Tíminn - 03.03.1960, Side 5
TfHINN, ftmmtndaKÍnK t man 1960.
5
Útgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINN
Rítstjóri og ábm.: Þórannn Þórannsson.
Skrifstofur t Edduhústnu »18 Llndargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18305 og
18 308 tskrifst., ritstjómin og blaöamenn).
Auglýsingasimi 19 523 AfgreiOslan 12 323
Prentsm. Edda hf.
Villzt af leið
1 ítjómmálayfirlýsingu þeirri, sem var samþykkt á
nýloknum aOalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins,
er því greinilega lýst, að seinustu áratugina hafi verið
fylgt hér uppbyggingarstefnu, sem hafi miðað að alhliða
framförum með það seni megintakmark „að hjálpa
hverjum einstaklingi til þess að verða sjálfstæður og
bjargáina“. Síðan segir í yfirlýsingunni, að hin nýja
efnahagslöggjöf brjóti algerlega í bág við þessa stefnu.
Um þá stefnu, sem felst í efnahagslöggjöfinni, segir á
þessa leið:
„Hér er á ferðinni gamla afturhalds- og Ihaldsstefn-
an, sem grímuklæddist og skipti um flokksheiti fyrir ára-
tugum, þegar fulltrúar hennar urðu hræddir vegna ó-
vinsælda hennar andspænis hinni upprennandi framfara-
og uppbyggingarstefnu.
Nú kemur hún fram og heldur að tími hennar sé
kominn, af því að gamall andstæðingur hennar Alþýðu-
flokkurinn, hefur villzt af leið og gengið henni á hönd.“
Það þarf ekki að rökstyðja frekara, að stefnan, sem
felst í efmhagslöggjöfinni, er gamla íhaldsstefnan aftur-
gengin. Það skýrist nú betur með hverjum degi. Þetta
er sama stefna, sem forkólfar Sjáltstæðisflokksins hafa
reynt að fela síðan þeir breyttu um nafn eftir kosninga-
ósigurinn 1927, og alltaf fylgt í hjarta sínu, þótt þeir
hafi brugðið yfir sig grímu víðsýnis og umbótavilja. Nú
hafa þeir hins vegar talið sér óhætt að kasta grímunni,
því að í fyrsta sinn síðan 1927 nafa þeir nú fengið
til samstarfs við sig flokk, sem er fús til að fylgja íhalds-
stefnunni ómengaðri.
Ihaldsstefnan er ekki tekin upp nú vegna þess, að
Sjálfstæðisflokknum hafi aukizt fylgi, heldur þvert á
móti tapaði hann 1 seinustu kosningum. Hún er tekin
upp nú eingöngu vegna þess, að foringjar Alþýðuflokks-
ins hafa villzt frá stefnu flokks síns og gengið flhalds-
stefnunni á hönd. Vegna þess verður nú þrengt óhæfi-
lega að alþýðuheimilunum til hags íyrir fáa útvalda.
Þær mörgu þúsundir frjálslyndra manna, er kusu Al-
þýðuflokkinn í seinustu kosningum. eiga nú um það að
velja, hvort þeir vilja fylgja foringjum flokksins inn í
Heiðnaberg íhaldsins eða segja skiiið við þá og halda
tryggð við þá umbótastefnu, sem Alpýðuflokkurinn mark
aði sér í upphafi. Framvinda íslenzkra stjórnmála getur
að verulegu leyti ráðizt af því, hver viðbrögð þessa fólks
verða.
Síldarútvegsnefnd
Hér í blaðinu var sagt frá því í gær, að 25 ár væru
iiðin nú um mánaðamótin síðan síldarútvegsnefnd tók
til starfa.
Allar deilur eru nú fallnar niður um það, hvort rétt
liafi verið að taka upp þá tilhögun síldarsölunnar, sem
hófst með stofnun síldarútvegsnefndar Reynzlan hefur
staðfest það svo örugglega, að þar var rétt ráðið.
Því hlýtur það að koma mjög til athugunar hvort
ekki sé rétt að færa þetta fyrirkomulag út og láta það
ná til fleiri greina útflutningsverzlunarinnar, t d. þeirra,
sem nú eru að mestu eða öllu í höndum einokunar-
hringa örfárra manna, er grunaðir eru um að misnota
aðstöðu sína meira og minna. Þar er nú ekki síður um-
bóta þörf en varðandi síldarsöluna áður.
Mundi verða mörgum frum-
býlingum hin mesta hjálp . .
Þingsályktunartillaga Framsóknarmanna um athugun á stofnun
bústofnslánadeildar
I gær var fundur í Samein-
uðu þingi og var þá meðal
annars tekin fyrir þingsálykt-
unartillaga Framsóknarmanna
um athugun á stofnun bú-
stofnslánadeildar. Ólafur Jó-
hannesson fyrsti flm. tillög-
unnar mælti fyrir henni, en
flm. ásamt honum eru þeir
Björn Pálsson, Páll Þorsteins-
son, Ágúst Þorvaldsson, Ás-
geir Bjarnason og Garðar Hall-
lagaákvæði, sem gera ráð fyrir bú-
stofnslánum, þ. e. ákvæði i. 31/
1930, um sveitabanka (bústofns-
lánafélög) og ákvæði ræktunar-
sjóðslaganna frá 1947, þar sem
ræktunarsjóði er heimilað að veita
lán til bústofnsauka. Fyrri lögin
hafa aldrei komið til framkvæmda,
cg heimild ræktunarsjóðslaganna
tii bústofnslána mun ekki hafa ver-
ið notuð, enda tæplega við því að
búast, meðan ræktunarsjóðurinn
hefur átt fullt i fangi með að sinna
þeim verkefnum, sem honum voru
fyrst og fremst ætluð.
dórsson.
Tillagan hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að fela ríkís
stjórninni að skipa þriggja
manna nefnd til þess að athuga, ■
með hverjum hætti verði á kom- j
ið bústofnslánastarfsemi, er geri:
efnalitlum bændum kleift að
koma sér upp hæfilegum bú-
stofni. Skulu nefndarmenn skip-
aðir samkvæmt tilnefningu þess-
ara aðila: Búnaðarbanka fslands,
Búnaðarfélags fslands og Stéttar-
sambands bænda. Nefndin kýs
sér formann.“
Frumbýlingar lrilll
Fjáröflun
En það er ekki nóg, þó að menn
séu sammála um nauðsyn þessarar
lanastarfsemi. Aðalvandinn er að
sjá slíkri stofnun fyrir fé. Hvar er
hægt að fá peninga til hennar? Það
er sú spurning, sem menn verða
fvrst og fremst að velta fyrir sér.
Vafalaust verður því haldið
fram, að erfitt sé að reka bústofns-
lanastarfsemi, þar sem trygging í
búpeningi sé vafasöm. Hefur það
öneitanlega við nokkur rök að
styðjast. En menn mega þó ekki
láta þau vandkvæði vaxa sér í aug-
um, enda er vafalaust hægt að
| gera ýmsar ráðstafanir til að draga
j úr þessari áhættu, t. d. með trygg-
i'igu hins veðsetta búfjár. Láns-
kjörin hafa hér einnig sitt að
segja. Þess er tæplega að vænta,
að bústofnslán gætu orðið með
sömu kjörum og byggingarsjóðs-
og ræktunarsjóðslán. Bústofnslán
yrðu sjálfsagt að vera til skemmri
tíma, og sannilega þyrftu þau að
vera vaxtahærri. Þau gætu þrátt
fyrir þetta orðið bændum til mik-
Ls hagræðis. Allt þetta mál þarf
nákvæmrar athugunar við. Þvl er
lagt til, að sérstakri nefnd sé falið
að athuga það og gera tillögur til
úrbóta. Virðist eðlilegt, að þær
stofnanir landbúnaðarins og bænda,
sem nefndar eru í tillögunni, til-
nefni sinn manninn hver í nefnd-
ina.
Það verður að reyna að leysa
þetta vandamál með einhverjum
ráðum. Þróun þjóðfélagsmála er
komin á það stig, að telja má
ófært lengur, að frumbýlingar, sem
þurfa að festa kaup á bústofni, og
hændur, sem nauðsynlega þurfa að
auka bústofn sinn til þess að geta
somasamlega lifað af honum, eigi
engan kost á föstum lánum í því
skyni.
í greinargerð sogir:
Mikil þörf er á fastri og skipu-
lagðri bústofnslánastarfsemi hér á
landi. Margir bændur þurfa að
auka bústofn sinn, til þess að þeir
geti komizt sæmilega af og staðið
undir kostnaði af margháttuðum
framkvæmdum, sem þeir hafa lagt
í á jörðum sínum. Og með jarð-
læktarframkvæmdum og aukinni
vélanotkun hafa víða skapazt skil-
yrði til að íramfleyta miklu meiri
búpeningi á hverri jörð en áður.
En þá vantar efnaminni bændur
það fjármagn, sem nauðsynlegt er
til slíks bústofnsauka. Þörf frum-
býlinga, flestra hverra að minnsta
kosti, á bústofnslánum er þó enn
brýnni. Það er alkunna, að það
þarf verulegt fjármagn til þess að
byrja búskap í sveit, svo að nokkur
mynd sé á Þau munu því miður
vera tiltölulega fá ungu hjónin,
jafnvel þótt ráðdeildarsöm séu,
sem hafa ráð á nægilegu fjármagni
itl að festa kaup á jörð. nauðsyn-
legum áliöldum og vélum og hæfi-
legum bústofni, nema þá að þau
styðjist við vænan arf eða mikla
hiálp venzlamanna. Langflest ung
hjón eiga því aðeins um það tvennt
að velja að byrja sveitabúaskap af
vanefnum og með allt of litlum bú-
stofni og komast svo kannske seint
cða aldrei úr kútnum eða þá að
stofna til neimilis í kaupstað eða
kauptúni, þótt hugur þeirra hafi
fremur staðið til sveitabúskapar.
Það er ekkert undarlegt, þé að þau
velji oftar siðari kostinn, og koma
þar reyndar fleiri ástæður til
grein. En það er engum efa undir-
orpið, að það mundi verða mörgum
frumbýlingum hin mesta hjálp, ef
þeir ættu kost á föstum bústofns-
lánum. Slík frumbýlingslán mundu
vafalítið stuðla að því. að miklu
fleiri hjón en ella reistu bú í sveit.
Um nauiisyn fastra bústofnslána
verður því uaumast deilt. enda er
langt síðan hún varð mönnum Ijós.
lillögur um slík Ián hafa meðal
annars nokkrum sinnum komið
I fram á Alþmgi, enda þótt sýnileg-
i ur árangur þar af sé næsta lítill.
[ Þó eru nú í gildi a. m. k. tvenn
Vilja tvo skóla
sunnan fjalls
„Varastrá á akri“
Eins og sagt var frá hér í blað-
inu á dögucum endaði Jón vara-
þmgmaður a Akri framsöguræðu
sína fyrir hönd kjörbréfanefndar á
Alþingi með vísu nokkurri, er
hann lagði til að kjörbréf Sigurðar
,vinar“ frá Vigur yrði samþykkf.
Vísa Jóns hljóðaði svo:
Á varamönnum er vaxandi trú
vonirnar hafa þeir með sér.
Sigurður vinur er sigurviss nú,
er sæti tekur að nýju hér.
Hvorki Mbl. né Vísir hafa birt
þetta ágæta ljóð.
Einn lesandi Tímans hringdi til
blaðsins í gær og bað fyrir eftirfar-
andi vara-stöku:
Varlega trúi virðar þings
vara-skeifu slakri.
Varasamt er vesalings
varastrá á akri.
Góður afli Pat-
reksfjarðarbáta
Mjög góður afli hefur verið á
línubáta frá Patreksfirði og
Tálknafirði það sem af er þessari
vertíð, enda gæftir mjög góðar.
Frá 1,—15. febrúar fóru Patreks-
fjarðarbátarnir tveir 13 sjóferðir
og fékk Sæborg á því tímabili 142
lestir eða rúmar 10,9 lestir að
meðaltali í róðri. Mestur afli í
róðri var 19,5 lestir. Afli Sigur-
fara í febrúar er 111,3 lestir.
Tálknafjarðiarbátarnir fóru 12
róðra fyrrihluta febrúar. Guð-
mundur á Sveinseyri fékk 142
lestir eða 11,88 lestir í róðri að
meðaltali.
fyrir sveitirnar
á Snæfellsnesi
Skólamál hafa verið mjðg á dag-
skrá hér í Staðarsveit að undan-
förnu. Alimennur hreppsfundur
var haldinn að tilhlutan skóla-
málanefndar er svo hefur verið
nefnd, en í henni eiga sæti full-
trúar 5 hreppa sunnan fjalls á
Snæfelknesi.
Formaður nefndarinnar, Gunn-
ar bóndi Guðbjartsson á Hjarðar-
felli, sat fur.dinn að ósk hrepps-
nefndar. Fundurinn var einn sá
fjölmennasti, er haldinn hefur
verið hér í sveit um hreppsmál.
Fyrir lá að taka ákvörðun um,
hvort Staðsveitingar vildu taka
þátt I byggingu eins barna- og
unglingaskóla fyrir umrætt svæði
eða ekki.
Tveir staðir koma einlram tffl
greina í Staðarsveit, sem skólaset-
ur: Kolviðarnes f Eyjarhreppi og
Lýsuhóll í Staðarsveit
Á báðum þesswm stöðum er
heitt vatn rúmlega 60*.
Lagðar voru frara á fundinum
álitsgerðir og tillögur sérfræðinga
og ráðunauta rlkisstjórnarinnar I
skólamálum. Hnigu þær allar I þá
átt að reisa skóla að Kolviðarnesi,
einn fyrir alla hreppana fimm.
Var þar miðað við aðstæður eins
og þær eru nú.
Á þetta sjónarmið gat fundur-
inn ekki fallizt og taldi málið ekki
nógu vel undirbúið að því er snert-
ir rannsókn á fyrrgreindum stöð-
um. Fundarsamþykkt var einróma
I þá átt: 1) að telja fulla þörf fyrir
tvo skóla á umræddu svæði og 2)
óska ýtarlegri rannsóknar, — áður
en fullnaðarákvörðun yrði tekin
um staðarval. Þ. G.