Tíminn - 15.02.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.02.1962, Blaðsíða 14
Carl Shannon: ORLAGASPOR Skömmu síðar varð koldimmt Eg leit á úrið mitt. Klukkan var rúmlega tólf. „Nei, Múmú. Eg get ekki gleymt þessu.“ Hún lét höndina liggja á vanga mínum og mælti: Einu sinni var maður af minni þjóð í smáþorpinu Womba, þar sem frumskógurinn endar og gras sléttan byrjar. Hann var ákaf lega voldugur. Hann sagði oft „Eg vera sá voldugasti. Eg vera voldugasti maður í heimi mun og ég ekki hræðast neltt sem til er.“ Hann heita Weyon Einn dag hann fara á veiðar í skóginum með tveim öðrum. Það voru þeir Bojma ogMama dú. Þeir veiða mörg dýr, en Bojma og Momadú ekki drepa annað en eina litla anti lópu. Weyon, mikill maður, drepa tólf hlébarða. Weyon lét þá í rjóður í skóginum og sýndi fylgdarmönnum sínum dýrin. Svo sagði hann: „Hér mikið af góðum mat. Við verðum að kveikja eld hver sækja eldivið?" Hinir tveir voru hræddir við að fara út í skóginn einir, svo Weyon og Bojma fóru saman, en Moma- dú gætti hlébarðanna. Meðan Momadú stóð þarna, stór fugl koma frá himnum. Hann var rauður og gulur og margir litir, meg stórt nef og klær úr járni. Hann segja við Mom adú: „Eg hafa mat. Á ég að taka þig eða hlébarða?" Momadú flýtti sér að segja stóri fugl skyldi taka hlé- barða. Hann þá grípa einn og fljúga burt. Þegar Weyon og Bojma komu aftur, Momadú segja hvað gerzt hafði. Wey- on, mikli maðuir, þá verða mikið vondur. — Þú hefðir ekki átt að gefa honum hlé- barða, hann þá hafa tekið þig- Næsta dag Weyon sækja meira eldsneyti. í þetta sinn hann taka Momadú með sér, en Bojma verða eftir á verði. Þegar þeir voru farnir, koma aftur stóri fugl, og enn gerð-' ist það sama. Bojma verða! hræddur og láta fuglinn' fljúga burt með hlébarða. Svo| Weyon og Momadú koma aft-1 ur. Bojma segja frá fuglin-' um. Weyon aftur verða reið- ur og sagði: — Á morgun ég sjálfur standa á verði. Næsta dag hann senda Momadú og Bojma eftir eldivið, þótt þeir væru hræddir. Og svo Wey- on bíða eftir stóra fugli. í skóginum, því stóri fugl skyggja á sólina. Og stóri fugl fljúga niður til Weyons. Stóri fugl segja við hann: — Eg vera hungraður. Á ég að taka þig eða hlébarða? — Þá Weyon hrópa: —• Eg vera Weyon. Voldugasti mað ur í heimi. Þú ekki taka neitt hvorki hlébarða né mig. — Hann kasta lensu sinni í stóra fugl, um leið og stóri fugl ætla fljúga. Hann hæfa og stóri fugl falla til jarðar, en lítil fjöður losna og falla á herðar Weyon. Það vera mjög þung smáfjöður. Hún velta Weyon um koll. Hún vera svo þung, að Weyon ekki geta hreyft sig. Hann berjast um, en það vera árangurslaust. Svo kalla Weyon á hjálp. Stuttu síðar koma kona með barn gangandi eftir götu í 75 skóginum. Weyon biðja hana að hlaupa inn í skóginn og sækja Bojma og Momadú. Fyrst reyna Bojma að lyfta fjöðrinni, en hún vera of þung. Svo Momadú reyna, síðan báðir. Enn vera fjöðrin of þung, þeir ekki geta bifað henni. Konan horfa á þá. Svo hún beygja sig og blása með munninum. Fjöðrin fjúka burtu af Weyon. Hún taka hana upp og gefa litla barni, að leika sér. Stóra fugl hún fara með til kofa síns og sjóða hann. Sögur sem þessi, eru al- gengar meðal innbyggja á þessum slóðum. Hún var vest urafrískt ævintýr, barnaleg í fljótu bragði séð, en átti í sér fólgna dýpri merkingu. Með henni var Múmú að skýra mér frá einhverju. Hún átti einfaldlega við það, að ég skyldi ekki vanmeta þýð- ingu konunnar. — Þetta voru viturleg orð, sagði ég. — Þau verð ég að hugleiða. — Þú ekki skilja sögu mína, herra Leigh? spurði hún bros andi. — Ekki nú sem stendur, svaraði ég. — En það verður seinna. — Eg vona að það verði sem fyrst, mælti hún og stóð á fætur. Þegar hún sneri sér við, sá ég að örið á baki hennar var alveg nýtt. Það var einna lík- ast fari eftir svipuól. — Segðu mér eitt enn þá, Múmú, spurði ég. — Hver hefur sært þig á baki? Hún leit drembilega til mín. — Þú hafa hvassa sjón, herra Leigh. En þú spyrja of margra spurninga. Eg reis á fætur. Nú var ég miklu hressari. Aðeins dálítið óbragð í munninum og ein- kennilegur tómleiki í magan- um, að öðru leyti kenndi ég mér ekki nokkurs meins. Fæt- urnir skulfu að vísu ofurlítið, þegar ég steig á gólfið, en þeir gátu haldið mér uppi. Búzzí-konan stóð við hlið mína og horfði á mig, það brá fyrir áhyggjum og hreykni í svip hennar á víxl. Eg sneri mér að henni og lagði báða handleggi utan um hana. Hún hrökk við, en aðeins sem snöggvast, svo hreyfði hún engri mótspyrnu. „Hver hefir barið þig, Múmú?“ Höfuð hennar hneig niður á öxl mína ég fann hvernig hún titraði. „Hvítur maður gerði það — herra Foi’bes," hvíslaði svo lágt, að ég varð að leggja eyrag fast að vörum hennar til þess að greina orðin. Eg stóð eins og stein runninn. Hvað átti þetta að þýða? Örið var nýtt, en ástar ævintýri hennar með Reinó, hafði lokið fyrir mörgum árum síðan, — eða var það ekki rétt? Segirðu þetta satt, Múmú?“ spurði ég alvarlega. Hark nokkurt í dyragætt inni truflaði samtal okkar. Hún svaraði engu, og ég sneri mér við. Jana Set stóð rétt fyrir inn an dyrnar, og sinn sverting inn við hvora hlið hennar. 12. kafli. Fyrst hélt ég að eitrig væri farið að verka á mig að nýju. Allt í einu rétti Múmú úr sér með reisn og yfirlæti, og gekk innar í kofann. Eg nudd aði augun, til þess að full- vissa mig um, að ég sæi ekki ofsjónir. „Mér leiðist, að ég skuli gera ónæði, herra Leigh,“ sagði Jana kuldalega. En röddin skalf ofurlítið, eins og reiði fælist bak við kuld ann. „Eg hélt það væri mikils- vert, að ná yður í nótt. Nú sé ég, að svo hefir ekki verið.“ Múmú laut niður og tók upp grasker það, er hún hafði sótt vatn í, til ag baða andlit mitt úr. „Eitrið ekki saka herra Leigh úr þessu. Eg koma aftur á morgun." Hún yrti ekki á Jönu, þegar hún gekk framhjá henni. en sagði negrunum að koma út úr kofanum. Við Jana horfðumst þeigj andi í augu. Það var hyldýpi milli okkar. „Eitur“ sagöi hún loksins og varg náföl. „Um hvað var hún að tala?“ Eg brosti dauflega. „Ein- hver hefir reynt að byrla mér eitur í nótt. Eg gerði það sem mér var unnt, til að ná því úr líkamanum, en loksins leið yfir mig í rúminu. Þegar ég kom til sjálfs mín á ný, sat Múmú hjá mér og baðaði and lit mitt.“ Eg settist á rekkjuna. Hún var föl og þreytuleg, en horfði rólega á mig, hinum töfrandi augum sínum. „Hvaðan í ósköpunum kom ið þér?“ spurði ég. ! „Frá plantekrunni," svarað Jana og settist á rúmið vic hlið mér. „Eg gat ekki betux heyrt, en Múmú hvíslaði nafr Forbes, í því er ég kom inn.“ „Það var líka rétt “ Mer þótti vænt um að fá ástæðu til að útskíra þetta. „Það vai einmitt ástæðan til fað’^'aa anna. Hún hafði nýlegt sái yfir þvert bakið. Var he!zt svo að sjá, sem einhver hefði lamið hana.“ „Eg sá það um leið og hún fór út,“ sagði Jana. Nú stóð ég upp og ætlaði ag blanda okkur viský, en Gipsonit þilplötur ásamt samskeytaborðum og fylli nýkomið. PÁLL ÞORGEIRSSON, Laugaveg 22. KEFLAVÍK KEFLAVÍK Yarðberg félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, heldur almennan umræðufund í Ungmennafélags- húsinu í kvöld, 15. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: ísland og vestræn samvinna. FRUMMÆLENDUR: Bjarni Beinteinsson Jón Rafn Guðmundsson Unnar Stefánsson. Að loknum ræðum fnimmælenda, verða frjálsar umræður. STJÓRN VARÐBERGS. Laus staða Fulltruastaða II. fl. hér við embættið er laus frá 1. marz n.k. Laun samkvæmt IX. fl. launalaga. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 20. febrúar n.k. Bæjarfógetinn á ísafirði. 9. febrúar 1962. Auglýsing Samkvæmt ákvæðum heilbrigðissamþykktar Kópa- vogs er hundahald bannað í Kópavogskaupstað. Eru eigendur hunda hér með enn á ný aðvaraðir um, að þeir mega vænta þess að hundum, sem sjást á almannafæri í Kópavogi verði lógað án frekari aðvöi’unar. Heilbrigðisnefnd Kópavogs. 14 T f MIN N, fimmtudagur 15. febrúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.