Tíminn - 11.12.1962, Side 21

Tíminn - 11.12.1962, Side 21
Jólagíaðningar Mæðrastyrksnefndar Sjöunda þessa mánaðar hefst jólasöfnun Mæðrastyrks- nefndar. Nefndin var stofnuð órið 1928 og söfnuðust þá fyr- ir jólin 120 krónur og úthlutað var 10—15 krónum á heimili. í fyrra, árið 1961, söfnuðust 231 þúsund krónur, fyrir utan veglegar fatagjafir, svo sjá má að geta Mæðrastyrksnefndar til jólaglaðninga hefur farið ört vaxandi og er ánægjulegt til þess að vita. „Vig lifum á velvild fólksins,“ sagði frú Jónína Guðmundsdóttir. formaður ivlæðrastyrksnefjidar í viðtali við blaðamenn. ,,En mestu tekjulindir okkar eru verzlanir og fyrirtæki og viljum vjð færa þeim okkar beztu þakkir. Starfsemi okk ar er aðallega fólgin í því að hjálpa einstæðum mæðrum, ekkjum og gömlum konum. Svo róttum við' bágstöddum heimilum hjálparhönd fyrir jólin. í fyrra var úthlutað tii 7—800 heimila mat, fötum cða peningagjöfum. Vil dg taka íram í því sambandi hve sérlega hefur verið vandað til fatagjafa síðustu árin.“ Tekið er á móti fatagjöfum í Ingólfsstræti 4, daglega frá kl. 2—6. Æskir nefndin eftir því, að fatagjafjr berist sem fyrst. Á móti peningagjöfum er tekið í skrifstofu félagsins að Njálsgötu 3 frá klukkan 10.30—6 daglega og síminn er 14349. Þar er einnig tek- ið á móti umsóknum og vill Mæðra styrksnefnd hvetja sem flesta, þess þurfandi að sækja um, því oft vjll svo verða að fátækasta fólkið sit- ur hjá. Jafnframt er tekið við á- bcndingum. Hjálparbeiðnir mega helzt ekki bcrast síðar en 12. þ.m. Starf Mæðrastyrksnefndar skipt ist í þrjá hluta þ. e. réttarbætur fyrir konur, styrktarstarfsemi og undir þann ljð heyrir jólasöfnun- in, og rekstur hvíldarheimilis fyrir þreyttar mæður, sem flestum mun lrunnugt. Formaður nefndarinnar er sem áður segir Jónína Guð- mundsdóttir og aðrar konur í út- hlutunarnefnd eru: Guðfinna Jó- hannsdóttir, Unnur Skúladóttir, Jó hanna Stefánsdóttir, Ásta Bjöms- dóttjr og Guðrún Snæbjörnsdóttir. Mvað viS iærðum seint á landift okkar Framhald af 18. síðu. upp í næsta nágrenni við Pál jökul, fylgdarmanninn, sem val- inn var til fylgdar við hina stór- huga ungu brezku menn, sem hér voru á ferð í þessum nýstárlegu erindum! En viðurriefni Páls leiðir í ljós hversu okkar líf hafði eins og siglt út úr kortinu með þessu tiltæki. Jóni Eyþórssyni eigum við þá rétt eina þakkarskuldina að gjalda, en hann er einn í hópi fræðimanna, sem nú vinna ötul- lega að því að lesa land okkar og þess aðskiljanlegu náttúrur niður í kjöl og gera okkur þær kunnar. Enn vísast er það Birgir Kjaran, sem heiðurinn á af því, að hafa látið „vekja upp“ þessa gömlu bók og góðu heimsókn. G.M. Brúin yfir Kwai-fljótið komin út á íslenzku Komin er út í íslenzkri þýðingu Sverris Haraldssonar hin fræga saga „Brúin yfir Kwai-fljótið“ eft- ir Pierre Boule. Margar sögur urðu til upp úr heimsstyrjöldinm síðari, enda ær- íð söguefnj, en meðal þeirra, sem náð hafa mestri frægð, er áreið- ar.lega „Brúin Kwai-fljótið“. í fyrsta lagi er sagan hörkuvel rituð og spennandi, hún hefur verið þýdd á ótal tungumál. Og ekki hef- ur það dregið úr frægðinni, að samnefnd kvikmynd var gerg eftir sögunni og hún hlaut mörg Oscars- verðlaun árið sem hún köm út. Um söguna segir á bókarumslagi íslenzku útgáfunnar: „Það er stríðssaga — en ekki um stríð. Hún er skemmtileg — en samt nærri grátleg." Bókin er 183 síður lesmáls og margar myndasíður að auki, prent uð í Félagsprentsmiðjunni, en út- gefandi er Stjörnuútgáfan. Athygli alls heimsins beinist að Kúbu. Kynnizt því sem er að gerast þar í hinni skemmti- legu bók Magnúsar Kjartanssonar, en hann dvaldist á Kúbu 1 sumar. Ver3 í bandi kr. 220,— Óbundin kr. 180,— Það þarf minna af OMO þar sem það er sterkara en önn- ur þvottaefni og þar sem þér notið minna duft. er OMO ódýrara. Reynið það sjálfar. X-OMO 17o/lC-8846 Sjáið þennan kjól! Svo hreinn, svo skínandi hvít- ur, að allir dást að honum. Það er vegna þess að OMO var notað við þvottinn. Fortíð og fyrir- burðir. FORTÍÐ og fyrirhurðir nefnist ein þeirra bóka, sem Bókaforlag Odds Björnssonar sendir á mark- aðinn fyrir helgina. Þetta eru þættir úr Húnaþingi, og hefur bókin raunar þann skýr- ingartitil. Enn 'fremur skal þess getið,- að þessi bók er 5. og síðasta bindið í ritsafninu Svipir og sagn- ir, og þetta bindi, eins og hin fyrri, er að mestu tekið saman af séra Gunnari Árnasyni, Magnúsi Björnssyni frá Syðra-Hóli og Bjarna Jónssyni í Blöndudalshól- um, og segir séra Gunnar Árnason frá þvf í formála lokabindisins, hvernig ritsafn þetta varð til. Efni Fortíðar og fyrirburða er sem hér segir: Magnús Björnsson a Syðra-Hóli á sögurnar Kammer- ráðið á Ylri-Ey, Sagnir Jónasar, og Sviplegt slys. Eftir séra Gunn- ar Árnason eru Dulsagnir og fyr- írburðir, og Brot úr sögu Auð- kúlu. Aðrar greinar eru Jón í Sólheimum eftir Bjarna Jónasson, Þáttur Bjarna á Bjargi og niðja hans, eftir Björn H. Jónsson, — Kveðið um Vatnsdal eftir Jónas B. Bjarnason og Forspá og fyrirboðar eftir Rósberg G. Snædal. Bókin er 282 bls. og eru í bókarlok leið- réttingar við fyrri bindin og nafna skrá fyrir þau öll. TÍMINN, þriðjudaginn 11. desember 1962 21

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.