson rituðu um dr. .Tón Iát- inn. ÞorkcII Jóhannesson prófessor ritar formálsorð. Mun bók þéssi verða Ijóðelskum mönnum kær- komin, og það sannast nú sént fyrr, að með kvæðum sínum hefir dr. Jón reist sér óbrotgjarrían minnisvarða i Bragatúni. Jón Guðnason. 3. síðan skylduna, Viksdal og allt norska réttarsamfélagið. Iletle-málið hef- ir kennt mönnum, að setja verður hinar ströngustu reglur um máls- meðferð og sömtunarbyrði I rcfsi- málum. Hetle-málið hefir einnig sýnt frarn á, hve nauðsynlegt það er að geta tekið ixiál upp að nýju, og að mörkin fyrir endtfrupplöku máls mega ekki vera svo þröng, að þau hindri endurupptöku máls, þegar það er komið fram, að vaíi geti leikið á um réttmæti dórns- ins. Fyrsta „umferð“ Hetle-máls- ins endaði með sorgarleik, sont tók heilan mannsaldur að rétta. Mikaf Iletle náði ekki að lifa það, að verða hreinsaður af ákærunni. Það gerði hins vegar sonur hans — en ekki fyrr en í ellinni, eftir erfitt líf þrungið ofsóknum og grunsemdum, og með brennimark, sem vafalaiíst hefir reynzt erfitt að afmá. Samþykkt Stórþingsjns hefir vonandi veitt honum þá upp reisn, sem hann hefir barizt fy.rir allt frá þvi er hann kom fyrst fyrir rétt sem grunaður. (Lauslega þýtt úr Aktuelt)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.