Tíminn - 11.09.1959, Side 7

Tíminn - 11.09.1959, Side 7
STÍMINN, föstudagicn 11. scptcmber 1959. Flokkar kjördæmabyltingarinnar á eftir A víðavangi F ramsóknarflokknum að ákveða framhoð ' SíSast liðinn miðvikudag birti blaðið framboðslista Fram- sóknarflokksins í tveimur síðustu kjördæmunum. Á sama tíma höfðu flokkar kjördæmabyltingarinnar birt lítið eitt af væntanlegum framboðslistum sínum og sumir engan lista. Virðast fæðingarhríðir þessara flokka vera harðar og strang- ar, þegar kemur til þeirra kasta að ákveða framboð eftir hinni nýju skipan „réttlætisins“. Andstæðingar Framsókn- arflokksins hlökkuðu mikið yfir því fyrir sumarkosningarn- ar, að hin nýja kjördæmaskipunin yrði flokknum þungur steinn um háls, enda mála sannast, að „réttlætismál“ þrí- flokkanna var til þess stílað fyrst og fremst, að hnekkja Framsóknarflokknum og draga úr áhrifum dreifbýlisins á stjórnmál landsins. Það hefur hins vegar komið á dag- inn, að andstöðuflokkum Framsóknarflokksins í kjördæma- málinu gengur sýnu erfiðlegar en honum að ákveða fram- boð sín, og mun annað fara eftir í hinm nýju skipan. Biaðið birtir hér öll framboð flokksins samkvæmt hinum nýju kjördæmum. Vesturlandskjördæmi: 1. Ásgeir Bjarnason, bóndi, Ásgarði. 2. Halldór Sigurðsson, sveitarstjóri, Borgarnesi. Daníel Ágústínusson, bæjarstjóri, Akranesi. Gunnar Guðbjartsson, bóndi, Hjarðarfelli. 5. Alexandes Stefánsson, kaupfélagsstjóri, Ólafsvík. 6. Ingimundur Ásgeissson, bóndi, Hæli. 7. Kristinn B. Gíslason, formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms. 8. Geir Sigurðsson, bóndi, Skerðingsstöðum. Guðmundur Sverrisson, bóndi, Hvammi. Guðmundur Brynjólfsson, bónd~, Hrafnabjörgum. 3. 4. 9 10 Vestf jamSakjördæmi: 1. Hermann Jónasson, hrl., Reykjavík. 2. Sigurvin Einarsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík 3. Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri, ísafirði. 4. Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli. 5. Þórður Hjaltason, sveitarstjóri, Bolungarvík. 6. Hafliði Ólafsson, bóndi, Ögri. 7. Gunnlaugur Finnsson, bóndi, Hvilft. 8. Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstjóri. Króksf jarðarnesi 9. Jónas Jónsson, bóndi, Melum. 10. Ragnar Ásgeirsson, héraðslæknir, ísafirði. Norfóurlandskjördæmi vestra: 1. Skúli Guðmundsson, alþingismaður, Laugarbakka. 2. Ólafur Jóhannesson, prófessor, Reykjavík. 3. Björn Pálsson, bóndi, Löngumýri. 4. Jón Kjartansson, forstjóri, Reykjavík. 5. Kristján Karlsson, skólastjóri, Hólum. 6. Guðmundur Jónasson, bóndi, Ási. 7. Magnús H. Gíslason, bóndi, Frostastöðum. 8. Sigurður J. Líndal, bóndi, Lækjamóti. 9. Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslum., Sauðárkr. 10. Bjarni M. Þorsteinsson, varaformaður Þróttar, Siglufirði. Nor^urlandskjördæmi eystra: 1. Karl Kristjánsson sparisjóðsstjóri, Húsavík. 2. Gísli Guðmundsson, alþingismaður, Reykjavík. 3. Garðar Halldórsson, bóndi, Rifkelsstöðum. 4. Ingvar Gíslason, lögfræðingur, Akureyri. 5. Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjéri, Akureyri. 6. Björn Stefánsson, kennari, Ólafsvík. 7. Valtýr Kristjánsson, bóndi, Nesi. 8. Þórhallur Björnsson, kaupfélagsstjóri, Kópaskeri. 9. Edda Eiríksdóttir, frú, Stokkahlöðum. 10. Teitur Björnsson. bóndi, Brún. 11. Eggert Ólafsson bóndi, Laxárdal. 12. Bernharð Stefánsson, alþingismaður, Akureyri. Austurlandskjördæmi: 1. Eysteinn Jónsson, alþingismaður Reykjavík. 2. Halldór Ásgrímsson, alþingismaður, Vopnafírði. 3. Páll Þorsteinsson, bóndi, Hnappavöllum. 4. Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri, Seyðisfirði. 5. Vlhjálmur Hjálmarsson, bóndi, Brekku. 6. Páll Metúsalemsson, bóndi, Refstað. 7. Stefán Einarsson, fíugafgrmaður, Egilsstöðum. 8. Ásgrímur Halldórsson, kaupfél.stj., Höfn í Hornaf. 9. Guðmundur Björnsson, verkamaður, Stöðvarfirði. 10. Ásgrímur Ingi Jónsson, sjómaður, Borgarfirði. Sufturlandskjördæmi: 1. Ágúst Þorvaldsson, bóndi, Brúnastöðum. 2. Björn Björnsson, sýslumaður, Hvolsvelli. 3. Helgi Bergs, verkfræðingur, Reykjávík. 4. Óskar Jónsson, bókari, Vík í Mýrdal. 5. Sigurður I. Sigurðsson, oddviti, Selfossi. 6. Sigurður Tómasson, bóndi, Barkarstöðum. 7. Jón Gíslason, bóndi, Norðurhjáleigu. 8. Sigurgeir Kristjánsson, lögregluþj., Vestmevjum, 9. Þórarinn Sigurjónsson, bústjórl, Laugardælum. 10. Erlendur Árnason, bóndi, Skíðbakka. 11. Guðmundur Guðmundsson, bóndi, Efri-Brú. 12. Stefán Runólfsson, bóndi, Berustöðum. Reykjaneskjördæmi: 1. Jón Skaftason, héraðsdómslögmaður, Kópavogi. 2. Valtýr Guðjónsson, forstjóri Keflavík. 3. Guðmundur Þorláksson, loftskeytam., Hafnarfirði. 4. Guðmundur Magnússon, bóndi, Leirvogstungu, Mosfellssveit. 5. Óli S. Jónsson, skipstjóri, Sandgerði. 6. Jón Pálmason, skrifstofumaður, Hafnarfirði. 7. Hilmar Pétursson, skattstjóri, Keflavík. 8. Jóhanna Jónasdóttir, frú, Kópavogi. 9. Sigurður Jónsson. kaupmaðjr, Seltjarnarnesi. 10. Guðsteinn Einarsson, útgerðarmaður, Grindavík. Reykjavík: 1. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, Hofsvallagötu 57. 2. Einar Ágústsson, lögfræðingur, Bergstaðastræti 77 3. Unnur Kolbeinsdóttir, frú, Lönguhlíð 11. 4. Kristján Thoriacíus, deildarstjóri, Bólstaðarhlíð 16 5. Kristinn Sveinsson, trésmiður, Bogahlíð 12. 6. Jónas Guðmundsson, stýrimaður, Bugðulæk 15. 7. Dóra Guðbjartsdóttir, frú, Aragötu 13. 8. Kristján Friðriksson, iðnrek., Bergstaðastr. 28A 9. Eysteinn Þórðarson, skrifstofumaður, Kleppsv. 16. 10. Jón D. Guðmundsson, verkamaður, Hofteig 28. 11. Kristján Benediktsson, kennari, Bogahlíð 12. 12. Elín Gísladóttir, frú, Sundlaugavtgi 28. 13. Sverrir Jónsson, flugstjóri, Dyngjuvegi 5. 14. Einar Eysteinsson, iðnverkamaður, Mosgerði 8. 15. Bergljót Guttormsdóttir, frú, Lynghaga 8. 16. Hannes Pálsson, bankaritari, Karfavogi 56. 17. Sigurður Sigurjónsson, rafvirki, Teigagerði 12. 18. Kristján Þorsteinsson, stórkaupm., Skógargerði 6. 19. Björn R. Einarsson, hljómsveitarstjóri, Stigahl. 6. 20. Guðni Ólafsson, flugumferðarstj., Laugarnesv. 102 21. Jón ívarsson, forstjóri, Víðime! 42. 22. Guðlaug Narfadóttir, frú, Sörlaskjóli 46. 23. Sigurjón Guðmundsson, skrifstofustj., Grenim. 10. 24. Séra Sveinn Víkingur, Fjölnisvegi 13. Krúnur hreindýra þykja stofuprýði Fengizt hafa fjöfrur hundniS krónur fyrir stykkið meí hvítsköfnum hornum Senn fer í hönd sá tími, sem hreindýr eru friðuð hér lendis. Eins og kunnugt. er, hefur reynst nauðsynlegt. að hafa hemil á tölu þeirra, því þótt sumarhagar séu nægir fyrir mikinn fjölda þeirra, verður oft ærið þröngt j búi hjá þeim, þegar vetrar og snjóar taka að falla. Fréttaritari blaðsins á Egils- 'Stöðum, fór í sl. viku ásamt fleiri á hreindýraslóðir inni í ó- byggðum. Þeir sáu þar vænan flokk dýra, á að gizka um 200, fallega hjörð með mörgum kálf- um. Þeir lögðu þrjá tarfa að velli, feit og falleg dýr. Fleiri skyttur voru á sömu slóðum, og munu a.m.k. 5 önnur dýr hafa fallið um líkt leyti. Bragð eins og af rjúpum. Hreindýrakjöt er talið mjög gott, einna líkast rjúpnakjöti á bra’gð Mun það stafa af því, hve fæðuval hreindýra og rjúpna er svipað, smálauf, mosi og skófir. Eftirtektarvert er, hversu lítið hreindýr spilla högum sínum, þar sem þessi tvö hundruð dýr breiddu úr sér á lyngfláka og mosaþembu, var ekkert krafs- að né ‘Spillt, en dýrin virtust ró- leg og ánægð. Tarfarnir þrír, sem féllu, voru vel kviðfylltir og í góðu ásigkomulagi. Þetta breyt- ist', þegar tekur að snjóa og hreindýrin leita nær byggðum. Þegar þau krafsa sér til beitar í snjó, rífa þau svörðinn upp og þykja því ekki góðir gestir til byggða. Ekki er mikið um sölu á af- (Framhald á 8. síðu). Verður íhaldið að vera með Morgunblaðið kemst nýlega að þeirri vísdómslegu niðurstöðu að það sé tómt mál að tala um að landinu verði stjórnað án þess að íhaldinu sé sýnd nægileg til litssemi í stjórnarráðinu. Kunn- ugir telja hins vegar að þessi skoðun sé engan veginn ný af nálinni í íhaldshcrbúðunum. Nú má að vísu skilja þetta skraf Mbl. á ýmsa vegu. Enginn efast um, að íhaldið telji að það eigi að vera í ríkisstjórn. Hins vegar má því vel vera kunn sú staðreynd, að það er í minni hluta með þjóðinni. Á ef til vill að skilja orð þess þannig, að það muni reyna að gera hverri þeirri ríkisstjórn, sem það tekur ekki sjálft þátt í, ómögulegt að stjórna? Sú framkoma væri svo sem í fullu samræmi við fyrri há.ttsemi þess flokks. Öðru vísi mér áður brá Verkalýðsfélögin hafa nú í undirbúningi að segja upp kaup samningum sínum. Er það raunar ekki nema framhald af því, sem byrjað var á í vor. íhaldsblöðin setja upp mikinn alvörusvip yfir þessari ákvörðun og þykjast nú allt í einu vera orðin þrungin mikilli á.byrgðartilfinningu. Öðru vísi mér áður brá, iná segja um þá afstöðu. Ekki er liðið nema rúmt ár síðan íhaldið vann sér það til frægðar, að gerast mesti kaupkröfuflokkur landsins. Þá var það í stjórnarandstöðu. Þá var ekki spurt um þjóðhollustu. Þá var farið eftir hinni frægu for- skrift Ingólfs á Ilellu, um að til annarra ráða yrði að grípa í því skyni að fella rikisstjórnina en þeirra, að sjá svo um að hún fengi hvergi lán. Þá. greip íhald ið til þess ráðs, sem annars mun næsta sjaldgæft í sögunni, að fá atvinnurekendur þá, sem það gat sagt fyrir verkum, til þess að bjóða kauphækkun. Mun það framferði allt holl lexía fyrir þá menn, sem fram til þessa höfðu trúað því, að íhaldið hefði öðrum flokkum meiri ábyrgðartilfinn- ingu á fjármálasviðinu. En nú verður landinu ekki stjórnað án Sjálfstæðisflokksins, segir MbL Og þá eiga kaupkröfur ekki leng ur við. „Einnverjir" bændur Hannes á horninu talar um að „einhverjir“ bændur sitji „ein- hvers staðar“ á fundi og krefjist hækkunar á verði landbúnaðar- afurða. Ef Hannes þessi fylgist ekki betur með því sem er að gerast en orð hans benda til, þá er rétt að upplýsa hann um það, að þessir „einhverjir“ bændur eru fulltrúar Stéttarsambands bænda, sem undanfarið hafa set ið sinn árlega aðalfund, að þessu sinni vestur í Bjarkarlundi. Hér verða ekki að þessu sinni ræddar væntanlegar á- lyktanir fundarins. En að sjálfsögðu mun fundurinn fjalla um verðlagsmál landbúnaðarins. Hitt má Hannes vita, ef hann þekkir nokkuð til bænda, sem vafasamt verður að teljast, að þeir eru allra manna ólíklegastir til þess að gera nokkrar þær kröfur, sem ekki eru fullkomlega réttmætar. Hins vegar munu þeir að sjálfsögðu standa á sínum rétti. Það er vitað, að með niður færslunni í vetur var hallað á bændur, borið saman við aðrar stéttir. Réttmætar kröfur þeirra voru þá ekki teknar til greina og var það afsakað með því, að þeir fengju leiðréttingu sinna mála nú í Iiaust. Að óreyndu verður heldur ekki öðru trúað. Ástandið í verðlagsmálum okk ar er sannarlega engum síður um að kenna en bændum. Þeir lækkuðu á sínum tíma kaup sitt um 9,4%. Það var í því trausti gert, að aðrar stéttir sýndu sama þegnskap. Það brást, m.a. fyrir tilstilli manna, sem Hannesi eru ekki með öllu óviðkomandi. — Myndi öðru vísi líta út á íslandi í dag, ef aðrar þjóðfélagsstéttir hefðu fylgt fordæini bænda.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.