Tíminn - 21.12.1960, Síða 3

Tíminn - 21.12.1960, Síða 3
T t MIN N, miðvlkudaginn 21. desember 1960. Sjálfstætt Alsírríki í tengslum við Frakkland De Gaulle hvetur frö'nsku þjóftina atS fylkja sér um stefnu sína í Alsírmálinu París 20.12. (NTB) — Þann 8. janúar nk. fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarstöðu Alsír. Fyrir þann tíma mun DeGaulle for seti flytja þrjár ræður, sem útvarpað verður og sjónvarp- að um Frakkland og Alsír. Hina fyrstu af þessum ræðum hélt forsetinn í dag. Hann flutti ræðu sína I Elysee höll- inni og talaði blaðalaust. Ræð an tók aðeins 12 mínútur. Forsetinn endaði mál sitt með þessum orðum: Við vilj um frið. Hvenær sem er erum við reiðubúnir að taka á móti fulltrúum þeirra, sem berj- ast gegn okkur. Jafnskjótt og hryðjuverkum og skæruhern DE GAULLE aði lýkur í Alsír getum við rætt öll atriði í sambandi við sjálfsákvörðunarrétt; til handa íbúum landsins. Á þennan hátt viljum við leysa friðsam lega hina langvinnu deilu í Alsír. Fylgið mér. Forsetlnn endurtók tilboð sitt til uppreisnarmanna í A1 sír um samningaviðræður en fyrst yrði öllum hryðjuverk- um og skæruhernaði að ljúka. Hann sagði enn fremur að Ný lög eftir Tólfta september Nýverið kom út plata með tveim ur lögum eftir Tólfta september. Lögin heita Halló (tangó) og Berg mál hins liðna (vals), og eru sung- in af hinum vinsælu söngvurum Huldu Emilsdóttur og Sigurði Ólafssyni. Útgefandi er Tónaband- ið í Reykjavík. Textarnir við lögin eru báðir eftir Tólfta september og á plötu kápu er mynd af málverki eftir höfundinn. Hljóðritun annaðist Ríkisútvarpið, en 5 manna hljóm- sveit Carl Billich leikur með söngv urunum. Textarnir fylgja og báðir á lausu blaði innan í plötukápunni. Frakkland myndi vernda líf og eignir allra Evrópumanna í Alsír svo og Múhameðstrúar manna þar, sem alla tíð hefðu verið vinveittir Frakklandi, eftir að Alsirbúar hefðu við þjóðaratkvæðagreiðslu ákveð ið framtíðarstöðu lands slns. Forsetinn lagði til, að til þess að byrja með yrði komið á fót ráðgefandi samkund- um fyrir Alsír. Þetta mætti síðar leggja niður en nefndir þessar ættu að geta orðið til þess að vísa Alsírbúum veginn til sjálfsforræðis. Forsetinn ræddi um nýlendu skipulagið og fór um það hin um hörðustu orðum og kvað það þegar hafa gengið sér til húðar. Hann kvatti menn til fylgis við stefnu sína. Alsír- búar gætu nú brátt um það valið, hvort þeir vildu vera áfram í tengslum við Frakk- land eða segja skilið við það. Kvaðst forsetinn ekki vera í neinum vafa um það, að A1 sírbúar myndu kjósa áfram að vera í franska ríkjasam- bandinu þótt þeir á hinn bóg inn fengju aukin völd í eigin málum. Mikilvæg atkvæðagreiðsla. DeGaulle sagði, að í atkv.- greiðslunni 8. janúar n.k. yrði franska þjóðin spurð þeirrar spurningar, hvort hún vildi, að alsírska þjóðin fengi að á- kveða framtíðarstöðu sína eft ir að friður væri kominn á í landinu. Forsetinn kvaðst vilja minna þjóð sína á, að þetta væri mikilvæg atkvæða greiðsla og myndu úrslit henn ar hafa mikil áhrif. Forset- inn benti á, að menn skyldu hafa það hugfast, að Múha- meðstrúarmenn í Alsir væru nú 9/10 hlutar allra íbúanna þar og þeim færi fjölgandi. Það er ekki hægt að meina þeim, að stofna sjálfstætt ríki og setja þvi sln lög. Forsetinn kvaðst hins vegar fyllilega skilja afstöðu frönsku land- nemanna sem væru um ein milljón. Þeir eiga einnig sinn rétt. Þeir verða ekki hraktir frá landinu og Frakkland mun vernda líf þeirra og eignir sem og þeirra Múhameðstrú- armanna, sem hliðhollir hafa verið Frakklandi. Alsír er nauðsyn að vera i tengslum við Frakkland, sagði DeGaulle. Ef þjóð mín samþykkir stefnu mína um sjálfsákvörðunarrétt til handa Alsírbúum, eru meiri líkur til þess að svo verði. Leiðrétting Slæm prentvilla varð í blaðinu í gær í frásögn af tillögum stjórn- arandstæðinga um bráðabirgðalag- færingu á launum opinberra starfsmanna. Þar sagði: „Starfs- mönnum, sem laun taka samkvæmt 1S. og 14. fl. launalaga verði gveidd laun skv. 14. fl.“-átti auðvitað að vera: samkvæmt 12. fiokki. Ríkisútvarpið og Land spítalinn þrítug Talið er. að Ríkisútvarpið hafi orðið þrítugt í gær. Þessi stofnun átt> þó allmikinn að- draganda og nokkiar tilraun- ir til útvarps höfðu verið gerð- ar áður. Ríkisútvarpið var sett á stofn í stjórnartíð Framsókn- arflokksins á árunum 1927— 1931, ,er Tryggvi Þórhallsson, var forsætisráðherra en Jón- as Jónsson menntamálaráðh. Beitti þessi stjórn sér mjög fyr ir stofnun útvarpsins. Jónas Þorbergsson var út- varpsstjóri frá stofnun Ríkis- útvarpsins og síðan um 20 ára skeið. Það kom því mjög í hlut hans að móta starf þessarar ungu stofnunar. Ríkisútvarpið er nú orðin mikil og áhrifarík stofnun miðað við þann vísi, sem hóf starf 1930. I.andspítahnn þrítugur Önnur, eigi síður mikilvæg ríkisstofnun átti einnig þrí- tugsafmæli í gær, en það er Landspítalinn. Hann tók einn ig til starfa í stjórnartíð Fram sóknarflokksins, og sú stjórn vann ötullega að stofnmálum hans. Tíminn sendir þessum tveim mikilvægu stofnunum þjóðar innar beztu afmæliskveðjur. Kosið í HúsnæSis málastjórn Kosið var í Húsnæöismála stjórn á Alþingi í gær Þessir voru kjörnir: Ragnar Lárusson, Eggert G. Þorsteinsson Hannes j Pálsson og Guðmundur Vigfús- son. * Mynd þessi er tekin á litlu jólum í Mýrarhúsaskóla um helgina og sýnir tvær litlar skólameyjar skemmta félögum sínum og gestum meö hljóð- færaslætti. — (Ljósm.: TÍMINN KM). Jólaboð Verndar á aðfangadag Vilí gefa sem flestum gleðileg jól Á aðfangadag jóla gengst félagið Vernd fyrir jólaboði í Sjálfstæðishúsinu, fyrir þá, sem af einhverjum ástæðum eiga ekki kost á slíku innan heimaveggja. Þarna verður fram borinn matur og kaffi, gefnar jólagjafir og útbýtt fatnaði til þeirra, sem sér- staklega eru þurfandi í þeim efnum. Jólatré mun prýða sal arkynni. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup talar og væntan lega munu einhverjir góðir skemmtikraftar koma fram. Húsið verður opnað kl. 2 en sjálft borðhaldið byrjar kl. 6 síðdegis. Á íslandi öllu búa ekki fleiri menn en í smáborg úti í þeim stóra heimi. Samt eru þeir býsna margir, sem hendir það einhvern tíma á ævinni að mega heita heimilislausir með öllu og liggja til þess ýmsar ástæður. Stundum er um að kenna þjóðfélagslegum ágöll- um, stundum misbresti í eðlis fari einstaklingsins sjálfs sem honum hefur ekki tekizt að yfirvinna, stundum hvoru- tveggja. Vera má, að tiltölu- lega færra sé um þetta fólk hjá okkur en með ýmsum þjóð um öörum. En á meöan nokk- ur maður er hér til, sem svo er ástatt um, er það einum of mikið. Vernd telur það hlut- verk sitt, að hjálpa þessum olnbogabörnum og fækka þeim á þann hátt. Þarfur félagsskapur. Félagið Vemd var stofnað á sl. ári og var það fyrsta verk efni þess að gangast fyrir jóla boði með svipuðu sniði og nú er ákveðið. Var þessari við- leytni félagsins vel tekið þá og væntanlega ekki lakar nú. Megin tilgangur félagsins er sá, að veita þeim, sem í ógæfu hafa ratað, vernd og aðstoð til þess að átta sig á ný og komast í sátt við sjálfa sig og samfélagið. Er það göfugt við fangsefni og til þess að geta sinnt því sem bezt, hefur fé- lagið ýmis járn í eldinum. Mikið starf. Eitt með öðru og það, sem nú liggur næst, er undirbún- jingur þess jólaboðs, sem um jgetur hér að ofan. Á bak við jþað liggur mikið starf fórn- jfúsra manna og þó kannski einkum kvenna. Félagið hefur leitað eftir aðstoð ýmissa fyr- irtækja og verzlana og hafa allir vikizt vel við. Borizt hafa margháttaðar gjafir, þar á meðal mikið af fatnaði, sem efnalaugar hafa gefið hreins un á, að svo miklu leyti sem hennar hefur þurft við. Fé- ilagskonur hafa að undanförnu lagt nótt með degi við'það að útbúa jólaböggla, lagfæra fatn að og undirbúa að öðru leyti jólaboðið. Félagið mun reyna að útvega þeim samastað yfir jólin, sem þess óska. Vernd vonar að hún geti gefið sem flestum, sem þess eru þurfandi, gleðileg jól.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.