Tíminn - 21.12.1960, Side 8
TIMINN, mflPvlkudagiim 21. ðesember 1960.
. 8
BÆKUR * BÆKUR * BÆ K U R * BÆKUR * BÆ K U R
Mikið og þarft ættfræðirit
Björn Magnússon: ÆTTIR
SÍÐUPRESTA. NiSjatal Jóns
próíasts Steingrímssonar á
Prestsbakka og Páls prófasts
Pálssonar í Hörgsdal og syst-
kina hans. — Bókaútgáfan
Norðri, Reykjavík 1960.‘603
bls.
Þeir, sem áhuga hafa á ætt-
fræði, þurfa ekki að vera í nein-
um vandræðum með að velja sér
jólabók að þessu sinni. Fyrir
nokkrum dögum er komin á mark-
aðinn á vegum bókaforlagsins
„Norðra“ ein með stærstu ættar-
tölubókum prentuðum. Nefnist
hún Ættir Síðupresta, og er höf-
undur hennar Björn Magnússon
guðfræðiprófessor, en hann hefur
áður fengizt allmikið við þessi
fræði, gefið út Prestatal og pró-
fasta eftir séra Svein Níelsson
(Rvík 1950) og samið Guðfræð-
ingatal 1874—1957 með æviágrip-
um allra íslenzkra guðfræðinga á
nefndu tímabili (Rvík 1957). Af
þessu hefur hann heyjað sér mik-
inn fróðleik um ættir og persónu
sögu, sem orðið hefur honum gott
veganesti, er hann réðst í að semja
þetta mikla ættfræðirit.
Ættir Síðupresta skiptast í tvo
meginhluta. Nefnist hinn fyrri
Jónsætt (bls. 11—350) og er niðja-
tal síra Jóns prófasts Steingríms-
sonar á Prestsbakka á Síðu, sem
gat sér mikið frægðarorð á hörm-
ungatímum Skaftáreldanna, sem
kunnugt er. Með fyrri konu sinni,
Þórunni Hannesdóttur’ sýslumanns
Schevings, átti séra Jón 5 dætur,
sem giftust allar prestum, og eru
Boðið í ferð til
Marz
Ferðbúinn til Mars heitir bók,
sem bókaútgáfan Hildur sendir á
mar'kaðinn þessa dagana.
Þetta er bók fyrir hrausta og
hugmyndaríka drengi, sem hafa
unun af að horfa fram í tímann
o g fylgjast með ævintýrum
Tomma Corbett og félaga hans í
ferðum þerira um háloftin í rak-
ettuskipum.
Könnun háloftanna er mesta
ævintýri mannsins, og getur engan
órað fyrir hvað þar er að finna á
næstu áratugum. Þeir, sem nú eru
ungir, munu taka þátt í því ævin-
týri, og geimferðir tilheyra næstu
kynslóð, sem e.t.v. mun ferðast
um háloftin eins og við í flugvél-
um í dag.
Ferðbúinn til Mars er fyrsta
bókin í bókaflokki, sem lýsir ferð-
um Tomma Corbett og félaga hans
til annarra himintungla, og þeim
ótrúlegu og spennandi ævintýrum,
sem þeir lenda í.
Höfundur þessara bóka er löngu
kunnur í Bandaríkjunum, og
Tommi Corbett orðinn félagi mill-
jóna drengja þar.
fjölmennar ættir komnar frá fjór-
um þeirra. Dætur síra Jóns voru:
1) Sigríður Jónsdóttir átti fyrr
síra Sigurð Jónsson á Heiði í
Mýrdal og. síðar síra Markús
Siguiðsson á Heiði og Mosfelli
syðra. Niðjar hennar eru taldir
á bls. 13—141.
2) Jórunn Jónsdóttir átti síra
Þórð Brynjólfsson á Kálfafelli
og síðast á Heiði og var fyrsta
kona hans; þau voru bamlaus..
3) Guðný Jónsdóttir átti síra Jón
Jónsson á Kálfafelli og víðar,
og eru niðjar þeirra taldir á
bls. 143—224.
4) Katrín Jónsdóttir átti síra Berg
Jónsson á Prestsbakka og víð-
ar; niðjar þeirra eru taldir á
bls. 225—277.
5) Helga Jónsdóttir átti sira Ólaf
Pálsson í Ásum og í Eyvindar-
hólum, og eru niðjar þeirra
taldir á bls. 278—350.
Síðari hluti niðjatalsins nefnist
Pálsætt, og er það niðjatal Páls
Jóns sonar spítalahaldara á Hörgs
landi og í Gufunesi, síðast bónda
á Eiliðavatni. Tekur það yfir bls.
351—497, en þess ber að gæta að
allmargt af niðujm Páls er talið í
fyrrahlutanum, með því að ættir
þeirra síra Jóns Steingrímssonar
koma víða saman, og þannig eru
t.d. niðjar Helgu Jónsdóttur og
síra Ólafs Pálssonar sámeiginlegir,
en taldir í fyrrahlutanum. Börn
Páls á EHiðavatni voru þessi:
1) Þorgeir Pálsson varð stúdentj
úr Skálholtsskóla, dó á Elliða-'
vatni, ókvæntur og barnlaus. j
2) Ólafur Pálsson prestur í Ásum
og Eyvindarhólum átti Helgu i
dóttur Jóns prófasts Steingríms j
sonar, sem fyrr segir.
3) Ásgrímur Pálsson prestur í
Stóra-Dalsþingum átti Ástríði |
Lýðsdóttur sýslumanns í Vík íj
Mýrdal; niðjar þeirra eru tald-
ir á bls. 353—379.
4) Páll Pálsson prófastur í Hörgs-
dal, var tvíkvæntur og átti j
fjölda barna. Niðjar hans eru
taldir bls. 380—477.
5) Valgerður Pálsdóttir átti fyrr
Helga Bjarnason bónda í Svið- ?
holti á Álftanesi og síðar Guð-[
mund Jakobsson frá Húsafelli; j
niðjar hennar eru taldir bls. j
478—485.
6) Karitas Pálsdóttir árri Brandj
Jakobsson á Bakka í Garða-;
hverfi og mörg börn; eiu niðjar j
þeirra taldið á bls. 486—497. |
Um niðjatalið kemst höfundur;
svo að orði í formála: „Enginn má j
þó ætla, að hér séu taldir allir j
niðjar þessara tveggja ættfeðra, j
Jóns Steingfímssonar og Páls Jónsj
sonar. Ber þar einkum tvennt til. j
í fyrsta lagi er ókleift, þegar umj
svo yfirgripsmikla ættrakningu erj
að gera, að rekja allar greinar nið- j
ur til þess dags eða árs, þegari
verkinu er lokið. Bæði skortir tilj
þess aðgengilegar heiimildir og j
jafnvel þótt tiltækar væiu, mundi
það verða of tímafrekt verk og
umfangsmikið. Gætir því um það
atriði allmikils ósamræmis í verki
þessu. Ég hef ekki viljað hafna því,
sem ég hef átt aðgang að allt fram
til ársins 1952, en allvíða nser
niðjatalið ekki lengra niður en til
ársins 1930, en fiá því ári er hið
yngsta heiia allsherjarmanntal í
þjóðskjalasafni. f öðru lagi reyn-
ist jafnan svo, að ógerlegt verður
að afla vitneskju um ýmsa menn
jafnvel allt frá miðri 19. öld, þar
sem ýmist skortir kiikjubækur, er
glatazt hafa, eða þær eru ekki
nógu glögglega færðar. Jafnan er
þess getið, þegar svo stendur á, og
ekki örvænt um, að aðrir geti þar
bætt í skörðin, bótt mér hafi ekki
tekizt að afla fullnægjandi vit-
neskju um þetta fólk. Það sem
sagt er hér að framan um takmark
anir á niðjatölum þessum, á ekki
sízt við um niðja þeirra systra síra
Páls í Hörgsdal, Valgerðar og
Karitasar.“
Þeir, sem þekkja itl vinnubragða
við slí'k niðjatöl sem þetta er, vita
bezt af eigin reynslu, hve erfitt er
að fullnægja öllum kröfum um
nákvæmni og rækileik. Við tiltölu-
lega fljótan yfirlestur fæ ég ekki
betur séð en verkið í heild sé mjög
samvizkusamlega unnið. Tilvísanir
inilli ættrakninga í þókinni og í
aðrar heimildir eru til mikils hag-
ræðis, ekki sízt fyrir þá, sem vilja
leita sér meira fróðleiks.
Merkjakerfi það, sem höfundur
notar og Pétur Zóhóníasson tók
upp fyrstu manna í Víkingslækjar-
ætt, hefur þann kost, að hver mað-
ur hefur sitt sérstaka formerki,
sem enginn annar í því niðjatali
hefur, og er því auðvelt að vísa á
milli með fyllri nákvæmni en t.d.
með tilvitnun í blaðsíður. Á hinn
bóginn hefur þessi merking ókosti,
sem mörgum vex í augum. Eftir
því sem ættliðirnir verða fleiri,
þeim mun fleiri bókstafi þarf til
að merkja þá. Getur þá far'ið svo,
að fullerfitt reynist að átta sig í
því völundarhúsi ósamstæðra bók-
stafa, jafnvel fyrir vanan mann.
Vfirleitt er mönnum í slíkum rit-
um, sem og öðrum, kærast hið aug-
ljósa og einfalda. Því tel ég mei'k-
ÁST OG ÓFRIÐUR. Nýja Bíó sýnir
þessa dagana myndina Ást og ó-
friður (In Love and War) með Ro-
bert Wagner, Dana Wynter, Jeff-
rey Hunter, Hope Lange, Bradford
Dillman og France Nuyen í aðal-
hlutverkum. 20th Century Fox
gerði myndina, en leikstjóri er
Philip Dunn. (Myndin er I litum
og Cinemascope.
ÁST OG ÓFRIÐUR lýsir lifi þriggja
bandarískra hermanna, sem eru i
landgönguliði flotans á styrjaldar-
árunum. Myndin hefst í San Fran-
cisco daginn áður en hinir ungu
hermenn halda að heiman til að
taka þátt í blóðbaðinu á Kyrra-
hafseyjum. Elnn þeirra kvænist
þennan dag og eyðir brúðkaups-
nóttinni á hótelherbergi, sem vinir
hans tveir höfðu aflað sér fyrir
siðustu næturskemmtunina. At-
burðum þessa kvölds er brugðið
upp ,og veltur á ýmsu. — Síðan
kemur stríðið, og sá þremenning-
anna, sem minnst' var vænzt af,
vinnur heiðursmerki fyrir vask-
iega framgöngu. Hver atburðurinn
rekur annan, einn félaganna fell-
ur, en hinir snúa heim í stríðslok
og allt endar vel á þeim bænum.
— Myndin er vel leikin og skemmti
leg, enda þótt hún e.t.v. hafi ekki
neinn stórkostíegan boðskap að
flytja. — r.
ingu þá, sem ég tók upp í Bergs-
ætt og ýmsir hafa notað síðan,
hiklaust hentugri, sérstaklega þar
sem rekja þarf niðjatal í marga
ættliði. Þar er hver maður um sig
merktur með aðeins tveimur stöf-
um, tölustaf og bókstaf. Táknar
tölustafurinn liðinn frá ættföðurn
um, en bókstafurinn aldrusröð
systkina.
Einn höfuffikostur þessairar
miklu ættfræðibókar er hin ræki-
lega nafnaskrá. Þar eru teknir
með allir niðjar, er náð hafa 15
ára aldri og fæddir eru fyrir 1930,
svo og iþeir, er tengzt hafa ættun-
um og foreldrar þeirra, sem nefnd-
ir eru. Nafnaskráin tekur yfir
105 bls., tvídál'ka með smáu letri.,
Skipta nöfnin mörgum þúsundum,
enda hef ég fundið þar ýmsa, sem
ég átti ekki von á. Mun þessi skrá
verða mörgum að gagni í fram-
tiðinni.
Eg vil ljúka þessum orðum með
því að flytja höfundinum prófess-
or Birni Magnússyni þakklæti mitt
og margra annarra, sem hneigjast
2ð þessum iræðum, fvrir mikið og
eljusamt verk, sem á áreiðanlega
eftir að verða mörgum traust
fróðleikslind og skemmtileg dægra
stytting.
Guðni Jónsson.
Sjötugur:
Kristinn Hrobjartsson
innheimtumaður
Kristinn Hróbjartsson, inn-
heimtumaður hjá SÍS, varðsjötugur
24. okt. s. 1. Hann er fæddur í
Rangánþingi. Foreldrar hans voru
hjónin Hróbjartur Hróbjartsson
og Guðrún Björnsdóttir.
Hióbjartur var vinnumaður hjá
Þorsteini Thorarensen á Móeiðar-
hvoli. Um Hróbjart sagði Þorsteinn
stórbóndi, að hann væri eini mað-
urinn, sem kæmi með hestana
ómeidda, þó að hann hefði 12 í
lest og drykki hann þó brennivín.
Að vera einn um það að koma með
ómeidda hesta var mikið lof í þá
daga. Kristinn fluttist til Eyrar-
bakka sjö ára gamall. Fyrst var
hann beitningadrengur, síðar sjó-
maður, reri í Þorlákshöfn og var
framámaður bæði hjá Jóni Sigurðs
syni og Þorkeli Þorkelssyni frá
Eyrarbakka, en framámenn voxu
aðeins úrvals hásetar. Eyrbekking-
ar, sem reru í Þorlákshöfn svo og
aðrir sjómenn sem gátu, fóru við
og við heim til sín um helgar. Eitt
sinn voru koinnir um 200 sjómenn
frá Þorlákshöfn á leið til Eyrar-
bakka, að ferjunni í Óseyrarnesi.
Hinn þekkti ferjumaður, Vilhjálm-
ur Gíslason, bóndi á Óseyrai'nesi,
ættaður frá St.-Hofi á Rangárvöll
um, byrjaði strax að ferja, báturinn
var seytján manna far. Gerðust
menn nú ákafir að komast í bátinn
og óðu móti honum eins og vætt
var. Færu fleiri menn en 15 i bát-
inn rak hann þá útbyrðis aftur
auðvitað til öryggis, gætinn maður
hlóð aidrei til hins ítrasta. Þeir
prúðustu biðu lengst þar á meðal
Kristinn, þegar hann fór út í bát-
inn voru enn nokkrir menn óferj-
aðir en komið norðan bál og veltu
brim, en ferjan var örskammt frá
ósum Ölfusár, þar sem brimið svall
við ármynnið.
Eftir nokkurn barning við öldu-
rót árinnar og ofsarok, brotnuðu
tvær árar af fjórum með þeim af-
leiðingum að bátinn rak undan
veðri og straumi og töldu þeir er
á horfðu örlög báts og manna ráð-
in, en þá skeði kraftaverkið, bátur
inn krakaði niður á kletti ekki
lengra frá austurlandinu en það
að vætt var og drógu mennirnir
bátinn með sér í land skammt frá
brimgarðinum og lífshættunni.
Þegar í land kom voru menn mjög
þrekaðir og svo klakaðir, að þeir
gátu ekki beygt sig til að laga skó
sína. Þrátt fyrir allt þetta var náð
í nýjar árar og sóttir þeir menn,
sem hinum megin biðu. Komust
allir til heimila sinna um kvöldið.
Hvað segir nú ungt fólk um þessar
þrekraunir samtíðarmanna sinna
frá fyrri áratugum? Síðar gerðist
Kristinn ökumaður milli Eyrar
bakka og Reykjavíkur með vagn-
hesta og flutti vörur fyrir kaup-
menn á Eyrarbakka frá Reykjavík.
Þessa atvinnu stundaði Kristinn í
10 ár og komst enginn í fötin hans
í þessu starfi, svo var trúmennska
hans og dugnaður. Egill Thoraren-
sen var þá farinn að verzla á Sel
fossi og flutti Kristinn einnig vör-
ur fyrir hann. „Engan mann var
betra að vinna fyrir en Egil“, sagði
Kristinn.
Samhliða þessari vinnu var'
Kristinn við heyskap, ýmist fyrir
sjálfan sig eða í kaupavkinu og
jafnan bezti liðsmaðurinn að
hverju sem hann gekk, framámað-
ur til sjós og afburða maður við
heyskap og alla vinnu. Þannig
stóðu honum allir vegiT opnir.
Á þeim 10 árum, sem Kristinn
var ökumaður milli Eyrarbakka og
Reykjavíkur hefur hann einnig frá
óvenjulegum atburðum að segja.
Ekki því að hann ætti óviðjafnan-
lega hesta né heldur því, að allir
treystu honum betur en öðrum
mönnum, heldur sérkennilegum
fyrirbærum. Hér kemur eitt þeirra.
Bjarni Þorkelsson frá Reykjavík
dvaldi nokkum tíma á Eyrarbakka
við að smíða bát. Með honum við
þetta vei’k var maður af Vestfjörð
um. Kristinn sá þennan mann og
þekkti hann vel. Eitt sinn er Krist
inn var á leið austur Hellisheiði
með sína venjulegu vagnalest,
mætti hann við Urðarásvötnin þess
um vestfirzka skipasmið, sem þá
var á heimleið um Reykjavík. Veð
ur var versnandi og ráðlagði Ki’ist
inn manni þessum að snúa við
með sér, en leggja ekki á Hellis-
heiði. Maðurinn, sem var sjóndap
ur og gekk með gleraugu, hafði
ráð Kristins að engu og hélt áfram
Skemmst frá að segja varð maður-
inn úti. Löngu síðar fúndust bein
hans æði langt frá alfaraleið.
Kristinn átti eftir þetta oftsinnis
leið yfir Hellisheiði í vetrarhríðum.
(Framhald á 13. síðu).