Tíminn - 24.01.1960, Page 9
i
•EÍatlNN, sunnudaginn 24. janúar 1960.
t- v? v- r
Charles Garvice:
OLL EL BIRTIR i
UPP UM SÍÐIR
18
En skyldi þetta nú vera
Marteinn þegar ti'l kæmi?
Jæja, hvað um þaS. Það var
einhver sem átti bágt — það
var áreiðanlegt. Að minnsta
kosti gat það ekki verið inn
brotsþjófur, því að þess kon- ■
ar náungi hefði ekki farið
að setja ljós í gluggann til
þess að koma upp um sig.
Rósamundu var það líka kunn
ugt, að lögmaður þeirra feðga
hafði látið taka alla verð-1
mæta'hluti úr húsinu, þegar
eítir dauða gamla mannsins,:
og flytja þá til Lundúna, en
lokað húsinu vandiega þang
að til nýi eigandinn kæmi og
gerði tilkall til þess.
Þess hugsun gerði' hana ró
legri, því að hún vissi að eng
inn gat gengið um húsið ann
ar en Marteinn, eða ei'nhver,
sem hefði lyklana að því.
Hún opnaði dyrnar og nam
staðar á þröskuldinum. Tvö
lítil kertaljós stóðu á gamla
skrifborðinu og báru daufa
birtu um herbergið, en þó
skýra til þess, að hún gat séð
að maður laut fram á borðið
ög virtist mjög hnugginn í
einveru sinni'. )
— Marteinn, sagði hún, því
að hún fékk þegar hugboð um
að þetta mundi vera hann.
— Marteinn! sagði hún aftur
og hrökk maðurihn þá við og
hætti að stynja, en rödd henn
ar kvað við i næturkyrrðinni.
Honum virtist ekki bregða
neitt við að sjá, hver komin
var, þótt undarlegt mætti virð
ast, en það gat hugsast að
hann hefði orðið eitthvað
var við fyrri komu hennar,
og kæmi' þetta því ekki eins
flatt upp á hann.
— Hvers vegna komið þér
hingað? spurði hann eftir
stundar þögn. — Eg vænti
mér fcinskis af yður — hef
ekki unnið til þess. Látið mig
fara einförum, eins og verið
hefur hingað til.
— Það þarf enginn að fara
einförum, sem á vini', sagði
Rósamunda.
Það brá allra-snöggvast fyr
ir einhverjum vonarglampa í
augum Marteins, en hann
kulnaði strax út aftur.
—, Martein, sagði hún og
lagði höndina blíðiega á öxl
ina á honum. — Áður en þér
fóruð héðan leyndum við
aldrei hvprt annað- neinu, þó
að _ég væri þá ung og óreynd
i yðar augum. Þér áttuð ávallt
yísa samúð mína eins og ég
vðar, ög hélzt þesái vinátta
. okkar óbreýtt úm tíma, þrátt
. fyrir fjarveru yðar. -En svo
hættuð þér' allt i einu að
skrif'a mér af 'ei'nhverjum ó-
skiljanlegum _ áStæðum, og
vörpuðuð vináttu minni. fyrir
borð, eins og. hún hefði o'rðið
ýður einskis virði. En ég hef
aldrei slitið trýggð við yð.ur,
. og beðð þess, að sá dagur
kæmi, að þér vitjuðuð aftur
yðar gamla heimkynnis og vin
koni', yöar, sem hefur þótt
jafn vænt um yður og þér
væruð bróðir hennar. Þér haf
ið því enga ástæðu lengur til
þess að segja, að þér séuð vin
um horfinn og veraldar af-
hrak.
Meðan Rósamunda hélt
þessa tölu, leit Martein ekki
af henni' augunum en horfði
á hana hugfanginn, eins og
sá, sem kemur aftur til átt-
haga sinna eftir margra ára
burtveru, og litur þar ástvini
sína, sem hann hefur tæp-
lega gert sér voni'r um að sjá
aftur.
—Rósamunda! sagði hann
skyndilega. — Munið þér eftir
myndinni aif yður, sem ég
málaði' í aldingarðinum hér.
Þér sátuð uppi í kirsuberja-
trénu með rauðan berjaklasa
í munninum og gljóbjart hár
ið flagsandi í golunni og aug
un lei'ftrandi af kæti. Eg tók
þá mynd með mér, og á hana
enn, og hún hressti huga
minn, þegar ekki virtist horfa
annað beinna viö en að ég
stytti mér aldur — þegar mér
var gefið það í skyn, að ég
háfi verið valdur að dauða
föður mins. Þá herti ég upp
hugann og ásetti' mér að berj
ast af alefli móti ógæfu þeirri
er virtist ætla að lama allt
þrek mitt og þrótt.
- Og samt sem áður gátuð
þér fengið af yður að henda
frá yður vinfengi mínu, þó að
þér geymduð myndina af mér.
Hvers vegna gerðuð þér það
Martein?
— Til þess voru ástæður,
sem þér getið ekki gert yður
skiljanlegur, svaraði hann.
— Eg get reynt það, sagði
hún.
— Nei, nei, svaraði hann.
— Reynið þér ekki að blanda
óhamingju annarra inn í yð
ar eigið líf, Rósamunda, og
þér megið ekki varpa skugga
á yðar eigin velferð með óför
um annara. Verið þér vinkona
mín, ef yður sýnist svo, —
fyrst þér eruð svo veMljuð,
en láti'ð mig einan um mót-
læti það, sem mér einum er
ætlað að bera.
Örvænting sú, sem fa^dist
í orðum hans, kom tárunum
fram á Rósamundu, en hún
strauk þau burtu.
— Þér ættuð nú að taka upp
gamla háttu yðar hérna, Mar
teinn, sagði hún. — Hver veit
líka nema skyldur þær, sem
yður fundust ei'nu sinni svo
fráfælandi, gætu nú einmitt
orðiö til að létta á yður harmi
þeim, sem á yður li'ggur.
— Eg get það ekki, svaraði
hann. — Mér er það ómögu
. legt — ennþá.
, - Eg ætla að koma aftur
ög finna yður á morgun, sagði
hún svo glaðlega sem henni
,.var unnt, — og þér verðið þá
að.gánga með mér um skóg-
inn og sýna mér allt, sem þar
er merkast að sjá, éins og þér
gerðuð á fyrri árum. Munið
þér' ekki eftir ævintýrasögun-
um, sem við vorum að segja
hvort öðru, Marteihn, eða er-
uð þér búin nað gleyma þeim?
Sú var þó tiðin að þér höfðuð
yndi af þeim. Munið þér ekki
eftir hvað við hlógum dátt
að sögunni af „Frúnni á furðu
stöðum“, þó áð yður fyndist
hún heimskuleg í fyrstunni.
Viljið þér ekki reyna að rifja
þessar endurminningar upp?
Hún rétti að honum báðar
hendur, og hann greip fast
um þær.
—Eg vildi að guð gæfi að
ég gæti það, sagði hann.
— það segi ég satt.
Allt í einu sá hann að hún
kveinkaði sér.
— Æ, Rósamunda, sagði
hann. v— Eg veit að yður mun
iðra þess, ef þér færuð að um
gangast mig aftur.
— Eg var ekki að kveinka
mér út af því, sagði hún og
brosti gegn um tári'n. — En
þér meidduð mig svolitið.
Hann leit á litlu hvítu hend
urnar, sem hann hélt um, og
sá að ofurlítið dreyrði' úr ein
um fingrinum undan hring,
sem hún bar á honum.
— Það er þá svona, sagði
hann sei'nlega. — Þér eruð
búnar að setja upp hring —
og eruð trúlofuð!
— Já, svaraði hún. — Þau
horfðust í augu og skildu það,
að þau mundu ekki framar
lifa upp „liðnu dagana“.
Dagbók 1960
FYRIR EINSTAKLINGA OG FYRIRTÆKI
1
í bókinni er ein strikuð síða fvrir hvern dag árs»
ins auk minnisblaða, samtals 376 síður.
Bókin fæst í bókabúðum í Reykjavík og kostar
í góðu bandi aðeins kr. 45,00.
Bóksalar og fyrirtæki í Reykjavík og utan Reykja-
víkur geta pantað bókina hjá Prentsmiðjunni
Hólum h. f., Þingholtsstræti 27, sími 24-216.
'CCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCOi
BUSATIS
Jeppasláttuvélin
er fyrir löngu orðin þjóðkunn
Gerið pantanir tímanlega :
FYRIR VORIÐ
Nokkrar greiður
fyrirliggjandi.
Morguninn efti'r kom Tom
akandi í græna vélarvagnin-
um heim á búgarðinn, og ætl
aði að taka Rósamundu meö
sér í aðra skemmtiferð, en
unnustan hafði' þá gjörsam-
lega gleymt hans tilveru, og
var að reika um skóginn með
Marteini Dungal.
Jafnskjótt sem morgun-
verði var lokið og Charlotta
fór að sinna frú Blair, hafði
Rósamunda tekið hatt sinn
og haldið áleiðis til herra-
garðsins gamla. Rakst hún þá
skyndilega á manninn, sem
hún var alltaf að hugsa um
þegar hún var komin nokkuð
áleiðis.
I Hún gekk í hægðum sinum
og hélt hattinum sínum í
hendinni, og veifaði' honum
til og frá. Grunaði hana ekki
að Marteinn væri í nánd, en
þá kom stór veiðihundur þjót
andi út úr runna einum og var
nærri búinn að hlaupá hana
um koll. Heyrði hún þá rödd,
sem hún kahnaðist vel við,
kalla til hundsins, og. hljóp
hann þá til baka, en kom í
Ijós aftur að vörmu spori og
rann nú siðlátlega við hlið
Martems.
Rósamunda roðnaði ósjálf-
r "' u3g r he ’ni varð litið á
vin sinn, en hann tók ofan ög
he' ' '•' -un, ög beið þess
að hún yrti á sig.
— Og hvernig liður kærast
animi? spurði hann. napur-
lega, þegar hún hafði boðið
honum góðan. daginn, og brá
Rösamundu hálfilla við spúrn
inguna.
I Hún lei'ddi spurningu hans
hjá sér, en spurði hann aftur
brosandi:
I — Vorúð þér áð. gáúga • tif
móts vió mig. Mártýinn?- :
"Nei, svaraðl 'haim ;þóttá
,lega. —Eg sagði. yðúr i .gær-.
kvöldi,. Hósámunda, . bættt
hann við í mildari tón, að
slikur maður sein iég;ici1r'á
engum vinúm' aðVfagna..: ‘
.... fip&nö yöur hiaup
a »1111 jruaxgra. veraknh.1
OÖWWöL;
ÁÖUUM
UHDMi t
@1 - Austairísorætí
Lýá G.
ccccc*>>:>>:>>:>:>>:>:>:>:>:>:>:>::cc*>:>>:>:>:>>:>:>:>:>>:>':ccccccc<
BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF
mun starfrækja
Föndurskóla
fyrir 6—8 ára gömul börn að Lindargötu 50, frá
1. febr. n.k.
Starfræktar verða tvær deildir, kl. 10—12 og i
—3 daglega.
Upplýsingar og innritun í síma 15937 næstu
daga kl. 1—3.
Barnavinafélagið Sumargjöf
Þakkarávarp!
Þar sem ég nú er hættur öllum störfum vegna elli-
marka, vil ég færa samstarfsfélögum mínum fyrr og
síðar beztu þakkir. Sérstaklega þakka ég stjórn Bún-
aðarsambands Suðurlands, svo og ráðunautum sam-
bandsins ánægjulegt samstarf um mörg ár.
Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur kjörið
mig heiðursfélaga sinn, svo og Búnaðarfélag íslands,
og fært mér áletruð heiðursskjöl. Þann sóma þakka ég
hjartanlega. Þá vil ég og kona mín og fjölskylda flytja
Búnaðarsambandi Suðurlands beztu þakkir fyrir á-
nægjulegt kveðjuhóf, þar sem okkur hjónum var færð
peningaupphæð, og mörg góð orð til okkar töluð.
Allt þetta þakka ég og fjölskylda mín af heilum
hug og biðjum Guð að blessa byggð og bú í nútíð og
framtíð.
Dagur Brynjúlfsson
Vi5 vottum öllum þeim, sem sýnt hafa okkur vinarhug og samuá
í sambandi við andlát og jarðarför
v Sigurðar Péturssonar
frá Staðarfelli,
okkar innilegustu þakkir.
Vandamenn
Móðir okkar
Vilborg Jónsdóttir,
Auðsholti, Biskupstungum,
lézt að heimili dóttur sinnar Vitastíg 20, þann 22. þ. m.
Systkinin.