Tíminn - 11.09.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.09.1962, Blaðsíða 14
mmsgBaEsoatxmxmsamBmmm OLÍA OG ÁSTI LINDEN GRIERSON befur boðið yður háa upphæð fyrir að leika þetta hlutverk? Og hvað ætli ha'nn hefði margfaldað hana, ef þér hefðuð gefið honum hinar upplýsingarnar líka? — Eg skil þig ekki! Jef'frey reyndi að, hafa stjórn á sér, en hann hafði mesta löngun til að slá þennan ósvífna náunga vel úti- látið högg á dökkt smettið. — Þú röflar eintóma vitleysu. Ef þú vilt f raun og sannleika hjálpa ungfrú Penny, þá sleppirðu mér samtundis og hættir að hegða þér eins og fáviti. — Þér skuluð ekki valda ung- frú Penny frekari óþægi'ndum, sagði hinn kuldalega. — Þér sjáið hana ekki framar. Á morgun mun hú nafhenda skjölin og síðan yfir- gefur hún eyna. Hvað þér takið yður fyrir hendur eftir morgun- daginn kemur hvorki henni né mér við. Don Manuel má skera yður á háls fyrir mér! Þegar allt kemur til alls, þá var það það, sem hann hafði heitið að gera við John Graham, var ekki svo? Jeffrey gcrði enn eina tilraun til að komast fram hjá honum, en fann þá eitthvað snerta arm sinn og hann leit með skelfingu á hníf- inn, sem Mario hélt skyndilega á í hendinni. — Eg mun nota hann án minnstu umhugsunar, sagði Mario fastmæltup, — ef þér gerið ekki eins og ég segi. Þér farið EKKI aftur til gryfjunnar, og þér farið EKKI til borgarinnar með allt sem þér getið sagt hans hátign. Skiljið þér það? Jeffrey fann hnífsblaðið snerta sig aftur og það var nóg til að kjarkurinn hans bilaði alveg. — En hvað á ég þá að gera? Mario lyfti höfðinu og blístraði. Og gegnum þyt vindsins var hon- um svarað á sama hátt, ekki langt undan. beffrey leit óttasleginn í kringum sig, og jafnvel þótt hann ætti von á einhverju, varð hann ofsahræddur, þegar þrjár verur birtust skyndilega út úr rökkrinu og komu £ átt til þeirra. Einn var hár og sterkbyggður, hinir tveir mlnni, en kraftalegir. Hávaxni maðurinn brosti. — Ályktanir þínar voru réttar, Mario, sagði hann á ensku. — Já, hann bar fyrir sig að hann þyrfti að ná í eitthvað í bíln- um. En ég, Mario, er klókur, og les hann eins og opna bók! Hann sveiflaði hnífnum í kring- um sig. — Ekkert skal verða yður að meini, senor. Þér fáið að dvelja riætursakir { annarri gryfju, þær eru margar hér í hlíðunum, því að einu sinni fannst mikið gull hér. Á morgun kannski, seint á morgun fáið þér að fara yðar leið. Don Manuel verður ugglaust ofsakát- ur að fá yður heilan á húfi aftur! Jeffrey leit á brosandi andlitin í kringum sig og veitti því eftir- tekt, að hinir þrír höfðu alir hnífa við belti sér. Hann hafði ekki meira til mála að leggja, og hann vissi það. Hann fengi ekki tæki- færi til að snúa aftur til borgar- innar í kvöld og segja Don Manuel frá því, sem hann vissi. Um það leyti sem honum yrði sleppt úr haldi, hefði Elenor aíhent skjölin, sem forsetanum var svo mikið í mun að komast yfir. Hávaxni mað- urinn ýtti við honum og kinkaði kolli í þá átt sem Jeffrey átti að ganga. Jeffrey leit aftur á Mario. — Hvernig vissirðu, ag ég var ekki maðurinn, sem ég þóttist vera? spurði hann og játaði þar með ósigur sinn. — Þar kom margt til, senor. Þér lékuð ekki sérlega sannfær- andj. Þér töluðuð mikið um ljós- myndun og höfðuð svo ekki einu sínni filmu í vélinni. Þér voruð alltof klossaður við þetta, svo að meira að segja senorita tortryggði yður, því að hún hafði heyrt Ray Evans tala um manninn i King- ston. Svo breiddist glaðhlakkalegt bros yfir andlit Mario. — En það sem þyngst var á metunum var, að ég þekki sjálfur John Graham. Eg þekki hann vel, kannski betur en nokkur annar. Svo að þér gátuð eki verið hann — það var ómöguíegt. Jcffrey horfði lengi á hann tók eftir því hve brosið brejkkaðj og heyrði lágan innilegan hlálur hinna, og har.n fann að hann roðnaði. — Eg SKIL, sagði hann furðu lostinn, og án frekari mótmæla fylgdist hann með hinum þrem. Mario beið þar til þeir voru hcrfnir, þá leit hann upp á him- ininn. Nú var aldimmt orðið og ómögulegt að greina skýin, en rign ingjn var ekki eins mikil og áður og han vonaði, að það versta væri um garð gengið. Á morgun yrði skýjað og rakt loft, en ekki ómögulegt að komast upp að Litla spörfuglinum. Brátt var öllu lokið. Senorita Penny myndi snúa aftur til síns heima, en hann, — og Mario yppti öxlum — hvað um hann? Hann gekk hægt niður að húsi Alfonsus. Gamli maðurinn beið hans og hann talaði hraðmæliur og æstur, meðan Mario settist nið- ur og snæddi íburðarlítinn máls- verð, sem beið hans. Svo brosti hann og kinkaði kolli. — Það var eins og ég hélt. — Auðvitað. Forsetinn hefur gefið fyrirskipun um það, að jafn- skjótt og ensku ges’irnir koma aft- ur, á að flytja þá upp til hallar innar. Én það gerðist rétt eftir að þau óku af stað. Það hefur allt gengið á afturlöppunum fyrir honum í dag, eftir því sem ég hef heyrt. Og ég fréti líka að bátur hefði lagzt að bryggju, rétt áður en óveðrið skall á. Gamli maður- inn leit ljómandi augum á Mario. — Báturinn hafði enska fánann við hún. — Ertu viss um það? Mario leit ákafur á hann. — Fáir myndu ljúga slíku upp, sagði hinn. — Það hlýtur að vera satt. Á movgun geturðu farið með seno'itu upp að Litla spörfugli. Eg skal senda skilaboð um komu ykkar. Storminn mun hafa lægt þá. Jæja, þú hefur lokið við að borða, ertu saddur? — Já, þakka þér fyrir, ég var orðinn matarþurfi. Öldungurinn leit á hann. — Þú ert .þreytur. Hvað ætl- arðu að gera núna? — Eg verð að fara aftur til gryfjunnar. Og má ég svo koma með þau hingað? Það verður mjög óþægileg' fyrir stúlkurnar að þurfa að vera í gryfjunni í nótt. Sencr Clarence og ég getum sofið í bílnum. — Og stúlkurnar geta fengið mitt rúm, það er breitt og gott, ég get legið á gólfinu eina nótt. Eg skal búa um það. Eg skal lika búa til kaffi. Mario lagði hönd á öxl hans. — Þú hefur verið mér mjög góð- ur, Alfonsus. Ekki bara þetta skipti, heldur ótal oft áður. — Og þú hefur átt það skilið, drengur minn Hann brosti og kink aði kolli — Farðu nú, þau fara að óttast um þig. Ferðin upp eftir virtist endalaus og hann hugsaði biturlega, að gamli maðurinn hefði á réttu að standa, hann var úrvinda af þreytu. Þegar hann nálgaðist stað- inn, þar sem hann hafði yfirgefið Elenor og vini hennar, var hann al- veg að gefast upp. Allt í einu sá hann, að vera stóð við innganginn, og lág rödd, titrandi af ótta sagði: — Ó, Mario, ert það raunveru- lega þú? — Eg, og enginn annar, senor- ita, sagði hann glaðlega. — Guði sé lof og þökk, að þú ert kominn aftur. Hún kom fast að honum. Ó, Marío, þú ert gegn- 14S sem hann lýsti helztu orsökum þess, að brezku herráðsforingjun- um gekk svo erfiðlega að komast að samkomulagi vig hina banda- rísku starfsbræður sína. „Eg hef nú undanfarna daga átt síendurteknar viðræður við Marshall til að reyna að koma honum í skilning um sjónarmið yðar viðvíkjandi hernaðaraðgerð- um yfir Sundið og í Suður-Frakk- landi. Eg þykist vita, að nú þegar| Eisenhower hefur verið falið úr-: skurðarvald í þessum atriðum,! séuð þér ánægður. Bandarísku herráðsforingjarnir j eiga í nýrri deilu sín á milli við-j víkjandi stefnunni í Kyrrahafs-: málum. Nú er hægt að leggja í áhættu, sem þeim hefði ekki kom- ið til hugar að gera fyrir einum mánuði. Sannleikurinn er sá, held ég, að japanski flugherinn er nú mikið farinn að veikjast og næsta auðvelt að yfirvinna hann . . . “ Um helgina 12. og 13. febrúar komu tveir gestir handan um haf til London. Annar var Lumsden undirforingi, hernaðarlegur full- trúi Breta í aðalstöðvum MacArt- hurs í Ástralfu. Hinn var Wede- meyer yfirhershöfðingi og banda- rískur herráðsforingi, sem sendur hafði verið frá Delhi til þess að útskýra í London og Washington áætlun um hernám Sumötru, jafn skjótt og hægt yrði að senda til þess her og útbúnað frá Evrópu. Þetta áform mætti samt harðri Eaótstöðu frá Stflwell hershöfð- ingja, sem einnig hafði og án vit- undar Mountbattens yfirboðara síns, sent erindreka til Washing- ton, til þess að berjast gegn því. Mánudaginn 14. febrúar minn- ist Brooke á þessa gesti í dagbók sinni: „14. febrúar. Fré.tir frá Ítalíu enn of slæmar. Hitler hefur ákveð- ig að berjast um Róm og kann að gefa okkur betra tækifæri til að greiða þung högg undir hinum nýju kringumstæðum. Sfðdegis kom Lumsden að ffnna j mig og hafði mestan áhuga áj Kyrrahafsmálunum. Bersýnilega hafa þeir Nimitz aðmíráll og Mac- Arthur enn ekki hitzt, enda þótt þeir starfi hlið við hlið. Þeir King og MacArthur eru algerir andstæð- ingar í áformum sfnum . . . Klukkan 5,45 e.h. venjulegur ráð herrafundur, sem stóð yíir til klukkan 7,50. Þvf næst fundur með j íorsætisráðherranum klukkan 10 j e.h. til þess að hlusta á áætluni Wedemeyers, sem hann hafði kom-j ið með frá Mountbatten. Eg átti j langar og erfiðar rökræður við for- j sætisráðherrann. Hann hafði enn ; einu sinni fengið hugmyndina um árás á norðurenda Sumötru á heil- ann og neitaði algerlega að taka nokkuð annað til íhugunar. Viðræðurnar voru erfiðar, þar sem Wedemeyer og hans flokkur lögðu höfuðáherzlu á hemaðarað- gerðir á Malaccasundinu, en þær höfðu í för með sér hertöku Sú- mötru, sem var kappsmál forsætis- ráðherrans, en hann neitaði alger- lega að ræða um kostina við opnun Malacca-sundsins. Eftir mikið þras tókst mér að koma honum f skiln- ing um það að við yrðum að hafa skipulagða áætlun til að fara eftir í viðureigninni við Japana . . . 15. febrúar. Herráðsforingja- fundi okkar lauk um hádegi, og þá fór ég til að hlusta á Cooke að- mírál halda klukkustundar fyrir- lestur um bardagana á Marshalleyj unum. Eftir hádegisverð kom Harrison, einn af herráðsforingj- um Mountbattens, að finna mig. Við ræddum um áætlun Dickies og þörf hans til árásaraðgerða sinna. Því næst kom Charles All- rey til baka frá Ítalíu. Loks Arthur Smith til að kveðja, áður en hann færi til að taka vig Iraq-Per- síu-herstjórninni. Það er enginn vafi á því, að hann er ágætur mað- Sigur vesturvelda, eftir Arthur Bryant. Heimildir: STRIDSDAGBÆKUR ALANBROOKEI—I ur, laus við alla eigingirni og hugs- ar um það eitt, að þjóna landi sínu. Fékk skeyti frá Alex þess efnis að hann væri ekki ánægður með Lucas sem yfirmann herdeldanna Lucas sem yfirmann herdeildanna fyrir sunnan Róm og bað mig að varð upphafið að langri röð símtala vig Eisenhower og forsætisráðherr ann, og ég komst ekki í háttinn fyrr en klukkan 1 e.m. 16. febrúar. Eg var naumast ris- inn úr rekkju, þegar forsætisráð- herrann sendi eftir mér. Hann vildi láta Alexander taka við her- stjórninni fyrir sunnan Róm og Wilson á aðal-vígstöðvunum. Eg er hræddur um að mér hafi gramizt helzt til mikið við hann, og ég spurði, hvort hann gæti ekki einu sinni treyst herforingjum sínum til ag skipuleggja herstjórnina fyrir sjálfa sig, án þess að skerast í leik- inn og rugla allt samhengí her- stjórnarinnar. Hann hætti við þessa hugmynd sí'na i bili, en get- ur vel tekið hana upp aftur síðar. 17. febrúar. Veður mjög kalt og útlit fyrir snjókomu. Langur her- ráðsforingjafundur frá klukkan 10,30 til 1,15 e.h. margt rætt, en fáu gerð nokkur skil. Eftir hádegisverð átti ég viðtal við Brocas Burrows, sem er á för- um til Moskvu (að taka við af Martel). í viðskiptum okkar við Rússa, vorum það ávallt við, sem gáfum, en sóttumst ekki eftir neinu frá þeim í staðinn. Við gerðum allt sem við gátum fyrir þá og birgðum þá upp með hvers konar útbúnaði, sem við færðum þeim, þrátt fyrir ægileg skipstjón. 18. febrúar . . . Snæddi miðdeg- isverð með Monty . . . 19. febrúar. Mjög langur herráðs foringjafundur. Á hann komu þeir Eisenhower, Bedell Smith, Tedder og Cooke til þess að ræða um æski- leika þess að gerð yrði árás á Suð- ur-Frakk!and samtímis aðgerðun- um yfir Sundið. Til allrar ham- ingju hafði ég í gærkvöld orðið þess vísari hjá Monty, að hann og Bertie Ramsay höfðu samþykkt að draga úr hen aðgerðunum yfir Sundið til þess að verja mætti þvi | meiri herbúnaði til árásarinnar í I Suður-Frakklandi. Þeim hefði átt að vera orðig það ljóst, að núver- j andi ástand á Ítalíu gerir slíkar j aðgerðir óframkvæmanlegar. Þeir j höfðu samþykkt þetta til að geðj- j ast Eisenhower, sem krafðist þess, til ag geðjast Marshall.“ Og dagbókin heldur áfram: „21. febrúar. Kom aftur til Lond- j on og varð þess visari, að miklar I skemmdir höfðu orðið þar af j sprengjum nótina áður. Ein . sprengja hafði brotið allar rúður í ! byggingu hermáláráðuneytisins nema [ skrifstofunni minni. Tvær í Downing Street 10 og Flotamála- sprengjur höfðu brotíð allar rúður ráðuneytinu. Ein sprengja við endann á St. James-kirkjunni . . . Langur herráðsforingjafundur, þar sem rætt var um framkvæmdir á Kyrrahafinu og teknar ákvarð- anir um aðgerðaáætlun, til að sann færa forsætisráðherrann um, að við getum ekki hernumig norður- enda Súmötru fyrir hann. Það verður erfitt fyrir okkur að koma honum í skilning um það. En við T f M I N N, þriðjudagurinn 11. sept. 1962. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.