Tíminn - 24.03.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.03.1963, Blaðsíða 7
Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Kitstjórar Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, ,lón Helgason og Indriði G, Þorsteinsson Fulitrúi ritstjórnar. Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofui i Eddu húsinu Afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofui i Banka stræti 7 Simar: 18300—18305 - Auglýsingasimi ' 19523 A! greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði lnnan iands. t lausasölu kr 4 00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f - Mál allra landsmanna Þrír þingmenn SjálfstæSisflokksins og Alþýðuflokks- m, þeir Birgir Kjaran, Sigurður Ingimundarson og Jóhann Hafstein, hafa nýlega lagt fram á Alþingi nefndarálit meirihluta fjárhagsnefndar neðri dr-nldar um frumvarp það, er Framsóknarmenn fluttu á óndverðu þingi, um ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Það er tillaga þessara þriggja stjórnarþingmanna, að Al- þingi lýsi yfir, að. samþykkt frumvarpsins beri að telja ,,MEÐ ÖLLU ÓÞARFA“, og vísi því frá með rökstuddri dagskrá. Þessa niðurstöðu byggðu þremenningarnir m.a. á því. að fyrr hafi verið sett lög um atvinnubótasjóð. í frum- varpi Framsóknarmanna er raunar ekkert hróflað við þeim lögum, þótt þeir teldu þau á sínum tíma ófullnægj- andi. Þótt frumvarp Framsóknarmanna yrði samþykkt, myndi atvinnubótsjóður starfa eftir sem áður. En sömu dagana, sem stjórnarmeirihlutinn í fjárhagsnefnd var að vísa á atvinnubótasjóð til að bæta úr framkvæmdaþörf landsbyggðarinnar, vissi stjórn sjóðsins ekki sitt rjúk- andi ráð vegna þess, að sjóðurinn hafði með þeim fjár- munurn, sem honum voru ætlaðir. reynzt gjörsamlega ófær til að gegna hlutverki sínu á þessu ári. Það var sem sé komið í ljós, að tekjur sjóðsins gerðu litlu betur en að hrökkva til þess að veita viðbótarlán, og þau ekki há. út á fiskibáta. Var þá allt annað eftir. Þess hefur orðið glögglega vart að frumvarpi Fram sóknarmanna hefur víða verið -vel tekið. Þar er gert ráð fyrir, að 1,5% af tekjum ríkissjóðs ár hvert verði lögð í jafnvægissjóð, og sérstakri jafnvægisstofnun komið á fót. Miðað við upphæð fjárlaga fyrir árið 1963, væru tekjui sjóðsins 32 milljónir á yfirstandandi ári Hér væri þá fet að í spor frænda vorra. Norðmanna sem fyrir 10 árum settu löggjöf um Norður-Noregs-áætlunina til eflingar at- vinnulífi og framkvæmdum í þeim landshluta og hafa nú íramlengt þá löggjöf á breiðum grundvelli til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Hinir þrír áðurnefndu stjórnarþingmenn hafa sýnl mikla skammsým í þessu máli. Því fei líka fjarri, að þeir séu hér nokkuð að vinna í þágu höfuðborgarinnar og þét! týlisins við Faxaflóa. Það er ekki síður hagsmunamál tóiksins þar en annars staðar á landinu að jafnvæ haldist í byggð landsins. og gæði lands og sjávar séu hag- r.ýtt sem þezt Þetta mál er ekki hagsmunamál neinnar cinnar stéttar eða sérstakra landshluta Það er hagsmuna- «/iál þjóðarinnar allrar Það er þjóðin í heild. sem tapar. ef náttúrugæðin eru látin ónýtt vegna óeðlilegs sam- dráttar í bvggð landsins. Nýjung í skattamálum Hér i blaðinu hefur það nýlega verið rifjað upp, að aldrei hafa verið lagðir á fleiri og meiri skattar en í tíð núv. ríkisstjórnar Álögur þær. sem færðar eru í fjár- login, hafa miklu meira en tvöfaldazt en auk þess hafa verið lagðir á margir nýir skattar sem eru utan fjárlaga, t.d. launaskatturinn á bændur Þá hefur sú nýjung verið tekin hér upp í fyrsta sinn, að leggja neyzluskatta á fi^k, kjöt og nýmjólk. Það mun þekkjast óvíða nema hér, að þessai brýnustu neyzlu- vörur fólks séu skattlagðar. Hér nær 3% söluskatturinn til fisks og kjötvara og hinn sérstaki söluskattur spm rennur í stofnlánadeild Búnaðarbankans, nær til mjólkur- vara. ELPPIí GRÍFFITHS: “ í Stet na Krustjoffs er fálmkennd jafnt heima fyrir sem erlendis Sennilega hefur hann misreiknað sig herfilega í Kúbumálinu Moskva MEST áberandi auðkenni á stjórnmálum Sovétríkj- anna eins og sakir standa er skortur á skýrri, beinni stefnu. Valdhafarnir i Kreml eru sýnilega á báðum áttum, bæði að því er snertir innan- landsmálin og viðhorfin útá- við, og virðast ekki vita, hvar eða hvenær þeir eigi næst að ganga til atlögu. Óákveðni valdhafanna i Sovétríkjunum kemur einna skýrast fram í afstöðu þeirra til Vesturveldanna. Þeir virð- ast vera í fálmkenndri árang urslausri leit að frumkvæði í öllum málaflokkum í senn, Iallt frá Berlínarmálinu og deilunni um kjariiorkutil- raunirnar að ekki-árásar samningnum, sem stungið hefur verið upp á að gera milli Atlantshafsbandalags- ins og Var ' bandalagsins. Neitun de .aulle tók allan vind úr seglum valdhafanna í Washington og London. — Kúbumálið virðist hafa leikið valdhafana í Kreml á sama hátt. Þeir virðast vera að fálma út i loftið eftir nýrri handfestu, en finna hana ekki 1 KÚBUDEILAN hefur verið krufin af ákafa að undan- förnu og kenningarnar, aö lokinni þeirri krufningu, eru eins margar og mý á mykju- skán. Su þeirra, sem óðuni ryður sér tii rúms meðal vest rænna stjórnmálaerindreka i Moskvu. kann að skýra þá ó- ákveðni, sem svo mjög gætir á afstöðu Sovétleiðtoganna u m þessar mundir. Samkvæmt þessari kenn- ingu á Krústjoff að hafa reiknað með því, að innrás hans á Kúbu gerði hvort tveggja í senn, að jafna met- in í valdaaðstöðunni í heim- inum og sópa á burt meðal æðsta ráðsins öllum efasemd um, sem þar kynnu að vera á sveimi um rétta stjórn hans á málum heima í Sovétríkjun um. ÞAÐ á að hafa legið í lofj- inu allt síðastliðið sumar, samkvæmt þessari kenningu, að Krústjoff væri með á prjónunum einhvern mjög afdrifaríkan leik í sambandi við Castro. Hann lét orð falla á þá leið við ýmsa gesti frá Vesturlöndum, þar á meðal kanslara Austurríkis, innan- ríkisráðherra Bandarikjanna og skáldið Robert Frost, að hafnbanni Bandaríkjamanna á Kúbu yrði svarað með efl- ingu Sovétstyrks við Kariba- hafið. Svo virðist nú sem Krústjoff hafi þá treyst á eldflaugastöðvarnar, sem hann vissi aö búið yrði að koma upp í lok ársins. Samtímis þessu fór Krúst- joff að láta i það skína að hann kynni að heimsækja Sameinuðu þjóðirnar. Sam- kvæmt kenningunni á hann að hafa gert ráð fyrir, að Kennedy forseti leitaði til Sameinuðu þjóðanna, þegar upp kæmist um eldflauga- stöðvarnar á Kúbu KRÚSTJOFF Jafnframt hefði honum átt að takast að 'sýna það mikla frið- semi og góðvilja, að hann hefði getað fært þjóð sinni enn einu sinni heim sanninn um, að kenningin um samhliða tilveru í friði væri mjög sigurstrang- leg. Krustjoff hefði svo sannar- lega tekizt að réttlæta slefnu sína, ef raunin hefði orðið þessi. Þá hefði hann unnið eftir tektarverðan, persónulegan sig ur, sem ef til vill hefði getað þaggað niður þann kurr og gagnrýni, sem álitið er að sum ir starfsmenn hans beiti gagn- vart honum. Og þetta hefði ef til vill verið mest um vert. EN Kennedy forseti brást ekki við á þann hátt, sem hon- um var ætlað, — því miður fyrir Krustjoff. Hann hratt Kúbuógnuninni fram á blá- brún kjarnorkustyrjaldar, ónýtti á þann hátt allan við- búnað Krustjoffs og neyddi hann U1 að lála undan síga- Stjórnmálaerindrekar hér í Moslcvu halda því fram, að af þessum sökum verði Krustjoff nú fyrir ákafri gagnrýni, bæði af hálfu kínverskra kommún- ista og æðsta ráðsins. Þetta þarf þó ekki að tákna, að á því só nein veruleg hætta að hann missi völdin. Hann er enn vin- sælasti og áhrifamesti leiðtog- inn í Sovétríkjunum. OG Krustjoff og samstarfs- menn hans eru að svo stöddu dálítið þreyttir eftir stjórn- málaátökin. Þeir vita ekki al- mennilega, hvernig þeir eigi að bregðast við. Meðan svo er ástatt geta Vesturveldin ekki vænzt neins jákvæðs árangurs, hvorki í Berlinardeilunni, um kjarnorkutilrauninar, né af- vopnunarmálunum eða nein- um þeim öðrum roálum, sem varða miklu um alþjóðasam- skipti. Þýtt úr Newsweek) ÞAÐ ER nú álit manna, að Krustjoff hafi1 ætlað að birtast á örlagariku augnabliki á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna Þar hafi hann fyrst og fremst ætlað að fullyrða, að Sovétríkin hefðu yjir __að ráða á Kúiiu nægilegum eldflaugum til þess að gefa Bandaríkjun um sjálfum að smakka á þeirn „kjarnorkuumsát“, sem þau hafi beitt gagnvart kommún- istaríkjunum undangenginn áratug. í öðru lagi hafi hann ætlað að lýsa því þarna yfir, að Sovétríkin hefðu alls ekki í hyggju að nota þessar eld- flaugastöðvar sínar. Þau teldu aðeins kominn tíma til þess. að má leifar síðari heims- styrjaldarinnar, það er her- stöðvar Bandarikjamanna á landamærum Sovétríkjanna. þar á meðal i Vestur-Berlín. Hefðu Krustjoff verið boðin skipti á herstöðvum Sovétríkj anna á Kúbu og herstöðvum Bandaiikianna, annars staðar, er ekki óeðljlegt að gera ráð fyir, að honum hefði auðnazt að fá það fram, sem hann æskti fyrst og l'remst, það er viðtal við forseta Bandaríkj anna og tilslakanir af þeirra hálfu. Honuni hefði að minnsta kosti átt að takast að endur vekja eitthvað, sem hefði mátt túlka sem vott um nýjan „anda frá Camp David“. — („Camp David“ er sumarbú staðum Eisenhowers fyr.’.er andi forseta Bandarikjanna, . þar sem þeir Krustjoff og hann ræddust við þegar Krust joff var á ferð í Bandaríkjun- um hér um árið. Eftir þá heim sókn þótti sáttfýsi aukast og talað var um „andann frá Camp David“). KENNINGIN segir, að Krust joíf hefði átt að geta beitt það mikilli hörku, að hann hefði getað hrundið ásökun Kínverja um að hann sé friðarleitandi gagnvart Vesturveldunum. TÍ M I N N, suimudagurinn 24. ínai-z 1963. Z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.