Tíminn - 20.12.1960, Side 1

Tíminn - 20.12.1960, Side 1
Fél! 8-9 m úr Ijósastaur Var en’n ekki kominn til me Övitundar í gærkvöld Það slys varð á Blönduósi sl. laugardag, að 18 ára dreng ur féll ofan úr Ijósastaur og stórslasaðist. Seint í gærkv. var hann ekki kominn til meðvitundar, en líðan hans er talin heldur á hataleið. Piltur þessi heitir Ragnar Karlsson, og var hann að vinnu sinni hjá Rafmagns- veitu ríkisins, er slysið skeði. Hann mun, að því að talið er, ekki hafa verið í stauraskón- um, heldur staðið öðrum fæti á vír eða einangrunarkúlu, og hinum á öðrum skónum. Var að færa sig. Vaninn er, að stauramenn hafi öryggisbelti, sem þeir spenna utan um staurinn, meðan þeir eru að vinnu. Ragn ar mun hafa haft þetta belti eins og aðrir, en losað það vegna þess að hann þurfti að færa sig til. Vel klæddur. Skipti það engum togum, aö (Pramhald á 2. sí5u). í 4 mestu framkvæmdasýslum lands- ins minnkaði ræktun um þriðjungíár Könnunarflug frá íslandi? - og aðrar íramkvæmdir hafa minnk- að um meira en helming á þessu ári byggingar munu þó hafa minnkað einna mest og dæmi eru til að í heilli sýslu hafi verið byrjað á einu íbúðarhúsi á þessu ári. Garðar Halldórsson kom fram með upplýsingar í ræðu sem hann hélt á Alþingi ' gær við 2. umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um fram- iengingu viðaukasöluskattsins, um framkvæmdir í 4 mestu framkvæmdasýslum landsins í landbúnaði. Kemur fram að nýrækt hefur minnkað um þriðjung borið saman við árið 1959. í Árnessýstu hefur ný- rækt dregíst saman um rúm- lega 30% í Rangárvallasýslu um 40%, Eyjafjarðarsýslu um 24% og S-Þingeyjarsýslu um 24%, en 1959 voru þessar sýslur með 44% af allri ný- rækt í landinu. Hlöðubygging- ar hafa dregizt saman um 50 -^•60% og votheyshlöðubygg- ingar um 50—70%. íbúðar- Hér fer á eftir sá kafli úr ræðu GarSars Halldórssonar, sem fjallar i.m hinn gífurlega samdrátt fram- kvæmda í landbúnaðinum á þessu ári:. „Öllum er kunnugt að í land- búnaðinum hefur staðið yfir mjög stórstig uppbygging nú undanfarið. Það hafa verið stigir. risaskref á tiltölulega fáum árum. Þetta hefur verið nauðvörn landbúnaðarins til að verða ekki undir í samkeppn- inni um sambærileg lífskjör ann- arra stétta. Árgæzka Tíðarfarið og árgæzkan á þessu ári hefði átt að eðlilegum hætti að lyfta veruiega undir framkvæmd- (Framhald á 2. síðu). Lögreglustjórinn í Kefla- vík borinn þungum sökum Umfangsmikil kæra mun hafa veriÖ send dóms- málaráftuneytinu, sem að Iíkindum lætur fara fram rannsókn Washington — NTB 19.12.: Talsmaður bandaríska flot- ans upplýsti f New York í dag, að flotastjórnin hefði tekið það mál til athugunar og umræðu, hvort ekki bæri að flytja til íslands aðvörun- arkerfi það' er flugvélar stað- settar á Nýfundnalandi hafa til þess að annast. Tilgangurinn með slíkri breytingu væri að gera slíkt fljúgandi aðvörunarkerfi virk ara með því að staösetja það á íslandi, en þaðan gætu eft- irlitsvélarnar flogið reglulega yfir hafið á milli íslands og Grænlands og íslands og Fær eyja. Talsmaðurinn upplýsti, um leið, að áætlun þessi væri ein af mörgum, sem engin á- kvörðun hefði verið tekin um. Er flotinn hefði áhuga fyrir virkara aðvörunarkerfi, væri það í sambandi við aukinn þátt hans í vörnum „norður- svæðisins“ í samræmi við varn arkerfi Atlantshafsbandalags ins. Heppilegasta lausnin. Áður hefur verið rætt um „eyjar“, útbúnar ratsjám, sem ætlunin var að setja upp úti á opnu hafi, en það er nú skoð un sérfræðinga, að slíkar stöðvar yrðu of dýrar í gerð og rekstri auk þess að hætta er á að þær skemmist af sjó- gangi. Hernaðarsérfræðingar munu því komnir á þá skoð- un, að heppilegasta lausn þessara mála sé aukin könn- un, annaðhvort flugvéla stað settra á landi eða kafbáta, sem færu reglulegar könnun- arferðir um þessi svæði. Er Tíminn innti Hörð Helga son, form. varnarmálanefnd- ar eftir þessu í gærkvöldi, kvaðst hann ekkert um þetta mál hafa heyrt og hefði ekk- ert slíkt verið rætt í nefnd- I inni. Alþýðublaðið og Morgun- blaðið skýra frá því s. I. sunnu- dag, að kæra hafi borizt til dómsmálaráðuneytisins á hendur Alfreð Gíslasyni, lög- reglustjóra í Keflavík, fyrir vanrækslu í löggæzlumálum. Kærandinn er Hilmar Jóns- son, bókavörður : Keflavík. Hefur dómsmálaráðuneytið um' staðfest, að kæra þessi hafi borizt, og það sé að láta hefja rannsókn í málinu. Hilmar Jónsson mun vera einn aí forustumönnum bindindismanna á Suðurlandi, og eftir þeim fregn- i?m, sem blaðið hefur af kærunni, et bæjarfógetinn borinn þungum sökum. Munu í kæmnni vera nefndir tugir mála um ölvun bif- reiðastjóra við akstur. og hafi lög- reglustjórinn ekki afgreitt þessi rr.ál, að því er sagt mun í kærunni. í sumum tilfellum er sagt, að um ítrekuð brot sé að ræða. Þá mun einnig sagt í kærunni, að sumir þessara manna hafi ekið stolnum bílum ölvaðir, og einum tvisvar sinnum hafi slíkir ökudólg- rr sýnt lögreglumönnum morðtil- raun, er þeir voru að skyldustörf-. Þá mun lögreglustjóra vera bor- ið á brýn ■ kærunni sleifarlag í sambandi við umferðar-og bifreiða- lagabrot .Er sagt að ái-ið 1959.muni lögreglan hafa kært um 200 manns fyrir slík brot, en um 500 árið 1960, en aðeins lítill hluti þessara mála verið afgreiddur. Þá mun að því fundið í kærunni, að fulltrúi bæjarfógetans sé sam- (Framhald á 2. síðu). Guðm. I. ræddi við Home London, NTB 19. 12.: Brczki utanríkisráðherrann Home lá- varður og hinn íslenzki starfs- bróðir hans, Guðmundur í. Guð mundsson, snæddu í dag liádegis verð saman og ræddust við i hálfa klukustund í brezka utan- ríkisráðuneytinu. Viðræður þeirra fjölluðu um fiskveiðideilu Breta og fslendinga. Báðir ráð- herramir sátu ráðherrafund NATO, sem haldinn var í París. Auk ráðherranna voru viðstadd- ir Hans G. Andersen, Sir Patrick Reilly og nokkrir fulltrúar frá brezka utanríkis- og sjávarútvegs málaráðuneytinu. Sígur á ógæfuhlið 3 árekstrar á sunnudag og 5 i gær 50 bílar í árekstrum á föstudag og laugardag, Á föstudag og laugardag lentu alls 50 bílar í árekstrum í Reykja- vík, þrír árekstrar urSu á sunnudag og fimm í gær. MeS þessum síSustu árekstrum er taian komin upp í 1798 árekstra í lögsagnar- umdæmi Reykjavikur, og lætur þá nærri aS hartnær 3600 bílar hafl lent í árekstrum, þar eS oftast er um tvo bila aS ræSa. Þá eru ekkl taldlr þelr árekstrar, sem ganga beint tll vátryggingafélaganna, ellegar samiS er um á árekstursstaS. Á sama tíma í fyrra voru árekstrarnlr orSnir 1769, og er hér um geigvænlegri aukningu aS ræSa nú en í fyrstu mæ'ttl ætla. VeSráttan í sumar var meS eln- dæmum þurr og góS, en sumariS 1959 V0,r rignlngasumar, en þaS er kunnara en frá þurfl aS segja hversu mikil áhrif veSurfariS hefur á árekstrafjöldann. ÞaS kom einnig á daginn aS árekstrar voru allmiklu færri í sumar og framan af vetri en á sama tíma áriS áSur, en meS rigningum og hálku hefur sigiS á ógæfuhliSina, og siglir nú árekstratalan hraSbyri fram fyrir þaS, sem var áriS 1959. — Full ásfæSa er til aS hvetja bifreiSastjóra aS gefa gaum þessari þróun mála, og aS taka fullt tiliit til hálkunnar og umferð- arinnar, sem nær hámarki sínu í jólaöslnni þessa vikuna. Skutu sér

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.