Tíminn - 11.12.1962, Page 11
DENNI
DÆMALAUSI
— Ertu sein me3 matinn í kvöld
eSa er maginn í mér á undan
áaetlun?
90.600 kr. auk nokkurs fatnaðar
til heimil'a og einstakiinga í
bænum, alls 180 staði. Þörf á að-
stoð ©r ekki talin síðri nú en
áður, Skátar munu fara um bæ
inn eftir nokkra daga og leita
styrks bæjarbúa til starfseminnar
og er því treyst, að þeir bregðist
vel við sem endranær og stuðli
að þvi að hjálpa fyrir jólni. —
Jafnframt er þess óskað, að hjálp
arbeiðnir og bendingar um bág-
stödd heimili berist sem fyrst
til skrifstofu Vetrarhjálparinnar.
Stjórn Vetrarhjárparinnar má
einnig afhenda framlög, en hana
skipa séra Garðar Þorsteinsson,
prófastur; séra Kristinn Stefáns
son, Gestur Gamlíelsson kirkju-
garðsvörðu-r og frú Elín Jósefs-
dóttir bæjarfulltrúi.
Hinn 6. þessa mánaðar var stofn
að í Reykjavík félag þeirra, sem
lokiS hafa B.A.-prófi við háskóla.
Markmið félagsins er að efla
kynni meðal félagsmanna og
gæta hagsmuna þeirra, stuðla að
vexti og viðgangi BA-deildar Há
skóla íslands og að kynna stúd
entum möguleika til framhalds
náms og atvinnu að prófi loknu.
Formaður félagsins var kosinn
Erlendur Jónsson, en aðrir í
stjórn; Adólf Guðmundsson, Guð
mundur Hansen, Ingólfur A. Þor
kelsson og Ólöf Benediktsdóttir.
Félagið mun sækja um aðild að
Bandalagi háskólamanna.
(Frá félagsstjórn).
Þórhallur Ásgeirsson, sem undan
fa.rin 4 ár hefur starfað sem full
trúi Norðurlanda í stjórn Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins í Washington,
hefur á ný tekið við starfi ráðu-
neytisstjóra í viðskiptamálaráðu-
neytinu. — Dr. Oddur Guðjóns-
son, sem gegnt hefur störfum
ráðuneytisstjóra í viðskiptamála
ráðuneytinu síðastliðið á.r, hefur
verið skipaður viðskiptaráðunaut
ur ríkisstjórnarinnar og mun
hánn einkum fjalla um viðskipta
samninga og mál, er þá varða. —
Jónas H. Haralz, forstjóri Efna-
hagsstofnunarinnar, sem undan
farið hefur starfað sem ráðu-
nautur ríkisstjórnarinnar í mark
aðsmálum Evrópu, lætur nú af
því starfi.
(Frá rfldsstj.).
Krossgátan
ÞRIÐJUDAGUR 11. des.;
8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádeg-
isútvarp. 13,00 „Við vinnuna”:
Tónleikar, 14,40 „Við, sem heima
sitjum” (Sigríður Thorlacius). —
15,00 Síðdegisútva.rp, 18,00 Tón-
listartími barnanna (Jón G. Þór-
arinsson). 18,30 Þingfréttir. —
19,30 Fréttir. 20,00 Einsöngur í
útvarpssal: Árni Jónsson syngur
innlend og erlend lög. Við hljóð-
færið: Fritz Weisshappel. 20,20
Framhaldsleikritið „Lo.rna Dún”,
VII. og síðasti kafli. Þýðandi:
Þórður Einarsson. — Leikstjóri:
Hildur Kalman. 21,00 Tveir for-
leikir eftir Mozart: „Leikhússtjór
inn” og „Idomeneo”. 21,10 Úr
Grikklandsför; VII. erindi: Frá
Skipum til Goðadala (Dr. Jón
Gíslason skólastj.). 21,40 Tónlist-
in rekur sögu sína IV. þáttur:
Kirkjutónlist í Róm (Guðm. Matt-
híasson). 2,00 Fréttir og veður
fregnir. 22,10 Lög unga fóLksins
(Gerður Guðmundsdóttir). 23,00
Dagskrá.rlok.
748
Lárétt: 1 lúða, 5 tímabila, 7 bók-
stafa, 9 dýr (flt.), 11 bera við,
13 tala, 14 á markaðstorgi, 16
verkfæri, 17 matarbiti, 19 kven-
varga.
Lóðrétt: 1 tröllkona, 2 þvertré,
3 fjármuni, 4 svalt, 6 pottla, 8
fara, 10 mannsnafn (ef.), 12
hænd (að), 15 álpast, 18 fanga-
mark.
Lausn á krossgátu nr. 747:
Lárétt: 1 Salvör, 5 mör, 7 ró, 9
rani, 11 ein, 13 roð, 14 iðar, 10
N R, 17 girni, 15 vaskir.
Lóðrétt: 1 skreið, 2 LM, 3 vör, 4
örar, 6 Viðrir, 6 óið, 10 Nonni,
12 naga, 15 ris, 18 R.K.
Timburþjófarnir
(Freckles)
Cinemascope litmynd um
spennandi ævintýri aesku-
manns.
MARTIN WEST.
CAROL HRiSTENSEN
Bönnuð yngri en 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9,
LAUGARAS
-I I*
Sima» 3207S og 38150
Það skeði um sumar
(Summer place)
Ný, amerísk stórmynd I litum
með hinum ungu og dáðu ieik
urum
SANDRA DEE
og
TRAY DONAHUE
Þetta er mynd, sem seint
gleymist.
Sýnd kl. 6 og 9,15.
— Hækkað ve>rð —
Miðasala frá kl. 4
IM®
sim> n 4 vs1'
Afturgangan
(The Haunted Strangler)
Hrollvekjandi ensk sakamála-
mynd.
BORIS KARLOFF
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
Sim 50 ? 4V
Fortíðin kallar
Spennandi frönsk mynd frá
undirheimum Parísarborgar,
Aðalhlutverk:
FRANCOISE ARNOUL |
MASSIMO GIROTTI
Bönnuð börnum
Sýnd kl'. 9.
Aðgangur bannaöur
Hörkuspennandi amerísk mynd !
Sýnd kl. 7
flllRTURBÆJARRill
Simi 11 3 8^
RflorðiÖ í tízkuhúsinu
(Manequin i Rödt)
Sérstaklega spennandi ný,
sænsk kvikmynd í litum. —
Danskur texti.
KARL-ARNE HOLMSTEN
ANNALISA ERICSON
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
iim 18 » 3t
Heitt bióð
Skemmtileg og spennandi ame-
rísk mynd í litum og Cinema-
Scope.
CORNEL WILDE
Sýnd kl. 7 og 9.
Hvíta örin
Hörkuspennandi Iitmynd.
Sýnd kl. 5.
Bönnuð innan 12 ára.
Slmr 23 l J0
Aidrei að gefast upp
(Never let go)
Ein af hinum viðurkenndu
brezku sakamálamyndum frá
Rank.
Aðalhlutv&rk:
RIHARD TODD
PETER SELLERS
ELIZABET SELLERS
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
T ónabíó
Sími 11182
Leyndarmál hall-
arinnar
(Maigret et l'affalre
Saint.'Fiacre)
Vel gerð og spennandi, ný,
frönsk sakamálamynd samin
upp úr skáldsögu eftir George
Simenon.
Aðalhlutverk Ieika:
JEAN GABIN
MICHEL AUCLAIR
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BönnuS börnum.
Allra síðasta sinn.
Sim o
Kaupum málma
hæsta vprði.
Arinbiörn Jónsson,
Sölvhólsgötu 2 Simi 11360
Heimilishjálp
Stórísai og dúkar teknir
i strekkingu — Upplýs-
íngar í síma 17045.
Mótorhjólakappar
(Motorcykle gang).
Afar spennandi ný amerísk
kvikmynd.
ANNE NEYLAND
STEVE TERRELL
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
1500,00 kr. afsláttur
NÝIR SVEFNSÓFAR
Eins manns og tveggja.
Úrvals svampur —
Úrvals tízkuáklæði.
Giæsilegir stólar.
Sendum gegn póstkröfu
Sófaverkstæðið
Grettisgötu 69
Sími 20676
Opið kl. 2—9.
Bifreiðaleiga
Land Rover
Volkswagen
án ökumanns
Litla bifreíðaleigan
Sími 14-9-70
Auglýsinga-
sími Tímans
er 19523
ÍLEIKFÉIAG!
[SEYKJAyÍKD^
Sim» i *
NÝTT ISLENZKT LEIKRIT
Harf i bak
eftir Jökui Jakobsson.
Sýning miðvikudagskv. kl. 8,30.
Aðgöngumiðasalan í Iðnó er op-
in frá kl. 2 í dag.
Sími 13191.
..... imirmnmn
KÖ.BAýiddSBLO
Sim 19 I 85
Undirheimar Ham-
borgar
Raunsæ og hörkuspennandi ný
þýzk mynd. um baráttu alþjóða
Iögreglunnar við óhugnanleg-
ustu glæpamenn vorra tíma.
Bönnuð yngri en 16 ára.
Sýnd kl 5. 7 og 9
Miðasala frá kl. 4.
Strætisvagnaíerð úr Lækjar-
götu kl. 8,40 og tii baka frá
bíóinu ki 11
- Tian^r^ær -
Slml 15171
KJARTAN Ó BJARNASON
sýnlr:
íslenzk börn
að lelk og starfi til sjávar og
sveita.
Ef til vill ein af mínum beztu
myndum.
Ennfremur verða sýndar:
Skíðalandsmótið á Akureyri
1962.
Holmenkollen og Zakopane.
Skíðastökk.
Knattspyrna. — M. a. ísland-
írland og Island-Noregur.
Handknattlelkur. —
FH og Esslingen.
Skátamót á Þingvöllum.
Þjóðhátíð f Eyjum.
17. júnf I Reykjavlk,
Kapprelðar. — Myndir frá 4
kappreiðum
Llsthlaup á skautum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Aðgöngumiðasala kl. 1.
Síðustu sýnlngar.
Hatnarflrði
Siml 50 1 B4
Rio Bravo
Amerísk stúrmynd í litum.
JOHN WAYNE
DEAN MARTIN
Sýnd kl. 9.
Bönnuð börnum.
Jól í skógar-
varðarhúsinu
Ný, dönsk skemmtimynd í
eðlilegum litum.
Sýnd kl. 7
T f MIN N , þriðjudaginn 11. desember 1962
11