Tíminn - 05.05.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.05.1962, Blaðsíða 3
FALLAST Á STEFNU BANDARÍKJAMANNA Bardagar á V. - GUINEU NTB-Haag, 4. maí. Bardagar hafa brotizt út milli hollenzkra og indónes- ískra hermanna á Vestur- Guineu. Frá þessu var skýrt samkvæmt áreiSanlegum heim ildum í Haag í dag. í tilkynn- ingu frá hollenzka landvarna- ráðuneytinu, sem gefin var út í dag, segir, að allmörgum indó nesískum fallhlífahermönnum hafi verið sleppt úr flugvélum nágrenni Fak-Fak á suðvestur strönd eyjarinnar 27. apríl. Jafnframt var sagt, að yfirvöld in hefðu gert nauðsynlegar gagn ráðstafanir með tilstyrk hersins. Óþekktar flugvélar hafa sézt á sveimi á þessum slóðum. Schurmann, fulltrúi Hollands hjá Sþ, afhenti Ralph Bunce, aðstoðar framkvæmdastjóra samtakanna, nákvæma skýrslu um árásir Indó nesa á Vestur-Guineu, í dag sam kvæmt áreiðanlegum, hollenskum heimildum í New York. Hollend- ingar hafa ekki beðið Öryggisráð ið ag fjalla um málið. Samstaða í Seato NTB-Bangkok 4. maí Aðildarríki Su'ðaustur- Asíubandalagsins „SETAO“ eiga að halda áfram hern- aðarsamvinnu sinni og vera á verði gegn þeirri hættu, sem steðjar að aðildarríkj- unum, og styrkja aðstöðu sína, svo að þau geti varð veitt friðinn í Suðaustur- Asíu, segir í tilkynningu, sem gefin var út af her- málará'ðgjöfum bandalags- ins í dag. — Ráðgjafamir hafa rætt varnarmál á fundi í Rangkok síðan á miðviku dag. Meðal annars ræddu þeir ýms hernaðarvanda- mál með tilliti til þess að auka varnarmátt SEATO. Ráðgjafarnir Iögðu mikla á herzlu á gildi tíðra heræf- inga, en þrjár velhepnaðar heræfingar ha£a verið haldnar á vegum SEATO síðan í október. Meðal sprengfa NTB-Washington 4. maí — Bandaríkjamenn sprengdu í dag atómsprengju af ineðalstærð yfir tilrauna- svæðinu i Kyrrahafi. Til kynningin um þetta var gei in út sameiginlega aí Kjarnorkumálanefnd Banda ríkjanna og landvarnaráðu- neytinu. Sprengjan var sú fjórða í röðinni, en henni var sleppt úr flugvél yfir Jólaey í kvöld. NTB-Aþenu, 4. maí. Vestur-þýzki utanríkisráð- herrann, Gerhard Schroeder, lýsti því yfir á ráðherraráSs- fundi NATO í Aþenu í dag, að Vestur-Þjóðverjar gætu íj grundvallaratriðum fallizt áj stefnu Bandaríkjamanna íj Berlínarmálinu og jafnframt, litið á könnun þeirra á viðhorf um Sovétríkjanna sem grund- völl samningaviðræðna. ; Dean Rusk hefur haldið því fram, að viðræður Rússa og Bandaríkjamanna um Berlín hafi dregið úr spennunni milli austurs og vesturs, en ekki hafa allir viljað fallast á þá skoðun. Hann kvað viðræðurnar í Was- hington og Moskvu hafa snúizt um Berlínar- og Þýzkalandsmál- ið, hugsanlegan samning, sem gæti hindrað frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna, ekki-árásar- samning milli NATO og Varsjár- andalagsins og stofnun tækni- Zorin og Godber harðorðir í gær NTB-Genf, 4. maí. A afvopnunarráðstefnunni í Genf í dag áttust þeir einkum við Joseph Godber, fulltrúi Breta og fulltrúi Sovétríkj- anna, Valerian Zorin. Godber kvað Zorin hafa lítinn áhuga á alvarlegum viðræðum og reyna þess vegna að hártoga tillögur og sjónarmið Vestur- veldanna, en Zorin sagði, að ef Vesturveldin féllust á4tillögu Sovétríkjanna skyldu þau fall- ast á raunhæft eftirlit á öllu yfirráðasvæði sínu. Godber lét í Ijós álit sitt í sam- bandi við tillögu Rússa um að leggja niður öll atómvopn og her- stöðvar atómveldanna á erlendri grund á fyrsta stigi afvopnunar. Sakaði hann Zorin um að hafa aldrei skýrt ráðstefnunni hrein- skilnislega frá því í hverju það eftirlit, sem Rússar geta fallizt á, er fólgið. Síðan bað hann um nán ari skýringar á ýmsum tilboðum og tillögum Rússa í sambandi við hugsanlega afvopnun. Zorin spurði í svarræðu sinni, hvaða tryggingar Vesturveldin krefðust annarrar en þeirrar, að komið yrði á raunhæfu eftirliti á yfirráðasvæði Sovétríkjanna, ef Vesturveldin féllust á tillögu þeirra. Zorin snerist einnig gegn tillögu Bandaríkjanna um svæðis- bundið eftirlit og fullyrti, að hún væri ekki annað en nýtt njósna- bragð. Hann sagði, að allar aðrar hugmyndir en fullkomin allsherj- arafvopnun væru barnaiegar. — Bandarískur talsmaður túlkaði orð Zorins á þann veg eftir fundinn, að Vesturveldin gætu sennilega fengið Sovétríkin til að fallast á eftirlitskerfi sitt með ákveðnum skilyrðum. Þrír drukkna (Framhald aí 1. síðu). arfjórðunga ferð eftir til Keflavik- ur. Það var um klukkan 10 í fyrra- kvöld. Þegar báturinn var ekki kominn fram um miðnætti, var far- ið að óttast um hann og ráðstaf- anir gerðar til leitar, og um klukk; an tvö um nóttina voru skipulegir leitarflokkar komnir á ströndina og letiuðu frá Garði inn í Voga, en ekkert fannst. í gærmorgun fannst báturinn marandi í sjónum skammt frá Keflavíkurhöfn, og segir frá því á öðrum stað í blaðinu. nefnda með fulltrúum þýzku rikj anna. Hann kvað Rússa ekki hafa borið fram neinar tillögur, meðan á viðræðum stóð, en hvatt til þess, að viðræðum yrði haldið áfram. Fjögur grundvallaratriði Schroeder tók fram, að fjögur grundvallaratriði væru fyrir hugs anlegu samkomulagi um Berlínar málið: Hersveitir Vesturveld- anna verða að vera áfram í borg inni, sambandið milli Vestur- Þýzkalands og V.-Berlínar, verð- ur að haldast, samgöngur til borg arhlutans að vera ótruflaðar, og sérhver endanleg lausn verð- ur að vera bundin við endursam- einingu landshlutanna. — Fram kvæmdastjóri Bandalagsins, Dirk Stikker, sagði, að spennan væri enn mikil í alþjóðamálum, en Berlínarmálið hefði ekki veikt NATO. Bæði Couve de Murville, utanríkisráðherra Frakka, og Halvard Lange, utanríkisráð- herra Norðmanna, voru því hlynntir, að Bandaríkjamenn héldu áfram að ræða Berlínar- málið, en Home lávarður, utan- ríkisráðherra Breta, hvatti Vest- urveldin til samstöðu innan NATO. STUÐNINGSIVSENN B-LISTANS Kosningaskrifstofa B-list- ans í Tjarnargötu 26, verður opin daglega frá kl. 9 ár- degis til kl 10 að kvöldi. — Símar 15564 — 24758 — 24197 — 12942. - Kjörskrá- in er i síma 12942. SJÁLFBOÐALIÐAR: Kosningaskrifstofuna vant ar sjálfboðaliða til starfa á skrifstofunni. Látið skrá ykkur í síma 24197. KJÖRSKRÁ: Kjörskrá sú, sem gildir við næstu borgarstjórnarkosn- ingar, liggur frammi í skrif- stofu B-listans í Tjarnar- götu 26. Athugið strax, hvort þér eruð á kjörskrá, því kærufresti lýkur á miðnætti næst komandi laugardag. 3ími skrifstofunnar er 12942. Fundur í Framherja Fundur verður í Fram- herja sunnudaginn 6. maí n. k. í Tjarnargötu 26 kl. 14. Þrír efstu menn B-listans mæta á fundinum. Fjöl- mennið. — Stjórnin. Fulltrúaráðs- fundur Fundur verður í fulltrúa- ráði Framsóknarfélaganna í Reykjavík mánudaginn 7. maí n. k. kl. 8,30 í Tjarnar- götu 26. Mætið vel og stund- víslega. — Stjórnin. Uppreisn í Venezuela Flugher og floti gegn uppreisnarmönnum NTB-Caracas, 4. maí. Herfylki í Venezuela gerði í dag uppreisnartilraun gegn stjórn Betancourts forseta. Ný sókn gegn OAS NTB-Algeirsborg og París, 4. maí. — Samkvæmt áreiðan- legum heimildum frá Algeirs- borg munu borgaralega klædd. ir Serkir safnast saman í miS- bænum þar næstu daga og berjast gegn skemmdarverka- starfsemi OAS. Þessi fregn um síðustu ráðstafanir Frakka barst út í sama mund og sprengjurnar sprungu hvar- vetna í borginni og ollu ugg og ringulreið í Arabahverfun- um. í dag staðfesti franska stjórnin, að Evian-samningarn- ir um vopnahlé í Alsír skyldu haldnir og framkvæmdir eins og áður hefur verið ráð fyrir gert, og jafnframt lýsti stjórn in yfir stuðningi sínum við allt, sem upp á síðkastið hefur ver- ið gert í Alsírmálinu. í dag hélt OAS enn áfram skemmdarverkum sínum í Algeirs borg, eins og vanalega. Á hæð einni utan við borgina sprengdi plastsprengja tankbil í loft upp. Einn Arabi lét lífið, en 30 manns særðust. Um leið kviknaði í íbúðar húsahverfi og 16 einkabílum. Lög- reglan telur, að ætlunin hafi ver- ið að kveikja í bílnum og láta hann renna niður í íbúðarhverfi Araba. Hermenn komu brátt á vett vang og með aðstoð ungra Araba skoðuðu þeir persónuskilríki þeirra Evrópumanna, sem fram hjá fóru. Víða annars staðar í borginni gerðu OAS-menn usla. og lögreglan skýrði frá því, að minnsta kosti 12 hefðu látið lífið og 36 særzt. í dögun slógu þúsundir her- manna hring um evrópska borgar hlutann Camp de Manæuvres og ráðhúsið í Alsír með aðstoð bryn- varðra bíla meðan lögreglan gerði umfangsmikla leit í húsum og skrifstofum. Aðeins brauðbúðir og apótek fengu að hafa opið á með an og konur fengu að gera inn- kaup í tvo tíma. 65.000 Evrópu- menn í hverfinu urðu að halda sig innan dyra. meðan rannsókn in stóð yfir. Frakkar ábyrgir. Upplýsingamálaráðherra alsírsku stjórnarinnar, Mohamed Yazid, sagði á blaðamannafundi í Túnis í dag, að Frakkland bæri beina ábyrgð á hverju morði OAS á Serkjum, því að Frakkar bæru á- byrgð á því, að serknesku hersveit irnar, sem eiga að gæta þess að halda uppi friði í Alsír, hafa ekki enn látið að sér kveða.' Uppreisnin brauzt út í hafnar- bænum Carupano, en annars staðar í landinu ríkti ró og frið ur. Stjórnarherinn braut upp- reisnina fljótlega á bak aftur. Á tímabili var lýst yfir því, að hernaðarástand rlkti í Carupano og herfylkið hefði hernumið borg- ina. Skömmu seinna sagði í til- kynningu frá stjórninni, að Betan- court hefði gert ráðstafanir til að kveða uppreisnina niður í sam- ráði við landvarnaráðherra sinn. Stjórnarherinn tók síðan til sinna ráða og sagði stjórnin í tilkynning unni, að flugher og floti mundu brátt bæla niður uppreisnina og koma aftur á ró og spekt í Caru- pano, enda varð sá endirinn. Molina uppreisnarforingi. Innanríkisráðherra Venezuela, Carlos Andre Perez, sagði síðdegis i dag, að það hefði verið Molina hershöfðingi, sem stóð fyrir upp- reisnartilrauninni og stjórnaði henni. Jafnframt skýrði hann þá frá því, að óbreyttir borgarar í Carupano hefðu lokað hermennina inni. í Caracas var fyrir hádegið f dag kveikt í tveim sporvögnum og tveim litlum bílum, og var tal- ið, að þar hefðu ákafir vinstrisinn- ar verið að verki. Síðdegis urðu lika óeirðir við háskólann í Cara- cas og 10 manns særðust. T í MIN N, laugardaginn 5. maí 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.