Tíminn - 16.02.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.02.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RÍKID WILLIAM L. SHIRER 22 Eckart, Göring og Hanfstaengl, hafa „lánað“ honum peninga til þess að borga húsaleiguna, kaupa fatnað og fá sér að borða. Þarfir hans voru vissulega ekki miklar. Þar til árið 1929 bjó hann í tveggja herbergja íbúð í íbúðar- hverfi, þar sem eingöngu bjó fólk úr lægri millistéttunum, þ.e.a.s. við Thierschstrasse í nánd við Isar-ána. Á vetrum gekk hann í gömlum frakka — flestir Þjóðverj ar voru farnir að þekkja hann síðar af myndum. Að sumarlagi mátti oft sjá hann í stuttbuxum, Lederhosen (skinnbuxum), sem Bayernbúar klæðast mikið í góðu veðri. Árið 1923 rákust þeir Eck- art og Esser af tilviljun á Platt- erhof, krá nálægt Berchtesgaden, og var hún gerð að sumardvalar- ■Stað Hitlers og vina hans. Hitler varð snortinn af fegurð fjall- anna, og hér var það, sem hann seinna meir lét byggja hina rúm- góðu villu, Berghof, sem átti eftir að verða heimili hans, þar sem hann eyddi mestum hluta tíma síns, þar til stríðið skall á En samt sem áður var lítill tími til hvíldar og upplyftingar hin stormasömu ár frá 1921 til 1923. Byggja þurfti upp flokkinn og fylgjast með athöfnum keppi- nautanna, sem eins og Hitler sjálfur, létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna. NSDAP var að- eins einn af mörgum hægrisinn- uðum flokkum í Bayern,. sem barðist um stuðning almennings og athygli, og auk þess voru enn fleiri annars staðar í Þýzkalandi. Stjórnmálamaðurinn þurfti að fylgjast vel með hinni ógnar- hröðu atburðarás, og hvernig á- standið var stöðugt að breytast, hann varð að meta og notfæra sér allt sem fram fór. í apríl 1921 höfðu Bandamenn lagt fram skaðabó'akröfur sínar á hendur Þjóðverjum, að upphæð hvorki meira né minna en 132 billjónir gullmarka, eða 33 billjónir doll- ara, og Þjóðverjar kvörtuðu und- an því, að þeir gætu ekki með nokkru einasta móti greitt þessa upphæð. Markið, sem venjulega jafngilti einum fjórða úr dollar, byrjaði að falla, og um sumarið 1921 þurfti 75 mörk fyrir hvern dollar, ári síðar 400. Erzberger hafði verið myrtur í ágúst 1921. í júní 1922 var gerð tilraun til þess að ráða af dögum Philipp Schejdemann, sósíalistann, sem lýst hafði yfir stofnun lýðveldis- ins. Sama mánuð var Rathenau utanríkisráðherra skotinn til bana úti á götu. í öll skiptin höfðu morðingjarnir verið menn úr flokkunum lengst til hægri. Hin valta stjórn í Berlín svaraði að lokum með því að setja lög til verndar lýðveldinu, og kváðu þau á um harða refsingu vegna póli- lískra ofbeldisverka. Berlínar- stjórnin krafðist þess, að leystir yrðu upp fjölmargir vopnaðir flokkar og endir yrði bundinn á glæþaverkin. Bayenvstjórnin átti erfitt með að fara að vilja stjórn- arinnar í Berlín, jafnvel undir stjórn hins hægfarasinnaða Ler- chenfeld greifa, sem tekið hafði við af öfgasinnanum Kahr í Bay- ern árið 1921. Þegar stjórnin reyndi að framfylgja lögunum um ofbeldisverk, bundust hægrisinn- arnir í Bayern samtökum og gerðu samsæri til þess að steypa Lerchenfeld og halda síðan til Berlínar til þess að kollvarpa þar lýðveldinu. Hitler var nú orðinn viðurkenndur sem einn af aðal- foringjum þessara hægrisinna. Hið lýðræðislega Weimar-lýð- veldi átti við mikla erfiðleika að etja. Því var ekki aðeins ógnað af öfgafullum hægrisinnum, held- ur einnig af mönnum, sem stóðu lengst til vinstri. III. Versalir, Weimar og Bjór- kjaliara<samsæri9 Flestum ibúum hinna sigur- sælu landa Bandamanna, hafði virzt yfirlýsingin um lýðveldis- stofnunina í Berlín, 9. nóvember 1918, marka ný tímamót í sögu þýzku þjóðarinnar. Woodrow Wil- son forseti hafði eindregið lagt til í orðsendingum í sambandi við vopnahléssamningana, að Hohen- zoilern-einræðið yrði afnumið, og að því er virtist, höfðu Þjóðverj- ar farið að vilja hans, þó tregir væru. Keisarinn hafði verið neydd ur til þess að segja af sér og flýja, einveldið leystist upp, og þjóðin losaði sig í skyndi við kon- ungsættirnar, og að lokum var lýst yfir s'ofnun lýðveldis. En yfirlýsingin var byggð á mistökum. Síðdegis 9. nóvember, komu hinir svokölluðu Meirihluta- sósíal-demókratar saman í þing- inu í Berlín undir stjórn Fried- inu í Berlín undir stjórn Friedr. Ebert og Philipp Scheidemann, eftir að kanslarinn, Max prins af Baden, hafði sagt af sér. Þeir voru í standandi vandræðum varðandi það, hvað þeir ættu nú til bragðs að laka. Max prins hafði verið að enda við að lýsa því yfir, að keis- arinn hefði afsalað sér völdum. iSöðla.i niðurinn Ebert, hélt, að einhver sona Vilhjálms, þó að undanskildum hinum ósiðsama krónprinsi, kynni að taka við af honum, enda var hann eindreg- inn stuðningsmaður þing'bund- innar konungstjórnar, að enskri fyrirmynd. Enda þótt Ebert væri foringi sósíalista, hafði hann við- bjóð á sósíalistískum byltingum. „Ég hata þær eins og syndina“, hafði hann eitt sinn sagt. En byltingin lá í loftinu í Ber- lín. Höfuðborgin var lömuð vegna allsherjarverkfalls. Aðeins fáum húslengdum frá þinginu, neðar við Unter den Lindén, voru Spartakistarnir, undir forustu vinstrisinnuðu sósíalistanna Rosa Luxemburg og Karl Liebknecht, að vígbúast í keisarahöllinni, til þess að gela lýst yfir stofnun sov- ét-lýðveldis. Þegar sósíalistunum í þingjnu bárust orð um þetta, urðu þeir skelfingu lostnir. Eitt- hvað varð að gera, og það á auga- bragði, til þess að koma í veg fyr- ir, að Spartakistunurp tækist að I framkvæma ætlunarverk sitt. Scheidemann datt dálítið í hug, og án þess að ráðfæra sig við fé- laga sína, þaut hann út að glugg- : anum, sem sneri út að KönigS- J platz, en þar hafði safnazt saman mikill mannfjöldi. Hann stakk í höfðinu út um gluggann, og lýsti yfir stofnun lýðveldisins, eins og 1 hugmyndinni hefði allt í einu skolið upp í kollinum á honum. Ebert söðlasmiður var ofsareiður. Hann hafði vonazt eftir því, að á einhvern hátt myndi honum tak- ast að bjarga einveldisstjórninni. Þannig kom þýzka lýðveldið í heiminn, eins og af einhverri til- viljun. Væru Sósíalistarnir sjálfir ekki öflugir lýðveldissinnar, var varla við því að búast, að íhalds- mennirnir væru það, en hinir síðarnefndu höfðu afsagt sig allri ábyrgð. Þeir, og foringjar hersins, Ludendorff og Hindenburg, höfðu lagt öll völd í hendur hinna tregu , Sósíal-demókrata. Með þessu tókst þeim einnig að leggja alla ábyrgð- ina á undirritun uppgjafarsamn- ingsins, og síðar friðarsamnings- ins, á herðar þessara foringja . hinna lýðræðislega sinnuðu verka- lýðsstétta. Og um leið skelltu þeir á þá skuldinni út af uppgjöf Þýzkalands og þeim þjáningum, 1 sem tapað stríð og nauðungar- friður kunnu að hafa í för með sér fyrir þýzku þjóðina. Þetta var óþverra bragð, bragð, sem hvaða barn hefði átt að sjá við, en það nægði í Þýzkalandi, og lýðveldið var dauðadæmt frá upp- hafi. Vera má, að svo hefði ekki þurft að vera. í nóvember 1918 hefðu Sósíal-demókratarnir, sem fóru með öll völd, getað í skynd- ingu lagt grundvöllinn að varan- legu lýðræðislegu lýðveldi. En til þess að gera það, hefðu þeir þurft 33 4. ICAFLI Eg var úti við og var að reyna að laga girðingu, daginn sem Guy kom. Eg kom ekki heim fyrr en hann var farinn. Gertrude var í góðu skapi. Hún sagði mér glað- lega, að ég hefði misst af að hitta virkilega geðþekkan mann. — Guy hafði með sér vin sinn, sem er kominn hingað frá Eng- landi vegna heilsunnar. Hann ætl- ar að kaupa land hér og Guy hélt ef til vill, að ég vildi selja spildu. Eg dreypti á sérríinu. Eg hafði viljandi verið lengur úti en ég þurfti, vegna þess að ég hafði not ið þeirrar frelsistilfinningar sem gagntók mig. Eg hafði riðið hest- inum mínum, Sparta og Solak hafði verið með. Miriam hafði nú kveikt á lömpunum í stofunni. En hvað stofan var tómleg. Það var á þessum tíma dagsins, sem ég sakn- aði Sylvesters sárast. — Og hvað heitir þessi maður, sagði ég, frekar til að gleðja Ger- trude, en ég hefði nokkurn áhuga á málinu. — Nicholas Nichol. Afar glæsi- legur maður. Töfrandi persónu- leiki. Ekki mjög ungur . senni- lega kominn að fertugu, býst ég við. Hann er hár og grannur. Hár- ið farið að grána í vöngum. Það klæðir hann raunar mjög vel. Sannkallaður heimsmaður á allan hátt og mjög geðfelldur. — Hann virð.ist mjö^ riðkunn- anlegur, tautaði ég og hugsaði með mér að hann hlyti að vera ó- þolandi. Jæja, ég myndi ugglaust ekki hitta hann, svo að mér mátti á 'Sama standa, en ég var fegin að hann hafði komið Gertrude í svona gott skap. Hún talaði ekki um annað en hann allt kvöldið. Viku síðar hringdi Monica og bauð mér í veizlu. — Það get ég ekki þegið, sagði ég stuttaralega. 14 — Vitleysa. Allir vita, að þú ert 1 alltof ung til að sitja þarna úti í 'auðninni og syrgja þar sem eftir I er ævinnar. Eg lokaði augunum Monica taldi hollt að tala opinskátt um ! hlutina! — En ég get ekki farið frá Ger- trude, sagði ég ákveðin. — Vitleysa, Þar með lagði hún tólið á. Eg gleymdi síðan öllu, en dag- inn sem boðið var, kom hún ak- andi með brosandi frú Keet. Þær sigldu inn í húsið, létu mótmæli mín sem vind um eyru þjóta, og fengu Gertrude til að viðurkenna, að ég hefði gott af því að hitta ifólk aftur. Og áður en ég vissi af, sat ég við hlið Monicu í bilnum og hafði litla tösku með fötum við hlið mér. — Slappaðu bara af, sagði hún glaðlega. — Frú Keet og Ger- trude skemmta sér ljómandi sam- an. Ertu ekki hundleið að búa hérna úti? — Jú, svaraði ég hreinskilnis- lega. — Þú mátt ekki segja það neinum, Monica, en þegar að því kemur, að Gertrude þarfnast mín ekki lengur, ætla ég að fara héð- an, og fara langt í burt. — Til Englands? Hún leit hissa á mig. — Kannski til Ameríku. — Þekkirðu nokkurn þar? — Ekki enn. En ég eignast sjálfsagt vini Svo velti ég fyrir mér, hvort það yrði eins auðvelt og ég hélt. Þegar ég hugsaði mig vel um, átti ég mjög fáa vini. Bara Frances. — Er það satt, að þú hafir borg að allar skuldir Gertrudes? Eg roðnaði af reiði. — Eg vildi óska að fólk léti sér nægja að hugsa um sitt eigið. Monica leit glaðlega á mig. — í borg eins og Mbabane hefur fólk ekki annað að gera en tala um ná- ungann. — Hvernig liður Frances? flýtti ég mér að spyrja. Má hún taka á móti gestum núna? — Ef Guy gefur leyfi sitt. — Mig langar að heimsækja hana. Monica leit á mig. — Heldurðu að hún vilji sjá þig? Eg skildi ekki strax, hvað hún átti við. — Ó, þú átt við . . vegna Sylvesters? — Sylvesters? sagði Monica spyrjandi. — O, þú heldur að hún sé hrædd um að þú spyrjir hana hvers vegna hún hindraði þig í að fara til Spongeni? — Já, og hvers vegna hann fór í staðinn. En ég skil ekki . . . Eg sneri mér ósjálfrátt að henni. Hún leit alvarleg á mig. — Eg held ekki að hún hafi búizt við, að Sylvester færi. — En hvað . . . hvað gerði að verkum, að hún hringdi til hans. Hvers vegna mátti ég ekki fara? — Bara hugboð, held ég, svar- aði Monica stuttaralega. Allan daginn reyndi ég að koma henni í skilning um, að ég gæti ekki farið með þeim hjónum í veizluna. En hún hlustaði ekki á ' mig. Hún rak mig í bað og sagðist ; hafa útvegað mér herra. j Meðan ég lá í baðinu, varð mér j ljóst, að það myndi vera mér óger- legt að fara í veizluna. Þá heldur þola reiði Monicu. Eg fór í kjól- inn, sem ég hafði komið í og gekk niður í stofuna. Eg hélt þar væri enginn. Svo kom ég auga á mann- inn, sem stóð úti við gluggann Hapn var hávaxinn og grannur. og þegar hann kom til mín, hugs- aði ég með mér að hann hlyti að vera áhugamaður um íþró'tir. Hann hafði einkennilega blá augu. Hann var mjög glaesil.egur, , en dálítið gamall. Var það hann, sem átti að vera herrann minn? Eg hélt að Monica hefði boðið ein- , hverjum yngri manni. | — Elisabeth, ekki satt? sagði hann og brosti. Eg leit á hann og sá, að hárið var farið að grána í vöngum. — Og þér eruð efalaust Nichol- as Nichol. svaraði ég þurrlega. — Rétt til getið. Hvernig tókst yður það? Hann hafði tekið, um hönd mína. Eg svaraði: — Tengdamóð- ir mín malaði um yður heilt kvöld. — Eg vissi ekki að ég hefði haft svona mikil áhrif á hana, sagði hann og brosti við mér. Eg brosti á móti. Eg gat ekki annað. Eg uppgötvaði allt í einu, að hann hélt enn um hönd mína. Ekki á saina hátt og margir aðrir karlmenn vildu gera, heldur létt j og blíðlega. Eg dró að mér hönd- ! ina og settist. ! — Það gerðuð þér sannarlega. Hún féll alveg fyrir yður. Svo tók ég eftir, að hann var klæddur í hvítan smókingjakka. — Mér þykir það leitt, en ég ætla ekki í veizluna. Þykir yður það mjög miður? Eg Ieit hálf- smeyk á hann. Hann settist við hlið mér og lyfti ögn dökkum brúnum. — Eruð þér hræddar? . — Já, . . . hrædd og huglaus, svaraði ég glaðlega. Það skipti ekki svo ýkja miklu máli lengur, hvort ég færi eða ekki. — Eg áfellist yður ekki. Eg bjóst ekki við því, skiljið þér, j hélt hann seinlega áfram. — Bjuggust við hverju? Augu hans glömpuðu, en rödd- ; in var alvarleg, þegar hann sagði: — Að þér væruð svona fögur. Eg fann, að ég eldroðnaði. — En . . — Allir kalla yður Elisabeth hjartaknúsara. Eg skil það núna. Hann var ekki ósvífinn. Hann talaði í samræðutón, eins og ég væri blóm eða málverk í stof- unni. Allt í einu kom Monica í ljós í gættinni . i — Þú ert ekki búin að skipta um föt, sagði hún strengilega. ! — Verð ég að gera það? Það I var fallega hugsað af þér Monica, að bjóða mér með, en . . . T I M I N N, laugardagur 16. febrúar 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.