Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.12.1961, Blaðsíða 9
TIMI N N, migvikudaginn 6. desember 1961. 9 Þegar Magnús Ásgeirsson lézt sagði Steinn Steinarr: „Og nú er þessu ævintýri lokið.“ Og eflaust 'hafa þeir verið fleiri en ég, sem ekki áttu von á að sjá meira frá heoidi þessa snilldarmanns, sem fyrstur vann sér frægð meðal ís- lendinga af Ijóðaþýðingum einum saman. En nú hefur Guðmundur Böðvarsson tínt saman síðustu kvœðabrotin, sem eftir Magnús lágu, og gaf þau út fyrir Menn- ingarsjóð daginn, sem þýðandinn hefði orðið sextugur, 9. nóv. s.l. Á það vel við, þar sem þýdd ljóð, I—VI komu út hjá forlagi á sín-. um tíma. Guðmundur ritar grein-' argóðan formála, þar sem hann skýrir frá vinnubrögðum sínum við útgáfuna og gerir grein fyrirj hverju einstöku kvæði eftir beztu vi.tund. Kvæðin eru 22 aft tölu eftir ýmsa höfunda, þ.á.m. T.S.Eliot, J Hjatmar Gullberg, Jdhannes V. Jensen, Gabriele Mistrál;_ Goethe, I W.H. Auden og Arnulf Överland.1 Sum kvæðin eru fullunnin, en höfðu aldrei birzt, önnur ekki full- unnin, og loks er eitt, sem áður hafði verið á blað fest, en birtist hér í endanlegri gerð, og er það hið ágæta kvæði eftir Axel Juel, Gleðin, hryggðin og hamingjan. Þessi bók bætir ekki miklu við hróður Magnúsar hðitins Ásgeirs- sonar, en það er heldur engin hætta á, ag hún dragi úr honum. Þessi staðreynd þarf ekki að koma neinuim á óvart, þegar þess er gætt, að kvæðin, sem kverið geym ir, lágu enn í deiglunni, þegar dauðinn tók í taumana. Eflaust hefur Magnús haft fullan hug á að sverfa þau enn betur og slípa meg þeim hætti, sem honum ein- um var laginn, En svo vel eru þau þegar úr garði gerð, að á- stæðulaust virðist íyrir nokkurn að hafa vonda samvizku af út- gáfu þeirra. Fyrsta kvæði® er nokkrar Rubayatvísur, þýddar eftir Thöger Larsen, en ekki I. útg. Fitz-Ger- n /9oÆtfH'&ntit'ik J Þýdd ljóð eftir Magnús Ásgeirsson Grétu við rokkinn úr Faust eftir Goethe og loks Úr okkar sárasta sviða eftir Ebbu Lundqvist. Sú þýðing er síðasta verk Magnúsar Ásgeirssonar, og ættu flestir að geta tekið undir þessi orð Guð- mundar Böðvarssonar: „Því þótti hlýða, að hún stæði hér í bókar- lok, sem hin hinzta kveðja, bland in trega lífsreynslunnar, en bjart sýn samt sem áður, og fögur.“ „Úr okkar sárasta svíða, sorta okkar lengstu nátta, tómleik við dauðans dyr, mun ást okkar endurvaxa, ylhýrri en fyrr, eins og úr ös'ku svarðar, í eldsins spor, fagurgrænasta grasið alda, en eftir henni hafa allar is-| lenzkar Rubayatþýðingar verið j gerðar hingað til. Magnús hafði j áður þýtt sömu vísumar eftir hinni ensku þýðingu Fitz-Geralds, j en víst spverja þær sig í ætt við, Kajám, þessar austurlenzku, seið-j andi ferhendur um ástir og vín. — | Næst eru tvö kvæði, Brot og Mig dreymdi, en höfundar eru ókunn- ir. Bæði eru vel gerð og falleg, en einkum er Magnúsarbragð af því síðara. Þá kemur Greftrun hinna dauðu, sem er upphafið að The Waste Land eftir T.S. Elliot, ör- stutt brot. Og ósjálfrátt verður manni á að hugsa, hvort hvarfl-; að hafi ag þýðandanum að snúa meiru af þessum fræga Ijóðabálki á íslenzku. Sé þess rétt til getið, virðist ástæða að harma, ag svo varð ekki, því að svo gullið fyrir- heit gefur þetta stutta upphaf. Á þrem stöðum í bókinni eru nokkrar grínvísur, sem birtust í Helgafelli á sínum tíma undir nafn inu Úr vísnabókinni. Guðmundur kveðst ekki vita, hvaðan þær séu ættaðar, en a.m.k. sumar eru danskar. Auk þess er þarna Æsku borgin, ágætt kvæði með yfirlæt- islausum, menningarlegum boð- skap Hjalmars Gullberg, sem Magnús dáði mjög og þýddi mik- ið eftir. Og enn þá rísa tveir borg MAGNÚS ÁSGEIRSSON arar upp úr kirkjugarðinum í Skeiðarárþorpi og tjá lesiendanum aðalatriði ævi sinnar með nokkr- um hnitmiðuðum orðum, sem þeir v öldu í Télagi Magnús Ásgeirsson og Edgar''tléé:jMasters. Næst eru þrjú kvæði, snoturlega unnin, þó að eitt sé aðeins brot, en þau eru Orð í tóm töluð, eftir Malmberg, Vilna eftir Sirijos Gira og Óska- land eftir Friðrik á Brekkan. — Kólumbusarkvæði Johannesar V. Jensen er hér að tveim síðustu erindunum frádregnum. Þetta er stórbrotið kvæði, og þarf enginn að efa, að Magnús hefur haft gam an af ag fást við það, en sennilega hefði það komið öðrúvísi úr smiðj unmi, ef þýðandanum hefði enzt aldur. Og nú eigum vig þrjú Vötn í þýðingu Magnúsar, eitt eftir Gull- berg, annað eftir Nordahl Grieg og hið síðasta eftir Gabriele Mistral, en það finnst mér eitt bezta kvæði Síðustu þýddra Ijóða. — Tvær vísur eru eftir Poul Sör- ensen eru teknar með, en þær birtust áður í HelgafellL Undir. dökkum hlyni er ófeðrað, en ris- mikið kvæði, og þar kemur einna bezt fram orðsnilld Magnúsar í þessari bók, en óefað var hann einn bezti orðasmiður og völund ur íslenzkrar tungu um sína daga. Glettið kvæði er hér eftir W.H. Auden, sem einu sinni ferðaðist um ísland, en áður hafði Magnús þýtt eftir hann Ferð tU íslands með miklum ágætum, en þegar maður sér nafn Audens við nýrra kvæðið, vaknar sama spurningin og áður við Eliat: Bendir þetta kvæði til þess, að Magnús hefði viljað glíma meira via Auden? ...... '• Síðustu kvæði bókarinnar eru Sá, sem af alhuga ann, eftir Paul Heyse, Gleðin, hryggðin og ham- ingjan eftir Axel Juel, Söngur grær um vor.“ Síðustu þýdd Ijóð bera öll beztu einkenni höfundar síns, og er það í raun og veru næg trygging fyrir gildi þeirra og gæðum. En þó að hér sé hvorki timi né rúm til að fara út í þá sálma í smáatriðum, læt ég fljóta hér með nokkur orð, tínd saman af handahófi, sem gefa góða hugmynd um frumleik og hugkvæmni þýðandans í orðsköp- un. í bókinni koma m.a. fyrir nafnorðin bjarmablik, heljar- grótti, angurþel, botnleysudjúp, hlésæla, hákyrrð, smábæjatún, táraföll, árbitaleysi og fagnaðsfæð ing auk lýsingarorða eins og heið róma, blæsvalur, saknaðarþögull, þreytusár, angansúr og fóstur- lenzkur. — Magnús hafði það fyrir reglu að íslenzka sem oftast staða heiti og sérnöfn, sem fyrir komu, og eru hér dæmi um þag í nöfn- unum Lögmannslundur, Hvítárdal ur og Auðey. Síðustu þýdd ljóð er smekkleg bók, prófarkalestur með sjald- gæfum ágætum, og hvatamenn út gáfunnar eiga inni þakkir hjá unn endum Magnúsar Ásgeirssonar og íslenzkrar ljóðatistar, sem þessi síðasta kveðja þýðandans verður aufúsugestur. Hjörtur Pálsson. •• ■ ’ ^ ' 0 reyndir liggja nokkurn veginn ljósar fyrir: f fyrsta lagi sú, að sjónvarp GETUR verið stórkostleg menning- arstofnun, og það tel ég brezka sjónvarpið vera, að miklu 'leyti; i öðru l'agi er sú staðreynd ljós, að sú sjónvarpsstarfsemi sem þar er, NÚ rekin, hlýtur að vera okkur ís- lendingum fjárhagslega ofviða. Ár og dagar hljóta því óhjákvæmilega að líða þar til íslendingar reka sjálfir á eigin spýtur slíka sjón- varpsstarfsemi, sem nú er rekin af hálfu BBC. En hér ber að minnast þess, að brezka sjónvarpiö er fjarri því, að vera enn á barnsskónum, — fyrir skömmu hélt það hátíðlegt aldar- fjórðungsafmæli sitt og á því tiltölu lega langa sögu að baki þar sem eðlileg og nauðsynleg þróun hefur átt sér stað. Það er því hættuleg röksemdafærsla í umræðum um ís- lenzkt sjónvarp, að benda á kostn- að við einstaka dagskrárliði slíkra risastöðva sem brezka sjónvarpsins, og segja sem svo: Þetta getum við aldrei. Auðvitað kemur sjónvarpið til ís- lands eins og önnur undur nútíma tækni. Að halda öðru fram er hreinasta fjarstæða og barátta gegn íslenzku sjónvarpi á þeirri forsendu, að það sé menningar- spillir, er ekki á rökum reist. Það er undir okkur sjálfum komið, hvað verður að sjá og heyra í ís- lenzku sjónvarpi. í Bretlandsferð okkar félaga gátum við ekki gefið okkur það mikinn tíma til að fylgj- ast með brezka sjónvarpinu, að stætt sé á því, að kveða þar upp nokkurn Salomonsdóm — en það get ég sagt, að sjal'dan hef ég kynnzt jafn áheyrilegu og menn- ingarlegu sjónvarpsefni, enda mun það vera dómur flestra þeinra, er betur til þess þekkja. Geta má þess, að í BBC-sjónvarpinu eru ENGAR auglýsingar, sem gera hið ameriska sjónvarp mjög leiöigjamt að margra dómi. Umræður þær, er fram hafa far- ið bæði i blöðum og útvarpi um Keflavíkursjónvarpið hafa að mörgu leyti verið mjög villandi og oft þar málum blandað. Skiljanleg andstaða gegn stækkun Keflavíkur- sjónvarpsins hefur alltof víða verið túlkuð sem andstaða gegn íslenzku sjónvarpi. Þetta er mjög vafasöm röksemdafærsla og í hæsta máta ó- sanngjörn — svo að ekki sé talað um að kenna þá andstöðu við kommúnisma! Ekki skal ég endur- taka þær aðalröksemdir, sem fram hafa verið bornar af hálfu þeirra manna, er vara við slíkri stækkun, en flestar eru þær menningarlegs og þjóðernislegs eðlis Á flestar þeirra get ég fallizt — þó að gagn- rök séu til. Rétt er að taka fram, að gegna myndi allt öðru máli, ef hér væri þegar starfandi íslenzkt sjónvarp. Þá værl ekki um neina einokunaraðstöðu að ræða, heldur samkeppni — ef til vill jafnvel heppilega. Örlitlu vil ég þó bæta við: Það er hvorki okkur né heilbrigðu vest- rænu samstarfi til neinna heilla að tengja það samstarf okkar, sem við eigum um öryggismál við bandamenn okka-r f Atlantshafs- bandalaginu, og fyrst og fremst kemur fram i varnaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli, við viðkvæm vandamál okkar hér innanlands eins og t.d. sjónvarpsmálið. Það er áreiðaniega báðum aðilum fyrir beztu, að samskipti íslendinga og vairnarliðsins séu innan hæfilegs ramma — og þar giidir hið sama um sjónvarp. Sjónvarpið á Kefla- víkurflugveili á ekki og má ekki vera eina sjónvarpið á íslandi — sjónvarpið er of máttugt áróðurs- og menningartæki til þess, að er- lendur aðili sé einn handhafi þess hji sjálfstæðri þjóð — þó lftil sé. Sá, er þetta ritar, hefur haft tölu- verð kynni af bandarisku sjónvarpi f Bandarfkjunum. Auðvitað er það hrein fjarstæða, að halda þvi fram, að það, sem þar er á borð borið, sé flest siðspillandi rusl. Það eru tugir sjónvarpsstöðva f Bandaríkj- unum, og flytja margar þeinra hið athyglisverðasta efni. Sumir banda- rískir háskólar flytja t.d hið vand- aðasta og menningariegasta sjón- varpsefni. Hinu er ekki að neita, að of mikið er af hlnu lélega, en svokallaö siðspillandi efni er vissu- lega f miklum minnihluta. Er það þó ekki vanzalaust fyrir menning- arland eins og Bandaríkin að eiga ekki fullkomið menningarsjónvarp. Hér hefur einkaframtakið brugðizt, en ekkert ríkissjónvairp er f Banda- ríkjunum og leiðigjörn auglýsinga- starfsemi viðskiptalffsins tröllrfður svo að segja hverri dagskrá. Þetta er ekkert feimnismál f Banda.ríkj- unum sjálfum. Þar hef ég fáa hitt, sem eru ánægðir með bandarískan sjónvarpsrekstur, og ekki eru Bandaríkjamenn hræddir við að segja sínu fólki til syndanna. Við þetta bætist, að út um heim allan, ekki sízt i nýlegum sjónvarpsstöðv- um, sem iftils mega sín fjárhags- lega, er tæplega friður fyrir nauða- ómerkilegum ameriskum kúreka- og glæpamyndum, sem þessar stöðvar kaupa á mjög lágu verði til uppfyllingar. Er þetta harla vafasöm kynningarstarfsemi fyrir Bandaríkin og mörgum góðum manni þar í landi vaxandi áhyggju- efni. Þó að ég mæli hér ekki að fenginni reynslu, er ég samt hræddur um, að fyrrnefnt efni sé full algengt í margnefndu Kefla- vfkursjónvarpi, enda hafa flestir ftH-mælendur þess í umræðum hér að undanförnu tekið spekingslega fram, að eiginlega sé ÞEIM sama,1 þó að þeir missi af þvf! Ég man ekki eftir því, að minnzt hafi verið á eitt veigamikið atriði þessara mála: Hver verður þróun- in, ef Keflvfkursjónvarpið verður eitt um hituna, t d. næstu fimm árin? Fuliyrt er, að sjónvarpstæki 1 Reykjavik og nágrenni séu nú þeg- ar ótrúlega mö.rg og fjölgi stöðugt. Kannski skipta þau þúsundum eftir 2—3 ár. Verður þá ekki viðkvæðið: Hvað höfum við að gera með ís lenzkt sjónvarp, þegar við getum fengið þetta fyrir ekki neitt? Auð vitað fer vairnarliðið úr landi. Hve- nær það verður, veit enginn, en ekki verður Keflavikurflugvöi'lur mannlaus. Auðvitað verður þar eft- ir fjöldi flugvallarstarfsmanna og tæknifræðinga. Vilja þeir á þeim tíma leggja sjónvarpið niður? Sum íslenzk börn í Reykjavik virðast skv. blaðafregnum fylgjast reglu- lega með amerískum barnatímum. Er þetta ekki full langt gengið? Ýmsir segja: Er þetta nokkuð frá- brugðið því, að fara á bíó? Þeir, sem þvf halda fram, virðast ekki skilja hvað sjónvarp er. Sjónvarp nútimans er lang máttugasta áróð- urs-, fræðslu- og menningartæki, sem til er f heiminum i dag. Opið sjónvarpstæki inni á heimilinu —' kvikmyndatjald fjölskyldunnar — er ekkert sambæriiegt við kvik- myndahús úti i bæ. Þetta er svo augljóst mál, að ekki þarf að ræða. Enn fjarstæðari er samanburður- inn við t.d. erlendar útvarpsstööv- ar. Hvað skyldu margir íslendingar hlusta á þær reglulega. Ég held, að þeir séu fák. enda er rödd í erlendu útvarpi ekki sambæriieg við mynd á tjaldi f heimahúsum. Annarri röksemd hef ég ekki heyrt fleygt: Með amerfsku sjónvarps- tæki„ sem stlllt er inn á hið ame- ríska kerfi, er ekki hægt að ná evrópskum sjónvarpssendingum. Að visu sakar þetta ekki á meðan fslenzkt sjónvarp er ekki til, en eðlilegt má telja, að það yrði evr- ópskt sjónvarpskerfi. Hér er um tæknilegt atriði að ræða, sem ég kann ekki að fullyrða um, en eftir því sem bezt verður skilið, er ekki hægt að stilla amerfsku sjónvarps- tækin inn á Evrópukerfið nema með a.m.k. töluverðum kostnaði. En þetta verða tæknifræðingar að upp lýsa. Ef þetta er rétt, er þá ekki vafasamt að fylla hér allt af ame- rískum sjónvarpstækjum? Þetta sjónvarpsmál liggur nokk- (Framhaid á 12. síðm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.