Tíminn - 11.09.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.09.1959, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudagiun 11. septnmber 1959. 5 Minning: Steinunn Jónsdóttir frá Einarslóni Þann 16. maí s.l. var til grafar borin frá Hellnakirkju, Steinunn Jónsdóltir, fyrrum húsfreyja í Einarslóni Steinunn var fædd 15. maí 1881 að Hágarði í Staðarsveit. Foreldr ■ar hennar voru Jón Jónsson bóndi bar, frá Hólkoti í sömu sveit og kona hans Hólmfríður Magnúsdótt ir frá Rauðamel. 5 ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum að Bakkabúð á Brimilsvöllum og dvaldist' hjá Jieim og systkinum sínum, sem voru alls 7. Tvö dóu kornung, en þau sem til aldurs komust voru Jiessi, auk Steinunnar: Valdim'ar f. 1880, Þorgils f. 1883, Björn f. 1886 og Svanborg f. 1891 Faðir hennar sótti fast sjónn og var elju og atorkumaður sagður, hann reri þá jafnan með eldri bræð- urna t'vo, er þeir voru það á legg komnir. Þann 2. jan. árið 1900, drukknuðu þeir feðgar allir þrír í sjóferð í beitufjöru. Stóa Stein- unn þá uppi 18 ára stúlka sem aðal fyrirvinna heimilisins, þar sem <tvö systkini hennar er eft'ir lifðu voru enn á barnsaldri og móðir hennar heilsutæp orðin og buguð af harmi eftir ástvinamiss- inn. Steinunn fluttist þá um vorið með móður sinni og systkinum til Ólafsvikur, þar vann hún baki brotnu alla vinnu er fyrir féll, jafnt að móskurði sem við eyrar- vinnu, eins og það er kallað nú, og er þó mun lét'tari vinna en var 1 þá daga. í Ólafsvík er útfiri mikið og langur var burðurinn þá vig uppskipun. Og þetta starf féll oft i hlut duglegra kvenna, og var Steinunn ein af þeim sem gaf sig í þettá, því örlítið hærra kaup var í vöðslu, sem og þeirra er báru á bakinu matvöru og saltsekki, en kaup kvenna var almennt 12 aur- ar á tímann en karlmenn höfðu 25 aura, a.m.k. í vöðslu. í mó- grafarvinnu hafði Steinunn 2 kr. á dag og þótti geysikaup, en vinnu tímínn var líka frá kl 6 að morgni til kl. 10 að kvöldi. Svona voru kjör fólksins. Þá voru ekki til staðar opinberir styrkir, né sam- skot til bágstaddra. Og ekki hlaut Steinunn það heldur þegar hún varð sjálf ekkja. í Ólafsvík kynntist Steinunn lífsförunaut isínum Hallbirni Þor- valdssyni, hann var þá um fertugt og glæsimenni í sjón, skáldmælt- ur og gáfaður og margt stórvel gefið. Um Hallbjörn hef ég áður skrifað minningargrein, í ,,Neista“ sveilablað Breiðvíkinga, nóv.bl. 1948. Vorið 1905 fluttist Steinunn með heitmnnni sínum að 'Gröf í Breiðu- vík. Mjög reyndi þar þegar á dugn að hinnar ungu húsmóður, því bóndi hennar var bókhneigður og fróðleiksfús, utan sinna bústarfa og því oft í ferðalögum og öðrum skyidustörfum. Barnakennari var hann í marga vetur, auk þess bæði oddviti og kaupfélagsstjóri, svo nokkúð sé nefnt. í Gröf bjuggu þau í 15 ár góðu búi, þar á eignar jörð sinni. En þá seldi Hallbjörn aftur jörðina. Og fluttust þau þá vorið 1920 að Brekkubæ við Hellna og voru þar eitt ár. Þau voru vel látnir nágrannar, og hafði góður kunningsskapur tekizt og ávallt haldist hér á Hellnum við það fólk síðan, og mér reyndust þau ávallt tryggir og ráðhollir vinir. Vorið 1924 fluttust þau ag Syðri bæ í Einarslóni, þetta voru harð- býl ár með vorkuldum og gróður- leysi. Mjög gengu þá af þeim efnin á þessum árum. Það var eins og Hallbjörn kvað um heyskapinn á hinni þýfðu og grýttu jörð þar ytra: Engin hræða hjálpar mér, hnjótana að flengja. Sárast þegar sólskin er, sakna ég Grafarengja. Og viðbrigðin voru margþætt, sífelldir erfiðleikar með skepnu- höld og aðdrætti alia, og það fyrir hann aldraðan mann þá orðinn.1 Sumarið 1930 voru þau að byggja upp bæinn í Uóni, veiktist Hall- björn þá .snögglega, áður en því verki var lokið og lézt eft'ir stutta legu 69 ára gamall. í annað isinn stóð Steinunn nú uppi, sem aðal fyrirvinna, að þessu sinni eigin barna, sem 'sum voru enn mjög ung. Eignalaus og alls- laus, nema að vöggugjöf sinni, góðri heilsu, ásamt óbilandi kjarki og bjartsýni, lagði hún til atlögu við örðugleikana. Á bænum, sem ekki var enn fokheldur að kalla, hvildi nú þegar nokkur skuld, svo og á bústoíninum, sem var að eins orðinn 16 ær og 2 hross. En Steinunn gerði alltaf hærri kröfur til sjálfrar isín en annarra. Ná- grannar hennar og fleiri munu þó hafa metið mannkosti hennar og'dugnað og sýnt henni vinarþel sitt í fyrirgreiðslu á ýmsan hátt. En af sveitungum hennar má vel geta þess að Guðlaugur Halldórs- son kaupmaður á Stapa, var þó sá, sem veitíí henni virkástá áð- -stoð þegar hún átti erfiðast', og æ síðan meðan hans naut við. Enda þótt Steinunn og börn hennar gætu greitt það lán upp að fullu, minntist hún Guðlaugs ávallt sem velgerðarmanns. „Fleira er hót en gjafir,“ segir máltækið, og Stein- unn var minnug á það isem henni var vel gert, eins og góðs fólks er vandi. En St'einunn bjó áfram í Lóni með Valdimar eldri .syni sínum og Bergþóru yngri dóttur- inni. Eins og segir í þessari stöku: Tvö voru börn svo trygg þér hjá, er tímar liðu og stundir, að áratugi því nær þrjá, þarna sælust undir. Og St'einunn tók tryggð við Lón. Hún unni þar öllu lifi. Hverj um hól, hverjum steini, hrauninu, hrikalegri ströndinni og jöklinum himinháum, ,sem veibti skjól í norðan næðingnum. Svo að marg- an dag var logn og sól í Lóni, þótt stormurinn og hríðarkófið æddi allt um kring. Náttúran var þar stórbrotin bæði í sjón og í reynd. Hún unni þessari byggð. Og líkt og skáldið kvað um ekkj- una við ána: Hún elskaði ekki allt landið, en aðeins lítinn blett, af ánni nokkra faðma og hraunið svart og gret't .— Steinunn bar mikinn hlýhug til síns frændfólks og systkinanna beggja. Jafnvel þó hún hitti þau ekki árum saman.. En alveg sér- stakt ást’ríki mun hún h-afa haft á föður sínum og bræðrunum, sem hún missti í sjóinn í æsku. Eftir henar lýsingu hefur faðir hennar verið sérstakt valmenni, og eins bræður hennar, einkum hafði sá eldri, Valdimar, verið henni hjartfólginn, bróðir og fé- lagi, enda bæði á sama aldri. Og fyrsta soninn sem hún át'ti lét hún bera nafn hans. Og þessi sonur varð henni líka trygg fyrir vinna og ellistoð. En aldrei gat hún þó gleymt átsvinamissi sín- um ævilangt, og aldrei var henni gefið um sjóinn eft'ir það. Þótt Steinunn ætti fáar frí- st'undir til lesturs, unni hún bæði sagna- og ljóðagerð og einkum ferskeytlunni. Þetta kunni Hall- björn bóndi hennar vel að meta, og sendi henni oft ljóðabréf, þeg- -ar hann var fjarvi)stum, bæði í VestmÁnniaeyjním og víðar í atvinnu ag heiman, það varð hann að leggja á sig, nú á efri árum sökum hins þrönga efnahags og búsmæðar. Lengsta bréfið skrif- áði hann henni frá Raufarhöfn, alls hundrað vísur. Síðasta vísan er þannig: Áform mitt er uppfyllt nú, eigðu bréfið „kæra“. Hundrað vísur verður þú, vikutíma að læra. Og í öðru bréfi einnig frá Rauf- arhöfn, er þessi vísa m.a., sem lýsir glöggt heimþrá hans: Hérna aldrei sé ég sól, ‘Svo að lundin hlýni. Finnst' mér sem á Fagurhól, fleiri geislar skíni. (En Fagurhóll þessi var við túnfótinn í Lóni.) Það mætti margt segja um dugn •að og afrek þessarar þróttmiklu j og glaðlyndu greindarkonu, sem þó naut þess í svo ríkum mæli. ag geta hjálpað og hjúkrað því,1 sem veikt var og vanmáttugt. Það var henni hálft lífið eða meira til.1 Og við búskapinn gáfust mörg tækifæri að hlynna ag einhverju á afskekktu býli. Gestrisin þótti Steinunn og gott til hennar að koma, og var oft gestkvæmt hjá henni í Lóni. Eink um er þau mæðgin bjuggu þar ein síðustu árin. Ýmsir kunna að hafa láð henni að.búa þarna svo lengi á einstökum bæ, og eftir að yngri börnin voru þá sem uppkomin.1 ;En nokkug dregur til alls, og má ' hér hiklaust. segja, að það yrði til að bjarga mannslífum, að Lón var , enn í byggð þegar tvö skipströnd urðu þarna skammt frá bænum sama veturinn og síðast'a búskap- arár Steinunnar þar í Lóni. Og þykir mér hlýða, að drepa hér á annað strandið og það er meira kom við sögu Steinunnar. Fyrra strandið var 27. okt. 1947; það var hollenzka olíuskipið Mildred, er 'Strandáði við svonefndan Járn- barða vestan og norðan vig Drit- vík, og varð mannbjörg af því skipi En hinn 16. marz 1948 sírandaði brezki togarinn Epine frá Grimsby, á skeri við vestan- verðan Djúpalónssand, myrkt var af nótt, álandsvindur og stór- brim, sem fór v-axandi. Um nótt'- ina varg engu bjargað, þótt brot- izt væri áfram um kletta og klungur í myrkrinu á strand- staðinn, línubysisan dró alls ekki isökum fjarlægðar og storms frá Ilellissandi og héðan úr hreppn- um, tókst á síðustu stundu við mikla mannhættu, að ná fjórum mönnum, sem dregnir voru í land í björgunarstól og fluttir nær dauða en lífi heim í Lón til Stein- unnar, sem hjúkraði þeim svo vel, ag mæður þeirra hefðu ekki betur gert við sömu aðstæður, og víst sópaði þá að Steinunni, þót't kom- in væri nær sjötugu, þetta var henni hjartfólgið starf, ein henn- ar stærsta stund á ævinni að geta þannig hjálpáð til ag hrífa þessi mannslíf úr dauðans greip- um, það var eins og dálítil upp- reisn frá æskuárunum, þegar Ægir tók hennar ástvini í kaldan faðm sinn og sleppti þeim aldrei aft'ur. Það var átakanleg sjón að horfa upp á mennina smátýnast og slitna af flakinu, bæði dána og lifandi, því sumir höfðu bund- ig isig við skipið og létu þannig líf 'sitt, án þess að geta nokkra björg sér veitt, sumir hröktust í brimgarðinum, og náðust fjórir þannig og lögðu björgunarmenn sig sumir í bráða lífshættu, að halda þeim í útsoginu, en aðeins i einn af þessum mönnum reynd- | ist vera með lífsmarki og var fluttur heim í Lón ag ráði héraðs- læknis, sem þarna var viðstadd- ur, og seinna um daginn, rakn- ; aði maðurinn þar við, með óráði ! og æði. En það heyrðist helzt á Steinunni, við allt hennar erfi'ði, hvað hún kenndi í brjósti um mennina fjóra, úr björgunarstóln um, hve þeim brá þegar þeir vöknuðu loks til fullrar rænu og sáu þennan fimmta félaga sinn í þeirra hópi bráðlifandi, hann, 'sem þeir höfðu allir ség með eigin augum, slitna af flakinu og hverfa í öskrandi brimrótið, hver þeirra hélt sig sturlaðan orðinn, eða kominn í aðra veröld. En Steinunn rétti þá brosandi fram fötiai þeirra og sýndi þeim það af farangrinum, er náðst hafði, og hún hamaðist' nú við að þurrka og ‘ hagnýta, og þeir virtust fljótir að iskilja hana, þótt ekki kynni hún ! neiít í máli þeirra. Ég var þarna ásamt fleiri að vakta rtrand- staðinn, cf lík eða annag mark- vert kynni að skola á lar.d, svo og við ?.ð flytja líkin þrjú og mennina fimm a'ð tölu, á hestum, út. fyrir Beruvíkurhraun, þar sem bíll frá Sandi beig eftir þeim öll- um. I í Einarslóni hafði alltaf verið stakri gestrisni að mæta, en það veit ég fyrir víst, að aldrei hafa þakklátari gesíir kvatt þennan stað en þessir fimm menn af Epine, þegar þeir kvöddu með kossi „mömmu í Lóni“, eins og þeir kölluðu hana og þökkuðu henni fyrir sig. Flestir voru mennirnir furðu hressir, þótt væru allir meira og minna marðir og lemstraðir. Þeir sögðu að skiln aði við 'Steinunni og þau mæðgin, að þessar skrámur á þeim, myndu fljótt jafna sig, er þeir væru komnir heirn til síns fólks úti í Englandi. Þetta var lokaþát'turinn á byggð inni í Einarslóni, a.m.k. nú um sinn. Á næsta vori 1949 fluttist Steinunn ásamt isyni sínum og dóttur að Skjaldartröð á Helln- um, þar dvaldist hún hjá Valdi- mar syni sínum í níu ár og í sam- býli vig mig, er þessar línur rita, og kynntist ég og kona mín þá til fulls þessari mætu konu, og betra sambýlisfólk en þau mæðg- in voru okkur, hygg ég að sé vandfundið Ég leyfi. mér að setja hér í þessa grein nokkrar af þeim stökum, sem ég gerði í kveðju- og minningarskyni um Steinunni sál.: Þér var aldrei víl né vol, vel í skapgerð lagið. Innri gleði, orku og þol, áttir af bezta tagi. Um ævi þína eins varst nú alltaf laus við þvargið. En vinum þínum trygg og trú og traust sem stuðlabjargið. Þú lagin varst meg bros á brá barnalund að kæta. Aumt svo máttir ekkert sjá, að úr ei vildir bæta. Við hjónin megum muna þig um mannkostina „vina“. Við börn okkar þeir sýndu sig og isálarfegurðina. Öldruð móðir mín, þig hlýtt má, og börnin trega. Allt þitt' góða og þakka þýtt þelið hjartanlega. Tvö síðustu árin, sem Steinunn dvaldist í Skjaldartröð, var heilsa hennar og þrek svo á förum, að ^ hún hvarf að því eftir læknisráði, að flytjast' til barna sinna, sem búsett voru suður meg sjó, þar isem hægara yrði um vik með læknishjálp þar syðra. Vorið 1958, flutist hún að Kirkjubóli í Miðneshreppi til barna sinna og tengdafólks, sem þar bjó. Um sumartímann hresst ist Steinunn nokkuð og hafði jafnan fótavist, þar til í febrúar, að hún varö fyrir byltu og var rúmföist á spítala eftir það, unz hún lézt 8. maí s.l. Þann 15. s. m. á 78. afmælisdegi sínum var hún svo flutt vestur afíur tii hinztu hvíldar í kirkjugarðinum á Hellnum. Báðar dætur hennar og sonur, sem búsett eru þar syðra, sáu um flutninginn og fylgdu með vestur, einnig, annar tengdasonurinn, og sá er henni reyndist ekki sízt eftir ag hún fluttist suður. Margt af frændfólki og vinum var viðstatt jarðarförima, sókn- arpresturinn sr. Þor.gr. Sigurð:- son á Stáðar.stað, annaðist yfir- sönginn og minnt'ist hinirar látnu með hlýlegum orðum og sagðist vel frá að vanda, en frændi henn- ar, Alexander Stefánsison í Ólafs- vík, söng einsöng sálminn „Lýs milda ljós.“ Meðal þeirra mörgu, sem viðstaddir voru útförina var systir hennar Svanborg, kona Stefáns Krisíjánssonar verkstjóra í Ólafsvík. Svanborg er nú ein eft'ir á lífi af þeim systkinum. Björn bróðir þeirra dó í Ólafs- vík 1937, en kona hans Kristín Bjarnadóttir er enn á lífi og 7 börn þeirra. Steinunn átti á lífi er hún lézt, auk barna sinna fjögurra, 7 barna börn og 1 langömmubarn. En börn þeirra Steinunnar og Hall- björns eru þessi: Sigríður, f 9. des. 1907. Valdi- mar, f 10. sept. 1912. Gestur, f 15. ág. 1920 og Bergþóra f. 6. ág. 1923. Að síðustu vil ég færa Stein- unni húsfreyju frá Einarslóni þessar kveðjustökur: Min um kynni mun ég hér, mæla í stökum vilja. Stuðlamálið mátti þér, margar stundir ylja. Góða fræðslu gafst þú mér, slíkt gáfnafar má prísa. Svo fáir voru fremri þér, því fagra og stóra að lýsa. Síðdegi.3 þá sólin skein, og sumarig hafði völdin. En jökulbungan heig og hrein, heillaði sýn á kvöldin. Þótt hrósuðum misjafn heim- inum, og hans um fallvölt gæði. Fjallakónginn alltaf um, á einn veg ræddum bæði. f æðri heim þér eflaust skín eygló fegri grundar. Fyrst' þér var gefin sólarsýn í sál til hinztu stundar. Valdimar Kristófersson. '.VWV.VAVAV.V.VrV.W.V.V.V.VAV.V.VA-.VV.V^II kólalæknar Skólalækna vantar að skólum í Reykjavík. Um- sóknir sendist til Heilsuverndarstcðvar Reykja- víkur fyrir 9. október n.k. Nánari upplýsingar gefur borgarlæknir. Stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur .V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.'.V.V.V.V WAV.VAW.V.VAW.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.-.V.VrtS Laus bókarasiaða Bókari, karl eða kona, verður ráðinn að bæjar- fógetaembættinu í Kópavogi frá 15. næsta mán- aðar. Laun samkvæmt 10. fl. launalaga. Umsókn- arfrestur einn mánuður. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 8. september 1959. V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V/.V.V Áskriftarsíminn er 1-23-23 :

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.