Tíminn - 21.12.1960, Qupperneq 7

Tíminn - 21.12.1960, Qupperneq 7
TfMINN, miövikudagmn 21. desember 1960. 7 INC SÖLUSKATTURINN ER EINN ÞÁTTUR ÍHALDSSTEFNUNNAR Hér fer á eftir nefndarálit Skúla Guðmundssonar við frv. ríkisstjórnarinnar um fram- lengingu viðbótarsöluskatts- ins, sem falla átti niður nú um áramótin: Þetta frumvarp er flutt af ríkisstjórninni. í því er lagt til, að viðbótarsöluskattur sá, 8% af tollverði allrar innfl. vöru, að viðbættum aðflutn- ingsgjöldum og áætlaðri álagn ingu, 10%, sem lögfestur var á síðasta þingi „til bráða- birgða“ og gildir til næstu ára móta, skuli einnig gilda allt árið 1961. Var þó látið í veðri vaka á síðasta þingi, að við- bótarskattur þessi ætti aðeins að vera bráðabirgðatekjustofn fyrir ríkissjóð. Beinir skattar og óbeinir. Eitt af stefnumálum núver andi stjórnarflokka er að hverfa frá beinum sköttum, en leggja á óbeina skatta í staðinn. Þess vegna samþ. þeir lækkun á tekjuskatti á síð- asta þingi, en lögðu á háan söluskatt. Þetta var mjög til hagsbóta fyrir þá einstakl- inga, sem hafa óvenjuháar tekjur, en til tjóns fyrir allan f jöldann. Söluskaturinn er einn þátt- urinn í efnahagskerfi ríkis- stjórnarinnar. Samkvæmt fjárlögum er áætlað, að álagð ir söluskattar nemi alls yfir 500 millj. kr. á næsta ári og þar af fari til ríkissjóðs 438 rmUjónir. í framsöguræðu um efna- hagsmálafrumvarpið 5. febrú- ar sl. sagði forsætisráðherr- ann meðal annars: „— þá, sem líta bjargráðin eða aðrar tillögur okkar öðr- um augum en við gerum sem stöndum að þessu frumvarpi, biðjum við um að fresta mót- aðgerðum um nokkurt skeið og gefa með því reynslunni færi á að kveða upp sinn ó- lygna dóm“. Fresturinn veittur. Síðan ráðherrann f Iutti fram þessa bón, eru nú liðnir 10 mánuðir og 14 dagar. All- an þenna tíma hafa menn ver ið að taka á sig miklar og vax andi byrðar vegna ráðstafana stjórnarvaldanna, án þess að gripið hafi verið til nokkurra mótaðgerða gegn ríkisst.iórn- inni og hennar from^Vrði. Stjórnin hefur því vissule<ra fengið umbeðinn frest „um nokkurt skeið“. En að hv<>»a gagni hefur þetta komið? Hver er ár- angurinn af þeim miklu fórn um. sem færðar hafa verið? TJvað er að segja um hinn . ólve-na dóm“ reynslunnar? Hvernig er dómur hennar um stefnu og starf ríkisstjórnar- innar? Nefndarálit Skúla Guðmundssonarviðfrumyarpiðumfranileng- ingu viðbótarsöluskattsins, sem falla átti niður nú um áramótin í áðurnefndri framsöguræðu um efnahagsmálafrumv. 5. febrúar sagði forsætisráðherr ann: Greiðsluhallinn. „Það er óhætt að segja, að meginvandamálið, sem leysa þarf í efnahagsmálum íslend j inga nú, og um leið það, sem sízt verður umflúið, sé greiðslu , hallinn gagnvart útlöndum.“! Með gengisbreytingunni og öðrum aðgerðum, er henni fylgdu, ætlaði stjórnin að ná jafnvægi i viðskiptum þjóðar innar út á við. Hvernig hefur þetta tekizt á því ári, sem nú er senn liðið? Enn er ekki hægt að segja með vissu um niðurstöður á viðskiptareikningnum við aðr ar þjóðir fyrir þetta ár. Á þeim reikningi eru allmargir liðir, bæði á tekna- og gjaldahlið- inni. En lagstærstu tölurnar á þeim reikningi eru andvirði seldrar og keyptrar vöru. Og hagstofan birtir mánaðarlega skýrslur um innflutning og út flutning. Á þessu ári hefur einnig verið birt í hagtíðind- um skýrsla um verðmæti inn flutnings og útflutnings 1958 —1960, með tölum fyrir tíma bilið janúar 1958 til febr 1960 Skúli Gu'ðmundsson umreiknuðum til samræmis við núgildandi gengi. Þennan umreikning þurfti að gera vegna gengisbreytingarinnar, til þess að tölurnar séu sam- bærilegar. Skýrslur eru nú komnar um innflutning og út flutning frá ársbyrjun til októ berloka þ. á., og til samanburð ar er inn- og útflutningur í sömu mánuðum 1958 og 1959, umreiknaður til samræmis við núgildandi gengi. Þær skýrsl ur sýna eftirfarandi: Jan.—okt. 1958: Innflutt.......................... 2420 millj. kr.' Útflutt...........................2013 millj. kr. Halli 407 millj. kr. Jan.—okt. 1959: Innflutt........................ 2530 millj. kr. Útflutt ......................... 2010 millj. kr. Halli 520 millj. kr. Jan.—okt. 1960: ^unflutt.......................... 2490 millj. kr. "fhitt .......................... 2027 millj. kr. Hér kemur fram, að vöru- skiptajöfnuðurinn hefur ver ið nokkru óhagstæðari fyrstu 10 mánuði þessa árs heldur en sömu mánuði árið 1958. Eftir þesum tölum að dæma virðast litlar likur benda til þess, að nokkuð hafi miðað í jafnvægisáttina í utanríkis- viðskiptum á þessu ári. Efnahagslögin áttu líka að skapa útflutningatv'nnuveg- unum viðunandi rekstrar grundvöll. Hvernig eru horfur í því efni? Hvað segja útvegsmenn um það? Hver er reynslan? Margir munu eiga í óvenju miklum erfiðleikum um þess- Halli 463 millj. kr. ar mundir vegna halla á rekstr inum, sem m.a. stafar af rík- isstjórnarvöxtunum, en þeir liggja eins og mara á sjávar- útveginum og öðrum atvinnu rekstri. Eitt af þvi, sem þjóðinni var sagt í ríkisútgáfunni, þ.e. bók inni, sem stjórnin nefndi Við reisn, var það, að nú ætti að fara fram gagnger endurskoð un á f jármálum ríkissjóðs. Sú gagngera endurskoðun hefur birzt í 700 millj kr. hæklcun fjárla»'anna á þeim 2 árum, sem liðin eru, síðan niiver- andi stjórnarflokkar tóku að sér stjórn landsins. Stærri hluti en áður af ríkistekjun- um fer í rekstrarkostnað, en stiiðnings atvinnuvegunum. Eftir allar álögurnar, sem lög festar voru í fyrra hefði mátt vænta þess, að ríflegur greiðsluafgangur yrði hjá rík issjóði á þessu ári. En nú seg ir ríkisstjórnin, að þess sé ekki að vænta. Ef svo reynist, hafa ráðstafanir hennar ekki orðið til hagsbóta fyrir ríkis sjóðinn. Aðaltilgangurinn með efna hagsráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar í fyrra var, að sögn hennar sjálfrar að koma á jafnvægi í utanríkisviðskipt- unum og koma atvinnurekstr inum á traustan og heilbrigð an grundvöll. Hvorugt hefur tekizt, og ekki er hægt að sjá að nokkuð hafi miðað í átt- ina að takmarkinu. Ekki verð ur stjórnarandstæðingum um þetta kennt, því að engar hindranir hafa þeir sett á veg ríkisstj órnarinnar. íhaldsstefnan. Við framsóknarmenn telj- um óheillavænlegt að taka Eitt af stefnumál- um núverandi stjórnarflokka er að hverfa frá bein- um sköttum, en leggja á óbeina skatta í staðinn. Þess vegna sam- þykktu þeir lækk- un á tekjuskatti á síðasta þingi, en lögðu á háan sölu- skatt. Þetta var mjög til hagsbóta fyrir þá einstakl- inga, sem hafa óvenjulega háar tekjur, en til tjóns fyrir allan f jöldann. upp íhaldsstefnuna, sem brot in var á bak aftur í alþingis kosningum hér á landi fyrir 33 árum. Við beittum okkur því gegn stjórnarstefnunni á síðasta þingi. Hún er sízt álitlegri nú en hún var í fyrra, eftir þá reynslu, sem fengizt hefur á þessu ári. „Bráðabirgða“-söluskattur- urinn er einn þátturinn í efnahagskerfi rikisstjórnar- innar. Við greiddum atkvæði gegn honum á síðasta þingi. Ekki er hann frýnilegri nú, afturgenginn. Eg legg því til, að frv. verði fellt. Alþingi, 19. des. 1960. Skúli Guðmundsson. KosiS í Norður- landaráð f gær voru kosnir í neðri deild þrír fulltrúar í Norðurlandaráð. Tveir listar komu fram. A-listi með nöfnum Gísla Jónssonar og Sigurðar Ingimundarsonar og B- Hsti með nafni Einars ■ Olgeirsson- ar. Voru þeir því sjálfkjörnir. Til vara voru kjörnir þeir Matthías Á. Mathiesen, Birgir Finnsson og Hannibal Valdemarsson. Brautryðjenda- starf ennþá Það er athyglisvert í sam- bandi við talsstöðvar í leigu- bílum Hreyfils og Bæjarleiða, sem sagt var frá annars stað ar í blaðinu í dag, að Storno- fyrirtækið sem framleiðir tæk in og sér um uppsetningu á þeim hér í samráði við Land símann, er dótturfyrirtæki Det store, nordiske Telegrafsel- skab, sem lagði símann um landið hér fyrr á tið og starf rækti símstöðina við útlönd á Seyðisfirði um árabil. Þetta sama fyrirtæki lagði símann austur um Rússland og Asíu allt til Kína á sínum tíma. Nú verður þetta fyrirtæki til þess að eiga þátt í fyrstu verulegu tilrauninni til þess að hafa talsamband við bifreiðar lands manna. — Hvað verður næst? Ný flugvélagerS í smíðum PARÍS—NTB 19. 12.: — Frakk- land og Vestur-Þýzkaland undirrit uðu í dag samning um smíði nýrr ar flugvélagerðar, er gæti tekið sig lóðrétt á loft og færi hraðar en hljóðið. Flugvél þessari er ætl að að gegna mikilvægu hlutverki í varnarkerfi beggja landanna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.