Tíminn - 14.12.1961, Qupperneq 8

Tíminn - 14.12.1961, Qupperneq 8
B ★ JDLABLAÐ TÍMANS 1961 ★ um ferðir norrænna manna um landið að fomu. Hann hafð' sannfærzt fyrirfram um réttmæti ályktana sinna, og ekkert megnaði að breytá þeim. Kensington- steinninn er frægt dæmi, sem flestum mun enn minnissfætt, um næsta óvís- indalega elju við að halda því til streitu, er ekki fær staðizt fyrir dómstóli rann- sóknanna. Eben Norton Horsford varði bæði miklum tíma og fé til þess að rannsaka rústir þær, sem hann fann við Karlsá, þótt ekki legði hann í mikinn uppgröft, og hann hóf að skrifa ritgerðir og bækl- inga um þetta efni. Kom brátt þar, að hann kvaðst hafa fundið Leifsbúðir og þóttist geta vísað á hús Þorfinns karls- efnis. Taldi hann liggja í augum uppi, að sá staður, er Vínlandsfararnir nefndu Nú í haust hefur verið talsvert rætt um húsarústir, sem Norðmað- urinn Helge Ingstad telur sig hafa fundið á Nýfundnalandi og ætlar, að séu frá tímum Vínlandsfaranna. Ekki er þetta þó í fyrsta skipti, að menn telja sig hafa fundið húsa- rústir, er stafi frá þeim. Hér segir af öðrum slikum fundi, er menn gerðu sér alltítt um fyrir sextíu til sjötíu árum, þótt nú sé fyrir Iöngu orðið hljótt um hann. I ÞORSTEINN ERLINGSSON / Fyrir eitthvað sjötíu árum bar svo til, að maður, sem hét Eben Norton Hors- ford, geispaði golunni í bæ þeim, sem Cambridge nefnist, á austuxströnd Banda ríkjanna. Bær þessi er''við útjaðar Bost- onar, og skilur þar á milli straumlygn á, sem við getum kallað Karlsá. Eben Nor- ton Horsford var kennari í efnafræði við Harvard-háskóla í Boston og mikils met- inn maður á heimaslóðum sínum. Fræði þau um sýrur og sölt, basa og upplausnir, er'hann þuldi yfir stúdent- unum, áttu samt ekki hug hans allan. Hugfólgnasta viðfangsefni hans var alls óskylt skyldustöríunum. Hann hafði kom- izt að raun um, að við Karlsá voru gaml- ar rústir, og þessar fornu tættur höfðu laðað hann til sín, þegar hann gerðist þreyttur á efnafræðinni og andrúmsloft- inu í rannsóknarstofunum. £llir Bostonarbúar vissu að sjálfsögðu, að þar tóku pílagrímarnir svonefndu iand á hinu fræga skipi, Maíblóminu, árið 1620 og stofnuðu fyrstu nýlendu enskra manna i þeim löndum, sem síðar kölluðust Baridaríki Norður-Ameríku, enda hafa þeir, sem eiga uppruna sinn og heimkynni í Boston, þótzt nokkru fremri og merkilegri samlöndum sínum allt til þessa dags En Horsford kunni líka góð skil á því, að önnur skip höfðu siglt að ströndum Vesturheims sex hundr uð árum áður en pílagrímarnir ensku felldu þar segl á Maíblóminu. Og sem hann leiddi augum hin fornu mannaverk við Karlsá, kviknaði í hugskoti hans sá draumur að gera dýrð Bostonar enn meiri. Upp frá þessu var honum það mest keppikefli að leiða rök að því, að hinir fornu Vínlandsfarar hefðu gist þessar slóðir, reist sér þar búðir og haft þar setu. En ekki er því að leyna, að honum fór þar svipað og fleiri fræðimönnum vestan hafs, er tekizt hafa á hendur að rannsaka það, sem þeir hyggja minjar Konungdómur hja ungfrú Hrossafurðu Hóp, væri eirimitt þarna, og hann þóttist geta sýnt fram á, að sum staðarnöfn, sem enn eru notuð í Vesturheimi, væru runn- in frá norrænum mönnum, sem þangað komu fyrir ævalöngu. En þrátt fyrir dugnað sinn og elju veittist honum torvelt að fá uppgötvun sína viðurkennda. Að sönnu virðast kenn- ingar hans hafa fallið í sæmilega frjóa jörð í Boston, enda var undinn að því bráður bugur að koma þar upp Leifs- styttu. Þetta minnismerki var afhjúpað árið 1887, og flutti Horsford þar sjálfur vígsluræðu, svo sem sá, er mest hafði til matarins unnið. Eben Norton Horsford var ekki svo skapi farinn, að hann legði árar í bát, þótt fyrirstaða yrði á því, að hugmyndir hans hlytu viðurkenningu. Þegar hann sá fram á, að hann myndi sjálfur allur, áður en hugmyndir hans hlytu staðfest- ingu, lét hann kalla að sjúkrabeði sínum dóttur sína. Kornelíu að nafni. Þetta heygðir og munir lagðir í gröf með þeim. Þess vegna gekk hún á hæðir og hugði að haugum. Þóttist hún þegar sjá mis- hæðir ýmsar, sem líktust fornmanna- haugum. Lét hún grafa í þessar mishæðir og fundust þar steinar. En þeir lágu þar óreglulega, svo að hana grunaði, að haug- arnir hefðu verið grafnir upp áður. Loks fannst þó einn staður, þar sem steinarnir lágu eðlilega, að henni virtist, í snotrum hring. Samt voru þar engin bein, og gaf hún þá upp vonina um það, að henni auðn aðist að hampa hauskúpum fallinna Vín- landsfara í lófa sér. Þetta féll henni þó illa, því að hún hafði oftlega um vetur- inn lesið kvæði eftir Longfellow um beinagrind í hertygjum. Hún leitaði og til fornfræðinga um að- stoð við rannsóknirnar. Um þessar mund- ir hafði Valtýr Guðmundsson gefið út rit sín um húsagerð á íslandi á söguöld og hlotið doktorsnafnbót í Kaupmannahöfn. Nafn hans var kunnugt foinfræðingum vestan hafs, er fyigdust með rannsókn- um á háttum norrænna manna, og nú gaf einhver ungfrú Hrossafurðu það ráð að leita til dr. Valtýs. Það lét hún ekki segja sér tvisvar. Hún skrifaði dr. Valtý og fór þess á leit við hann, að hann kæmi vestur um haf og tæki að sér framhalds- rannsókn á rústunum við Karlsá. Dr. Valtýr virðist fyrst í stað ekki hafa haft mikinn hug á þessu boði. Þegar hann svaraði ungfrúnni, bar hann því við, að íslenzkar rústir frá söguöld hefðu ekki verið rannsakaðar nægjanlega vel til þess, að nothæfur grundvöllur væri fenginn til samanburðar. Slíkar viðbárur stoðuðu þó lítt, þegar Hrossafurða var annars vegar. Hún skrifaði dr. Valtý um hæl og bauðst til þess að standa straum af kostnaði við rannsóknir á íslandi. Eft- ir nokkrar bréfaskriftir réðst það, að Þorsteinn skáld Erlingsson var sendur frá Kaupmannahöfn til íslands til forn- staðir Leifs héppna og Þorflnns karlsefnls og hús þau, sem þeim voru ánöfnuð. gerðist síðasta kvöld ársins 1892. Talaði hann til dóttur sinnar á þessa leið: „Hvað finnur þú í bústað Þorfinns karlsefnis, úr því að ég fann hlóðirnar i Leifsbúðum? Og íyrst ég fann veggina, sem Leifur hlóð, hvað finnur þú í húsi Þorfinns, sem þú getur skrifað um?“ Hann mælti siðan svo fyiir, að dóttir hans skyldi kaupa land það, þar sem hann væri sannfærður um, að rústirnar af húsi Þorfinns Karlsefnis væiu, og þeg- ar voraði, skyldi hún taka járntein og kanna með honurn jarðveginn, unz hún fyndi fyrir honum steinana í hlóðum sæ- farans og veggjum húss hans. Næsta kvöld tók Kornelía móður sípa tali og leitaði samþykkis hennar á því, að hún lyki því verki, sem föður hennar var svo hugfólgið og byggi til prentunar þær greinar um Vínlandsfarana, er honum entist ekki aldur til þess að leggja á síð- ustu hönd. Móðir hennar féllst Ijúflega á þetta. Nú hafði ungfrú Kornelía Horsford tekið málin í sínar hendur. Hún reyndist skörungur mikill íslendingar nefndu hana Hrossafurðu. Hinn næsta vetur las hún af miklu kappi allt, það sem hún náði til, um siglingar norrænna manna, byggingar þeirra, siði og háttu, Vínlandsfarir þeirra og landkönnun. Hún tók að nema íslenzku og hún leitaðist einnig við að kynna sér háttu Indíána og byggingarlag þeirra manna, sem til landsins komu eftir daga Kólumbusar. Hún vildi vera búin að öðlast nokkurn skilning á fræð- unum, áður en hún hæfi að kanna bakka Karlsár með járnteininum. Hinn 9. aprílmánaðar var frost farið úr jörðu. Þá tók Ilrossafurða járnteininn sér í hönd. Þegar hún hafði leitað árang- urslaust í heila klukkustund, varð henni Ijóst, að verkefnið var örðugt fyrir við- vaning. Leitaði hún því til manns. sem hafði aðstoðað föður hennar við rann- óknir hans Hann kom á vettvang. or íú brá svo við, að bráðlega glumdi i írjóti, er hann stakk járnteininum mður jörðina. Að þremur klukkustundum 'inum hafði hann fundið fyrir tveim :ggjum, sextíu og fjögurra feta löngum. jörðu niðri. Að þessriT gazt ungfrúnm vo vel, að hún fol honum þá þegar þetta ”öld yfirstjórn leitarinnar í bókum sá Ilrossafurða víða frá þvi -agt, að norrænir menn hefðu verið Dr. VALTYR GUDMUNDSSON leifarannsókna sumarið 1895. Hafði hann meðferðis rækileg fyrirmæli frá ung- frúnni um það, hversu hann skyldi haga rannsóknum á íslandi — uppgreftri, mælingum, myndatöku og teikningum. Er nú skemmst af því að segja, að Þor- steinn ferðaðist víða um ísland þetta sumar og kannaði að einhverju leyti leifar t*m tvö hundruð gamalla mann- virkja — húsarústir, naust, garðlög, veitustokka, stíflur, dómhringi og virki. A meðan þessu tór fram á íslandi, not- aðist Hrossafurða við ýmsa hjálparmenn, sér samlenda, við athafnir á Karlsár- bökkum. Nú segir ekki af tíðindum hinn næsta vetur og þar til i maí 1896, að allt var komið í sumarblóma við Eyrarsund. Þá var það nótt eina, að Þorstein Erlingsson dreymdi þann draum, að hann væri bú- mn að finna „paragraffinn i hegningar lögunum, sem verndar persónu- og sam- vizkufrelsi trúleysingja fyrir sorpi og óþverra guðsbarna". Þorsteinn átti um þetta leyti heldur vont atlæti af hálfu þetrra. sem töldu sig öðrum fremur á snærum guðs, enda segist hann lengi hafa leitað að þessari lagagrein, sem honum vitraðist í draumnum. Þótti hon-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.