Tíminn - 24.01.1960, Qupperneq 1
björgunarflugvél
bls. 6.
44. árgangur.
Reykjavík, sunnudaginn 24. janúar 1960.
Glæpir í New Vork, bls. 3. ]
Skrifað og skrafaS, bls. 7.
íþrótfir, bls. 8. f
i
18. blað.
íslenzkar hryssur, sem seldar voru vestur
i haust, una sér vel í nýjum högum
Frá íréttaritara Tímans
á Hvolsvelli.
Á síðast liðnu hausti voru
35 hryssur fluttar til Saskat-
chewan í Kanada á végum fyr-
jrtækisins Lees Brothers. Um-
sjón með útvegun hryssanna
hér heima hafði Kaupféiag
Rangæinga á Hvolsvelli. Nú
hefur borizt bréf frá Vestur-ís-
lendingnum Þórði Laxdal, sem
var framkvæmdastjóri Lees
Brothers, þegar kaupin voru
gerð.
Eins og getið var um hér í blaðniu,
er frétt um útflutning þenrran var
sögð, var einkum lögð áhérzla á
að fá leirljósar hrvssur, en ekki
var að öllu leyti unnt að verða við
Framhald á 2. síðu.
Pjakkað í ísinn
„Hann sigldi frosin höf á undan öðrum“, segir Einar
Benediktsson í hinu stórbrotna ijóði sínu, Frosti. Mað-
urinn á myndinni hefur kannske ekki brotið mikla ísa og rutt leiðir, en hann er þó óneitan-
lega að pjakka í svellíð, svo bátur hans komist úr sjálfheldunni. Við höfum ekki haft spurnir
af því, hvort honum hafi tekizt að losa bátinn, en ísa leysir um síðir, einnig á þeim frosnu
höfum“, sem svo mjög freista átakanna. (Ljósm.: E. D.)
í bréfi sínu til Kaupfélags Rang-
æiuga þakkar Þórður fyrirgreiðsl-
una, og lætur svo um mælt, að val
hryssanna hafi þótt takast með af-
brigðum vel. Þær komu allar ó-
meiddar og í prýðilegu ásigkomu-
lagi til Kanada, og er þær höfðu
verið meðhöndlaðar af dýralækn-
um til þess að ganga úr skugga um
heilbrigði þeirra og tryggja fram-
hald þess, tóku þær strax til beit-
ar í sínum nýju heimahögum, -sem
innfæddar væru.
Sumar seldar strax
Sjö af þessum hryssum voru
seldar strax við komuna vestur, en
hinar verða sendar á mikla land-
búnaðarsýningu, sem haldin verð-
uj' innan skamms. Verður ekki
annað séð, en þær kunni vista-
skiptunum allar saman prýðilega.
ansvöxtum
Eru enn
innikróaðir
Björgunarsveitir reyna enn
að ryðja sér leið að náma-
mönnunum 400, sem innikró-
aðir eru í kolanámu í bænum
Colbrook í Suður-Afríku. Illa
horfir að takast megi að
bjarga lífi mannanna.
Tekizt hefur að dæla hreinu
lofti’ inn í námagöngin, þar sem
mennirnir sitja fastir, en taiið
er vonlítið að þeir séu enn á lífi.
Þei'r hafa setið' innikróaðir í
námunni 200 metra undir yfir-
borði jarðar í tvo sólarliringa og
etaðar lofttegundir og vatn hafa
safanst fyrir í námagöngunum. —
1500 metra þykk grjótsikriða iok
ar göngunum.
Sterkur orðrómur gengur
um það, að eitt af því sem rík-
isstjórnin sé að bræða með sér
um þessar mundir, sé stór-
felld hækkun útlánsvaxta. í
þessu sambandi er talað um
hækkun upp í tíu til tólf af
hundraði.
Hér eru sarmarlega engin
gleðitíðindi á ferð ef rétt
reynast, þar sem slík hækk-
un útlánsvaxta mundi valda
gífurlegum erfiðleikum í at-
vinnulífi landsins. Otgjalda-
aukning vegna rekstrarlána í
verzlun og iðnaði mundi
nema stórum upphæðum,
jafnvel hjá fyrirtækjum, sem
ekki hafa mikið umleikis,
hvað þá hjá þeim fyrirtækj-
um, sem árlega veita miklum
upphæðum á vöruvíxlum.
Eríitt íyrir hús-
hyggjendur
Þá mundi þessi hækkun út-
lánsvaxta koma hart niður
á einstaklingum, sem þurfa á
víxillánum að halda vegna
húsbygginga, eða þurfa að afla
sér fastra lána, þar sem þess-
arar vaxtahækkunar gætti að
sjálfsögðu. Margir slíkir menn
oru nógu illa staddir fyrir,
fjárhagslega, þótt ekki komi
til stórfelld vaxtahækkun á
lausaskuldir þeirra.
Gruífisemdir
Það sem rennir stoðum
undir þennan orðróm um yfir-
vofandi hækkun útlánsvaxta,
er sú staðreynd, að bankar
draga nú mjög saman seglin í
útlánum sínum, og víxlar, fá-
Framhald á 2. siðu. ■
Á skotspónura
★★ Telpuhnáta ein, sem á aö
íermast í vor, hóf fyrir skömmu
að ganga til spurninga til
prestsins. Hún var send út að
kaupa kverið og skyldi liún
lesa ,,Veginn“ eftir séra Jakob
Jónsson. Eittlivað hefnr nafnið
fölskvast í huga stúlkunnar,
endá þótt hún myndi meining-
una í nafninu rétt. Þegar hún
kom lteim úr bókabitðinni var
hún með „Götuna“ eftir Ivar
Lo Johannson.
★★ Blaðinu hefur borizt til
eyrna, að hermenn af Keflavík
nrflugvelli, sem eiga athvarf i
stórhýsi nokkru við Nesveg,
hafi vart frið fyrir unglings-
stúlkum, sem bæði koma til
þeirra í eigin persónu eða
hringja til þeirra og mælist til
vinfengis. Margir þessara
manna eru rosknir og ráðsettir
og hættir að vera nokkur augna
yndi, og er ekki laust við að
þeim sé ami af þessari ágengni
íslcnzkra baldintátna.
★★★ Starfsmenn Skattstof-
unnar vinna nú að því að reikna
út hve háa upphæð ríkið þarf
að innlieimta með óbeinum
sköttum eftir að beinu skatt-
arnir hafa verið afnumdir af
meðaltekjum. Reglur þær, sem
þeir reikna eftir eru þessar:
Persónufrádráttur einhíeypinga
verður 50 þús. kr., þ. e. sá sem
hefur 50 þúsund króna árstekj-
ur þarf engan beinan skatt að
greiða til ríkisins. Frádráttur
hjóna verður 70 þús. og fyrir
hvert barn er frádráttur 10 þús.
pellvirki unn-
in á 11 bílum
Meriái ekki iengur éhulfir með bíla sína nema
geyma þá í læsfum skúrum
í nótt voru brotnar loftnets-
stangir af ellefu mannlausum
bílum hér í miðbænum. Eng-
inn vh'ðist hafa séð til þeirra
skemmdaróðu fúlmenna sem
unnu þessi verk, að minnsta
kosti hafði lögreglan ekki
íengið vitneskju.um það, er
blaðið hafði samband við hana
í gær.
í gæranorgun sáu eiigendur
fjögurra bíla, sem stóðú á Bjarn
arsfíg og Grettisgötu eða nálægt
þeim gatnamótum, að farartækí
þeirra höfðu verið losuð við
stangiirnar. Síðan mátti re'kja
slóðina inn Grettisgötu að mót-
um Barónsstígs og inn aff Snorra
briaut, 'en á því svæði höfðu loft-
netsstangirnar verið mölvaðar af
sjö bíium. Slóðin endaði með'fyrr
greindum vegsummerkjum á bíl,
sem stóð á GrettLsgötu, móts við
húsið númer 82.
Innbrot '
Innbrot hafði verið framið' I
einn bílinn, R-4292, sem stóð viS
Framhald á 2. síðu. •