Tíminn - 11.09.1959, Side 6

Tíminn - 11.09.1959, Side 6
'6 TÍMINN, föstudaginn 11. septcmber 1959. Cltgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKUKINW Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarlnttou. Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargðt* Símar: 18 300, 18 301,18 302,18 303,18308 o< 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaSamena). Auglýsingasiml 19 523. - AfgreiSslan 121» Prentsm. Edda hí. Simi eftir kl. 18: 18 M1 Margir eru kallaðir SVO var ákveðið á sein- asta þingi að kosningar til Alþingis skuli fram fara dag- ana 25. og 26. okt. n.k. — Vegna þess að kosningar eiga að vera á þessum árstíma þótti ekki gerlegt annað en að hafa kjördagana tvo, — Þannig var það einnig við haustkosningarnar 1942. Þá hittist hins vegar svo vel á með veður, að alls staðar mun hafa verið unnt að ljúka kosningu fyrri daginn. Á þess um tima árs er allra veðra von. Og vel getur verið gott veður í einum landshluta þó að ófært sé í öðrum. Haust- kosningar hér á landi hljóta alltaf að vera mjög vafasam ar. Jafnvel þótt kjördagar séu tvelr, er alltaf sá mögu- leiki fvrir hendi, að báða dag ana geti verið ófært veður einhvers staðar á landinu. — En ekki tjáir um þetta að sakast úr því sem komið er. Allir flokkar voru íiammála um að lagfæringa væri þörf á kjördæmaskip- uninni, þótt þá greindi mjög á um hvernig þær breytingar skyldu verða. Því er ekki ann að að CTsra en vona að vel takist til. FL.ÓKK ARNIR eru nú önnum kafnir við að undir- búa og ákveða framboð sín, enda fsr að styttast til þess tíma að framboðsfrestur renni út. Kunnugt er, að oft hafa verið nokkrir erfiðleik- ar á því íyrir flokkunum, að ákveoa framboð, enda komr bar mörg sjónarmið til greina. Framsóknarmenn spáðu því ao cá vandi myndi aukast að mikium mun með hinni breyttu kjördæmaskip un. Irlin gömlu kjördæmi yrðu áfram, þrátt fyrir alla grautargerðina, heildir í vit und kjósendanna og hvert hérað myndi leitast við að tryggja sinum fulltrúum ör- ugg sæti á listunuiíi. Að sjálf sögðu höfðu Framsóknar- menn enga ástæðu til að ætla að þessir erfiöleikar yrðu minni hjá þeim en öðr- um í okkum. Cg andstæðing ar Frimsóknarmanna hafa eflau-t tallð víst að engir ættu erfiðara um vik en þeir, hafi þeir sjáifir trúað þeim staðh°"fingum sínum, að þingmönnum Framsóknar- flokksins hiyti stórlega að fækkT við kjördæmabylting- una. Þá var eðlilegt að upp kæmi ta’sverður ágreining- ur urn það, hvernig ættu að yfirgefa dýrð þingsalanna og hverjir dvelja þar áfram. REYNSLAN af þessum fyrstu framboðum undir hinni rxýju skipan, virðist þó tenda til hins gagnstæða. Framsóknarmenn hafa nú, þegm- betta pr ritað, birt öll sín framboð. Það sama verð- ur ekki sagt, um hina flokk- gna. Þannig atvikast það stundum, að sá, sem telur sig standa, má gæta þess að hann ekki falli. Hjá þeim hefur meiri hluti framboð- anna enn ekki verið birtur. Þeir hafa hvor um sig gengið frá tveimur framboðslistum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt lista sinn í Reykjanes- kjördæmi og á Vestfjörðum, Alþýðuflokkurinn á Norð- austuriandi og Reykjanesi og Alþýðubandalagið á Suður landi og Norðausturlandi. — Annars staðar er fæðingin ekki afstaðin og víða mun hún ganga fyrir sig með ó- hljóðum miklum og skruðn- ingum. ÍHALDIÐ á í erfiðleikum í Reykjavík. Þar er það með hóp af alls konar dátum, sem allir telja sig eiga brýnt er- indi inn á þing. Líklegt er að 5 efstu sæti listans verði skip uð sömu mönnum og áður. En svo koma Ólafur hag- spekingur, Ásgeir skipstjóri, Angantýr og Sveinn í Héðni, sem öllum mun þykja þing og þjóð setja ofan við fjar- veru sína úr hinu aldna húsi viö Austurvöll. Hins vegar mun Birgir Kjaran telja sig engu minni hagspeking en Ólaf, né lélegra þingmanns- efni, og Guðjóni í Iðju geng ur illa að skilja að hann sé óálitlegri þingmaöur en Ang antýr, enda hafi hann sýnt, að hann eigi áhugamál: að fækka bændum um helming. Jón á Akri er ekki á því að hætta við svo búið og þykir ósvinna hin mesta að yfir hann verði settir smákarlar eins og presturinn í Glaumbæ og bæjarfógetinn á Siglu- firði. Páll Kolka telur Jón hins vegar orðinn elliæran og sé sjálfsagt að veita hon um lausn í náð. Væri nær að hann tæki sjálfur sæti Jóns og fengi þannig loks umbun fyrir langa og dygga þjónustu allt frá því að hann hafði ofan af fyrir sér með því að ferðast um landið og flytja geðveikisfyrirlesturinn fræga. Hannibal er nú burt rekinn úr sinni Paradís. Var í ráði að senda hann vestur á sína sveit, en hún tregðast við að taka við honum. Og Alþýðuflokksmenn segja aö nóg sé að hafa Steindór á þingi í mánuð. Þannig eru víða viðsjár með mönnum. ANDSTÆÐIN G ARNIR spáðu því, að Framsóknar- flokkurinn myndi bíða hið mesta afhroð við kjördæma byltinguna og fóru ekki dult með það, að hún ætti fyrst og fremst að klekkja á hon- um. Þeim mun nú vera ljóst orðið, að sú von rætist ekki. Meiri eining og sóknarhugur er nú í Framsóknarmönnum en nokkru sinni fyrr. Það vottar m.a. sú staðreynd, hversu greiðlega þeim hefur gengið að ákveða framboð sín. Kosningarnar í haust munu sýna, að kjördæma- byltingin hefur að þessu leyti alveg öfugar verkanir við það, sem andstæðingar liennar hugðu að verða myndi. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: iiiMiiiiiiiiiiiiiiniii«AiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiia Ráðstefnur æðstu manna ViírætJur þeirra eru nýtt brum á kvistum kalda stríðsins ÞAÐ VIRÐIST nokkur skoð- anamismunur ríkja milii Lond- on og Washington um hvenær eigi að halda ráðstefnu æðstu manna. En er þetta einmitt tím- inn til að ákveða það? Er ekki betra að bíða með það þar til Eisenhower og Krustjoff hafa lokið seinni viðræðum sínum, er Eisenhower sækir Krustjoff heim til Moskvu? Ráðstefna æðstu manna mun vera formlegur fundur leiðtoga ríkjanna til samninga og við- ræðna um helzlu vandamál heimsins . Á hinn bóginn eru viðræður Eisenhowers og Krust joffs og Krustjoffs Macmillans aðeins venjulegt form stjórn- málasambands. Þær eru ekki bundnar byrðum um að gefa skriflegar yfirlýsingar. Þær geta verið reynsluríkar og fræð- andi. Eins og málin standa nú eru líkur til að viðræðurnar verði vinsamlegar og þvingun- arlausar, því að það er engin brýn þörf til að taka skjótar ákvarðanir í Vestur-Evrópu, óbreytt ástand er vel viðunandi fyrir báða aðila og hvorugur vill rasa um ráð fram. VIÐRÆÐUR æðstu manna stórveldanna er nýtt brum á kvistum -kalda stríðsins. Þar til fyrir fáum mánuðum, áður en Macmillan fór til Moskvu, var það ríkjandi skoðun, að höfuð- viðræðurnar skyldu háðar af utanríkisráðherrum ríkjanna. Þeir voru hinir slyngu lögfræð- ingar, sem semdu uppkast að samningum fyrir hina ríku skjól stæðinga sína, leiðtoga stórveld- anna, sem myndu skrifa undir, þegar þeir ráðlögðu þeim. Þeir áttu að búa út skjölin og setja inn kommurnar, áður en skjól- ■stæðingarnir kæmu til að skrifa undir, lialda kurteisisræður og drekka samningaskálina. Þessi skoðun átti við Truman, sem brenndi fingur sínar á fund inum með Stalin í Potsdam. Hún var einnig að skapi Eisenhowers meðan hann naut aðstoðar hins mikilhæfa John Foster Dulles. Að utanrikisráðherrarnir skyldu vera samningsaðilar gat aðeins gengið fyrir Bandaríkin og það aðeins meðan John Foster Dulles naut við. Það var ókleif samningaleið fyrir Sovétríkin, þar sem utanríkisráðherrann var ekki einu sinni meðlimur í hinni ríkjandi fámennisstjórn í Sovétríkjunum. Það gat ekki gengið fyrir Vestur-Þýzkaland, Walter Lippman þar sem Adenauer var einn og allsráðandi, né fyrir Frakkland, þar sem de Gaulle sat einn að kötlunum og það kom ekki einu sinni, heima við Breta, þar sem fordæmi og andi Churchills frá fyrri ráðstefnum æðstu manna sveif enn yfir vötnunum. STEFNA Bandaríkjanna eftir stríð, að láta lögfræðinga í ráðu- neyti utani’íkisráðherranna semja alþjóðlega samninga fékk lokareynslu á utanríkisráð- herrafundinum í Genf i vor. Hann reyndist verða eintóm timasóun og jafnvel áður en fundinum lauk voru forsetinn og Herter utanríkisráðherra sannfærðir um það, að fara yrði inn á nýjar brautir. Eftir gömlu reglunni áttu utani'íkisráðherr- arnir að gera samninga, sem leiðtogarnir skyldu skrifa und- ir. Eftir nýju leiðinni munu leið togarnir ræðast við og reyna að finna samkomulagsgrundvöll, sem utanríkisráðherarnir gætu byggt samninga sína á. Það er engin ástæða til að ákveða um formlegar viðræður æðstu manna fyrr en útséð er um hvort þessar óformlegu við- ræður leiðtoganna leiði af sér f samkomulagsgrundvöll. MEÐ ÞESSU er ég ekki að I mæla gegn formlegum viðræð- | um æðstu manna, sem hér voru | settar á oddinn af Fulbright og = í Evrópu af brezku stjórninni. | Þeir álíta fundi æðstu manna | eðlilega þróun í viðskiptunum | við Sovétríkin og ef slíkir fund- I ir eru haldnir ‘títt og reglulega = muni fara af þeim nýjabrums- | svipurinn og þeir geta orðið I beinir samningafundir. Skynsamleg hugmynd. En | fyrsti fundurinn verður ekki 1 með, það verður mikil eftir- | vænting í sambandi við hann. 5 Hugmyndin um tíða fundi . æðstu manna byggist á heim- 1 speki um skyldleika þjóðanna, | sem margir Ameríkumenn and- | mæla. Þeir halda því fram, að = kurteislegt samband við stjórn- 5 arvöld annarra ríkja hafi í för | með sér viðræður um fram- I kvæmdir og áform hvors ríkis § fyrir sig. Þeir segja, að spurn- | ingin standi ekki um, hvort | stjórnin sé góð eða vond,heldur | hvort hún sé í raun og veru = stjórn, og því næst hvort hún er = ekki aðeins að sviðsetja sjón- \ leik með þeirri stjórn, sem hún | er að hafa sendiráðherraskipti | við. | Hluti bandarísku þjóðarinnar 1 er þeirrar skoðunar, að með | móttöku Krustjoffs þar í landi = sé þjóðin að rita nafn sitt á = víxil kommúnistaflokks Ráð- | stjórnarakjanna. Þeim finnst | móttakan vera siðferðisbylting. | En þeir horfa fjarrænum aug- | um á mikilvægi heimsóknarinn- | ar. Það, sem við skrifum undir I með móttöku Krustjoffs, er vilji = okkar — gegn því að það sé | einnig vilji hans —- til þess að = leita leiðar til samkomulags í | kalda stríðinu. Mr. K. mun I draga að sér mikla athygli, því það er fróðlegt að sjá hann og hverju hann líkist. En það er tilgangslaust að gera of mik- ið úr mikilvægi heimsóknarinn- ar. Því þegar hún er um götur gengin, og aftur rís nýr dagur, bíður okkar enn sem fyrr sama kalda stríðið, erfiðið við að berja saman samningum og samningatilraunum. 111111111111111111111 ViðskiptasamniRgur við Tékkóslóvakíu Að undanförnu hafa farið fram í Prag viðræður um við- skipti íslands og Tékkóslóvak- íu á tímabilinu 1. september 1959 til 31. ágúst 1960. Lault þeim hinn 2. september s. 1. með undirskrift samkomulags um vörulista þá, er gilda eiga þetta tímabil. Samkomulag ið undirrituðu formenn tékk- nesku og íslenzku samnmga- nefndanna, þeir Frantisek Schlegl og Jónas H. Haralz ráðuneytisstjóri. Viðskiptasamningur sá, sem nú gildir á milli. íslands og Tékkó- slóvakíu, var gerður árið 1957 til þriggja ára. Um vörulista þá, sem samningnum fylgja, er hins vegar samið árlega. Viðskiptin á :s.l. ári höfðu farið allmjög fram úr þeim vörulistum, er þá giltu að því er flestar vörur snerti, og í samræmi við þetta, var nú samið um talsverða hækkun listanna. Þannig er gert ráð fyrir verulegri aukningu á sölu íslenzkrar niður- suðuvöru og landbúnaðarafurða til Tékkóslóvakíu, og einnig nokk urri aukningu á sölu freðfisks, frystrar og saltaðrar síldar og fiskimjöls. Gert er ráð fyrir aukn um kaupum íslendinga af vefn- aðarvöru, hjólbörðum, gólfdúk, gúmmískófatnaði, sykri, rafmagns vöru og járn- og trjávöru. íslenzku samninganefndina skip uðu auk Jónasar H. Haralz þeir dr. Oddur Guðjón&son og Árni Heyskaparlok á Norðurlandi Heyskap er nú langt komið norðanlands og víða að ljúka. 'Grasspretta var þar með mesta mótt í vor, og nýting heyjanna hefur orðið dágóð bæði af fyrri og seinni sJætti, þótt óþurrkar yllu nokkrum töfum í ágúst. Góðir þurrkar hafa verið nyrðra síðustu daga. í Eyjafirði eru margir búnir að alhirða, og aðrir að koma síðasta Finnbjörnsson, ræðismaður. Nefndinni til ráðuneytis voru fulltrúar frá Samabndi ísl. sam- vinnufélaga og Verzlunarráði ís- lands, þeir Agnar Tryggvason og Þorvarður Jón Júlíusson. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 7. september 1959. heyinu í hús þessa dagana. Þar er mikill og góður heyfengur, enda hefur grasspretta ekki verið slík um árabil. Úr Mývatnssveit er sömu sögu'að segja, en þar hefur verið góður þurrkur síðan um mánaða- mót. Engin hey hafa spillzt þar þrátt fyrir óþurrkana í ágúst, en súgþurrkun er þar á flestum bæj- um, og er mikil hjálp að því. í N orður-Þingey j arsýslu spillt ist nokkuð af heyjum í ágúst, en marg ir voru langt komnir með fyrri slátt og höfðu náð inn ágætum hey- feng. Háarspretta var þar mjög góð og hefur nýtzt vel, en seinni. sláttur var ekki almennt sleginn fyrr en um mánaðamót er verður breyttist til batnaðar. Þar líður nú að göngum, gangnadagar eru 19. og 20. sept. og réttað 21. Næturfrost I gerði Norðanlands aðfaranótt ' sunnudags og spillti kartöflugrasi víða. Þá hafði ekki komið frost síðan aðfaranótt 18. júní.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.