Tíminn - 24.07.1963, Blaðsíða 3
Dómur féll í gær í mesta njósnamáli Vestur-
Felfe dæmdur til 14
ára hegningarvinnu
NTB-K.arlsruhe, 23. júlí.
DÓMUR féll í dag í mesta
njósnamáli í sögu Vestur-Þýzka
lands, að því að talið er. Voru
þrír menn dæmdir til langrar
hegningarvinnu fyrir njósnir í
Heinz Felfe (til vinstri),
og Hans Clemens
þágu áovétríkjanna, sem þeir
hafa játað á sig. Tveir mann-
anna störfuðu í vestur-þýzku
leyniþjónustunni, en gengu
Sovétríkjunum á hönd í því
starfi. Þeir eru Heinz Felfe, er
var dæmdur í 14 ára hegning
arvinnu og Hans Clemens, sem
hlaut 10 ára dóm. Þriðji mað-
urinn, sem samsekur er, Erwin
Tiebel, var dæmdur í þriggja
ára hegningarvinnu.
Þremenningarnir voru hand-
teknir fyrir um einu ári síðan
ig hefur mál þeiirra vakið gíf-
urlega athygli ekki sízt fyrir
þá sök, að Felfe var ber að að
stunda njósnir úr fangelsinu,
þar sem hann sat. Þetta er
Framhald á 15. siðu.
Samningur um tilrauna-
bann fullbúinn í kvöld?
NTB- MOSKVA, 23. JÚLÍ.
TÍr VIÐRÆÐUR á þríveldaráðstefnunni í Moskvu um bann
við tilraunum með kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu og
neðansjávar, voru í kvöld komnar svo langt, að reiknað
er með, að samningur liggi fyrir fullbúinn til undirritun-
ar annað kvöld.
-4r HIÐ EINA, sem enn hefur ekki verið endanlega gengið
frá er, hverjir skuli undirrita samninginn af hálfu ríkj-
anna þriggja og hvar sú undirritun fari fram.
Haft var eftir áreiðanlegum
heimildum í Washington, að í
ráði væri, að Dean Rusk, utanríkis
ráðherra, færi til Moskvu og undir-
ritaði samninginn fyrir hönd
Bandaríkjanna en aðrar heimild-
ir sögðu litlu seinna, að Kennedy,
3andaríkjaforseti hefði enn ekki
tekið neina ákvörðun þetta varð-
?ndi.
Sumir segja, að Kennedy hafi
jafnvel í hyggju, að fara fram á
Loftorusta í
israel í gær
NTB-lel Aviv og Cairo,
23. júlí.
ÍSRAELSKAR og egypskar
orustuflugvélar háðu í dag Ioft
orustu vfir Nitzana-héraði i
ísrael.
Talsmaður ísraelska hersins
>kýrði frá þessu síðdegis í dag,
nær samtímiis því, að Kairo-út-
varpið sagði frá því, að egypsk
þota hefði skotið niður fsra-
elska herþotu, eftir að fjórar
slíkar hefðu farið inn fyrir
iofthelgi Arabíska sambandslýð
iwwrau
í dag var gerSur mikilvæg-
ur samningur milli leiðtoga
hvítra manna og svarti-a í
Cambridge í Bandaríkjunum,
en þar hefur nánast ríkt hern
aðnrástand síðuStu daga vegna
tíðra kynþáttaóeirða, sem
kostað hafa mannslíf. Féllust
leiðtogar svertingja á, að
hætta mótmælaaðgerðum,
gegn loforði hvítra manna
um, að hefja raunhæfar að-
gerðir til að binda endi á kyn
þáftamisréttið. Var samning-
urinn undirritaður í dóms-
málaráðuneytinu í Washing.
ton að viðstöddum dómsmála
ráðherra, Robert Kennedy. —
Myndin er tekin í blóðugum
kynþáttaóeirðum
veldisins yfir Sinaidiéraði,
snemma í morgun. Fréttina
hafffij úlvarpið eftir talsmanni
egypska hersins.
Af hálfu ísraelskra hernaðar-
yfirvalda var því haldið fram,
að tvær egypskar MIG-L7 her-
þotur hefðu komið snemma í
morgun inn yfir Negev-eyði-
mörkðia i ísrael og hefðu ísra-
elskar lugvélar skotið á þær
og hæft aðra þeirra, sem þó
tókst að fljúga til baka inn yf-
ir egypskt Iandsvæði.
þp’o, að undirritun fari fram í
höfuðborgum hvers ríkis fyrir sig.
Eins og kunnugt er hefur Avar-
oll Harriman staðið að samninga-
gerðinni al hálfu Bandaríkjanna,
cn enda þótt hann mifni undirrita
samingi af þeirra hálfu, er talið
að undirskrift fari ekki fram fyrr
cn eftir eina viku eða svo.
Eftir slíka undirritun verður
svo samningurinn að hljóta stað-
Þ'stingu eftir lögum hvers lands.
Verður hann í Bretlandi og Banda
ríkjunum að fara fyrir þingin, en
Krústjoff, forsætisráðherra mun
hafa heimila til að gera slíkan
íí.mning upp á eigin spýtur fyrir
hönd þjóðar sinnar.
í dag var haldinn tveggja og
halts klukkustunda fundur í Mosk-
' u og að honum loknum var gefin
út yfirlýsing um, að enn hefði
■v.ikið áunnizt. Þar var og sagt, að
nýr fundur yrði á morgun.
Gleðikonisr yfirheyrðar
NTB-Lundúnum 23. júlí.
VITNISBURÐUR tveggja ungra
gleðikvenda vakti mesta athygli
við réttarhöldin yfir dr. Ward,
brezka lækninum, sem m. a. er
sakaður um að hafa hagnazt á
vændi, en lýsir sig saklausan af
akærum. Vitnin tvö, Margaret
Ricardo og Mandy-Rice Davis,
lýstu náið við yfirheyrslur í dag
sambandj sínu við fjölda brezkra
manna, sumra háttsettra og töldu
upp við hverja þeirra þær hefðu
oaft samfaiir. Báðar hafa stúlkurn-
ar starfað á vegum Ward og bera
honum vel söguna. Meðal þeirra,
sem þær sögðust hafa legið með
var Astor Iávarður, sem einnig
befur átt Kynmök við aðalpersón-
una, Christine Keeler.
NTB—Moskvu, 23. júlí. — Á
morgun hefst í Moskvu fundur
leiðtoga kommúnistaríkja, og
verSur þar rætt um efnahags-
bandalag kommúnistarikjanna
Comecon og mál er það varða.
NTB—New York, 23. júlí. — f
dag hófust réttarhöld yfir
sovézku njósnurunum, hjónunum
Jegerov, sem gengið hafa undir
nöfnunum Robert K. og Joy-Ann
Baltch. Hjónin lýstu sig saklaus
af öllum ákærum, sem lesnar
voru fyrir þeim í byrjun réttar.
haldanna.
NTB—Kairó, 23. júlí. — Skýrt
var frá því ( Kairó i dag, að nú
hefðu Egyptar lokið smíði fyrsta
kafbáts síns. Samkvæmt brezkum
heimildum hafa Egyptar aðeins
átt fyrir tvo kafbáta, báða smíð
aða í Sovétríkjunum.
NTB-París, 22. júlí.
Mikil hitabylgja hefur gengið
yfir Vestur- og Mið-Evrópu upp
á síðkastíð og má segja, að hita-
beltisloftslag hafi verig í mörgum
stórborguim þessa hluta Evrópu.
Á MiðjarSarhafsströnd Frakklands
hefur hitinn kornizt upp í 35 stig
í skugga og víða í Vestur-Þýzka-
landi hefur hitinn verið 25—30 st.
í forsælu.
Globke dæmdur fjarverandi
NTB-Berlín, 23. júlí.
HÆSTIRÉTTUR Austur-Þýzka-
iands dæmdi í dag dr. Hans Glob-
kc, nánasta samstarfsmann Aden-
auers, kanslara Vestur-Þýzkalands,
í ævilanga hegningarvinnu, að
'akbornjingnum fjarstöddum.
Mál var höfðað gegn Globke in
absentia fyrir skömmu, þar sem
hann er sakaður um að eiga laga
lega ábyrgð á ógnarverkum Hitlers
í seinni heimsstyrjöldinni.
Dómsforseti, dr. Heinrich Töp-
litz, sagði við uppkvaðningu dóms-
ins í dag, að Globke hefði framið
afbrot gegn mannkyninu og væri
dæmdur fyrir það.
Dómssalurinn var hvergi nærri
fullskipaður, er dómurinn var kveð
ir.n upp, enda þótt réttarhöld þessi
hafi verið mjög auglýst og sjónvarp
að um allt Austur-Þýzkaland, til
Tékkóslóvakíu, Póllands og Sovét-
ríkjanna.
T í M I N N, miðvikudagurinn 24. júlí 1963.