Tíminn - 25.01.1961, Page 5
TÍMINN, miðvLkudaginn 25. janúar 1961.
5
*----------------------------------------------------------------:---------------->
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórannsson (áb.i, Andrés
Kristjansson, Jón Helgason Fulltrúi rit-
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjarnason — Skrifstofur
í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305
Auglýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f.
Hríngarnir í Belgíu
Danska blaðið „Finanstidende“ birti fyrir nokkru síi^-
an athyglisverða grein um auðhringana í Belgíu, en sam-
kvæmt því, sem kemur fram þar, má ekki sízt rekja til
þeirra orsakir þeirra átaka, er nú fara fram í Belgíu.
Hið danska blað segir þannig frá, að sex stórir hringar
eigi um helming allra iðnaðarfyrirtækja í landinu, og eru
þá taldar með námur og annar hliðstæður atvinnurekstur.
Öflugastur þessará' hringa er Societe Generale, sem á
40% af kolanámunum, 50% af stáliðnaðinum, 65% af
öðrum málmiðnaði, 35% af orkuframieíðslunm auk meira
og minna af öðrum iðnrekstri. Þessi h-mgur er orðinn nær
140 ára gamall. Sumir hinna hrineanna sex eru htlu
minni. Yfirráð þeirra allra eru í höndum tiltölulega fárra
fjölskyldna.
Þess munu ekki dæmi í öðru Evrópulandi. að auður
cg atvinnurekstur hafi safnazt á eins fáar hendur ug í
Belgíu.
Þess hafa sézt sívaxar-.di merki, að þessir hringar eru
reknir með allt aðra hagsmuni fyrir augum en hagsmuni
belgísku þjóðarinnar. Á undanförnum árum hafa beir
beint fjárfestingu sinni í vaxandi mæli til annarra landa.
Fyrst var það Kongó, en þegar trúm á framtíðarstjórn
Belgíumanna fór að dvína þar, færðu þeir fjárfestingu
sína til Kanada og ýmsra Evrópuríkja annarra en Beigíu.
Af þessum ástæðum hefur fjárfesting í iðnaði orðið minni
í Belgíu en nokkru öðru Evrópulandi seinustu árin
Hin litla fjárfesting í iðnaði Belgíu og þar af leiðandi
lítil framleiðsluaukning, á sennilega meiri þátt en nokkuð
annað í þeim efnahagserfiðleikum, sem nú er glímt við
í Belgíu.
Þannig hefur hringavaldið sett Belgíu á heljarþröm.
Fyrir íslendinga má þetta vissulega vera lærdómsríkt.
Fyrir ári síðan var hér tekin upp stjórnarstefna, sem
hefur það megintakmark að færa fyrirtæki, auð og völd
á fáar hendur. Takmark hennar er m. ö. o. að skapa hér
auðvald, áþekkt því, sem nú er í Belgíu.
Finnst íslendingum þetta vera æskileg þróun? Er
rétt að stefna að því að koma hér upp hringavaldi í
belgískum stíl?
Spurningu ekki svarað
Mbl. hefur enn ekki reynt neitt til þess að svara þeirri
spurningu Tímans, hvernig meðalfjölskylda eigi að lifa á
50 þús. árslaunum, eins og dýrtíðinm er komið eftir „við-
reisnina".
í þess stað reynir það að halda því fram, að hin
skertu lífskjor séu afleiðing af stjórnarháttum vinstri
stjórnarinnar. Slíkt er þó fáránlegur tilbúningur þvi að
útreikningar, gerðir haustið 1958 og viðurkenndir þá af
hagfræðingum Sjálfstæðisflokksins, sýndu glöggt að
hægt væri að viðhalda þeim kjörum, sem þá voru, ef rétt
væri haldið á málum. Þetta var líka gert allt árið 1959
og fram á árið 1960 eða allt þangað tii ,,viðreisnin“ kom
til sögu.
Þá segir Mbl., að mikilsvert sé að komast hjá verk-/
föllum. Þar er Tíminn því sammála. En slíkt er þó ólík-
legt, nema ríkisstjórnin geri einhverjar ráðstafanir til að
bæta úr kjaraskerðingunni, eins og Framsóknarmenn
hafa fært rök að á Alþingi.
Mbl. staðfestir þetta líka, meðan það treystir sér ekki
til að svara þeirri spurningu, hvernig meðalfjölskvlda
eigi að lifa á 50 þús. kr. árslaunum.
ERLENT YFIRLlT
Bylting konungsins í Nepal
Veikir hún eÖa styrkir mótstöðuna gegn kommúnismanum?
Konungshjónin í Nepal.
'/ FYRIR NOKKRU síðan bár-
/ ust þær fregnir frá fjallaríkinu
'/ Nepal, sem liggur á landamær-
/ um Tíbets og Indlands, að
/ konungurinn þar hefði gert
/ stjórnarbyltingu, þ. e. vikið
/ þingkjörinni stjórn frá völdum
/ og tekið þau í sínar hendur.
) Atburður þessi varð til þess,
/ að þetta afskekkta land varð í
) nokkra daga talsvert meira um-
) talsefni í heimsblöðunum en
) það er venjulega.
/ Nepal hefur til skamms tíma
/ verið það land, sem hefur haft
) einna minnst samband við um
) heiminn. Það liggur á hásléttu
) eða í dal, umgirt háum fjöllum
) á alla vegu. Þess vegna hefur
/ landið lengstum sloppið við er-
/ lenda íhlutun. Fyrir 115 árum
/ síðan brauzt indverskur ævin-
/ týramaður þar til valda, gerði
/ sjálfan sig að forsætisráðherra
/ og lögleiddi það jafnhliða, að
) þetta embætti skyldi ganga í
) erfð til ættmenna hans. Síðan
) drottnuðu afkomendur hans
) eða Ranaættin í Nepal i meira
) en 100 ár, en konungarnir máttu
) heita valdalausir. Eitt helzta
) takmark Ranana var að halda
) Nepal sem allra einangruðustu.
) Þeir bönnuðu útlendingum að
) koma til landsins, ■ og lands-
( mönnum að fara til útlanda.
• Öll helztu embætti voru skipuð
• venzlamönnum þeirra. Alþýðu
( manna var haldið í sem mestri
( vanþekkingu. Tekjur ríkisins
( runnu fyrst og fremst í vasa
( Rana-ættarinnar.
/
• ÁRIÐ 1950 tókst þáverandi
■ konungi, Tribhuvan, að hrekja
( Ranaættina frá völdum. Jafn-
/ framt lofaði hann að koma á
/ lýðræðislegum stjórnarháttum
/ eftir indverskri fyrirmynd.
'/ Hann lét byrja að semja land-
/ inu stjórnars'krá, en það verk
/ gekk furðu seint, og var því
/ ekki lokið, þegar konungur
/ lézt fyrir fimm árum síðan. Þá
) kom til valda elzt; sonurinn,
/ Mahendra, sem líktist föður
7 sínum að því leyti, að samning
/ stjórnarskrárinnar dróst á lang-
/ inn hjá honum. Þó varð kon-
) ungur loks að láta undan vax-
) andi kröfum í þerm efnum og
) gekk ný stjóniarskrá í gildi
) fyrir tveimur árum síðan. Sam
) kvæmt því skyldi þingkjörin
) stjórn fara með völd í Nepal,
) en konungurinn hélt þó áfram
) víðtæku valdi. Hann gat neit-
) að að undirrita lög, vikið stjórn
) inni fr'á og leyst upp þingið.
) Kosningar fóru svo fram vorið
• 1959 og var rflrisstjórn mynduð
• á grundvelli þeirra. Þeirri
• stjór’n vék konungurinn svo
• frá um miðjan síðastl. mánuð
• og tók völdin í sínar hendur.
', Þetta gerðist með þeim sögu-
) lega hætti, að kvöldið áður
) hafði konungurinn setið veizlu
) hjá forsætisráðherranum og
) virtist sambúð þeirr'a í bezta
) lagi. Morguninn eftir lét kon-
) ungurinn fangélsa forsætisráð-
) herrann og alla ráðherrana, er
•. þeir voru viðstaddir sér^takt
) æskulýðsmót. Skýring hans á
• því var sú, að stjórnin hefði/
• ver’ið lítt starfhæf og farnast
• stjórnars^örfin illa. Rétta skýr
• ingin er hins vegar talin sú. að
• konungurinn vilji sjálfur haf?
( völdin. Vel má líka vera, að
( það sé henpilp-gast fyrir Nepai
( eíns og ástatt er, ef konunr":
( tekst að halda sæmilega ?
( þeim. Mik;ð skorlir nefnileg"
( á það, að íbúar Nepals geti
/
talizt undir það búnir að búa
við lýðræðislega stjórnarhætti.
Til þess þarf alþýðumenning
að komast þar á annað og betra
siig- Fyrir 10 árum var t. d.
talið, að aðeins 3% íbúanna
væru læsir og skrifandi.
Starfsemi allra stjórnmála-
flokka hefur nú verið bönnuð
í Nepal.
BYLTING MAHENDRA kon-
ungs mælist heldur illa fyi'ir í
Indlandi og var m. a. gagnrýnd
af Nehru. Konungur svaraði aft
ur og varaði Indverja við óþörf
um afskiptum af innanlands-
málum Nepals. Sennilega munu
þessi orðaskipti þó ekki draga
úr1 samvinnu milli þessara
grannlanda, því að hún er
Nepal höfuðnauðsyn. Samvipna
landanna hefur líka verið
mjög náin seinasta áratuginn,
eins og sést á því, að indverskir
hermenn hafa samkvæmt samn
ingum milli ríkisstjórnanna
haldið uppi gæzlu á norður-
landamær’um Nepals oglndverj
ar hafa veitt Nepal allmikla
efnahagslega hjálp. Slíka hjálp
hefur Nepal einnig fengið frá
Bandaríkjunum, Sovétríkjun-
um, Kína og víðar frá. Nepal
hefur fylgt hlutleysi-sstefnu í
alþjóðámálum, líkt og Indland,
og stjórnin þar gert sér séi'stakt
far um að hafa snurðulausa
sambúð við Kínverja. Kínverj-
ar hafa líka ekki sýnt Nepal
teljandi ágengni enn sem kom
ið er, að því undanskildu, að
þeir hafa gert tilkall til Mount
Eveiest, hæsta tinds í heimi,
en hingað til hefur hann verið
talinn innan landamæra Nep-
als. Þeirri kröfu hefur stjórn
Nepal hafnað.
Atburðirnir, sem hafa geizt
seinustu misserin í nágránna-
ríkinu Tíbet, hafa að sjálfsögðu
haft mikil áhrif í Nepal. Þó
hefur verið forðast að sýna
þess merki, að Nepal vantreysti
Kínvei’jum. Ótrúlegt þykir líka,
að Kínverjar muni reyna að ná
Nepal með beinni íhlutun, a.
m .k. ekki í náinni framtið.
Víst er líka, að Nepalsmenn
myndu snúast eindregið til
varnar, þótt þjóðin sé fámenn
(9 millj.) og landið heldur lítið
(146 þús. ferkm.). Gömul og
ný reynsla er fyi'ir því, að
Nepalsmenn eru harðskeyttir
bardagamenn, en frá Nepal
eru komnir einna frægustu
hermenn heimsins, Gurkhar,
er lengi mynduðu eins konar
kjarna í Indlandsher Breta.
Flestir íbúar Nepals eru hind
úátrúar og leggja þeir mikla
stund á trúaiiðkanir. Talið er,
að konungur muni hvetja lands
menn til að halda fast við þessa
trú feðranna, því að hann telji
slífct vænlega vörn gegn komm-
únismanum. Seinustu fregnir
benda þó til þess, að nokkuð
sé farið að bera á áróðri komm
únista í Nepal og ætlun Kín-
verja sé sú að reyna frekar að
vinna Nepal innan frá en með
beinni innrás. Af hálfu Ind-
verja er nokkuð óttazt, að bylt
ing konungsins geti veitt komm
únistum betri aðstöðu tO leyni
starfsemi en áður og m. a.
kunni þeir nú að geta náð tök-
um á ýmsum gömlu flokkunum,
er hafa verið bannaðir. Kon-
ungurinn segir hins vegar, að
þeir hefðu alveg eins getað
það að óbreyttum aðstæðum.
Þ. Þ.
Hindúguð í einu af klaustrum Nepals.
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
't
'/
'/
'/
'/
'/
/
7
/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'(
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
f
f
t
)
/
/
/
/
/