Tíminn - 24.05.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.05.1961, Blaðsíða 7
TIMINN, miðvikudagmn 24. maí 1961. 7 Þess vegna er þvotfurinn faSíegastur þvegfnn úr 0M0 Þa(f ber af sem þvegið er úr 0M0 vegna þess atf OMO fjarlægir öll óhreinindi iafnvei þótt þau séu varla sýniieg hvort sem hvotturinn er hvítur eÖa mislitur. Því betur sem bér athugi'ð |)vi betur sjáið þér að — skilar yður heimsins hvítasta þvotti ALLT Á SAMA STAÐ CARTER BLÖNDUNGAR BLÖNDUNGAR BENZÍNDÆLUR CARTER ER ÞEKKT BENZÍNBARKAR BENZÍNRÖR MERKI SENDUM GEGN KRÖFU EGILL VILHJALM^ON Laugavegi 118 sím’ 2-22-40 Vélritunarstúlka Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að' ráða vélritunarstúlku, sem jafnframt gæti gegnt störf- um einkaritara framkvæmdastjóra. Aðeins fyrsta flokks vélritari kemur til greina. Gott kaup. Til- boð ásamt mynd sendist skrifstofu Tímans fyrir fimmtudagskvöld merkt: 0—2. Á víðavangi Hvað var greiðsluafgang- urinn 1960 mikill? ÞaS hefur verið siður fjármála- ráðherra að gera bráðabirgða- uppgjör á hag ríkissjóðs í lok hvers alþingis. Eysteinn Jónsson gerði þetta ætíð, er hann var fjármálaráðherra, annað hvort í eldhúsdagsumræðum eða í sam- bandi við önnur mál, er til með- ferðar voru undir þingslit. Gunn- ar Thoroddsen veitti engar upp- lýsingar um afkomu ríkissjóðs á árinu 1960 við þingslit í vor. Menn hafa beðið þess nú all lengi að fjármálaráðherra veitti upp- lýsingar um afkomuna á árinu. Einn höfuð tilgangur viðreisnar- innar átti að vera að skapa stór- kostlegan greiðsluafgang hjá ríkissjóði. Það fór ekki dult, að það var eitt af aðaimarkmiðum kreppumanna. Nú er spurt og krafist svars: Hvað var greiðslu- afgangur á árinu 1960, fyrsta ári viðreisnarinnar, mikill? Hve Iengi telur fjármálaráðherra sér unnt að Ieyna svo mikilsverðum þætti efnahagsmálanna fyrir þjóðinni? Afkoman út á vií Sú fullyrðing stjómarliða, að gjaldþoli þjóðarinnar út á við væri ofboðið, og fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar væri í hættu vegna skuldasöfnunar fyrri ára við útlönd, og að snúa yrði við á þeirri glæfrabraut, er grundvöllur þeirrar lömunar- stefnu, sem nú ríkir. Ekkert í þessum efnum var þó talið jafn- hættulegt og erlend lán til stutts tíma. Þjóðinni var sagt, að hún yrði að þola kjaraskerðingu um skeið, meðan verið væri aö lækka skuldir hennar við út- lönd. Kjaraskerðingu hefur hún fengið á sig, en hver er árang- urinn í þessnm höfuðþætti stjómarstefnunnar? Ilann er þessi: / 1. Reynt er að halda á lofti betri gjaldeyrisstöðu bankanna, sem fengin er með annarri upp- setningu á gjaldeyrisyfirlitinu og erlendum lánuin til stutts tíma. Og farið er nú að sundur- Iiða greiðsluhallann og að verja ástandið með influtningi skipa og flugvéla. 2. Verzlunarjöfnuður var óliag- stæður, um 816 millj. króna ár- ið 1960. 3. Greiðslulialli við útlönd var 704 millj. króna 1960 eða hærri en nokkru sinni fyrr nema 1959 undir stjóm sömu flokka. Ef gerður er hliðstæður sam- anburður á greiðsluhallanum við útlönd árin 1959 og 1960 og ár- unum 1955—1958, sem vitnað var sérstaklega til af ríkis- stjórninni sem sönnun fyrir nauðsyn á algerri stefnubreyt- ingu, og greiðsluhallinn reikn- aður á gamla genginu öll árin, er niðurstaðan þessi: Hallinn fyrra tímabilið, sem er fjögur ár, er 776 millj. kr., en síðara tímabilið, tvö ár, 617 millj. kr. Um þennan árangur má segja með sauni, að viðreisn- in láti ekki að sér hæða. Hér er þó ekki öll sagan sögð. 4. Nýjar erlendar lántökur á árinu 1960 eru á annan milljarð, og hafa aldrei áður á einu ári verið nándar Uærri svo háar. Af lánum til stutts tíma er mcira nú en nokkru sinni fyrr. 5. Skuldir þjóðarinnar við út- lönd eru nú hærri en áður i sögu hennar og hafa hækkað árið 1960 um a.m.k, 400—500 millj. króna, en sennilega nokkuð meir. 6. Greiðslubyrði þjóðarinnar hefur aldrei verið rneiri en nú. (Framhald á 13. síftu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.