Tíminn - 22.11.1961, Blaðsíða 8
8
rf.I’NN, -i-jgv" ad'*"’
1961.
Unga fólkið
Við komum öllum á óvart,
óboðnir gestir, fikrum okkur
upp stigana, heyrum manna-
mál úr öllum áttum, hamars-
högg og sagarhljóð og lágvært
suð í saumavélum. Það eru
margar dyr á báðar hendur
með númerum, og við læð-
umst að þeim og leggjum við
htustir (Það er Ijótt að hlera),
ef við yrðum einhvers vísari
um innandyrafólk. En til þess
að vera alveg vissir um að
finna rétt fólk á réttum stað
og réttum tíma, drepum við
á dyr, þar sem stendur Skóla-
stjóri, og þar með erum við
ekki lengur óboðnir gestir,
heldur boðnir gestir.
Skólastjórinn, Magnús Jónsson,
er vart búinn að átta sig á þessari
óvæntu heimsókn, þegar viS svíkj
umst að honum og spyrjum:
— Að hvaða leyti er Gagnfræða
skóli verknámsins frábrugðinn
öðrum gagnfræðaskólum?
— Munurinn er einkum fólginn
í því, að hjá okkur kemur verk-
námskennsla í stað mannkynssögu,
náttúrufræði og landafræði, sem
er sleppt að lesa. Allt annað, sem
kennt er í öðrum gagnfræðaskól-
um, kennum við líka, — til dæmis
er tungumalakennsla alveg jafn
mikil hjá okkur og í öðmm gagn-
fræðaskólum. Og skólinn vertir öll
þau réttindi, sem annað gagnfræða
nám veitir, og þeir nemendur, sem
héðan fara í Iðnskólann, fá að
sleppa fyrsta bekknum þar. Auk
þess komast stúlkur með gagn-
fræðapróf héðan beint inn í Handa
vinnudeild Kennaraskólans.
— Hvaða verknámsgreinar er
um að'ræða?
— Það er þrenns konar nám
fyrir drengi: Trésmíði, vélvirkjun
cg jámsmíði, sem er kennt.sam-
an, og svo/sjóvinnunám. Stúlkur
læra aftur á móti saumaskap og
hússtjórn. En fyrir utan skyldu-
námið geta nemendur valið um
tvær námsgreinar, og er það bók-
færsla og vélritun, sem er vinsæl-
ást.
— Hvað eru margir nemendur
í skólanum?
— Þeir eru 368 í vetur. Dreng-
irnir eru heldur fleiri en stúlkurn-
ar.
— Er ekki lítið húsrúm fyrir
allan þennan fjölda?
— Það en nú það sem er. Við
verðum til dæmis að kenna 14
stundir á dag í trésmíða- og járn-
smíðastofunni. Það er mjög slæmt
að þurfa að kenna svo seint á dag
inn. En næsta vor verður hafin
bygging nýs skóla, og við vonum,
að tvær stofur fyrir járnsmíði og
trésmíði verði tilbúnar næsta
haust, annars verður algert öng-
þveiti vegna rúmleysis.
II.
Strákarnir eru allir í sloppum,
brúnum og gráum, og einhvers
staðar mitt á milli þess að vera
börn og fullorðnir. — Þeir standa
hver við sinn hefilbekk með ham-
ar eða hefil eða eitthvert annað
verkfæri í höndunum og vinna að
sínu. Kennarinn gengur á milli,
talar við þá, sýnir þeim, og horfir
sitt. Hamarshögg, hefilhljóð og
orð fylla stofuna.
— Ert þú ekki snillingur í hönd
unum?
— Nei, segir hann, verður vand
ræðalegur og fitlar við tréramma,
sem er festur í hefilbekkinn hans.
— Hvað ertu að smíða?
— Ég er að smíða útvarpsborð.
— Áttu útvarp?
— Nei, ég á ekkert útvarp.
— Af hverju ertu þá að smíða
útvarpsborö?
— Bara að gamni mínu, — til
að gera eitthvað.
— Máttirðu velja?
— Við megum velja um bóka-
hillu, útvarpsborð og sófaborð.
— Hvað heitirðu?
— Steinar Magnússon.
— Og ætlar að verða smiður?
— Ég veit það ekki, — kannske.
— Það á eftir að tala við Fram-
sóknarmann bekkjarins, segir stór
og þrekinn strákur og glottir svo-
lítið út í annað munnvikið.
— Ert það þú?
— Nei, hann er Moggamaður
bekkjarins, gellur í einum strákn-
um. '
á, hvernig þeir bera sig að við
verkið.
Sumir líta ekki upp, vita ekki
af neinu nema sjálfum sér og því,
sem þeir eru að gera. Aðrir horfa
ýmist á það, sem þeir eru að vinna
^ við, éða það, sem er umhverfis þá,
: og eru dálítið lausir við borðið
— Rífizt þið um pólitík?
— Nei, nei, bara stundum að
gamni okkar.
— Hvað heitir þú?
•— Gísli.
— Gísli Súrsson?
— Nei, Gísli Sigurðsson.
— Ertu að smíða eitthvað?
— Ausutetur.
— Þú átt eftir að bora á hana
gatið.
— Það kemur þarna í kvistinn,
annars er þetta bókahilla, en ekki
ausutetur.
— Áttu mikið af bókum?
— Nei, Andrés önd.
— Hvað eru hillurnar langar?
— Þær eru víst áttatíu senti-
metrar og fjórar alls.
— Það þarf mörg blöð með
Andrés ónd til þess að fylla þær.
— Það gerir ekkert til. Ég set
bara Tímann inn á milli eða Mogg-
ann. Hann er þykkari. Svo er líka
hægt að böggla Tímann saman, þá
verður hann þykkari. Annars fær
maður nóg af bókum.
■— Hvetiær?
— Á jólunum. Manni eru alltaf
gefnar bækur á jólunum.
— Finnst þér gaman að smíða?
— Það veit ég ekki. Maður verð
ur að gera eitthvað, segir Gísli og
beygir sig niður að bókahillunni.
Strákarnir umhverfis okkur
hafa fylgzt vandlega með samtal-
inu, en taka nú aftur til við smíð-
árnar eins og ekkert hafi í skorizt.
Kennari þeirra við trésmíðina,
Sigurður Úlfarsson, stendur hjá
einum þeirra og sýnir honum,
hvernig bann á að bera sig að við
smíðina.
— Eru þetta ekki mikil smiðs-
efni?
— Það eru til snillingar svona
innan um og saman við, en það er
vist vissara að vera ekki að nefna
nein nöfn í því sambandi.
— Ert þú smiður?
— Já, ég er húsgagnasmiður og
er auk þess útskrifaður frá Hanða
vinnudeild Kennaraskólans.
— Hvaða bekkur er þetta?
— Þetta er þriðji bekkur. Á
þessum tíma dags eru bara þriðju-
bekkingar í verknámsstofunum.
— Kennirðu þeim eitthvað ann-
að?
— Ég kenni þeim líka iðnteikn-
ingar. Sumir, sem útskrifast frá
okkur, fara beint í iðnina.
Við gefum þeim nokkurs konar
siðferðisvottorð um leið og þeir
fara héðan.
— Svo það er eins gott, að þeir
hagi sér vel?
— Já, bað er víst eins gott.
III.
Það fyrsta, sem við rekum,aug-
un í, þegar við göngum inn í járn-
smíða- og vélvirkjadeildina, eru
tveir strákar, bograndi yfir borði
með múrsteinsplötu. Þeir eru með
gieraugu é nefinu, og bláir logar
lýsa upp andlit þeirra, þegar þeir
bera spíssinn á suðutækinu að ein
hverju víravirki, sem þeir eru að
sjóða saman. Við langt borð eftir
endilangri stofunni standa strákar
í röðum báðum megin og eru allir
eitthvað að fást við járn. Á gólfinu
innst í stofunni standa alls konar
munir úr járni, og það er erfitt
að átta sig á úfljótu bragði, hvaða
hlutverki þeim er ætlað að gegna.
Allir eru þeir soðnir saman eftir
kúnstarinnar reglum, beygðir og
! sveigðir, hver með sínum hætti. í
I einu horni stofunnar kúra nokkr-
| ar stóreflis mótorvélar með öllu
tilheyrandi.
— Hvað á þetta að vera hjá ykk
.. . : ■
rt í