Tíminn - 07.01.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.01.1960, Blaðsíða 5
r smi&T'.tsí.-f.t-sílT ,Wi!IKST TÍMINN, fimmtudagmn 7. janúar 1960. VETTVAN6UR ÆSKUNNAR RITSTJÓR!: DAGUR ÞORLEIFSSON Hann er naumast meðalmaður vexti, bjartur yfirlitum og fremur toginleitur. Andlitið er fölt og augun djúp og dökk. Tvítugt skáld, cem lifir einungis fyrir köllun sina, af mörgum talinn fremstur íslenzkra ungskálda í dag, maður fraiiitíðarinnar. — Þú munt vera Reykvíkingur, Jáhann, segi ég, er við höfum tek- ið okkur sæti sinn hvoru megin við skrifborðið. — Jú, ég er fæddur hér. Það gerðist annan júlí 1939. — Og hvenær hófstu handa við yrkingar? — Um það er erfitt að segja. itaunar má halda því fram með fullum rétti, að hver maður byrji að yrkja um leið og hann fæðist. I!n ef við höldum okkur við venju- lega merkingu orðanna, fór ég að skrifa hitt og þelta niður innan fermingaraldurs. Það er allt fyrir löngu komið í ruslakistuna. — En hvenær var svo hafist lianda fyrir alvöru? • — Um fjórtán ára aldur. Fyrsta ijóðabók mín, Aungull i tímann, er kom lit 1956, var samsafn Ijóða, er ég orti á aldrinum 14—17 ára. — Og hvað er að s'egja um viðj tökur? — Þær voru furðu góðar, miklu fcetri en ég hafði þorað að vona. Svo ég hélt ótrauður áfram. Fór til Svíþjóðar vorið 1957 á vegum rit- höfundafélagsins. Þá skrifaði ég fcók á þremur vikum og fleygði fc,onni síðan. Næsta skrefið var svo Undarlegir fiskar, er út kom haust- ið 1958. Sú bók var í svipuðum stíl og hin fyrri, en í síðasta kvæðinu kveður þó nokkuð við annan s'ón. Má ef til vill segja, að í því sé lið- i.nn tími kvnddur, en í staðinn komi fram ákveðnari og mótaðri stefna. Næsta bók mín verður framhald þessa kvæðis, hún á að heita Tvö hús á jörðu. — Hvenær kemur hún út? — Á næsta ári, ef mér tekst að krækja í einhvern útgefanda. Auk þess hef ég þýtt nokkuð af ljðum, og vonast til, að þau komi út fljót- lega. Annars höfurn við íslending- ar nokkra sérstöðu í þessu efni. •— Hvað áttu við? — Það, að í Skandiuavíu þykir t. d. sjálfsagt að þýða og gefa út sem mest af erlendum ljóðum. Slíkt virðist ckki mega hér á landi, fyrr en einhver skáld, sem enginn hefur vitað um að væru til, fá allt í einu nóbel.vverðlaun. Þá loks er chætt að þýða þau á íslenzku. — Þú teiur, að við fylgjumst ekki nógu vei með tímanum í þess- um efnum? — Já, Ijóðlist getur alls ekki hlómgast á íslandi, nema menn séu opnir fyrir því, sem gerist erlendis í þeim efnum. Að þýða greinar eft- ir erlenda bókmenntafræðinga er ekki nóg, því þeir sjá höfundana með allt öðrum augum en við. Máske stafar þetta af bví. að ís- lendingar halda, að nú séu ein- hverjir byltingatímar í ljóðlist. Sú VIÐTAL VIÐ JOHANN HJÁLMARSSON fcylting er fyrir löngu um garð gengin, sem sjá má af því, að kín- \ersk kvæði, ort fyrir Krists burð, eru kölluð atómbull. — Hvaða höfunda hefurðu eink- um þýtt? — Fyrst skal telja Quasimodo. Þá koma lióð eftir García Lorca og Neruda. Einnig eftir ýmis sænsk skáld, Gunnar Ekelöf, Blomberg og fleiri. — En hvert er viðhorf þitt til skáldskaparins yfirleitt? — Það er ómögulegt að segja skáldum hvernig þau eigi að yrkja. Þau verða að segja sér það sjálf. Miklar breytingar í ljóðlist verða að stafa af nauðsyn. en ekki föndri, og þannig er það raunar TVÖ HUS A JÖRÐU Komdu nú með sverðin: við skulum berjast leggja á hafið þúsund hvítum skipum sigla tií landsins þar sem hús óttans stara mót gráum dauðum himni og komdu með ljósið sem vex í þessu myrkri haltu því andartak í höndum láttu vofurnar greina augu þess svo stökkvum við á land og við munum brenna hús óttans og nóttin mun koma svartasta nótt í þessu dimma landi En ekkert getur lagt okkur að velli því við erum lífið við erum von heimsins nóttina munum við sigra deginum varpa í hylinn og skapa nýja sól og nýjan himin og nýja von er þýtur gegnum skóginn og talar við börnin er bíða við gruggugar lindir og fiskana í hafinu þar sem mosinn grær Og börnin munu bregða á leik og sýngja og fiskarnir synda hraðar en áður og við munum kinka þögul kolli og vita að loksins loksins höfum við sigrað En á morgun mun ég aftur segja við þig: Komdu með sverðin: við skulum berjast leggja á hafið þúsund svörtum skipum sigla til landsins þar sem hús gleðinnar horfa móti bláum heiðum himni og komdu með myrkrið sem vex í þessu ljósi haltu því andartak í höndum láttu fólkið greina augu þess svo stökkvum við á land og við munum slökkva ljósin í húsi gleðinnar og daguriun mun koma bjartasti dagur í þessu bjarta landi En ekkert getur lagt okkur að velli því við erum dauðinn við erum hatur heimsins og við munum draga fyrir sól og himin og skapa hatur enn meira hatur og senda óttann á ný gegnum skóginn til að nísta börnin er dansa við tærar lindir og.fiskana í hafinu þar sem blómið grær og við munum þurrka hróðugir blóðug sverðin og vita að enn höfum við sigrað alltaf. Ég fyrir miU levti er ckki fjarri því, að ljóðlistin myndi græða á því að fjalla meira um það, sem er að gerast. Þetta þarf þó ekki að kosta minni ræktarsemi \ ið listina eins og sumir virðast lialda. Ljóð getur verið skáldlegt, þótt það fjalli ekki um ást eða dauða, heldur um símann eða hita- skáld og fer sínar eigin leiðir á skemmtilegan hátt. 1 — Þú telur þá, að súrrealisminn hafi náð s'ér betur niðri. — Tvímælalaust. Kiljan hefur : sótt mikið tii hans, samanber Vef- ' arann mikla frá Kasmír og Kvæða- kverið, til dæmis ljóðið Únglingur- i.nn í skóginum, enda varð það höf- veituna eða jafnvel umræður á Al- þingi. Menn s'kiptast í tvo hópa, annar hópurinn vill ljóð um póli- tik, hinn mystík. En eins og ég drap á áðan, eru slíkar kröfur mjög fáránlegar. Skáidið verður sjálft að finna knúið á dyr sínar. — Telur þú að rím í Ijóðum sé æskilegt? — Ljóð getur verið jafngott, hvort sem það er rímað eða órím- að. H.vert skáld verður að gera upp v,ð sjálft sig hvort það notar rím. Mér f'innst stuðlar yfirleilt vera til trafala og óprýði, en rím getur verið ágætt til áherzluauka, ef hóf- lcga er með íarið. Ég býs't við, að r.æsta kynslóð láti sig litlu varða, hvort ljóð eru órímuð eður ei. — Hvað álíturðu um framtíð Ijóðlistar yfirleitt? — Ég var spurður svipaðrar spurningar í útvarpsþætti fyrir nokkru og svaraði þá, að það gæti undi dýrt á sínum tíma. Kiljan hcfur alltaf verið gramsari. Hann- es Sigfússon er líka undir áhrifum íúrrealismans. í málaralist er súr- rcalisminn mjög sterkur. Einn mcsti málar' nútímans. Salvador Dali, er súrrealisti. Hér á landi cigum við góðan fulltrúa súrreal- ismans, þar sem Alfreð Flóki er. Að vísu er hann ekki eingöngu súrrealisti. Hann er nokkurs konar Pallas Aþena í íslenzkri myndlist. — En er súrrealisminn áberandi í skáldskap á síðustu árum? — Já, að vísu, en hins ber að gæta, að í dag eru skáldin ekki lengur eingöngu á bandi súrreal- ismans, þótt bau notfæri sér hann : á ýmsan hátt. | — Margir telja Stein Steinárr boðbera nýrrar stefnu í ljóðlist hér á landi. Hvað hefur þú um það að segja? — Steinn gerir snemma merki- og kjarnorku- sprengju í höndum farið eftir landslaginu á tunglinu. Sem sagt, skáldskapurinn verður ævinlega fyrir miklum áhrifum af landslaginu, því sem við höfum í kringum okkur. — Hvaða skilgreiningu gefur þú á því, sem almenningur kallar a't- ómkveðskap? — Almenningur kallar öll órím- uð lióð atómljóð, og eru klassískar bókmenntir þar ekki undanskildar. Orðið er annars ágætt, ef það væri notað í breyttri merkingu, um skáld, sem leita fyrst og fremst yrkísefna í r.útíðinni, með gerfi- tungl fyrir geislabaug og kjarn- orkusprengju í höndum. — Hver mur.di vera frumkvöðull þeirrar stefriu? Eliot? — Það er 100% vitleysa. Frum- herjarnir eru sennilega Walt Whit- man í Bandaríkjunum og Rimbaud í Frakklandi, en upp úr fyrri heimsstyrjöld bólar fyrst fyr'r al- vöru á nýrri stefnu í ljóðlist með aadaismanum og súrrealismanum. Súrrealiska ávarpið var birt í París' 1924. Súrrealisminn varð eldvígsla ails þess, er kallað er nútíma ljóð- ist. Merkustu skáld nútímans hafa skipað sér undir merki hans. — Hverji- s'tóðu að ávarpinu? — André Breton var höfundur þess, en með honum voru í ráðum skáld eins og Eluard. Aragon og Tzara. Hinn síðazt nefndi er Rúm eni, en skrifar á frönsku. í æsku dvaldist hann í Sviss, og kynntist þá Lenin, s'am þar var landflótta. Þeir urðu góðir vinir og tefldu s.:ák saman á kaffihúsi í Ziirich. Báðir áttu eftir að valda bylting- um, hvor á sínu sviði. Þá var Tzara ?ð skapa dadaismann. en síðar snerist hann á sveif með súrreal- istum. — Hafa íslcnzk skáld gerzt dada- istar? — Sum af kvæðum Jónasar Svafárs minua nokkuð á bá stefnu. Fn þetta er ómeðvitað hjá Jónasi. J Hann er fyrst og fremst íslenzkt legar tilraunir, en hefur sennilega haft mest áhrif með persónuleika sínum, eins og góður maður hefur sagt. Ljóð eins og Vor, sem birtist í Ljóð, eitt fallegasta ljóð á ÍS- ler.zkri tungu, er ásamt nokkrúm öðrum kvæðum undanfari Tímans og vatnsins. Tíminn og vatnið er nýstárlegt og hefðbundið í senn, og kannske er þannig líka með all- rn moderne skáldskap. Menn lita á formið sem aðalatriði, efnið, hið póetiska líf, láta þeir s'em vind um cyrun þjóta. Steinn er sannastur í bölsýnisljóðum sínum, hann var bölsýnt skáld sem leikur sér að því að gera grín að vesalings mann- kindinni í afvegaleiddum heimi. Við eigum fáum skáldum eins' rrlik- ið að þakka fyrir dirfsku sína og óbilgirni. Steinn mun lengi í heiðri hafður. — En Jón úr Vör? í •— Hann er sósíalrealisti, að eig- in sögn. Þorpið er tímamólaverk og eltt hið merkasta, er um gétur í okkar bókmenntum. — Að hvaða leyti markar það tímamót? — Fvrst og fremst í íormi. Hvað cfni viðvíkur, hefur svipað komið fram áður, til dæmis hjá Erni Arn- arsyni. En með þorpinu má segja, ?.ð einfaldleikinn s'é hafinn til nýrrar virðingar á íslandi. Skáld- ið kemur skoðunum sínum á fram- færi á hógværan hátt. Hið prósa- istiska mál öðlast nýtt skáldlegt gildi. Form Jón.s er vandasamt og ckki nema á færi góðra skálda. líonum er alltof lít ll gaumur gef- inn. En ef við leitum skálds, sem er sérstakléga fulltrúi nútímans, kemst Sigfús Daðason líklega einna næst því. Bók hans. Hendur oe orð, sem er nýkomin út, skipar honum tvímælalaust í fremstu röð ístenzkra skálda. Jón Óskar er tmnig merkt skáld og rammaukn- astur í baráttuljóðum sínum, eins cg Liós tendruð og slökkt í Guate- inala. Af yngstu kynslóðinni lofar (Framhald á 11. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.