Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, fimmtudagfam 28. jnU 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas \rnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórannss n (áb.), Andiés Kristjánsson Fréttastjór: romas Karlsson. Auglýsingastj.: Egili Bjarnason. Skrifstofur i Edduhúsinu. — Símar: 18300—1830Ö. Auglýsingasími: 19523 AfgreiOslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Norðuriönd og land- helgisdeiian í dag kemur þing Norðurlandaráðsins saman til fund- ar í Reykjavík í fyrsta sinn, en þetta er hins vegar áttunda þing ráðsins. Margir helztu og merkustu leiðtogar Norð- urlanda eru komnir hingað til að setja þingið, þar á meðal 21 ráðherra. íslendingum þykir þetta vissulega góð heimsókn. ís- lendingar vilja hafa góða sambúð við allar þjóðir. en vegna frændsemi og nálægðar vilja þeir þó sérstaklega rækja vináttuböndin við hin Norðurlönin. Vafalaust hefur hin margháttaða norræna samvinna, sem hefur komizt á laggirnar seinustu áratugina borið góðan árangur á margan hátt. Á vettvangi hennar hafa hinar Ijorðurlandaþjóðirnar sýnt íslendingum velvilja og skilning, sem vert er að meta. Það munu íslendingar líka gera. Gainalt máltæki segir hins vegar, að sá er vínur, sem í raun reynist. Vegna þess, að hreinskilni er bezt í sam- starfi frændþjóða, er þvi ekki að neita, að íslendingum hafa orðið það mikil vonbrigði, að þeim hefur brostið stuðningur hinna Norðurlandanna í utanríkisdeilu, sem getur ráðið úrslitum um afkomu og efnalegt sjálfstæði íslendinga í framtíðinni — landhelgisdeilunni við Breta. í þessu sambandi er ekki ófróðlegt að rifja það upp, þegar slyngasti utanríkisráðherra Breta á öldinni, sem leið, Palmerston lávarður. markaði utanríkisstefnu Breta eitthvað á þessa leið: Við eigum enga varanlega vini, við eigum enga varanlega óvini, en hagsmunir okkar eru varanlegir. Um þessar mundir stendur yfir eins konar lokabarátta við þann anga brezku nýlendustefnunnar, sem teygir sig til íslands og hótar að eyðileggja lífsafkomu íslendinga með vopnavaldi. Brezka nýlendustefnan mun áreiðanlega tapa í þessum leik, eins og hún hefur áður gert það í Ind- landi, Burma, Ghana og Sudan, svo að nokkur nöfn séu r.efnd. Þessi sigur, sem afkoma íslendinga byggist svo mjög á, myndi híns vegar vinnast fyrr, ef Norðurlönd styddu hér eftir málsstað íslands, án ails afsláttar og und- anhalds. Afsraða þings Norðurlandaráðsins myndi mjög auka gildi norrænnar samvinnu í augum íslendinga, ef það hefði áhrif í þessa átt. Undran Mbl. Morgunblaðið segir í gær, að nú sé nóg atvinna til sjós og lands — allar hendur virðist hafa nóg að gera. Ekki viröist annað sjáanlegt en að blaðið sé undrandi yfir þessu, það hafi búizt við, að „viðreisn“ ríkisstjórnar- innar liefði þegar leitt til atvinnuleysis. Bezt sést á þessu álit sjálfs aðaimálgagns stjórnar- innar á kreppustefnu hennar. Það lætur óbeint í ljós undrun yfir því, að ekki skuli vera komið atvinnuleysi á íslandi meðan síidveiðir. og heyskapurinn standa sem hæst og opinber vinna, eins og vega- og brúagerð, eru í hárnarki, ásamt annarri byggingavinnu Við hverju hefur Mbl. þá búizt. þegar kæmi fram á næsta vetur? Vafalaust mun Mbl. þá ekki he'dur þurfa að vera undrandi lengur, því að þá munu afleiðingar kreppu- stefr.unnar koma í Ijós, ef stjórnin hefur ekki hyggindi til að hverfa frá henni áður. / i 't 't 't 't 't t 't 't ’t 't 't 't 't 't ‘t t 't 't 't 't 't 't ‘t 't 't 't 't t 't 't 't 't 't 't 't 't 't ‘t i 't 't 't 't 't 't ‘t ‘t 't ‘t ‘t 't i 't 't 't i r 't 't 't 't 't 't. 't 't 't i ERLENT YFIRLÍT Kona verður forsætisráðherra Viastri menn unnu mikinn sigur í nýloknum þingkosningum á Ceylon. Sá atburður gerðist í vikunni sem ieið, að kona varð forsætis- ráðherra í fyrsta sinn í sögunni. Þetta gerðist á Ceylon að ný- loknum kosningum þar, en þeim iauk með miklum sigri vinstri manna. Ceylon fékk sjálfstæði fyrir 12 árum síðan eða um líkt leyti og Indland og Buiima. í fyrstu þingkosningunum, sem þar fóru frarn, hlaut íhaldsflokkurinn meirihluta þingsæta og hélt þeim til 1956, er nýstofnaður vinstri flokkur, Þjóðfrelsisflokk urinn, hlaut meirihluta í sam .starfi við nokkra róttæka smá- flofcka. Foi'ngi iþessa flokks var Salomon Bandaranaike, sem var kominn af auðugri ætt og hafði hlotið háskóla- menntun í Bretlandi, m. a. verið skólabróðir Edens. Banda- ranaike var slyngur áróðurs- maður og skipuleggjari, en stjórnarfiamkvæmdir tókust honum hins vegar miður vel, enda var flofckur hans byggður upp af ýmsum ósamstæðum öflum, er honum hafði heppn- azt að tengja saman. Það þótti því vafasamt, að Bandaranaike myndi halda velli í næstu kosn- ingum, en á það reyndi aldrei, því að hann var myrtur á heim- ili sinu í september síðastJiðn- um, að konu hans áhoifandi. Morðinginn var munkur, .sem var reiður Bandaranaike fyrir það að hafa látið banna lækn- ingaaðferðir, sem Buddhamunk- ar höfðu stundað öldum saman. EETIB. fráfall Bandaranaike hófst mikill klofningur í fiokki hans og vir’tist enginn samstarfs manna hans vera líklegur til að halda honum saman. Um skeið var búizt við, að flokkur- inn myndi alveg leysast upp og íhaldsflokkurinn vinna glæsileg an kosningasigur. Það var þá, .sem ekkja Bandaranaike, Siri- mavo, kom til sögunnar. Hún tók forustu flokksins í sínar hendur og ferðaðist fram og aftur um landið og hélt fjölda funda. Á flestum þeiira grét hún ákaft, er hún minntist Frú Sirimavo Bandaranaike — nýi forsætisráðherrann á Ceylon manns síns, en það hafði góð áhrif, því að Bandaranaike hafði hlotið stóraukna viður- kenningu þjóðarinnar eftir að hann féll frá. Niðurstaðan varð því sú, að í þingkosningunum, er fóru fram í febrúar, vann Íhaldsflokkurinn miklu minni sigur en við var búizt, fékk ekki nema 50 þingsæti af 151, en Þjóðfrelsisflokkurinn fékk 46. Brezki landstjórinn fól þó íhaldsflokknum að mynda minnihlutastjórn og var það eitt fyrsta verk hennar að efna til nýrra kosninga. íhaldsmenn gerðu sér von um að vinna með því að leggja áherzlu á þann áróður, að vinstri menn væru svo sundraðir í smáflokka, að þeir gætu ekki komið sér sam an um stjóm. ÞETTA fór þó á aðra leið. í kosningunum, sem fóru fram 20. þ. m., vann Þjóðfrelsisflokk- urinn hreinan meirihluta, þar t sem hann fékfc 75 þingsæti, en '/ nýtur auk þess stuðnings 6 i óháðra þingmanna. Jafnfi-amt / má stjórnarflokkurinn tilnefna '( 6 þingmenn tli viðbótar. Flokk '/ urinn virðist þvi geta treyst á '/ allöruggan meirihluta. / Strtx eftir að úrslitin voru / kunn, fól brczki landstjórinn / frú Sirimavo Bandaranaike ^ stjómarmyndun og er hún ekki ^ aðeins forsætisráðherra, heldur ^ einnig utanríkis- og landvarna- ^ ráðherra í hinni nýju stjórn. / Frú Sirimavo Bandaranaike ^ er 44 ára gömul, komin af ríkri ^ ætt eins og maður hennar og \ hlaut góða menntun í uppvext- / inum. Þangað til máður hennar '/ var myr'ur hafði hún ekki haft / nein afskírt ai shórnmálum, i heldur hu^ :3 f.vrst og fremst t um uppeld; barna þeirra, en i þau áttu t":er dætur 16 og 14 t ára, og einn 0 árj gamian son. t Frú Bandaranaike segist hafa i lært mikið, síðan hún hóf af- / skipti af stjórnmálum og hún / sé undir það búin að þar geti '/ oltið á ýmsu. í kosningunum '/ lofaði hún ýmsum róttækum að- '/ gerðum, m. a. þjóðnýtingu '/ ýrnissa stórfyrirtækja og getur '/ vel farið ,svo, að hún rekist þar '/ á brezka hagsmuni allharkalcga. / í utanríkismáium mun stjórn / hennar fylgja hlutl jysisstefnu, ) eins og maður liennar líka gerði. / Það er talið hafa átt drjúg- / an þátt í kosningasigri Þjóð- ^ frelsisflokksins, að konttr hafa ^ kosningarétt á Ceylon og þær '/ studdu frú Bandaranaike ein p dregið. Þó mun það hafa ráðið p mestu, að vinstri stefna á fylgi p að fagna á Ceylon, e;ns og ann \ ars staðar í Asíu. Ef bjarga á \ Asíu frá kommúnismanum, •. verður það aðeins gert með rót • tækri umbótastefnu. íhaldssamt • stjórnarfar í Asíulöndunum ■ myndi engu öðr'u áorka en að • bjóða kom.múnismanum heim. • Fátt er þýðingarmeira en að ( stjórnmálaleiðtogar í Bandaríkj í unum og Vestur-Evrópu geri ( sér þetta ljóst. Þ. Þ. ( Spurt og spjallað í útvarpssal Mörgum kemur saman um að þátturinn spurt og spjallað í út- varpssal sé með vinsælla dagskrár efni útvarpsins og einn þeirra þátta, sem almennast er hlustað á. Þar eru - kin fyrir og r.odd frá ýmsum hliðum mörg athyglisverð mál af mönnum, sem hafa á þeim meiri og minni sérþekkingu, og ætti því að vera gróði fyrir allan almenning að hcyra mál þeirra Þá virðast og þessir þættir sér- lega vel lagaðir til að örfa menn til umhugsunar um þau mál, sem rædd eru og brjóta þau til mergj ar. Stjórnandi þáttarins, Sigu’-ður Magnússon, virðist vera mjög vel heppnaður maður í sínu hlutverki, sérlega laginn að halda þátttak- endum við efnið og beina umræð unum að aðalatriðum málsins, sem ekki veitir af, því að oft vilja umræðurnar berast nokkuð af leið. Á Pálmasunnudag var umræðu- efni þáttarins hreyfing sú, sem nefnd hefur verið á íslenzku sið- 1 væðing. í tilefni af þeim umræð- I um langar mig til að segja fáein orð. Ég vil taka það fram. að ég , er þessu máli lítt kunnugur, hef I aðeins lesið um það nokkrar blaða greinar. Það, sem ég segi hér verði ur því ekki til að auka þekkingu manna á þessu máli, heldur verða það nokkrar fátæklegar og sund- ui'lausar hugleiðingar út frá nefnd- um umræðum. Ekki fæ ég betur séð en að þeir fjórir hornsteinar, sem hreyfing þessi er reist á, séu hákri.stilegir. Þegar þeir menn af öðrum tiúar- flokkum játast undir þessi atriði, að lifa eftir þeirn,, eru þeir að mínu viti komnir á „línu“ kristin- dómsins, ef svo mætti að orðb kveða, þó að þeir ekki játi kristna trú og hafi ekki að öðru leytij kristna siði um hönd Þetta er: líka ofur eðlilegt, kristin trú boð-| ar þau grundvallarsjónarmið, sem ein eru þess megnug að skapa frið með þjóðunum. Það er það hugar- far, sem kristindómurinn boðar, sem þarf að verða ráðandi í heim-; inum, ef einhver von á að vera um varanlegan frið. Þess vegna j getur það ekki öðruvísi verið en að þeir menn, sem af einlægni og raunsæi vilja vinna að friði með þjóðunum, leiti þangað um úr- lausn. Það er því í raun og veru óþarfi fyrir kristna menn aði stofna til samtaka .slíkra sem þess- arra. Ef þeir vildu lifa og starfa samkvæmt því, sem hin kristna trú boðar og býður, er það örugg- asta leiðin að markinu, því marki, sem þessi félagsskapur hefur sett sér, friður og bræðralag á jörðu. Lengra en boðorð kristindómsins ná er ekki hægt að komast. Hitt er svo annað mál, að í gegnum þessi samtök er t. t. v. hægt að ná til fleiri en ella mundi, sem af þjóðernislegum og máske fleiri ástæðum síður vildu játa kristna trú. Mættu þessi samtök því verða leið til að flýta fyrir og styrkja friðarhugsjónir og einnig að und- irbúa jarðveginn fyrir kr'istindóm inn smátt og smátt. Það gefur e. t. v. auga leið í þessu máli um hin ólíku sjónarmið, að minna á ummœli, sem höfð voru eftir Krustjoff, er hann var á ferð í Frakklandi nú nýlega. Eins og allir vita hefur Krustjoff verið einn fremsti afvopnunar- og friðarpostuli nú um skeið. í einni af sínum mörgu ræðum í áður- nefndri Frakklandsför sagði hann, (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.