Tíminn - 21.12.1960, Side 13
T f MIN N, miðvikudagfam 21. desember 19fi0.
JÓLAÁVEXTIR
Delecious-eplin frá Bandaríkjunum og
frá beztu ávaxtaekrum heimsáns.
Kanada. Rome Beuty frá Ítalíu. — Ing-
rid Marie. Appelsínur — Vínber —
Bananar — Sítrónur — Dölur — Fíkj-
ur — Grapealdin — Hnetur — Kon-
fektrúsinur — Saltaðar hnetur.
Bökunarvörur
Konfektgeríarvörur
Jólakerti
Konfektkassar
Jólasælgæti
01 — Gosdrykkir
Meir, betra, glæsilegra úrval en nokkru
sinni áður.
1 $
Bara hringja,. svo kamur það.
Minning: Vilborg Ólafsdóttir,
Hóli, Svartárdal
Fyrirgefðu föðursystir góða
fánff orð, sem heyrir þú frá mér
þó leiðir skilji dauðans mikla móða
mun ég aldrei framar gleyma þér.
Eg sá þlg heima er sumardýrðin
fögur
sólargeislum vafði menn og dýr
þú kunnir bæði Ijóð og Ijúfar sögur
leið sú stund sem fagurt ævintýr.
Tilgang lífsins tregalaust þú skildir
treystir þeim, er skapti jörð og sól.
Frjáls og glöð. þú fórna öllu vildir
fyrlr það, sem lifði og þráði skjól.
Mynd af þínum tryggðum tæpast
þekki
sem táknar betur hvernig þú varst
gerð.
Sveitina þína yfirgafst þú ekki
■ævi þinnar sjötíu ára ferð.
Nú er hljó'tt á hólnum þínum frænka
er hjartað frekast lifa og deyja kaus.
. Eg veit er litlu grösin taka að grænka
þau ffráta líka oa börnin móðurlaus.
Ástvinanna tárin þungbær þorna
er þögul minning sýnir okkur hér.
Hve sólin fékk að spegla marga
morgna
mynd af Svartárdal í augum þér.
Guðrún Gísladóttir
Laugvetningar
Bókín Laugarvatnsskóhnn
þrítugui er enn fáanlep i
öllum kauptejögum og
mörgum bókabúðum
Reykjavík.
Góð jálagjöf
Nýkomr.ir
Sænskir tjekkar
U4 tonn
3 —
5 —
P —
121/4 —
20 —
25 —
Einnig stuðaranekkar og
hjólatjoKkar. Mjög ódýnr.
=== HEÐINN =
Vélaverzlu n
Seljauegi 2, simi 2 42 60
Sjotugur
(Framhald af 8. síðu).
Hann var mjög ratvís og öruggui'
og allir ferðamenn sóttu3t eftir að
njóta hans leiðsagnar yfir hihn
válega fjallveg. Eitt sinn sem raun
ar oftar var Kristinn einn á ferð,
þá ekki með hesta sína. Á vestan-
verðri Hellisheiði greip hann að
óvenjulegum hætti villa. En vegna
þess að maðurinn er skynsamur
og óvenjulega æðrulaus tók hann
sér stöðu undir barði og lætur þar
fyrirberast heila nótt í stórhríð án
þess að blunda, en barði sér stöð
ugt sér til hita.
Seinnipart nætur sér hann sér til
gleði en þó undrunar gangandi
mann koma með poka á bakinu.
Þegar maður þessi nálgast sá hann
greinilega, svo að ekki varð um
villzt, að þetta var skipasmiðurinn
af Vestfjörðum með sín gleraugu,
sem fyrir mörgum ár’um varð úti
Grófa
PATTON’S
ullargarnið
komið i öllum lifum.
Matrósföf, rauð og blá
Matróskjólar, 4—8 ára
Drengjajakkaföt frá
6—14 ára
Stakar drengjabuxur,
4—14 ára
Hvítar drengjaskyrtur
2—12 ára
Drengjapeysur
Barnaúlpur
Nælonsokkar saumlausii
Krepsokkar—Sokkabuxur
Æðardunn—Hálfdúnn
Dúnhelt léreft
ÆÐARDÚNSSÆNG
er kær’komin jólagjcí.
Vesturgötu 12 Sími 13570
Varahjól
af jeppa tapaðist á leiðmni
frá Akranesi að Kjósar-
skarðsveg Finnandi gjöri
svo ye; og láti vita að Með-
alfelli, Kjós. .
á HeBöhelðl og Kristmn hafði ráð
ið frá að leggja suður Hellisheiði.
Göngumaðurinn hvolfdi síðan úr
pdra síntun við fætur Krístins,
beinahrúgu og hvai'f síðan. Krist-
inn lét sér hvergi bregða, hélt
sinni ákvörðun, beið skímu og hélt
síðan niður á Kolviðarhól, og þótt
ust hjónm, Valgerður og Sigurður,
hafa Kristinn úr helju heimt hafa.
Öðru sinni villtist Kristinn á Hellis
heiði, einhvers varð hann þá var,
en hann rétti sig við og komst heilu
og höldnu niður á Kolviðarhól. Þá
sagði Valgerður húsfreyja: „Ef þú
villist í þríðja sihn, Krístinn minn,
verður þú úti“.
Kristinn fluttist til Reykjavikur
1924, giftist 1925 Kristínu Guð-
mundsdóttur Sigurðssonar skip-
stjóra í Reykjavík og Sigríðar
Bergsteinsdóttur móðux’systur þess
er þetta ritar. Þó að ég segi sjálfur
frá er Kristfn frænka mín greind
merkiskona.
Þau hjón bjuggu allmörg ár í
Sogamýrí í Reykjavík og áttu þá
’bæði ær og hesta sér til yndis-
auka, því að bæði voru þau sérlega
hneigð fyrir skepnur, en Kristín
var aldrei svo heilsuhraust að hún
tr'eystr sér í þann mikla vanda að
vera bóndakona. 1954 keyptu þau
hjónin íbúð á Hringbraut 109 og
búa þar nú.
Kristinn ók vörubifreið í Rvlk
í nær 30 ár og aldrei mun hann
hafa rekizt á og aldrei mun hann
'hafa lent í neinu óhappi1.1949 gerð
ist hann innheimtumaður hjá SÍS
og hefur gegnt því starfi síðan og
mun vafalaust halda því áfram
meðan hann er rólfær, þar eð aldr-
ei hefur skakkað um einn eyri
hans innheimta. Kristinn hefur því
enn sem fyrr hvers manns traust.
Kristinn Hróbjartsson er greind
ur maður, stálminnugur, sérlega
kurteis og gætinn til orða og verka.
Fáir munu hafa leitað á Kristin
með órétti, en ætti það sér stað,
var hann fastur fyrir, ósveigjanleg
ur og til hafði hann að vera harður
í horn að taka heldur en þola yfir-
gang og ór’étt. Trúmennska og ör
yggi í starfi er Krrstni í blóð borin
og hann hefur gætt þess af miklu
öryggi að hætta sér aldrei í störf,
sem vafasamt væri að hann gæti
leyst með sæmd. Kristinn er því
einn þeirx’a manna, sem við kynn
ingu hefur orðið hvers manns hug
ljúfi, enda ber hann samferðamönn
um sínum vel söguna. Við Krístinn
bundumst vináttu sem ungir menn
og hefur aldrei fallið skuggi á vin
áttu okkar. Hjónin hafa verið mjög
samstillt og samhent. Þau eiga tvo
syni, þekkta sjómenn, Guðmund
og Jörund, báðir lærðir sem skip-
stjórar. Þeir hafa siglt um öll
heimsins höf, fyrst sem óbreyttir
sjómenn, síðar sem stýrimenn og
skipstjórar. Þeir eru báðir kvæntir,
j eiga börn og heimili í Reykjavík.
j Beztu árnaðaróskir til afmælis-
bamsins og fjölskyldunnar- allrar
fr'á mér og mínu fólki.
Bjarni Bjarnason.
Bókin Æskudagar uppseld
Bókabúðir víðs vegar á landinu eru hér með látnar
vita, að byrgðir (lager) ,Æskudaga“ eru þrotnar,
og því árangursiaust að senda pantanir til okkar,
þar til vera skyldi eftir nýár, ef þá kynni eitthvað
að vera komið inn aftur frá bokabúðum. Ennþá er
bókin víða til í þeim. — Þeir sem ekki hafa enn
sótt sér lofaðar bækur, vinsamlegast vitji þeirra
fyrir iólin í Hólaprent, Edduhúsið eða að Hjarðar-
haga 36.
Við þökkum kærlega allar hinar ágætu viðtökur og
vinsemd, sem þessi minninganók Vigfúsar hefur
fengið. Þau muriu hvetja höfundinn til þess að
halda áfram.
Gleðileg jól!
BÓKAÚTGÁFAN EINBÚI.