Tíminn - 11.12.1962, Page 23

Tíminn - 11.12.1962, Page 23
JÓLAFAGNAÐUR Félag Framsóknarkvenna heldur jólafagnaíS í Tjarnargötu 26, fimmtudaginn 13. des. kl. 8,30. — Stjórnin. Fra msókna rf élag Reykjavíkur Fundur verður í Framsóknarfél. Reykjavíkur, miSvikudaginn 12. þ.m. í Tjarnargötu 26, kl. 9,30. — Kristján Friðriksson flytur erindi — Hugmyndafræði stjórnmála- flokkanna. — Félagar fjölmennið. Stjórnin. Misstu bát Framhald af l. síðu. og klukkan hálf þrjú á föstudag- inn slitnaði báturinn upp og rak í land og brotnaði hann. Fór önn- ur hliðin úr bátnum, og er hann gersamlega ónýtur. Gátu þeir fé- lagar ekkert aðhafzt vegna veður- ofsans. Var báturinn orðinn mjög ísaður, t.d. var afturmastrið orðið um metri í þvermál. í gær fékk Slysavarnafélagið vélbátinn Dynjanda til að leita þeirra félaga og fann hann þá á Hesteyri. Engu hefur enn verið unpt að bjarga úr Heklutindi. Heklutindur var skrásettur í Grunnavík og var hann fyrsti bát- urinn, sem DAS hafði f happ drætti á sínum tíma. Fanneymeð bilaða vél MB-Reykjavík, 10. des. Dráttarbáturinn Magni lagði af stað klukkan 19,40 í kvöld til þess að aðstoða síldarleit- arskipið Fanneyju, sem var með bilaða vél út af Garð- skaga. Blaðið átti tal við Benedikt Guð mundssön, skipstjóra á Fanneyju, um hálf-tíu leytið í kvöld. — Við vorum að fara í fyrstu EBE-ráðstefnan Framhald af 24. síðu. sonar, lögfræðings. Þá flutti Heim ir Hannesson erindi um kynnis- ferð til aðalstöðvar Efnahagsbanda lagsins og veitti mjög margar og athyglisverðar upplýsingar. Að erindunum loknum fluttu framsögumenn umræðuhópanna, þeir Jón Abraham Ólafsson, Jón Arnþórsson og Valur Arnþórsson, skýrslur um störf og niðurstöður umræðuhópanna. Voru þær mjög skilmerkilegar og báru glöggan vott um ágæt störf umræðuhóp- • anna og um þann almenna áhuga og stefnufestu, sem á ráðstefnunni ríkti. Þá fóru fram almennar umræð- ur og tóku margir til máls, og loks sleit formaður Félags ungra Fram- sóknarmanna ráðstefnunni með stuttri ræðu. Þessi ráðstefna ungra Framsókn armanna var að öllu leyti mjög vel heppnuð og hin ýtarlega og málefnalega meðferð á viðhorfi ráðstefnunnir til fyrirmyndar. — Hét formaður félagsins því að haldið mundi áfram á þessaii mál- eínalegu braut og fleiri þjóðmál tekin til meðferðar í vetur. síldarleitaríerðina okkar að þessu sinni, og þá tókst ekki betur til en svona. Við erum tíu á. Við lögðum af stað frá Reykjavík eitthvað um eittleytið í dag, svo stöðvaðist vél- in hjá okkur, þegar við vorum hérna út af Garðsskaganum. Eg veit ekki hversu slæmt þetta er; það er sennilega sjór í olíunni hjá okkur. — Við látum bara reka hérna. Við erum um 5 sjómílur út af Garðskaga. Það er kalda skratti af austri-suðaustri og bylur öðru hverju. Nei, það er allt í lagi með okkur, Magni er rétt ókominn; ég hugsa að hann verði hérna hjá okkur eftir hálftíma til klukku- tíma. Fanney er byggð úr furu í Tacoma árið 1945. Hún er 138 brúttólestir að stærg og eign Síld arverksmiðja ríkisins og Fiski- máianefndar. Fara úr landi Framhald af 1. síðu. námi, á hæstu laun. Ástandið í Reykjavík, sagði Georg, væri að vísu mun betra, en þó aldrei nógu gott. Landspítalinn væri bezt sett- ur, en þar vantaði þó alltaf við og við, og þær, sem þar störfuðu, mættu helzt aldrei forfallast, því að engar væru til að hlaupa í skarð ið. Anna Loftsdóttir, formaður Hjúkrunarkvennafélags íslands, sagði, að ástandið í þessum málum væri mjög alvarlegt og kjör hjúkr- unarkvenna yrðu að batna veru- lega á næstunni, ef ekki ætti að verða algjört vandræðaástand. Það væri ekki gott til þess að vita, hversu margar íslenzkar hjúkrun- arkonur* væru starfandi erlendis. Þær þyrftu að vísu helzt að fara ESJAN VIDGERD EFTIR 7 VIKUR MB-Reykjavík, 10. des. Komið er nú í Ijós, að mikl- sr skemmdir hafa orðið á Esju við strandið á dögunum. Mun skipið sent út til viðgerðar og verður ekki komið í gagnið að nýju fyrr en um mánaða- mótin janúar/febrúar. Þetta veldur miklum óþægind- um fyrir Skipaútgerð ríkisins og utan einhvern tíma á starfsferlin- um og kynna sér hjúkrunarstörf erlendis, en það væri ískyggilegt, hversu margar ílentust úti, og or- sökin væri einfaldlega sú, að vinnu skilyrði og laun væru miklu betri þar, t d. á Norðurlöndunum. Sagði Anna, að þetta ástand staf aði ekki af hjúkrunarkvennafæð, því að nóg vinnuafl væri til, en það nýttist bara ekki vegna slæmra kjara. Því til sönnunar sagði hún, að í hjúkrunarkvennafé- lagi íslands væru nú yfir 600 fé- lagar, en aðeins rúmlega 260 hjúkr unarkonur starfandi á landinu. — Aðeins fáeinar félagskonur eru komnar á eftirlaun, en margar eru giftar og geta ekki starfað vegna þess, hve vinnutfmi er óhag stæður. Anna fullyrti, að ef vinnu- tíma yrði hagrætt og vinnuskilyrði og laun bætt, svo að hinar giftu kæmust til starfa og þær, sem nú starfa erlendis, fengjust heim, þá yrði ekki um neinn skort að ræða. Hjúkrunarnámið tekur rúm þrjú ár, og eftir 10 vikna forskóla vinna nemarnir 48 stunda vinnu- viku undir stjórn lærðra, og fá laun, sem nægir þeim fyrir ódýru húsnæði og fæði í skólanum og örlitia vasapeninga ag auki. — Lægstu laun hjúkrunarkvenna, þ. e. aðstoðarlijúkrunarkvenna eru nú rúmar 5 þúsund kr., sem er 11. launaflokkur, en hæstu laun fa yfirhjúkrunarkonur, sem eru í 7. launaflokki, rúmiega 7,800 kr. Laun þessi eru vitaskuld afar lé- leg, þegar tekið er tillit til allrar þeirrar vinuu, sem hjúkrunarkon- ur verða að leggja á sig, bakvakt- Tvær Doddabækur Myndabókaútgáfan, Reykjavík, sendir nú frá sér 2 nýjar Dodda- bækur, nr. 4 og 5 í röðinni af þessum vinsælu smábarnabókum, eftir Enid Blyton. Þær heita Doddi í ræningjahöndum og Afreksverk Dodda, og eru hvor um sig rúmar 60 blaðsíður að stærð. Bækurnar eru prýddar fjölda litmynda eftir Beek. FRÉTTIR í FÁUIVI ORÐUM Reykjavík, 10. des. — SigurSur Benediktsson heldur enn eitt bóka- uppboSið í ÞjóSleikhúskjallaranum í dag, þriSjudaginn 11. des. kl. 5 e.h. srundvíslega. Eru bækurnar til sýnis frá kl. 10—4 í dag. — Alls verða boSin upp 60 verk. Meðal þeirra má nefna JarSabók Árna Magnússon ar og Páls Vídalín, allt verkiS bund 13 í skinn meS öllum kápum, Grágás I.—II. útg. í Kaupmannahöfn 1829; FerSabók Þorvaldar Thoraddsen I. —I'l„ frumútgáfa, og auk þess eftir Þorvald ÁrferSi á íslandi í þúsund ár, LandfræSisaga I.—IV., og Lýsing íslands I.—IV. Reykjavík, 10. des. — ÞaS slys varS á Hringbrautinni við sySri tjörnina laust fyrlr kl. 7 á laugardaginn, aS Jón Pétursson, Skúlagötu 68, klemmdist milli bila og hlaut opiS beinbrot á fæti. Slysið bar þannig til, aS Jón var að skipta um hjól- barSa viS Ijós frá annarri bifreiS og stóS á milli þeirra, en þriSju bifreiS ina var ekiS aftan á þá sem lýsti Jóni viS verkiS. Sú bifreiS mun hafa veriS aS taka fram úr. Jón var flutt ur á slysavarSstofuna og síSan á Landakotsspítalann. Reykjavík, 10. des. — Skömmu eftir hádegi í dag varS fjögra ára drengur Ásbjörn Ólafsson, ttl heimilis aS GnoSavogi 50, fyrir bíl á Suðurlands braut, skammt innan viS Hálogaland. Bíllinn var á austurleið, en drengur inn kom hlaupandi meS flelri börn- um frá húsunum norðan götunnar og lenti utan í hliS bílsins. Hann var fluttur á SlysavarSsstofuna en talinn líft meiddur og átti aS fara heim í kvöld. Reykjavik, 10. des. — Milli klukkan 9 og 11 á laugardagskvöldið var keyrt utan í hvítkremaða Renault bifreið, sem stóS norSan við inn keyrsluna hjá BSR í Lækjargötu, meðan eigandinn skrapp 1 bíó. — Hægri framhurðin var dælduð og rauS málning í farlnu. Rannsóknar. lögreglan biður þann, sem er valdur að þessu að gefa sig fram, og lýsir eftir sjónarvattum. Peykjavík, 10. des. — Á sunnudags- nóttina var brotizt inn i tvær við tækjaverzlanir hér í Reykjavík og sfolið 11 viðtækjum, sem nema að verðmæti nál. 27 þúsund krónum, — AnnaS innbrotið var framið hjá Radíótónum, Laufásvegi 41, en þar var stolið 9 viðtækjum, Hitt Innbrot ið var í verzlun á Freyjugötu 15, en þar var steínhnullungi varpað í rúðu og tveim tækjum af Standard gerS kippt út. Maðurinn, sem tók í misgripum i Tjarnargötu 26, fyrra mánudags- kvöld, gráan hatt merktan KK á svitagjörS, er beðlnn að snúa sér til skrifstofunnar þar og skipta á höttum. mun útgerðin leigja vitaskipið Ár- vakur í a.m.k. eina ferð vegna þessa. Guðjón Teitsson, forstjóri Skipa útgerðarinnar, skýrði blaðinu frá þessu í dag. Hann kvað þurfa að skipta um 18 plötur í botni skips- ins og eru sumar þeirra allt að níu metra á lengd. Vegna manneklu og annarra á- stæðna geta innlendir aðilar ekki gert við skipið, nema á mjög löng um tíma. Guðjón kvaðst því hafa snúig sér til skipasmíðastöðvarinn ar í Álaborg, sem smíðaði skipið ir, næturvaktir og annað eftir því Eru þær oft svo yfirkeyrðar óg þreyttar, ag vinnuafl þeirra nýtist enn verr en skyldi þess vegna. Blaðið getur nefnt tvö dæmi, sem sanna þetta alvarlega ástand mjög Ijóslega. Sjúkrahúsið á Fatreksfirði skortir nú tilfinnan- lega hjúkrunarkonu, og hefur mik- ið verið reynt til þess ag fá hana, en ekki tekizt. Á Siglufirði er á- standig ekki betra. Þar er ein ein asta hjúkrunarkona, sem þar að auki er svissnesk, á sjúkrahúsinu, scm að jafnaði hefur um 20 sjúk- linga að annast. Og þetta eru engin einsdæmi, á ílestum sjúkrahúsunum eru miklu færri hjúkrunarkonur en gert er rág fyrir samkvæmt reglugerð. Og þessar fáu konur verða að leggja á sig tvöfalt erfiði, og mega helzt ekkert víkja sér frá. Og svona verð ur ástandið áfram, ef ekki verð- ur að gert hið fyrsta. Fötin loguöu Framhald af 24. síðu. þar sem hann svaf. Tókst þegar að slökkva í fötum hans, en mikinn reyk lagði út úr herberginu. Slökkvi- liðið var kvatt til, og logaði þá allur bekkurinn, þar sem Eiríkur hafði sofið. Var eld- urinn farinn að breiðast út um herbergið. Eiríkur var fluttur á Slysavarðstofuna, þaðan á Hvítabandið. Hann hlaut talsverð brunasár og mest á brjósti, en talið var að logandi vindillinn hefði fallið niður á brjóst hans. Nokkrar skemmdir urðu_ á svefnherberginu. á sínum tíma, og kváðust þeir geta gert við skipið á þremur vikum eða svo, ef þeir fengju númerin á plötum þeim, er skipta þarf um, þar eð þeir hefðu nákvæmar teikn ingar af skipinu, og gætu því und irbúið sig, áður en skipið kæmi. Bráðabirgðaviðgerð fer fram hér heima, en 'hún er þag umfangsmik il, að henni mun ekki ljúka fyrr en um jól í fyrsta lagi. Sýnt þykir, að skipið hafi lent á kletti, þegar það strandaði; kvað Guðjón sennilegt, að þar myndi um stein ag ræða, sem borizt hefði með ís, þar eð botn er þarna ann- ars góður. Töf sú, sem af þessu hlýzt, er mjög bagaleg, því nú fer mikill annatími í hönd og er óhjákvæmi legt, að áætlun raskist nokkuð. Ákveðið er nú að taka vitaskipið Árvakur á leigu í ferð til Siglu- fjarðar og Akureyrar um næstu helgi og Hekla fer í aukaferð á Vestfirðina um 19. þ.m. MILUÓN KR. VINNINGURINN j gær var dregið í 12. flokki Happdrættis Háskóla fslands. Dregnir voru 3150 vinningar að fjárhæð 7.890.- 000 krónur. — Hæsti vinn- ingurinn, ein milljón króna, kom á hálfmiða nr. 47092. Annar helmingur hans var seldur í Hafnarfirði, en hinn í Sandgerði, þar sem kvæntur maður og tveggja barna faðir hlaut hann, og ætlar að fá sér þak yfir höfuðið fyrir vinninginn. Hann átti átta miða í röð, svo að hann bær báða auka vinningana, alls 550 þúsund krónur. — 200 þúsund króna vinningurinn kom á nr. 30479, heilmiði, seldur hjá Guðrúnu Ólafsdóttur í Reykjavík, og 100 þúsund króna vinningurinn kom á nr. 43624, hálfmiða, báðir seldir á Seyðisfirði. (Birt án ábyrgðar). ÞAKKARÁVÖRP Beztu þakkir til allra er mintust mín á 75 ára afmæl- inu 19. nóv. s.l. með heimsóknum, gjöfum, bréfum og skeytum. JÆeð hugheilum framtíðaróskum. Hallgrímur S. Guðmundsson, Þinghólsbraut 13, Kópavogi. Útför eiginmanns m(ns, föSur okkar, tengdaföður og afa, JÓNS S. ÓLAFSSONAR fyrrv. forstöðumanns Bifreiðaeftlrlits ríkisins, fer fram frá Laugarneskirkju, miðvikudaglnn 12. des. n.k. kl. 1,30 e.h. — Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Herþrúður Hermannsdóttir, börn, fengdadætur og barnabörn. Við þökkum samúð og vináttu okkur auðsýnda, við andlát og jarðar- för bróður okkar og mágs, ÞORLÁKS LÚÐVÍKSSONAR kaupmanns. Lovísa Lúðvíksdóttir, Sigríður Lúðvíksdóttir, Jónas Guðmundsson, Dagmar Lúðvíksdóttir, Gizur Bergstelnsson Margrét Lúðviksdóttir, Leó Svelnsson, Slgurður Lúðvíksson, Serina Stefánsdóttir, Bjarni Lúðvíksson, Laufey Arnórsdóttir, Karl Lúðvíksson, Svanhlldur Þorstelnsdóttir, Georg Lúðvíksson, Guðlaug L. Jónsdóttir. TÍMINN, þriðjudaginn 11. desember 1962 / 23 i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.