Tíminn - 16.01.1962, Síða 14

Tíminn - 16.01.1962, Síða 14
GENGIN GEYMAS giftingarskjöl sín, hefði einn ig dottið í hug að breyta nafn inu úr Bernhart í Barnard? Tæplega, En hann hafði eng in spor að rekja. Og það gat áreiðanlega engan skaðað, þótt hann athugaði málið ögn nánar... 4. kafli. Hann hringdi á Fréttablað ið og talaði við einhvern hr. Ferris ... — Mér hefur verið falið að komast til botns í máli, sem þolir enga bið, útskýrði hann, — mig langar að fá upplýsing ar um mann að nafni Thom- aj Bernhart, sem á fjölmarg- ar verzlanir. — Thomas Bemhart dó fyr ir tíu árum, svaraði Ferris að bragði, en ég get sent yður minningargreinarnar um hann og það, sem um hann hefur verið skrifað i bláðið. Það er mikið lesmál, því að hann var einn af stórlöxum staðarins. — Hann dó fyrir sjö eða átta árum. Timhothy sonur hans tók við rekstri fyrirtæk isins. Thomas átti þrjú börn, og þau búa öll hér. Tim er kvæntur og Nancy líka. Ellen er yngst og býr hjá Tim og konu hans. Eg býst við, að hún sé um það bil 23 ára nú. Hefur nýlokið námi. Eru það einhverjar svona upplýsing- ar, sem þér viljið fá? — Einmitt? Hvað um eigin konu Thomas Bemhart? Hann heyrði óljóst muld- ur, svo kom hr. Ferris aftur í símann. — Eg þekki Bernhart-fjöl- skylduna persónulega, sagði hann. Eg var að biðja einka- ritara minn að fara niður í skjalasafnið, svo að þetta liti fallega út, skiljið þér. Já, hann var kvæntur. Fyrri- kona hans andaðist fyrir um það bil fimmtán árum, hún var móðir allra þriggja barn anna. Svo að ég býst við að þér eigið við síðari konu hans? — Joyce? spurði Georg með öndina í hálsinum. — Nei, hún hét Sally og ég veit, að það var hennar rétta nafn. — Sally, endurtók Georg vonleysislega. — Og hún býr! þá sennilega kyrrlátu og far sælu lífi í Cleveland hjá stjúpbörnum slnum? — Nei. Þegar Tom lézt, flutti hún brott. Georg heyrði að Ferris fletti blöðum. — Hérna er það: — Thomas Bernhart kvænt ist Sally Bates í Cleveland. Hann dó 1952. Viljið þér fræð ast um áhugamál hans og eitthvað því um líkt? — Ef ég gæti náð sambandi við Sally, myndi það spara yður erfiðið, sagði Georg kæn lega. •— Þér hafið víst ekki núverandi heimilisfang henn ar? ■— Eg held, að enginn viti, hvar hún er niðurkomin, svar aði Ferris. — Margir vina hennar hafa einmitt áhyggj ur af því að víta ekki, hvar hún er. Hún var mjög elsku leg og vinsæl kona, skal ég segja yður og enginn skilur til fullnustu hvers vegna hún tók bara saman föggur sín- ar og hvarf þegjandi og hljóða laust — hún tók ekki einu sinni hestinn sinn með ... Hugur Georgs fylltist óum- ræðilegri ró, hann hallaði sér afturábak í stólnum og horfði upp í loftið: — Já, nú man ég það, sagði hann mjúkmáll, — að ég heyrði einhvern tíma, að hún hefði unniö fyrstu verðlaun við kappreiðar. — Já, stendur heima, svar- aði hr. Ferris. — Hún átti sér- staklega fallegan, skjóttan hest, sem Tom gaf henni, þeg ar hann var búinn að kenna henni að sitja hest. Hann var sjálfur afbragðs reiðmaður, en hún tók miklum framför- um á skömum tíma og varð jafnvel enn betri en hann. Hún hafði náttúrlega meiri tíma til að æfa sig en hann — og þrautseigjan takmarka- laus. Hún var meira en tutt- ugu og fimm árum yngri en Tom, skal ég segja yður. Af- burða fríð stúlka. Vinir Toms stríddu honum dálítið fyrst á þessu „barnsráni“, en hún var ironum mjög góð eiginkona. Georg brosti enn breiðar. — Og vann hug og hjarta vina Toms, býst ég við. — Það var nú einmitt það, sem hún gerði, sagði hr. Ferr- is. Haldið þér að ég geti gert eitthvað fleira fyrir yður? Georg tjáði honum, að hann byggist við að fara til Ohio í leyfinu og hann lang- aði til að hitta einhvern með- lima Bernharts-fjölskyldunn ar upp úr nýári. Hvort hann gæti komið því í kring? — Það tel ég sennilegt. Eg skal hringja í Tim og senda yður skeyti um svar hans. Hann dáði föður sinn tak- markalaust og ég býst við. að hann þiggi með þökkum að tala um hann. Eg skal láta yður vita um hæl. Melba Malett Og hr. Ferris stóð við orð sín. Strax næsta dag barst honum skeyti þess efnis, að Timhothy Bernhart vildi gjarnan hitta hr. Healey síð- degis 2. janúar og honum væri sönn gleði, ef hr. Healey gæti komið því við að vera gestur hans í nokkra daga. Georg hafði viðað að sér margs konar fróðleik um Thomas Bernhart og breiddi úr úr því á skrifborði sínu. Loks þótti honum sem hann hefði brotizt gegnum jám- tjaldið og hefði einhver raun hæf spor að rekja. Hér var mynd af Thomas Bernhart í reiðfötum. Hann var unglegur af fimmtugum manni að vera, þar sem hann stóð fyrir fram- an hið .stóra, glæsilega hús sitt, sem hann hafði kallað „Eikarhúsið". Á grasfletinum hjá honum var rennilegur gæðingur. ! Þarna var líka önnur mynd af sama hesti, meiddum og þjáðum. sú mynd var tekin rétt áður en hann var skot- | inn, til að hlífa honum við i frekari kvölum. Thomas Bern hart dó um haustið. Eina myndin, sem hann hafði af ekkju Thomas Bern- hart var tekin við útförina. Hún var svartklædd með þykka blæju fyrir andliti. Það | var engin leið að mynda sér I skoðun unr útlit hennar, en ; Georg var'viss í sinni sök. Það hlakkaði í honum, þegar hann ; hugsaði til þeirrar stundar, er hann afhenti stjórnarmeð- I limum Fjögralaufasmárans 1 möppuna, og hinar virðulega 1 frúr færu að lesa skýrslu hans. Hann ákvað að leyfa þeim að nöldra og deila enn um st.und áður enn hann styngi upp á einu réttu lausninni — sem sé að hlaupa alveg yfir betta tímabil úr ævi Joyce Douglas. Þær gætu leitt fram gamla vini hennar og kunn- ingja og síðan sleppt úr tima- bilinu sem frú Beynhart, unz hún skaut upp kollinum í Flor ida, þar sem hún giftist Harry. Engan myndi gruna neitt, og þær yrðu honum þakklát- ar af því að hann bjargaði kvöldinu þeirra. En Joyce myndi bregða í brún. Og hún hafði sannarlega ekki nema aott af því. Hann horfði lengi á mynd- irnar af börnum Thomas Bernhart. Tim var hávaxinn og þrekinn, dökkhærður og skarpleitur. Nancy virtist blíð leg og hlýlynd. þar sem hún sat með barn í kjöltu sér. Og Ellen — Ellen var dökk- hærð ung stúlka, dálítið feimnisleg og hugsandi, og bros hennar var í senn sér- kennilegt og töfrandi, og Ge- org gat ekki slitið sig frá myndinni langa hríð. Það yrði ánægjulegt að dvelja gestkom andi hjá Bernhart-fjölskyld- unni — ekki sízt ef Ellen væri heima. En hann varð að finna eitthvað haldgott erindi, svo að engan grunaði að hin raun verulega ástæða heimsóknar hans var að athuga, hvaðan Sally Bates var ættuð. Georg var forkunnarvel tekið þegar hann kom til „Eikarhússins“. Þjónn tók tösku hans fyrir neðan tröpp urnar og Tim Bernhart kom á móti honum með útrétta hönd. — Hvernig finnst yður vetrarveðrið okkar, hr. Healy? sagði hann. — Látið Peter um að taka farangur yðar, — far- ið með töskuna upp-í Degas- herbergið og við skulum fá okkur hressingu. Hann leiddi gest sinn gegn- um stóran forsal og inn í rúm gott herbergi, þar sem kapp- reiðamyndir og hestasvipur og fleira prýddu veggi. — Þetta er fallegur staður, sagði Georg og tók við glasi, er gestgjafi hans rétti hon- um. Svo settist hann í stól við Höfum fyrirliggjandi sjónvarpstœki frá hinum heimsfrægu Nordmende verksmiðj- um í Vestur-Þýzkalandi. Þau eru gerð fyrir okkar straum 220 V og 50 rið og ameiíska sjónvarpskerfið þau henta okkur fullkomlega. Skermastærð þeirra er 23 tommur. Nordniende Favorit skermir 23 tommur. Verð kr. 16.223.00 Nordmende Konsul skermastærð 23 tommur. Verð kr. 17.939.00 Nordmende Kommodor skermast. 23 tommur. Verð kr. 19.208,00 Tvö þau síðastnefndu hafa sjálfvirka myndstillingu. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI. TÍMINN, briðjudaginr. 16. janúar 1962. 14

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.