Tíminn - 05.07.1960, Side 7

Tíminn - 05.07.1960, Side 7
TÍMINN, ln'djndagtnn 5. >611 1960. 7 Einar Ö. Björnsson: Hver verður framtíð Álþýðubanda lagsins? (Það, sem hér fer á eftir er kafli úr ræðu, sem ég flutti í maí og júní síðastliðnum á fundum á Aust fjörðum. Auk bændafundarins á Egils- stöðum, sem ég var þátttakandi í, hélt ég fúndi á Seyðisfirði, Norð- firði, Eskifirði og Reyðarfirði og flutti tiliögur á þeim öllum um vítur á rí’kisstjórnina vegna stjórn arstefnu þeirrar, sem uþp befur verið tekin. Samtals mættu á þess uim fundum 500 manns. Tiilögurn- ar voru alls staðar samþykktar gegn 9 atkvæðum isamtals og er það allt og sumt, sem fyrirfannst og má það kallast lélegur stuðn- ingur við núverandi rikisstjórn, þegar eitt atkvæði vantaði iíka til að þeir yrðu jaínmargir og „negra- strákarnir“. — Ég bið svo Dagblað ið Tímann að birta þetta með fyrirfram þökk). Þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar um nýja stefnu í efna- hagsmálum, minnist hann ekki á, að þeir, sem rakað hafa saman ofsagróða á und anförnum áratugum, eru látn ir halda öllu sínu, og auka sín forréttindi, er sannarlega ekki aS undra þó íhaldið segi þjóðinni að þetta sé eina úr- Tæðið út úr vandanum. Enn það á að bæta við og segja: Þetta er það eina sem við getum fallist á að gera, því að það er í anda Sjálf- stæðisflokksins og nú Alþýðu flokksins, og samkvæmt „mottói“ Ólafs Thors og kumpána eins og segir: Fyrst ég, svo flokkurinn og síðast þjóðin. íhaldið hefur kastað grímunni og tekið upp gömlu íhaldsstefnuna um forrétt- indi fárra útvaldra, og hyggst koma henni fram með stuðn ingi kratanna. Það er þeirra haldreipi. Engan þarf þvi að undra, þótt Emil og Gylfi troði upp á ungkratafundi í Reykjavík og tali um jafn- aðarstefnuna!! Auðmenn Reykjavíkur og óþjóðleg öfl í Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl., sem vildu semja um landhelgismálið við er- lend öfl, en heyktust á því, vegna þess að þeir fundu að þjóðareining var um 12 mílna landhelgina, hafa nú um stund hreiðrað um sig i stjórn arráðinu í skjóli illa fengins meirihluta, er þeir náðu með hinum herfilegustu blekking um. Fólkið í landinu þarf nú að snúast til varnar og síðan sóknar gegn þessari ríkis- stjórn, og eftir að hún hefur hrökklast frá völdum, þarf að hafa skapast eining með þeim, sem saman eiga um myndun annarrar ríkisstjórn ar, sem tekur á málunuih á þann veg að þróun og upp- bygging geti haldið áfram á eð’Hlegan hátt. Það hefur komið fram. að stjórnarflokkarnir hafa ekki skilning á, að okkar þjóðfé- lag og landshættir hefur þró ast til meiri samfélagshátta síðustu áratugina á ýmsum sviðum, og félagssamtökum fólksins meira beitt til að knýja á um framkvæmdir í atvinnulifinu og á mörgum öðrum sviðum. Þetta lízt íhaldinu ekki á og hefur því gripið til örþrifa ráða til að stöðva þá þróun, enda sjónarhóllinn útsýni úr glugga Morgunblaðshallarinn ar, þar sem „bissnessmenn" æða um stræti í leit að mögu leikum til að rýa samborgara sinn. Sú stefna ber dauðann i sjálfum sér. Meirihluti þjóð- arinnar, sem vinnur við heið arleg, þjóðnytjastörf fyrir- lítur í hjarta sínu þá, sem hafa þann hugsunarhátt að vilja hafa samborgara sinn að féþúfu, og út yfir tekur þegar Alþingi og rikisstjórn ýtir undir slíkt, eins og nú er gert, undir forustu íhaldsins, til skefjalausra árása á lífs- kjör fólksins, sem unnið hef- ur hörðum höndum til sköp- unar þjóðfélags okkar síðustu áratugina. íhaldið er hrætt um sig í dag, það hugðist ná meiri- hluta á Alþ. eftir kjördæma- breytinguna, en stórtapaði fylgi og hefðu kratarnir ekki — sá ólánsflokkur — hlaupið undir baggann í haust, þá hefðum við búið 'í’ið stjórn atvinnustéttanna, sem fólkið hefði borið traust til. Ráðstafanir þær, sem nú hafa verið gerðar i efnahags málum, eru svo alvarlegar. að bjóðin á heimtingu á. að þeir sem að þeim ætluðu að standa, gerðu það heyrum kunnugt fyrir kosninear um búðalaust. Það var ekki gert og ber því stjórnarflokkimum j að rjúfa þing og láta fram I fara nýjar kosningar nú be?- i ar, svo að fólkinu gefist koct j ur á að dæma nefndar að- farir. Þori þeir það ekki. þá eru stíórnarflokkarnir hrædd ir við sinn eiffin skugga. Þeir vita líka að mikill meirihluti er á móti þeim, og er bað þvi í örvæntingu j prert af hræddum mönnum j qð reyna að sit.ia í stiói’nar- ‘ rtólunum enn um stund. Vinstri menn í þessu landi ■erða nú að nota tímann vel ng þétta nú raðir sínar. og r^ðast við um framtíðina, bví að bað ey þeirra að taka oú við en bá verður líka að 'rínna bannisr að málnnum. “ð evðsian. sukkið og óhófið ,'*catti, en í staðinn komi á- nT,rcrð'artil finning. biónustu- wm' og rétt.ur skilningur á -f„m híóðarinnar. v'ff-ir kosninearnar 1956 var TYTti„n margra sem st.uddu «rhandaiavið a« unnið ”r»i có bví að bað vrði stjórn móiafiokkur og að honum : stæðu sósíalistar, vinstri iafnaða.rmenn og aðrir vinstri I menn. ' Eg var einn' af þeim, sem . vildi þetta og hef oft minnst i á þetta við ráðandi menn A1 býðubandalagsins. Ýmsir hafa staðið þar á móti og reynt, að tefja þá þróun, og i hefur tekist það til þessa. Þing Sósíalistaflokksins í marz s.l. ræddi ekki málið, og kom þannig í veg fyrir að fyrsta umræða færi fram þar. Stjómmál og stjórnmála- barátta eru engin gamanmál. Þau eiga að vera rekin af ábyrgðartilfinningu og sem þjónustusemi fyrir land og lýð. Nú eru alvarlegir tímar framundan, og nauðsynlegt fyrir alla þá, sem ekki vilja una við það stjórnarfar, sem nú ríkir, að nota tímann vel og athuga hvernig bezt verð ur komið fyrir samtökum þeim, sem við hljóta að taka, þegar núverandi stjóm veltur úr sessi. Eg get sagt ykkur, að ég mun beita allri orku minni til að að því verði unnið, að Alþýðubandalagið verði nú gert að stjórnmálaflokki með eigin blaðakosti, og stefnu- skrá þess og starfsaðferðir verði miðaðar við þarfir þjóð arinnar til áframhaldandi uppbyggingar og aukinnar framleiðslu. Haft verði gott samstarf við aðrar þjóðir og viðskiptum beint þangað sem bezt hentar hverju sinni, en forðast beri að taka afstöðu til annarra þjóða í því augna miði að stiðja sig við þær í stjórnmálabaráttunni innan- lands. í stuttu máli: Flokkur inn miði stefnu sína við ís- land og íslenzka hagsmuni. i Verði sú þróun, sem hér hefur verið rakin, mun Al- þýðubandalagið og Framsókn ; arflokkurinn verða þess megn ugt, ásamt öðrum umbótaöfi um, stjórna þessu landi með hagsmuni vinnustéttanna og bióðarinnar allrar fyrir aug um. Bændur Öxlar með vöru og fólks. bílahjólum. vagnbeizli og grindur kerrur með sturtu- beisli án kassa, fæst hjá okkur Kristján, Vesturgötu 22, Reykjavík, sími 22724. •-V*-V V*V*V‘V«V«V Búðingur er ódýr og góður eftirmatur. Sex Ijúffengar tegundir. Reynið einn pakka strax í dag V V* V* V* V* V« V • V* V« V* V • V*' j Sigurðut Ölason og Þorvalour Lúðvíksson Ma flutningsskrifstofa Austurstræti 14 Símar 15535 og 14600. INGÖLFUR DAVÍÐSSON: GRÓÐUR og GARÐAR I. Blóðberg eða brúðuberg? Norður í Eyjafirði vorum við krakkarnir oft send út um holt og mela að tína brúðberg í te. Bróðir minn á afmæli 14. júlí og taldi enga hátíð vera, nema haldið væri upp á afmælið úti á'engi og drukkið brúðbergs- te. Nafnið blóðberg þekkti ég ekki þá. Læknir nyrðra ráð- lagði öldruðum manni að drekka brúðbergste við brjóst þyngslum. Varð karli gott af og varð að lokum svo sólginn í teið að hann vatt brúðberg- ið til að ná úr því safanum til hins ýtrasta! Séra Sigtryggur heitinn Guðlaugsson færði í Garð- yrkjuritinu árið 1955 ýms mál fræðileg rök fyrir brúðbergs- nafninu, sem hann þekkti úr Eyjafirði, Þingeyjarsýslu og Rangárvallasýslu. — í 16. hefti ritverksins nýja „Norges Planter“ eru ýmsar upplýsing ar um forna notkun brúðbergs ins og trú á því í Noregi. Varp ar sá sögulegi fróðleikur nokk urri birtu á hin íslenzku nöfn jurtarinnar. Talið er að Forn-Egyptar hafi notað seyði af brúðbergs tegund bæði við líkþvott og smurningar hinna látnu. Á seinni öldum var jurtin einn ig notuð sem sótthreinsunar lyf, m. a. við fæðingar. Auk þess átti brúðbergið að vernda kvenfólkið gegn ásókn illra anda og jafnvel fyrir hinum svarta sjálfum! í heiðnum sið var brúðberg ið helgað Freyju, en var vígt Maríu mey er kristni komst á eins og fleiri góðar jurtir. Brúð bergið var ekki aöeins notað við fæðingar, heldur fylgdi það konunum líka út í eld- húsið og var t. d. notað í ertu súpur og sem krydd sem ilm- andi tedrykkur. Bólkur og sár voru fyrrum þvegin upp úr brúðbergsblómaseyði í Noregi. Rannsóknir hafa sýnt að brúðbergið er dálítið sótt- hreinsandi. — Á dögum Linné, grasafræðingsins fræga, höfðu stúdentar miklar mætur á brúðbergi, því þá var kenning in þessi: „Þegar einhver drekk ur meira vín en lífskraftarnir (vires vitae) leyfa svo það súrnar í maganum og menn fá slæman höfuðverk, þá er ekk ert ráð betra en að drekka hið ágæta brúðgergste sér til heilsubótar. Skyldi nokkur hafa reynt þefta hér nýlega? íslendingar hafa löngum drukkið brúðbergste sér til heilsubótar. Séra Sigtryggur segir: „Eg minnist þess frá bernsku að þegar kvefsótt gekk, þá vorum við börnin send út og ofan í Lamba- hvamm að tína brúðberg. Það 500 bílar tí' sölu á sama stað. — Skioti og hagkvæmir greiðsl'iskilmálar alltaf fyr- ir hend? BÍLAMIÐSTÖÐIN VAGN Amtmannsstíg 2C Símar 16289 og 23757. var drukkið með sykri, sjúkir svo byrgðir 1 rúm til svitunar. Töldu þeir sér bata vísan. Rættíst það oft. Það tvennt að brúðbergið var helgað Freyju að fornu og sérstaklega notað til kvenlækninga gæti bent til þess að brúðbergsnafnið sé af fornri rót runnið, ekki síður en blóðbergsnafnið. „Berg“ er e. t. v. afbökun af björg, þ. e. blóðbjörg eða brúbjörg. II. Kvillar í görðum. Nú er óhemju gróskulegt í görðunum. Kvillarnir láta heldur ekki á sér standa. Víða er allt morandi í blaðlús og skógarmöðkum, enda hefur a. m. k. suðvestanlands, verið erf itt að úða til varnar vegna stöðugra votviðra. Kálflugan er farin að verpa við kál og rófur. Nó lyf munu fást til varnar. Er lyfjunum og varnar aðferðum lýst í Handbók bænda, Matjurtabókinni o. fl. ritum. Allmikið ber á blóðlús á greni o. fl. barrtrjám líkt og í fyrra svo einnig þarf að úða þau. Furulúsin er útbreidd mjög, einkum á skóarfuru, sem þolir hana illa. Eru fur- urnar víða alsetar hvitu „lúsa vatti“ og æði ræflalegar. Ing. Dav. Dvrleifarminning (Framhald af 5. síðu). ræðu í tilefni dagsins, og minntist einkum barna þeirra séra Árna og frú Dýrleifar, sem bæði eru búsett í Ameríku, en prófastur þekn persónulega kunnugur frá veru sinni þar vestra, bæði fyrr og síðar. Að messu lokinni var gengið út í kirkjugarðinn og lagður blóm- sveigur á leiði frú Dýrleifar, en það gerðu smábörn, sem eru af- komendur séra Árna Jónssonar. Síðan var gengið í félagsheimilið Skjólbrekku og setzt þar að veizlu- borði. Sókr.arpresturinn stjórnaði hófinu og meðan setið var undir borðum, minntist hann þess að frú Hólmfríður Þórðardóttir á Grænavatni, kona Jónasar Helga- sonar hreppstjóra, ætti sjötugsaf- mæli þennan dag. En hún hefur lengi setið í sjóðstjórninni og starfað ötullega fyrir hann. Bað hann veizlugesti að hylla Hólm- fríði með ferföldu húrrahrópi. Þegar fólk hafði neytt þess, sem á borðum var, svo sem það vildi, var börnum leyft að fara út og leika sér, en fullorðna fólkið sat eftir. Þá flutti Pétur Jónsson í Reynihlíð erindi il minningar um stofnandann, og greinargerð um sarfsemi sjóðsins fram að þessum tíma. Og Ásrún Árnadóttir á Kálfa strönd sagði frá bernskuminning- um sínum um frú Dýrleifu, því hún mundi hana vel. Svo voru borð teki nupp og sýnd ar kvikmyndir, sem valdar voru til þess að skemmta börnum, því það er tilskilið að fyrst og fremst skuli öllum börnum, boðið á þessa sam- komu og þeim skemmt. Hrepps- nefndin í Skútustaðahreppi, t.il- kynnH það að hún legði fram úr sveilarsjóði á þessu ári krónur 2000.00 til stryktar þessum sjóði. og skulu þær leggjast við höfuð- stólinn. Fjölmenni var þarn af börnum og konum, en bændur voru þarna fáir, þar sem þetta er á þeim tíma, sem þeir verða að vaka yfir hjörð sinr.i dag og nótt. Á einu þvi fegnrsta vorkvöldi, sem komið getur hér, fór svo fólkið heim af sanvkomu, sern ekki verður endurtekin fyrr en eftir 100 ár. P. J.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.