Tíminn - 08.04.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.04.1960, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, föstudaginn 8. aprfl 1960. INGÓLFUR DAVÍÐSSON: GRÓÐUR og GARÐAR ¥eE hirtur grasblettur er mikiE prýði í hverjum garði ^ Í5>’ i> • ” j* * . 1 | Iðgrænu túni er löngum við brugðið fyrir fegurð. Vel hirt- ur grasb'ettur er prýði í hverj um garði. Bylgjandi kornakur er ljómandi fallegur, en það er snarrótarpunturinn al- kunni líka, einkum þegar hæg ur blær vaggar honum. Hið hvitrákótta randagras er stór vaxið og mjög sérkennilegt. Það er góð tilbreyting og get ur farið vel i röðum þar sem rými er nóg, eða í toppum, einn hnaus í stað. Ýms grös eru líka falleg mjög í vendi, afskorin. Hefur t.d. snarrótar vuntur lengi verið notaður þannig hér á landi, enda er hann bæði fallegur og end- ingargóður. Melgras er líka ^aft 1 vendi Það er stundum itað á ýmsa vegu og selt í blómabúðum; stundum undir hinu latneska nafni sínu, Ely- mus, því að sumum þykir það fínna! Bygg og hafrar með b'ómöxum fara líka vel í b' ómavasá. Og ekki má gleyma blessaðri fifunni; hvitir vend ir hennar eru einkum snotrir. Pífan á líka sina sögu. „Ljós ið kemur langt og mjótt, log Fréttabréf frá Vopnafirði: Hér lifir enginn í neinum múnaði Hjartapuntvöndur (Briza) ar á fífustöngum“ segir í gam alli visu. Blöð hennar brokið, þykja mjög kjarngóð til beit ar. — Nokkur einær erlend skrautgrös, góð til afskurðar í vendi, þrífast hér vel og eiga skilið að þau séu meira rækt uð en gert er hér ennþá. Þau geta einnig farið prýðilega í steinhæð og hrauni. Þeim er auðvelt að fjölga með sán- ingu. Fræið þarf að panta i t!ma. Skulu nokkur nefnd, sem auðvelí er að rækta Silkibygg eða íkomabygg (Hordeum osa) er um 30 cm. há, einær, erlend língresistegund fögur og sérkennileg. (Sjá mynd). — Skrauthafrar (Avena ster- ilis) líkjast venjulegum höfr Silklbygg Gullkista íslands nefnist nýútkominn bæklingur um möguleika á fiskrækt hér á landi. Höfundur bæklingsins er Gísli Indriöason. sem undanfarin fjög- ur ár hefur barizt fyrir þessu ynáli, en hann mun vera fyrsti maður hérlendis, sem kom með hugmynd ina um sjóeldi laxfiska í sambandi við fiskeldisstöðvar. Það er nú loks viðurkennt, að hér sé um mjög merkilegt mál að ræða og hefur bæklingur þessi mikinn fróðleik að geyma fyrir alla þá, sem eiga hlutdeild að vatnasvæðum og sjávarlónum, svo og stangveiðímenn og aðra, sem áhuga hafa á laxfiskategundum okkar. bæði til skemmtunar og sem útflutningsverðmætis I stórum stíl. Þarna er sýnilega á ferðinni bjóðnytjamál, sem alla varðar. jubatum) er um 30 cm. hátt gras, mjög fallegt og einkenni legt. Við þroskunina vaxa út úr axinu langar týtur, svo það líkist mjúkum pensilskúf eða íkornaskotti, oft með gulleit um eða ljósrauðleitum blæ. Finnzt hér stundum sem slæð ingur-----------Hjartapuntur, (Briza maxima og B. minor). Tvær fallegar einærar gras- tegundir hentugar í vendi. Öxin hjartalaga eða nærri þríhyrnulaga á grönnum stilk um. Hið stærra hjartaax 30— 50 cm. á hæð, hitt nokkru minna. Blómgast í ágúst — september —-------Héraskott (Lagurus ovatus) er einnig lagleg og harðger einær gras- tegund 25—40 cm. há. axið hvítgulleitt eins og nafnið bendir til. Ágætt f blómvendi. — Slæðugras (Agrostis nebul Héraskott um, en öxin eru stærri og brúnhærð. Þegar smáöxin blótna og þorna hreyfast þau greinilega. Fræi þessarra ein æru skrautgrasa má sá beint í garðinn, en auðvitað er hægt að flýta vextinum tals vert með þvj að sá fyrst und- ir gleri og gróðursetja siðan jurtirnar úti með 15—20 cm. millibili. Puntana má hengja upp til þurrkunar, líkt og eilífðarblóm. Stráin af öxun um skal skera af til þurrkun ar, meðam þau eru ennþá græn. Puntvendir eru fallegir bæði einir og með öðrum blóm um. Veðráttan síðastliðið ár var góð, _ veturinn snjóléttur og óvenju mildur, vorið var gott, gróður kom snemma eða fyr ir miðjan maí, sauðburður gekk vel, og var margt tví- 1 lembt. Um miðjan júnj brá til norð-austan áttar og gekk ! í krapahríðar en snjóaði til fjalla, ekki munu þó hafa orðið nein teljandi vanhöld á lömbum af þessum sökum. Sláttur hófst fyrir júnílok, og var grasspretta góð, og nýting heyja ágæt, heyskap lauk fyrri hluta september. Fé var með vænna móti þrátt fyrir margt af tvílembingum. Haust i(5 var þurrviðrasamt og hlítt, var fé ekki tekið almennt á hús fyrr en í nóvemberlok, oftast beitt til jóla. Byggingar og ræktun Skurðgrafa vann hér í sveit inni á vegum ræktunarsam- bandsins s.l. sumar. Ekki er mér kunhugt um hvað hún gróf marga rúmm., en hún mun hafa unnið hér í um 4 mánuði. Beltisdráttarvél Rækt unarsambandsins vann mikið hér að nýrækt, og einnig mun önnur vél í einkaeign hafa unnið eitthvað í haust, vegna þess að vél Ræktunarsam- bai^dsins gat ekki annað allri vinnu hjá bændum. Unnið var að byggingum nýrra íbúðarhúsa á þremur bæjum, þar af eru tvö tvíýlis hús. Útihúsabyggingar voru með minna móti s.l. ár og mun þar bæði valda, að víðast eru húsakostur orðinn góð- ur, og svo er byggingarefni orðið það dýrt, að mönnum hrýs hugur við að leggja I byggingar nema brýna nauð syn beri til. Maður kemur í manns stað Á s.l. ári hættu og fluttu burtu, læknirinn okkar, Árni Vilhjálmsson, presturinn á Hofi, sr. Jakob Einarsson og kaupfélagsstjóri K.V. Hall- dór Ásgrímsson alþm. Þessir menn voru allir mjög vinsælir hver á sínu sviði, og munu sæti þeirra vandfyllt. Nú hef ur ræzt það úr, að við erum búnir að fá kaupfélagsstjóra og lækni, en prestinn vantar enn, vonandi kemur hann líka áður en varir. . Afkoma raanna hér í sveit (Framhald á 15 síðu). Leiðrétting frá isl. tónum Slæðugras f sambandi við viðtal við Ragnar Bjarnson er birtist í Tímnum síðst liðinn þriðjudag viljum við taka eftirfarandi fram: Ragnar Bjarnason fer ekki utan á vegum fslenzkra tóna heldur íer hann í einkaerind- um, en mun syngja inn fyr}r íslenzka tóna meðan hann dvel- ur erlendis. Ummæli hans um Rikisút- varpið og upptökumenn þess eru að okkar áliti fráleit og ó- sanngjörn í hæsta máta. ís- lenzkir tónar hafa nú um nær 10 ára rkeið tekið flestar af plötum sínum upp hjá Ríkis- útvarpinu og hafa upptökurnar yfirleitt fengið ágæta dóma og margar af plötunum verið gefn ar út ertendis, sem ekki hefði komið i r! ef um óhæfar upp- tökur htdð vtrið að ræða. Til dæmis um hve upptökur Ríkisútvarpsins hafa líkað vel má nefn: að nýjasta hljómplata Óðins valclimarssonar í kjall- aranum'Saga farmannsins kem- ur út í Noregi um leið og hún kemur á markað hér og hefur upptaka þeirrar plötu þótt tak- ast með eindæmum vel Einnig má nefna upptökuna á Kardem orrimubænum sem hefur fengið einróma lof allra er til heyrðu. Um magnaraverði Ríkisút- varpsins má segja, að þeir hafa ávallt reynt að gera upptökurn- ar sem bezt úr garði, og lagt sig fram um að vanda tóngæði sem bezt má vera og hefur sam vinnan við þá verið í alla staði hin bezta, enda hljóta hags- munir íslenzkrar hljómplötu- útgáfu og Ríkisútvarpsins ætíð að fara saman, og sameiginlegt áhugamál beggja aðila að sem flestar og sem beztar íslenzkar hljómplótur verði gefnar út, til að vega á móti þeim flaum áf erlendri tónlist sem leikin er. Við b’.ðjum yður hr. ritstjóri ,að birta þetta i blaði yðar. F.h. fslenzkra tóna Tage Ammendrup

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.