Tíminn - 30.12.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.12.1962, Blaðsíða 2
STJÖRNUSPÁDÓMUR Á Verða viii isi ® - • ' it mii H Rússa og . Kr nverjí I? í nýlegu fjölbýlishúsi í Austur- bænum býr fertugur maður, sem hefur lengi fengizt við stjömu- spár og önnur dulræn fræði, þótt ekki hafi farið hátt. Blaðamaður Tímans vissi um þessi áhugamál hans, gekk á fund hans og for- vitnaðist um, hvort hann gæti ekki vilja hafa þessar spár miæsta árs úr stjörnunum. — Stjörnuspekingurinn fékkst til að athuga þetta og skrifaði eftirfar- andi spá ársins 1963 fyrir Tím ann, með því stranglega pkilyrði, að nafns hans yrði hvergi getið í þessu sambandi. Kvaðst hann ekki vilja gera sér þessar spár að féþúfu, þar sem þær væru almenns eðlis og ekki loku fyrir það skotið, að á annan veg færi en fyrir var spáð. — Merkustu viðburðir ársins munu sennilega gerast í sanv bandi við sambúð Rússa og Kín- verja, og aukast horfurnar stöð- ugt á algerum vinslitum þar í milli. Báðir aðilar munu berjast af hörku fyrir því að ná forustu kommúnistaríkjanna og kommún istaflokka annarra landa á sitt band, og munu Rússar yfirleitt KENNEDY ' Vesturveldin munu, þogar á reynlr . . . hrósa sigri, með örfáum undan- tekningum. Rússar munu verða samvihnu- þýðari við Vesturveldin árið 1963 heldur en fyrri ár, og held- ur sama þróunin áfram, sem hófst með lausn Kúbudeilunnar. Munu Rússar og Bandaríkin gera fleiri en einn samning á árinu til viðhalds friði í heiminum, en samt mun ekki verða alveg stöðv að vígbúnaðarkapphlaupið og kjarnorkuvopnabúnaður. í staðinn fyrir ahdstæðuna austur-vestur, sem undanfarin ár hefur ríkt í alþjóðamálum, KRUSTJOFF . . . njóta vaxandi sfuSnings Rússa . . . munu heimsmálin aðaliega ein- kennast af þríhyrningnum Banda ríkin—Rússland—Kínp. Það verö ur traustari afstaða stórveldanna sem getur valdið meira jafnvægi í alþjóðamálum en verið hefur. Meðal vestrænna þjóða mun forustuhlutverk Bandaríkjanna verða æ meira óberandi, og munu þau hafa vináttu margra smáríkja í öðrum heimsálfum, og mun sú vinátta koma vel i ljós á vettvangi Sameinuðu þjóð anna. Engar blikur eru yfir stjórnmálalífi Bandaríkjanna á árinu. Árið 1963 verður frekar hag- stætt fyrir Sameinuðu þjóðirnar og munu þær og sérstaklega stjórn þeirra geta lægt margar öldur, sem hefðu getað ógnað jafnvæginu í heiminum. Áhrif hinna smáu munu smám saman aukazt þar og stórveldin verða að taka vaxandi tillit til þeirra. Yfirleitt eru alþjóðastofnanir mjög í sviðsljósinu árið 1963, og mun ganga á ýmsu í sam- bandi við þau. Verða margir fær ir menn önnum kafnir við að greiða úr ýmsum vanda. Efna- hagsbandalög verða mjög tíð- rædd á árinu og koma fram mörg sjónarmið, sem reynt verður að sætta. Fáir merkir menn á sviðum stjórnmála og menningarmála munu andast á árinu og mun andlát þeirra ekki hafa nein af- gerandi áhrif á ástandið í þess- um málum. Völd aðalsfólks munu minnka og vinsældir þess meðal almennings munu fara vaxandi. Stjörnum í kvikmynd- um og skyldum listum mun fara fækkandi, en breiddin vex. Leik- stjórar láta meira að sér kveða og vefða mjög umræddir í viku blöðum. Eins og undanfarin ár verður 1963 hagstætt fyrir menningar- leg áhrif íslands út á við. Horf- ur eru á vaxandi ábyrgð íslend- inga í þeim efnum og verður leitað til íslendinga um hollráð í menningarmálum. Þjóðin mun hafa traust stórþjóðanna á árinu. Mikið góðæri verður þetta ár- ið hér, einkum þó til sjávar. Afla brögðin árið 1963 munu þyngja pyngju margs almúgamannsins og auka almenna velmegun iands búa. Iðnaðurinn mun vaxa hæg- fara á árinu, og upni verða radd ir um, að iðnaður í sambandi við sjóinn ætti að vaxa meira en raun verður á, Stjórnmálaástandið verður ó- tryggara en undanfarið, en ekki eru líklegar neinar stórvægileg- ar breytingar í þeim efnum. — Frjálslyndur hugsunarháttur mun eflast með þjóðinni og öfg ar í stjórnmálum fara þverrandi. Er líður á árið mun stjórnmála- ástandið kyrrast aftur. Stórviðburðir í menningarmál- um munu vart verða fleiri árið 1963 en á líðandi ári, en mikil breidd mun verða í þeim og menningaráhugi mun almennt fara vaxandi. íþróttir eru hér taldar með, en varlegt er í stjörnuspám að gera greining- ar þar á milli. Slys og aðrar hörmungar verða tiltölulega fáar á árinu og mun athygli almennings vera vakandi við að hindra möguleika á slíku. Afbrot verða aftur á móti nokk- uð tíð, og mun hlutur ungbnga í þeim valda vaxandi áhyggjum. MAO . . . einkum þegar athyglin beinist að áformum Kína. Miklar jóla- skreytingar ED-Akureyri, 28. des. AkureyrarkaupstaSur var meira skreyttur og lýstur um síðustu jól en venja er til. Verzlun mun hafa veriS mik- il, enda góðir vegir um allt héraðið og samgöngur ótrufl- aðar. Annar jóladagur er talinn ann- ar mesti ölvunardagur ársins hér um slóðir og ganga næst gamlárs- degi. Að þessu sinni varð þó dag- urinn ekki ýmsum öðrum dögum verri í þessu efni, sem sést bezt á því, að þrátt fyrir það, að dans- leikir voru á öllum skemmtistöð- um Akureyrar, gisti enginn mað- ur steininn nóttina eftir. Er þetta að vísu ekki fullt siðferðisvottorð, þvl að víða mun allfast hafa verið drukkið og lögreglan þurfti ýms- um að sinna, sem ekki kunnu magamál sitt, en engin illindi eða óspektir urðu. Slys urðu engin þessa daga og slökkviliðið var ekki katlað út. Á gamlárskvöld verða haldnir | dansleikir á fimm síöðum hér að minnsta kosti og 15 brennur verða í útjöðrum bæjarins. I héraðinu er alveg snjó- og svellalaust á láglendi og vegir sem um sumardag. Síðustu daga hefur verið frost og stillt veður, sannkallað jólaveður að öðru leyti en því, að snjóinn vantar. HÖGGDEYFARAR* LOFTNETSSTENGUR rt VATNSLÁSAR Í FLESTA BÍLA. SENDUM GEGN KRÖFU UM ALLT LAND. fl H.i. Egill Vilh)álmsson sflnjfl Laugaveg 118 - Siitii 2-22-40 stoð Sóðæri Árgæzka liefur verið mikll á þessu ári, sem nú er senn að ljúka. Að vísu urðu bændur á nokkrum stöðum á landinu fyrir tilfinnanlegu tjóni af völd um kals í túnum, en góðæri tll sjávarins hef'ur verið einstakt. Fiskaflinn á þessu ári mun slá öll met og verðmæti útflutn- ingsafurða mun verða meira en nokkru sinni fyrr. Fyrir þetta hljóta fslendingar að þakka nú um áraskiptin og þetta hlýtur að minna þá enn einu sinni á, hve gott og gjöfult land þeir eiga. En það ber þó ýmsa skugga yfir og þcirra liljóta menn einnig að minnast í sam- bandi við hið óvenjulega góð- æri til sjávarins og spurning hlýtur að knýja á: Hvernig væri nú ástatt, ef hefSi ekki komið til þetta óvenjulega góð æri? SkPggi Þá verður okkur ljóst, að við höfum ekki átt góðri stjórn okkar mála að fagna. Því að þrátt fyrir liið óvenjulega góð- æri er hagur margra stétta mjög bágur. Vegna dýrtíðar verður t.d. alls ekki lifað mann sæmandi lífi af því kaupi, sem almennt er aflað á venjulegum vinnudegi og ekki af þeim tekj- um, sem bændum em ætlaðar. Ýmsum tekst þó að reyta saman sæmilegar tekjur með ofhoðs- iegum þrældómi, en farsælt líf þjóðarinnar getur ekki byggzt til lengdar á því. jNvrt ÍÓ Kostnaður við framkvæmdir, byggingar, ræktun, bústofn, bátakaup, vélakaup og svo frv. er orðlnn svo gífurlegur saman borið vlð bær tekjur, sein menn geta gert sér vonir um og það lánsfé, sem almenningi er gef inn kostur á, að stappar nærri lömun hins almenna einstakl- ingsframtaks fjöldans, sem ís- lenzka þjóðin hefur grundvall- að á sókn sína frá örbyrgð til bjargálna. StefiíHbreytmg Þá stcfnu í Iánamálum, að hættulegt sé þjóðarbúskapnum að sparifé þjóðarinnar sé í um- ferð til eflingar atvinnurekstrl og uppbyggingu verður að kveða í kútinn. Frysta spariféð í Seðlabankanum nemur nú hundruðum mllljóna, en verk- efoin blasa hvarvetna vlð og ínöguleikarnir eru margir. — Reyndar er farið að marka lát á undanhaldi hjá ríkisstjórn- inni í þessum málum fyrir hvassri ádeilu Framsóknarfl., og tekið hefur verið erlent lán, sem verja á tll framkvæmda og framkvæmdaáætlun er sögð í undlrbúningi, en með þessu hyggjast t stjórnarflokkarnir fleyta sér yfir kosningar að vori komanda ásamt fögrum loforðum, sem menn þekkja orð ið frá því í síðústu kosningum En samdráttarstefna, — stefna hinna fáu útvöldu einstaklinga, breytlr ekki eðli, þótt hún verði kölluð framkvæmdaáætl'un. — Hér dugir ekkert mhina en stefnubreyting, því að öllu máli skiptir á hvers vegum f jár festingin og uppbyggingin á að vera. Ríkisvaldinu verffur að beita hiklaust til þess að styðja þá, sem vilja bjarga sér sjálfir. þótt þeir hafi ekki fullar hend ur fjár, en ekki til þess að leggja braut fiármagnsins þann ig, að hér verði svo til allt á (Framhald ð bls 6 i 21 TIMIN N , sunnudaginn 30. desember 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.