Tíminn - 01.05.1963, Side 2
1923 1. maí - 1963
1. maí hátíðahöld
1. maí hátíðahöld
Fulltrúaráðs verkalýðsfélagama í Reykjavík hefj-
ast með útifundi á Lækjartorgi kl. 14,45 (2.45)
ÚTIFUNDUR:
Ræður flytja: Pétur Sigurðsson,- ritari Sjómanna-
félags Reykjavíkur og Eggert G. Þorsteinsson,
múrari.
ÖNNUR ATRIÐI:
Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, syngur
Gunnar Eyjólfsson, leikari, les upp.
FUNDARSTJÓRI:
ðskar Hallgrímsson, formaður Fulltrúaráðs verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Lækjartorgi frá
kl. 14,15 og milli atriða.
SKEAAMTANIR:
Dansleikir verða á vegum Fulltrúaráðsins; í Ing-
ólfscafé (gömlu dansarnir), Glaumbæ, Klúbbnum
og Röðli, aðgöngumiðar við innganginn.
BLAÐ OG MERKI DAGSINS:
Tímarit Fulltrúaráðsins, Frjáls verkalýðshreyfing
kemur út í tilefni hátíðahaldanna og verður selt
á götunum. Enn fremur 1. mai merki Fulltrúaráðs-
ins. Blaðið og merki dagsins verða afhent til sölu
í Alþýðuhúsinu, götuhæð, inngangur frá Ingólfs-
stræti, frá kl. 9 árdegis.
Sérstaklega er skorað á meðlimi verkalýðsfélag-
anna að selja 1. maí merki Fulltrúaráðsins. Sölu-
börn: Seljið merki dagsins góð sölulaun.
LAUNAFÓLK:
Fjölmennið á útifund Fulltrúaráðsins á Lækjar-
iorgi. — Berið merki Fulltrúaráðsins:
Kaupið tímarit Fulltrúaráðsins.
Reykjavík, 1. maf 1963
Fulltrúaráð verkalýðsféiaganna í Reykjavík
Frá félagi jámiðnaðar-
manna, Reykjavík
Járnsmiðir —f Járnsmiðir
Fjölmennið í 1. maí kröfugönguna
og á útifundinum við Miðbæjarbarna-
skólann.
Félag Járniðnaðarmanna Reykjavfk
Rangæingar — V estur-Skaf tf ellingar
Við undirritaðir sérleyfishafar a leiðunum Reykja-
vík — Fljótshlíð og Reykjavík — Vík — Kirkju-
bæjarklaustur, höfum stofnað nlutafélag um sam-
eiginlegan rekstur leiðanna og munum reka þær
undir nafninu „Austurleið h.f.
Óskar Sigurjónsson, Hvolsvelli
Steinþór Jóhannsson. Kirkjubæjarkl.
Helgi Ingvarsson, Hvcisvelli
Trésmiðafélag
Reykjavíkur
Hvetur meðlimi sína til að taka
'iátt í hátíðahöldum 1. maí-nefndar
kröfugöngu og útifundi
í Lækjargötu.
Sumaráætlun
Reykjavík — Fljótshlíð
1. maí hefjast daglegar ferðir
Frá Reykjavík:
Alla virka daga nema laugardaga kl. 18.00
Laugardags kl. 13,30 — Sunnudaga kl. 21,30
Frá Múlakoti:
Alla virka daga kl. 9 00
Sunnudaga kl. 17,00
Athugið breyttan burtfarartíma frá Reykjavík
á laugardögum kl. 13,30.
Afgreiðslur i Múlakoti og Bifreiðastöð íslands
Sími 1-89-11
AUSTURLEIÐ H.F., Hvolsvelli
Sími 17.
Veitingarskálinn
við Hvítárbrú
er til sölu með öllum tilheyrandi tækjum til
veitingareksturs. Nánari upplýsingar gefur
Nýja fasteignasalan, Laugavegi 12
Sími 24300 og að kvöicli 18546.
Kvikmyndasýning
■ærður í Háskólabíói kl. 3 í dag fyrir börn sem
eldu merki, fána og „Sólskin" á sumardaginn
íyrsta. — Sölunúmer gilda sem aðgöngumiði.
Barnavinafélagið Sumargjöf
Einbýlishús á Selfossi til sölu
5 herb. og eldhús, þvottahús og geymsla. Stærð
;20 term. Ræktuð lóð, uppsteypt bílskúrsplan
ug steyptur sökkul i kringurn íóðina og girt. —
Upplýsingar gefur
Guðmundur Þ. Magnússon
Hafnarfirði, sími 50199
Peníngapersónur
Morgunblaðið kemst svo að
orði í íorystugrein í gær:
„Fram að þessu hafa menn
haldið, að stórkapítalismi þýddi
það, að fáir auðmenn réðu yf-
ir meginhluta fjármagns þjóðar
innar. Raunar mætti líka hugsa
sér að nota orðið stórkapítal-
ismi yfir þá fjármagnsstefnu,
þegar meginhluta fjármagnsins
er safnað á hendur ríkisins eða
ópersónulegra félagsbákna á
borð við SÍS“.
Það er svo sem ekki nýtt,
að Mbl. kalli SÍS auðhring og
telji þar mikinn auð saman
kominn, og því megi kenna það
við stórkapítalisma. Þau fárán-
legu öfugmæli eru löngu orðinn
gatslitinn íhaldsleppur. En eitt
nýtt kemur þarna fram, það
er að kalla SÍS „ópersónulegt"
félagsbákn!! Nú vita allir, sem
það vilja vita, að í SÍS ræður
fjármagn ekki atkvæðum, held-
ur persónur — félagsmenn —
og kjörnir fulltrúar félaga, án
tillits til stærðar og f jármagns.
Þar ræður atkvæði mannsins,
hver sem fjárráð hans eru. Að
þessu leyti er SÍS „persónu-
legasta" félag landsins. f hluta
félögum kapítalismans ráða
hins vegar ekki persónuleg at-
kvæði heldur PENINGAAT-
KVÆÐI. Það er sú tegund
„persónuleika", sem íhaldið
telur að eigi að ráða. Maðurinn
er ekki sú „persóna" sem á
að ráða hjá íhaldinu! Félög,
sem hafa þann hátt á, eru að
þess dómi „ÓPERSÓNULEG".
En þar sem peningurinn hefur
atkvæðisrétt, þar eru „per-
sónuleg“ félög. Mbl. viðurkenn
ir aðeins PENINGAPERSÓN-
UR í félögum en ekki mann-
persónur.
Fórst heítstrengingin
fyrir?
Morgunblaðið t'lkynnti eftir-
farandi > forystugrein sinni
sunnudaginn 28. april:
„Sjálfstæðismenn um land
allt taka einhuga undir þessi
ummæli forystumanna sinna.
Þelr munu á landsfundinum,
sem lýkur í dag strengja þess
heit að hefja öfluga sókn fram
til sigurs í þeim kosningum,
sem framundan eru“.
Þótt Mbl. segði þannig fyrir
um það hvað landsfundar-
menn mundu gera síðar þennan
sama dag, hefur ekki frétzt
nánar um það, hvort fundar-
menn hafi stigið á stokkinn og
strengt heitið, eða hvort heit-
strengingin hefur farizt fyrir.
Að minnsta kosti hefur Mbl.
ekki birt heitstafinn enn.
49 sfiga afl
Aðþýðublaðið segir í leiðara
i gær: „Núverandi ríkisstjórn
hélt hins vegar öflugu verðlags
eftirliti á öllum nauðsynjavör-
um eftir gengislækkunina
1960“.
Þetta verðlagseftirlit hefur
ef til vill verið „öflugt“, en þá
verður varla á árangrinum séð
annað, en að það hafi misskil-
ið eitthvað hlutverk sitt, ef Al-
bvðnbJnWifl skvrir rétt frá, og
lyft undir verðhækkanir í stað
þess að halda verði niðri, þvi
að Hagstofa íslands segir, að
vísitala framfærslukostnaðar
— það er verðs á nauðsynjum
almennings — hafi hækkað um
49% eða 98 gömul vísitölusíig
og meiro en dæmi eru til um
áður.
2
TÍMINN, miðvikudaginn 1. maí 1963 —