Tíminn - 26.03.1960, Side 13

Tíminn - 26.03.1960, Side 13
T'.Í'JMINN, laugardaginn 2G. marz 1960. 13 SAMKVÆMT LÖGUM UM SÖLUSKATT HÆKKA ALLAR VÖRUR 1. APRÍL UM 3% VÖRUR OKKAR ERU ENN GAMLA VERÐINU S-Aíríka (F'ramhald af 8. sí5u). unum er talsvert algengt og stúlk ur ganga kaupum og sölum milii þeirra, a.m.k. þegar dregur lengra vestur í álfuna. Mér sýnist dökka fólkinu líða bezt þar sem það er í þjónustu þeirra hvítu. Þar hafði það oftast reyndar 8 klukkutíma vinnu á dag en gott fæði og húsakynni. Víða nóga leikvelii og íþróttavanga; iðkaði þá mikið söng, hljóðfæra- slátt og dans, sem þeir dökku virðast mjög hrifnir af. En víða 1 alsvörtum hverfum, þar sem þeir dökku bjuggu alveg út af fyrir sig, var oft að sjá ömurlega fá- tækt, sóðaskap og fl. ómenningu. Mér fannst þeir dökkhúðuðu væru alls ekki komnir á það stig að til mála kæmi að þeir væru ennþá færir um ag taka stjórn- ina í þjóðfélaginu í sínar hendur. En vonandi þroskast þeir smám saman svo að þeir verði færir um að stjórna þjóðfélagi Og þar sem í Samveldinu eru ekki ennþá nema 11—12 milljónir manna, en gætu sennilega búið þar nálægt 100 milljónir, þá held ég að eitt bezta úrræðið væri í framtíð- inni að skipta landinu í sundur á milli kynþáttanna. • En búast má við að hig marg- lofaða „lýðræði" og höfðatölu- regla blindi mörgum sýn enn um nokkurt skeið. Og margir vilja því ana út í ófæruna, án nokkurs vits eða forsjár, en halda ag þeir séu að fara það af mannkærleika. Svarta og hvíta fólkið er svo gerólíkt á flestan hátt, að ég held að það eigi sem mest að búa hver út af fyrir sig. Það svarta haldi áfram að vera svart og það hvíta hvítt. Ágirnd hvítu mannanna að flytja negrana úr heimkynnum sínum í Afríku tU Ameríku, í þeim tilgangi að fá þar ódýrt vinnuafl, er nú flestum orðið ljóst að var mikið óhapparáð. Og það er grátlegt, eftir reynsl una í Ameríku, að Bretarnir skuli nú vera að hálffyUa sinn stóra höfuðstað — London — af dökku fólki til þess að fá þar ódýrt vinnuafl. Það verður ein hvein tíma mörgum Ijóst, hve mikið vandræðaverk er hér verið að vinna. , Evrópa er aðal heimkynni hvíta kynþáttarins. fbúar hennar eru máski lokaðir ennþá fyrir því hve mikið óhappaverk auðkýfingar Bretanna eru að vinna með því að ryðja inn í iand sitt hinum dökka kynstofni. Ég sannfærist æ betur og betur um að þag sé óhappaverk að styðja að blöndun hinna mjög ó- líku kynstofna: þess svarta og þess hvíta. Það er ekki svo að skilja, að það sé ekki sjálfsagt að reyna að hjálpa dökka fólkinu til þess að menntast og mannast. En það er allt annað mál en að blanda kyn- þáttunum saman. Vigfús Guðmundsson. 61V* t lí.COl 0M0 skilar heimsins Líf á stjörnum (Framhald af 8. síðu). frá hinu magnaða til hins van- magnaðra, og má nú vel skilja, að hinar annanegu skynjanir, draum- arnir, muni ekki vera án sambands við þessa magntöku sofandans ann- zrs staðar frá. Draumarnir skapast af sambandinu, þeir eru þátttaka í Iífi og skynjunum annarra manna og þessir aðrir geta átt heima á öðrum hnöttum. Fundin er leið til að rannsaka lífið á öðrum hnöttum og birtu ber yfir alla sögu þess og upphaf og þróun þess á hverjum hnetti. Sambandið er Ijóst, alsam- band lífsins er uppgötvað og það hafa aldrei gerzt stærri tíðindi á jörðu hér, með mannkyni voru. en þessi. Uppruni trúarbragðanna skýrist og eðli þeirra á þann hátt, sem hvoruga hafði órað fyrir, ját- endur þeirra eða afneitendur, og þó þannig að hvorir tveggja reynd- ust hafa nokkuð til síns máls. Eng- ínn þarf að hafna néinu af því sem honum þótti vænzt um eða mest um vert, og þó eru það vísindin, raunveruleg þekking, sem sigrar. Umskiptin sem fyrir höndum eru, eru svo ótrúleg, að fáir hafa enn veitt boðskapnum um þau viðtöku. Ménn tala um að vizkan og vísind- in veiti mönnum ekki þekkingu á guði og segja að hann vitji þeirra í einrúmi hversu fávísir sem þeir séu, en hvað sem átt er við með slíku tali, þá munu allir geta séð ?.ð sönn viska er leið til bættra inannfélagshátta. Og að vísu mun sigur vizkunnar leiða allt annað af sér en að þeir sem nú eru taldir fávísir verði afskiptir. Hið sérstaka gildi, sem hver einstakur hefur, mun koma i Ijós, og mönnum mun verða ljóst betur en nokkru sinni, að þeir geta ekki án allra annarra verið. Vegurinn leggur til vaxandi samtaka og vaxandi sambanda um allan hinn óendanlega geim guðs, sem Brúnó skildi að er einn og al- samur þeim heimi, sem hann skap- ar, og hversi til nema þar. 1. des. 1959 Þorsteinn Guðjónsson. Viðbót: Meðan ég er að semja þessa grein, en það gerist í tveim áföngum, streyma fram stjarnlífs- kugsanir. Ég opna nú varla svo út- lent tímarit að þar sé ekki eitthvað í þá áttina. Vitanlega vantar þó cnn hina miklu sambandshugsun, enda eru þar harðir fjötrar sem binda, en þó má vel sjá hvaða til- hneiging er að vakna Smáatvik eitt fréttakyns varð mér þó mest til gamans. Hálfum fimmta mánuði eftir' birtingu Vísisgreinarinnar, sr-m getið er um hér að ofan, en fullum átta mánuðum eftir samn- ingu hennar flytur Morgunblaðið þá frétt — eftir Reuter, — að „bandarískur stjörnufræðingur — dr. William Sinton — segist nú hafa vissu fyrir því, að jurtalíf þróist á plánetunni Marz“. Þ. G. Gröndal skrifar (Framhald af 9 síðu). ráðast ekki í byggingarfram- kvæmdir nema það hafi verið lýð ræðislega samþykkt af félags- stjórn og aðalfundi. Bændur verða sjálfir að borga þessar byggingar og þeir geta ekki greitt þær með öðru en frgm leiðslu sinni. Þetta er auðskilið mál og þetta breytist ekkert þó ag bankarnir fyllist af fé til að lána. Bændur vita það vel, að þeir eiga að endurgreiða það fé, sem þeir fá að láni. VUanlega orkar margt tvímæiis um byggingar bændasamtakánna eins og aðrar framkvæmdir, Það er oft álitamál hvenær og hvernig skuli byggja. En það breytir í engu því, sem hér er um að ræða. Þegar ég þekkti Benedikt Grön dal var hann ágætlega að sér um flest það, sem var að gerast í landinu og hafði sórstaklega liprar gáfur. Þess vegna er mér það mikið umhugsunarefni að hann skuli skrifa svona. Er þessi efnismaður orðfnn bilaður andlega? Eru það álög á þeim, sem vei'ja „efnahagsmálaframkvæmdir" nú- verandi stjórnar að fara að rugia? Eða er Gröndal bara að þ.egsu að gamni sínu í von um að verða þá sæmdur pokaorðu Gylfa bróð- ur síns? Ekki þeit ég. En ósköp er þetta með hann Benedikt. H.Kr. BREF TIL BLAÐSINS Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 13. og 15 tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1960 á húseigninni nr. 7 við Suðurlands- braut, hér í bænum, talin eign Engilbertu Sigurðar- dóttur, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimars- sonar hdl., Árna Gujónssonar hdl., Ragnars Ólafs- sonar hrl. og Gísla Einarssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 29. marz 1960, kl. 3V2 síð- degis. Borgarfógetinn íReykjavík. Réttlætið hjá inn- flutningsnefnd Sumarið 1957 fór ég undirritað- ur til Bandaríkjanna og dvaldist þar í tvo mánuði. Áður en ég fór þangað, sótti ég um innflutnings- I leyfi fyrir notaðan sendiferðabíl. I Gjaldeyri þurfti ég ekki að fá og j gerði fulla grein fyrir þaraðlút- : andi í umsókninni. Sömuleiðis lét ! ég fylgja vottorð frá fyrirtæki því, er ég vinn hjá, um að ég þyrfti bíisins með vegna atvinnu minn- ar þar. Eg fór því öruggur mína leið og áleit, að þessu máli væri borgið. Ég bað kunningja minn að taka við svarinu frá innflutningsnefnd og senda mér það til Kaliforníu. Svarið kom hálfum mánuði eftir að ég kam vestur og var neikvætt og athugasemdalaust. Þetta var reiðarslag fyrir mig, þar sem ég hafði verið fullviss um jákvætt svar. Bíl, sem mér hentaði, gat ég fengið í Kaliforníu fyrir 200 dollara og flutningsgajld þaðan til New York hefði orðið 75 dollarar. Síðan þetta skeði hefur mikið vatn runnið til sjávar. Nú bregður svo við, að innflutningsnefnd veit ir leyfi fyrir notuðum bilum í tuga tal handa bröskurum til að ! okra á. Þessir bílar kosta erlendis I allt að 600 dollurum og þegar bú- ið er að lagfæra þá hér, eru þeir settir í bílasölur og verðið er allt að 200 þús. kr. Þessi upphæð er kannske ekki há í augum bílabrask ara hér í, Reykjavík, en mér er ekki grunlaust um, að bílasalar i Bandaríkjunum myndu brosa, ef þeir vissu, að þessir gömlu bílar væru orðnir svo verðmiklir, þegar þeir eru komni til íslands. En hvað hefu valdð þessari stefnubreytingu hjá innflutnings- nefnd síðan ég sótti um mitt eina bílleyfi? Er gjaldeyrir bankanna svo miklu meiri nú en árið 1957 eða dollarainneign í Bandaríkjun- um svo mikil, að. við ge-tum veitt okkur þann „Iúxus“ að flytja inn í hundraðatali gamla bíla, sem ekki ganga út þar og myudu aö lokum enda sitt skeið í bílakirkju görðum og verða molaðlt' niður sem hráefni? Að lokum vil ég spyrja sem ótíreyttur iðnaðarmaður: Er þetta réttlætanlegt, eru svona vinnu- brögð í samræmi við það verksvið sem nefndinni er ætlað eða hafa pólitísk öfl komið hér til skjal- anna? Er réttur bílabraskaranna, sem einungis ætla að græða á fá- fræði almennings og gera það, hærri en réttur iðnaðarmaons, sem vantar farartæki atvinnu sinn ar vegna? Að síðustu þetta: Ef þessi nefnd sem er launuð af opinberu fé, er ekki starfi sínu vaxin, á að bxggja hana niður. Ég sem emn af skatt borgurum ríkisins neita 28 greiða henni laun samkvaímt framan- greindum vinnubrögðum. Valdim:" Stefánsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.