Tíminn - 06.03.1963, Síða 7

Tíminn - 06.03.1963, Síða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN F'ramkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þóiarmsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskriístofur 1 Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur 1 Banka- j strætí 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasimi: 19523. Af. greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan. lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Úrslitin í Iðju Það mun hafa verið Bismarck, sem fyrstur sagði það, að menn væru sjaldan eins ósannsöglir og eftir veiði- för og fyrir kosningar. Kunnur landi hans breytti þessu síðar þannig, að menn væru sjaldan eins drýldnir og eft- ir veiðiför og eftir kosningar. Allir þættust hafa veitt vel eða unnið góðan sigur, alveg eins þótt veiðin hefði orðið engin og úrslitin hefðu orðið hin óhagstæðustu. Þetta rifjast óneitanlega upp, þegar lesnar eru for- ustugreinar Mbl. og Þjóðviljans í gær um stjórnarkosn- inguna í Iðju, er fór fram um seinustu helgi. Mbl. segir Sjálfstæðisflokkinn hafa unnið mikinn sigur. Útkoman varð þó sú, að hann tapaði um 50 at- kvæðum frá því í fyrra, þótt þátttaka væri talsvert meiri í kosningunum nú en þá og andstæðingar hans bættu við sig 100 atkvæðum. Um þennan sigur getur Tíminn lát- ið sér nægja að segja það, að það væri óskandi, að íhaldið néldi áfram að vinna slíka sigra. Þess yrði þá ekki langt að bíða, að það missti ekki aðeins völdin í Iðju, heldur og völdin í landinu. Sigur kommúnista er hins vegar sá, að þeir fengu nú um 22% af greiddum atkvæðum. en fyrir fáum árum höfðu þeir meirihluta í Iðju. Sú staðreynd nægir til að skýra það, að undir forustu kommúnista verður íhaldinu ekki hnekkt í Iðju. Það er staðreynd, sem ekki verður heldur á móti mælt, að atkvæðamissir Sjálfstæðisflokksins í Iðju og atkvæðaaukning andstæðinga hans í kosningunum nú, er eingöngu árangur af framboði lýðræðissinnaðra vinstri manna. Það sýnir b ezt, að framboðið var rétt ráðið. Það sýnir einnig, að, lýðræðissinnaðir vinstri menn hafa fengið meira fylgi en Sjálfstæðismenn og kommún- istar hafa reiknað með, að nú eftir kosningarnar beina bæði Mbl. og Þjóðviljinn örvum sínum öllu meira gegn þeim en fyrir kosningarnar! Það er vegna þess, að þeim er ljóst, að hér er risið upp nýtt afl i Iðju, sem mun ekki aö'eins verða varanlegt þar, heldur láta til sín taka í vax- andi mæli. Fyrir kosningarnar voru ekki til nein samtök lýðræð- íssinnaðra vinstri manna í Iðju. Nú hafa þau ekki aðeins verið mynduð, heldur hafa þau þegar orðið hundruð Iðjufólks að baki sér. Það er vissulega góð byrjun. Það or vissulega góðu* grundvöllur til að byggja á. Nú er ■ erk forustumanna þessara samtaka íð sýna sig verðuga þess trausts, sem þeim var vottað í kosningunum. Þeir mega ekki og munu ekki heldur sota á verðinum milli stjórnarkosninga, eins og forustumenn Sjálfstæðisflokks- ms og kommúnista hafa gert. Nú ríður á að fylgja á eftir og veita nýkjörinni stjórn Iðju aðhald. Það þarf m. a. að minna hana vel á þau mál, sem henni er skylt að berjast fyrir Broslegt er að sjá þau skrif Þjóðviijans, að Framsókn- arflokkurinn hafi veitt lýðræðissinnuðum vinstri mönn- um stuðning í kosningunum. Veitti Sósíalistaflokkurinn kannske ekki lista kommúnista allan þann stuðning, sem hann gat? Og var það ekki erindreki Sósíalistaflokksins. sem annaðist samninga fyrir listann meðan rætt var um sameiginlegt framboð? Lýðræðissinnaðir vinstri menn geta vissulega unað vel úrslitunum í Iðjukosningunum Þeir hafa farið vel af slað. Skrif Mbl. og Þjóðviljans sýna að andstæðingarnir óttast þá. Nú er ?.ð halda starfinu ifram. Næsta mál á dagskrá er að herða baráttu fyrir bættum kjörum Iðju- l'ólks og halda stjórn Iðju vel vakandi. Að því verkefni munu lýðræðissinnaðir vinstri menn nú snúa sér. Mao herðir sókn gegn Krustjoff Krustjoff vill nú helzt leyna ágreiningi þeirra. — Eftir svona langan og sfrangan vetur hlýtur auðvitaS nokkur tími aS liða, áður en þíðumcrkin sjást á slíkum ísfjöllum. (Behrendt). KONUNGURINN í Laos er nú í ferðalagi til höfuðborga þeirra ríkja, sem tóku þátt í ráðstefnunni, er samdi um hlut leysi Laos. í síðastl. viku heim sótti hann Moskvu og voru þar haldnar margar og miklar veizlur honum til heiðurs. f einni af þessum veizlum notaði Krustjoff tækifærið til að faðma að sér kínverska sendi- herrann, til þess að sýna og sanna það, að það væri aðeins áróður auðvaldsblaðanna, að sambúðin væri slæm milli Sovétríkjanna og Kína. Sann- leikurinn væri sá, að þessi sam búð hefði aldrei verið betri. Það myndi lika sjást, að þeg- ar seinustu rekunni væri kast- að á gröf kapítalismans, myndu Rússar og Kínverjar gera það { fullu bróðerni. Um líkt leyti gerðist það í Peking, að Mao Tse Tung kvaddi rússneska sendiherr- hann á fund sinn og lýstu blöð í Peking og Moskvu því á eftir, að viðræður þeirra hefðu verið hinar vinsamlegustu og árétt- uðu hina beztu sambúð milli landanna. ÞESSIR TVEIR atburðir hafa rifjað það upp, að Kin- verjar hafa átt það til að faðma þá, sem þeim var lítt um, með rýting í erminni. Fá- um dögum eftir að Mao ræddi svona vinsamlega við rúss- neska sendiherrann og Krust- joff faðmaði kínverska sendi- herrann, byrjaði Dagblað þjóð arinnar, sem er aðalmálgagn kommúnista í Peking, að birta nýjan greinarflokk, sem var óslitinn rökstuðningur fyr ir þvi, að kenningar Krustjoff um friðsamlega sambúð kapí- talistískra og kommúnistískra ríkja, væri villukenning ein, og algerlega ósamrýmanleg kenn- ingum Marx og Lenins. Þótt Krustjoff væri hvergi nefndur í þessum greinum, var það eigi að síður ljóst, að þeim var fyrst og fremst stefnt gegn honum. Þessar greinar hafa þótt sýna það, að þótt bæði Krust- joff og Mao reyni öðru hverju að gera lítið úr ágrein ingi þeirra og leitist við að láta líta þannig út, að sambúð Sovét ríkjanna og Kína sé j bezta lagi, fer fjarri því, að Krust- joff hafi nokkuð tekist að þíða Mao. Hann heldur ekki aðeins skoðanaágreiningi þeirra við. heldur öllu heldur breikkar hann. Mao vinnur auðsjáan lega markvisst að því að vinna kommúnistaflokkana 1 Asíu, Afríku og Suður-Ameríku til fylgis við sjónarmið sín og grafa þannig beint og óbeint undan áhrifum Rússa í þess- um heimsálfum. Ef lesin eru skrif kínverskra og rússneskra blaða um þessi mál, verður niðurstaðan sú. að þótt stefna Krustjoffs um friðsamlega sambúð þjóða sé óneitanlega geðfelldari frá sjón armiði vestrænna manna, þá veitir Kínverjum ótvírætt bei ur í þessari deilu, ef litið er á málin frá kommúnistískri sjónarhæð. Kínverjar eru Rúss um tvímælalaust mun snjallari í áróðri. FYRIR KRUSTJOFF er það af mörgum ástæðum mikilvægt að geta sýnt fram á um þessar mundir, að sambúð Rússa og Kínverja sé í góðu lagi. Mao skiptir þetta hins vegar minna máli. Fyrir Krustjoff er það rnikill styrkur í samningunum við Bandaríkin, ef hann getur látið lita svo út, að sambúðin sé góð milli kommúnistaríkj- anna meðan- kapítalísku ríkin eru að gliðna í sundur, sbr. sér stöðu Frakka innan Atlants- hafsbandalagsins og. frestun þeirra á viðræðum um aðild Breta að EBE. Mao er Krust- joff hins vegar ekki neitt eftir látur S þessum efnum. Hann getur að vísu látið það eftir Krustjoíf að tala vinsamlega við rússneska sendiherrann, en jafnframt lætur hann svo aðal blað sitt rífa kenningar Krust- joffs niður. Mao er Krustjoff því engu síður erfiður en de Gaulle er Kennedy. ÞAÐ ER vafalítið, að Mao leikur þennan leik ekki aðeins vegna þess, að hér sé raunveru lega um ágreining að ræða milli hans og Krustjoffs. — Hann vill með þessu hafa auk- in áhrif á gerðir Krustjoffs. Það gerir hann líka ótvírætt. Stalin gat farið sínu fram, án þess að vera nokkuð gagnrýnd ur í hinum kommúnistíska heimi. Það getur Krustjoff ekki. Ef honum mistekst eitt- hvað, hefur hann gagnrýni Kín verja yfir höfði sér. Frá þessu sjónarmiði varð fall Kassems í írak mikið áfall fyrir Krustjoff. Kínverjar hafa haldið því fram, að Rússar ættu fyrst og fremst að veita kommúnistískum ríkjum efna- hagsaðstoð. Hitt væri meira en vafasamt að láta öðrum ríkj- um slíka hjálp í té. Rússar höfðu veitt Kassem stórfellda aðstoð og uppskera nú ekki annað en það, að kommúnistar eru hnepptir þar j fangabúðir og foringjar þeirra teknir af lífi. Hér hefur Mao vissulega íengið áþreifanleg rök \ áróðri sínum gegn Krustjoff. MARGT bendir til, að næstu misseri muni sambúð Rússa og Kínverja haldast með svipuð um hætti og nú. Reynt verði að hafa allt friðsamlegt á yfir- borðinu, en hinn skoðanalegi ágreiningur eigi þó eftir að vaxa, og baráttan um fylgi kommúnistaflokka i öðrum löndum að harðna. Til fullra átaka mun þó ekki koma, fyrr en Kínverjar taka að beina athygli sinni meira að hinurn miklu Asíulöndum, sem rússn esku keisararnir sölsuðu undir sig á öldinni sem leið, og nú eru innhmuð í Sovét. Þau geta átt eftir að verða mikill ásteit ingarsteinn í sambúð Rússa og Kínverja og þó einkum eftir að þau verða einu löndin I Asíu og Afríku. er lúta yfir ráðum hvítra manna Þ. Þ. ® TÍMINN, miðvikudagiun 6. niarz 1963 — l

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.