Tíminn - 25.01.1961, Page 8

Tíminn - 25.01.1961, Page 8
8 T f MI N N, miðvikudaginn 25. janúar 1961 taaiiailgKllSlMMItellkliail^llMllKllgll^ilxptlwiwilxilKllxilKtelKllKlKllBllBllgRllgllgllgBaaEIISllgKIIHIgllgllBliaiKlMXMaMxltxllSllgllgllallKliKmmintiHmiteMallxltellHlt IS iai Eg hitti Magnús Jónsson í molakaffinu í gær. Hann var ,meS geysiþykkan gulan trefil um hálsinn og stóra tösku. Eg hafði ekki séð piltinn í háa herrans tíð og spurði hann því hvar hann hefði verið. — í Moskvu, svaraði hann. — Hvað varstu að gera? — Að læra kvikmynda- gerð, þ.e. kvikmyndastjórn með fræðslukvikmyndir sem sérgrein. — Og þú ert búinn að vera lengi. — Fimmtán mánuði. Kvikmyndanám, kínverskar úlpur og Salka Vaika í Moskvu Valdimar Björasson og frú GnSrún Námið tekur fimm ár. Magnús Jónsson er 22 ára að aldri, stúdent frá Menntaskólanum 1958, 6on ur Jóns Magnússonar frétta stjóra. Hann hefur starfað sem bartnakennari i Stykk- ishólmi og stundað margs- konar dútl til sjós og lands. — Og stundarðu nám við háskólann? — Nei, kvikmyndagerðin er kennd við sérstaka stofn un, sem er eins konar mið stöð í þeim efnum fyrir öll Sovétríkin. Á fyrsta ári fer kennsla'n mestmegnis fram í fyrirlestrum, við leggjum stund á listasögu, bókm.- sögu og náttúrlega sögu kvikmyndanna. Við fáum ekki kvikmyndatökuvélar í hendurnar fyrr en siðar. En við erum látin leysa ým is verkefni, og þá skrif- lega fið mestu leyti. Okkur er t.d. fyrirlagt að taka fyr ir járnbrautarstöð, þá skrifa ég um járnbrautar- stöð og lýsi henni eins og ég sæi hana gegnum kvik- myndavélina. Síðan er fjall að ,um úrlausnimar, þær dæmdar og metnar. Við megum líka velja okkur verkefni. — En verkleg kennsla eykst ár frá ári og á síðasta ári komum við alls ekki í skólann^, þá er starf ið eingöngu verklegt'. Bara unnið. — Hvað með atvinnu eft ir námið? — Það eru nóg verkefni á íslandi. — En er ekki óheyrilega dýrt að taka kvikmyndir? Það segja sumir. — Ekki fræðslukvikmynd ir, .svarar Magnús, — það þarf ekki miklu meira en kvikmyndavélina. Allt ann að er fyrir hendi. — Hvemig gekk þér að læra rússnesku? — Sæmilega, málið er erfitt en það má heita að ég sé orðinn altalandi. — Og hvernig líkar þér við Rússa? — Afskaplega vel. Þeir eru viðkunnanlegir í kynn ingu. Stúdentalífið er fjör ugt og þó drekka rússnesk ir stúdentar miklu minna en íslenzkir og á allt ann- an hátt. í samkvæmum þeirra og skröllum er t. d. enginn drykkjuskapur. — En er ekki kalt? 1 — Læt ég tað vera. Það er annars konar kuldi. Að vísu vorum við varaðir við, beðnir að passa að nef og eyru dyttu ekki af okkur á Rabbað við Magnús Jónsson götu, þetta er lúmskur kuldi, sem maður verður ekki svo var við. — En þú hefur haft með þér íslenzka úlpu. — Já, en þær vekja enga hrifningu. Þeir hafa kín- verskar úlpur sem eru miklu viðameiri og meira skjól er í. Þær kosta á þriðja þúsund krónur mið að við íslenzkan gjaldeyri. — Færðu styrk frá Rúss um til náms? — Eg er á kaupi í skól- anum. Útlendingar fá held ur meira kaup en innfædd ir. Við erum fimm íslend- ingar þama við nám, í bók menntum og tónlist og einn í landbúnaðarvísind- um. Það fá allir kaup. Eg er hissa á því að íslenzkir stúdentar skuli ekki sækja meira til Moskva eins og það er ódýrt að vera þar. Það er lafhægt að lifa á þessu kaupi sem ríkið greið ir námsmönnum. — Vita Rússar að ísland er til? — Já, þeir vita meira að segja að Reykjavík er til. — En Akureyri? — Það er ég ekki svo viss um. — íslenzkar bókmenntir í Rússlandi? — Það er helzt Kiljan. Salka Valka kom þar ný- lega út og vartil s^r ? öll- um bókabúðum. Kiljan er mikið lesinn. — Ertu með nokkrar hug myndir í kollinum um is- lenzkar fræðslumyndir? — Já, en við skulum ekki tala um það á þessu stigi málsins. Fyrir nokkrum dögum birtust hér í blaðinu myndir og frásögn af því, er Valdimar Björnsson, fjármálaráðherra i Minnesota og aðrir ráðherrar tóku við embætti sfnu. Greinina og myndirnar sendi Jón Magnússon að vestan. — Þau mistök urðu, að undir mynd stóð, að hún væri af Valdimar og frú Guðrúnu konu hans, en svo var ekki, lieldur hafði lent með Valdimar sú ráðherrafrú önnur, sem stóð hinum megin við hann í röðinni. Hér birtist mynd af þeim hjónum, Valdlmar og frú Guðrúnu, og vonum við að hún sé rétt — um leið og beðið er velvirðingar á mistökunum. Sveinn Bergsveinsson, prófessor: Nótt í Getsemane Bældingar Neytenda- samtakanna á þrotum Um miðjan nóvember s.l. hófust forráðamenn Neytendasamtak- anna handa um það að afla sam- tökunum nýrra meðlima svo um munaði. Takmarkið var 1000 lyrir áramót. Milli jóla og nýárs var til- kynnt frá skrifstofu samtakanna, að 500 væru komnir. Voru þá að- eins 3 dagar til áramóta Næstu 2 daga var hringt stanzlaust í 19722 frá morgni og fram undir mið- (Framhald á 15. síöu). Það var sumarlð og haust- ið 1959. Airnað hvert ár fer ég til Hafnar að hitta dætur mínar og þaðan heim. Þetta sumar fór ég ekki heim. Ég fór með Hildigerði til Gór á Rygjum (Göhren á Rúgen). Bærinn stendur hátt yfir baðströndinni. Þangað fór- um við tvisvar á dag. Viö busluðum í sjónum og lék- um handbolta. Tvisvar á dag gekk ég upp brekkuna heim í Gór. Þegar ég kom evo aftur til Berlínar, fann ég, að í staðinn fyrir að hvíla mig, hafði ég ofreynt mig. Svo var það einn dag, er ég var staddur í Baðhús- stræti í Vesturbæunm, að ég var að hyggja að frímerkja sölu á fjórðu hæð. Molla var á. Enda þótt ég væri á >kyrt unni, fann ég, að úr mér dró allan mátt. Það varð nótt um hábjartan dag. Ég bar létta skjalatösku, sem féil úr hendi mér. Þegar mér sortnaði fyrir augum, sá ég konu standa í húsdyrum gagnvart mér; ég man, að1 ég rétti fram hendumar eins og til að leita stuð(nings hjá henni, enda þótt stöðug ur straumur af fólki færi fram hjá mér. Það síðasta, sem ég man, var að ég lagði höfuðið hægt á götuna eins og svæfil. Eftir að Hildigerð ur með hjálp vegfarenda hafði tosað mér yfir á þrep konunnar, sem ég sá, og ég hafði jafnað mig lítið eitt, fórum við í næsta Cafeteria (Skála), þar sem ég drakk lútsterkt kaffi, en þó þurft- um við að fara á slysavarö stofuna, sem var þar skammt frá, þar sem ég fékk sprautu, áður en við komumst heim. Þegar ég fór til læknis nokkrum dögum síðar, sendi hann mig á Kærleiksheim- ilið (Charité), fyrstu lyf- læknisdeild, þar sem ég lá mér til heilsubótar í hálfan annan mánuð. Þá var þaö, sem Ross kom inn í líf mitt. Hann kom hægt inn um dyrnar, eins og menn gera á sjúkrastofu, jafnvel þótt ég lægi í einkaherbergi, og afsakar sig að hann komi ekki með blóm, því að blóma búðin á móti Charité hafi verið lokuð (þetta var um hádegið, þegar lokað er þar vegna hádegisverðar), hann komi beint frá Chile sem dós ent í rómönskum málum, hefði frétt í því húsi (sem er sama húsið og okkar ger manska deild), að ég lægi veikur. Ross var klæddur gráum tweed-jakka með dökkum díluln, brúnum bux um, ólaglegur, en góðlegur og glaðlegur. Langt andlit- ið minnti mig dálítið á hross haus. Síðar, þegar ég 5at í skrif stofu minni, leit Ross oft

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.