Tíminn - 29.12.1960, Side 9

Tíminn - 29.12.1960, Side 9
TlMINN, flmmtudaglnn 29. desember 1960. 9 Bókasýnint, í Guðspeki- (élagshúsinu Undanfarið hefur staðið yf ir bókasýnlng í Guðspekifé- lagshúsinu, þax sem sjá má óvenjulegan fjölda bóka sam an kominn á einn stað um guðspeki, dulfræði, sálfræði, heimspeki og um andleg fræði og hugeðlisvísindi almennt. Flestar bækumar eru erlend ar af eðlilegu mástæðum, þar sem það er mjög takmarkað, sem út hefur komið á íslenzku um þessi mál. Mest ber á ensk um bókum, en einnig er þama töluvert af dönskum, auk nær allra íslenzkra bóka sem út hafa komið um dulfræði og ■sálarrannsóknir. Þarna má sjá verk þekktra og viðurkenndra höfunda, eins og t.d. hins heimsfræga svissneska sálfræðings, Carl Gustav Jungs, Poul Bruntons, sem þegar er vel þekktur hér á landi af þeim bókum sem þýddar hafa verið eftir hann, Yogananda, sem þegar er nokkuð þekktur af þýddri bók sem kom út eftir hann í fyrra og vakti almenna athygli. Of langt mál yrði að telja upp alla þá merku höfunda, sem þama eiga bækur, en fullyrða má að hér hafa aldrei sést jafn mikið af verkum úrvals- höfunda um þessi fræði enda mun þeim, sem áhuga hafa fyrir þessum fræðum, þykja mikill fengur í þessari sýn- ingu. Einnig eru þama bækur eftir höfunda, sem eru svo til óþekktir hér á landi enn sem komið er, en vakið hafa mikla athygli erlendis, hafa þótt einstakir í sinni röð og fært nýtt líf og ný viðhorf inn í þessi fræði, ekki sizt dul fræðina, sem er orðin að víð feðmri fræðigrein, þeim, eem vilja kynna sér hana til ein hverrar hlítar. „Ideologia" hennar, hugmyndakerfi henn ar og heimspeki er stórmerk, svo að hver, sem vill teljast sæmilega menntaður ætti að þekkja eitthvað til hennar, svo athyglisverð sem hún er. Á síðastliðnum 30 árum eða svo hafa komið fram merkir höfundar innan hennar t.d. Alice Bailey og M.P. Hall, sem skrifað hafa stórmerk rit, sem hljóta að fanga hvern þann, sem kynnir sér þau. Hér sem í flestum öðrum fræði- greinum hefur átt sér stað athyglisverð þróun, og hefur félag ungra guðspekinema, sem stendur fyrir sýningunni, lagt sérstaka áherzlu á að kynna nýrri höfunda og þann merkilega vöxt þessara fræða sem átt hefur sér s'tað á síð- ustu áratugum. Sýningunni lýkur n.k. föstu dagskvöld og verður opin dag lega kl. 5—10 þangað til. Inn fluttar bækur eru allar til sölu að sýningu lokinni og sumar strax. Þeir mörgu sem áhuga hafa fyrir þessum fræð um, ættu að nota þetta ein- staka tækifæri og sjá sýning una. E.H. Fréttabréf úr Ran gánr*1,~ sýsk Or RangárvaHasýslu 14.12. 1960. — Þegar MHð er til baka yfir þetta ár, sem er á enda, þá er ekki hægt að segja ann- að, en að það hafi verið sam- felld blíðu+íð, svo góð, að elztu menn muna ekki slíkt. Síðastliðinn vetur var spak- viðrasamur og snjóléttur, vorið kom snemma, jörð greri fljótt, það var líka sem bjargaði vel, þótt fénaðurj i væri yfirleitt vel framgeng- : ^inn, er ekki gott að segja um |hvað hann hefði þolað vont |vor eftir að hafa lifað á mjög lélegum heyjum er víðast hvar voru, eftir hið mikla rosasumar 1959, enn allt fór vel vegna hinnar góðu tíðar og sérlega mikillar fóðurbæt isgjafar. Svo kom hinn sér- lega fóðviðrasami og þurri sláttur, enda varð heyskapur víðast hvar með bezta móti, haustið og allt fram að þessu hefur verið blíða, sárafáir hretviðrisdagar og jörð snjó laus, þetta er líka sem miklu bjargar afkomu bændanna, en ekki reyndist fé eins vel í haust og vonir stóðu til. Get ur vel verið að það hafi verið vegna þess að jörð fölnaði fljótt. Já, góða tíðin bjargar ævin lega, en ekki er það stjórnar farið, þrátt fyrir fögur lof- orð og fullyrðingar. Það var þó látið óspart dynja í eyr- um kjósenda fyrir síðustu kosningar að öll dýrtíð væri úr sögunni, því fögnuðu allir og því miður eru jafnvel til (Frauihald á 13. síðu). ísk klaustur, og þar má gera ráð fyrir vænum feng af koptiskri list; guð má vita nema það fljóti með einhver handrit líka. Það eru lítil rök á móti þátt töku í uppgreftrinum að land ið eigi sér engan sérfræðing í egypzkum fræðum. Noregur á til að mynda heldur engan sem vilja vinna sér það til ævinlegrar dýrðar og fyrir- gefningar syndanna og eilífs lífs að skjóta saman nokkr- um þúsundum á ári hver í ein fjögur örlítil og stutt ár? Það mætti hugsa sér að það opin- bera, bæði ríkið og jafnvel bæjarfélagið í Reykjavík, legði eitthvað fram á móti. Peningarnir ættu að vera ein hvers staðar til, bara ef ein hver nennir að ganga eftir þeim. Það er nóg að upphæð in sé tryggð þó formleg fjár veiting sé eftir. En tíminn er naumur og málið þolir enga bið, því eftir mánuð hefjast uppgreftirnir. En kannske er allt þegar orð ið of seint. 20/12. 1960. F.Þ. f ofanverðum janúarmán- uði næsta ár hefjast í Nílar- dal uppgreftir sem UNESCO stofnar til, í því skyni að forða því sem forðað verður af fornum egypzkum menn- ingarverðmætum undan áveit um og flóðgörðum, sem nú eru þar í bígerð. Flestar þjóð- ir í Evrópu sem eitthvert mannsmót er að leggja sitt af mörkum til þessara rann- sókna, sumar meira, aðrar minna, og senda bæði forn- leifafræðinga og annað starfs lið. Af Norðurlöndum fara fjórir flokkar, einn úr hverju landi, frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi, og hafa Finnar forustu fyrir þeim, enda urðu þeir fyrstir til að láta eitthvað af hendi rakna. Hefur nú engum dottið í hug að það gæti verið ómaks ins vert að ísland tæki þátt í þessum upgreftri? Hvert það ríki, sem rannsóknarlið send ir eignast á sínum parti helm ing þess sem upp kemur við gröftinn, og hefur Egypta- landsstjórn fallizt á þetta til að hraða uppgreftrinum og laða útlendinga að. Annars er það siður, eins og allir vita, að það land á allt sem finnst þar sem grafið er. Svo þetta er alveg einstakt tækifæri til að komast yfir eitthvað af fornum austrænum menning arminjum og auðga svo lands ins fátæku söfn og fá lærð- um mönnum nytsamleg verk efni, og smánarsamlegt ef það á nú að ganga okkur úr greip um fyrir sinnuleysi og nesja- mennsku. Ekki aðeins muni frá stórveldistíma hins forna Egyptalands, er þarna kostur að eignast í stórum stíl, held ur eru einnig á því landssvæði þar sem Norðurlöndum er ætlað að grafa gömul kopt- Þetta er Isis-hof, sem kallaS hefur verið „Saeng Faraós" stendur á á Philae-eyju rétt við Aswan. Þegar fyrsta stíflan var gerð þar, fór eyjan að mestu í kaf, og allar þessar fornur rústir munu fara í kaf að fullu, við hina miklu, fyrirhuguðu stiflugerð. Þarna á m.a. að grafa eftir fornminjum áður en flóðið skellur yfir. Er ekki þjoðráð, að fslend- Þessar hofrsútlr frá Aswan eru frá því um 1900 f. Krlst. Þær eru hálffullar af sandi og mundi þar sitt hvað finnast, ef grafið væri. ingar sendi fomleifa- fræðing tii að grafa við Aswan í Nílardal? Egyptar bjóða helmingshiut munum. Einhvern tíma hlýt ur að reka að því að landið eignist sinn fvrsta egyptólóg, og nú er tækifærið. Og ekki held ég að þjóðin svelti í hel þó einhverjir skildingar hrjóti til þess arna, hún sveltur þá hvort sem er. Einar 100 þúsund kr. danskar á ári í 4 ár mundi þátttaka kosta landið í mesta lagi, e.t.v. nokkru minna. — Einhvern tíma hefur nú ann að eins glutrazt úr landsjóði og komið minna fyrir. Ekki þyrfti til að mynda nema að slátra tveimur þremur stjórn arráðsfulltrúum eða fjárhags ráðunautum og jafnvel ekki nema einum ráðherra, til að hafa upp í kostnaðinn, og fá í staðinn óforgengileg verð- mæti sem verða mættu land- inu til sóma og virðingar- auka. Mikið munu óbornar kynslóðir af íslenzkum egypta landsfræðingum blessa minn ingu þess alþingismanns sem fyrstur tekur þetta mál fyrir í þinginu. Eða eru engír af miljónamæringum landsins egyptólóg þessa stundina til að senda, en sendir í staðinn fornleifafræðing og mynda- smið. Ætli það leynist ekki einhvers staðar í holti á þjóð- minjasafninu fornleifafræð- ingur sem hægt væri að gera út af örkinni, og einhve- staðar mætti kanske þefa upp ljósmyndara honum til trausts og halds. Og hvað væri betri hvatning og feg- urri einhverjum síðar meir til ,að gefa sig að egypzkum fræðum en að eiga í landinu góðan sjóð af egypzkum forn í hofinu Abu-Simbel f þessum göngum er mikiS veggskraut og líkneskjur og loftmálverk frá því um 1200 f. Krist.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.