Tíminn - 28.07.1963, Page 7

Tíminn - 28.07.1963, Page 7
I Útgefcndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frainkvæmdastjóri: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas KarlSson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300, Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 einL — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Erfiðleikar hraðfrystihúsanna í NÝÚTKOMNU hefti af blaðinu Frost, sem Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna gefur út, er vakin athygli á þeirri ályktun aðalfundar Sölumiðstöðvarinnar, að mörg hraðfrystihús hafi nú við efnahagserfiðleka að etja. Kaup hefur farið hækkandi og einnig vei ðið fyrir fiskinn, sem húsin kaupa. Hins vegar hefur verðið á útflutningsvör- unum ekki hækkað tilsvarandi, þótt það hafi farið hækk- andi. ,,Þessi þróun“, segir Frost, „samfara því, að íslenzk- ír útflutningsvegir búa við mun lakari vaxtakjör en er- lendir keppinautar, gerir það að verkum, að íslendingar verða ósamkeppnishæfif á hinum eriendu mörkuðum“. í ályktunum aðalfundar Sölumiðstöðvarinnar, sem var haldinn í lok seinasta mánaðar, er m. a. bent á þessi úrræði til að bæta aðstöðu hraðfrystihúsanna: Vexth' verSi lækkaðir og varði m. a. vextir á af- urðaiánum sjávarútvegsins lækkaðir ofan í það, sem áður var, þannig, að 7% vextir 3 fyrstu mánuðina lækki í 5% og 7V2% vextir iækki í 5'/2%. Útfiutningsgjaídið verði lækkað til muna og jafrframt gerð sú breyting, að útflutningsgjöld og skattar af unnum sjávarafurðutn verði afnumin í því formi, sem nú er, og tekin upp i staðin sú aðferð að leggja gjaldið á útflutt magn í stað verðmætis. Bankar og lánastofnanir beini enn meira fjár- magni til fiskiðnaðarirs og stuðli m. a. þannig að því, að hraðfrystihúsin geti „starfað með viðeigandi fram- leiðni og verði útbúin á fullkomnasta hátt, sem þekk- ist á hverium tíma”. Tollar verði lækkaðir á vélum og efni til hrað- frystihúsanna. Jóhannes Nordal bankastjóri hefur ný- lega bent á hið sama og þingmenn Framsóknarflokks- ins gerðu, þegar tollalöggjöfin var til meðferðar á þingi í vetur, þ. e. að það sé algerlega óheilbrigt, að 35% tollur sé lagður á vélar, sem fiskiðnaðurinn þarf að ílytja inn. Þetta stendur aukningu hans og fram- leiðni mjög fyrir þrifum. Aðalfundur Sölumiðstöðvarinnar bendir á ýmis fleiri úrræði, sem gætu orðið hraðfrystihúsunum og fiskiðnaðinum yfirleitt til stvrktar. ef þau væru hagnýtt. M. a. bendir hann á nauðsyn þess, að viðskipti séu auk- in við jafnkeypislöndin, því að þar fáist oft hagstæðast verðlag. Ef þær ráðstafanir eru gerðar sem bent er á hér að framan, á að vera hægt að trvggja áfram blómlegan rekstur hraðfrystihúsanna, en ella gæti skapast samdrátt- ur í þessum einum mikilvægasta atvinnurekstri lands- manna. Það verður ekki annað sagt c-n að óskir þær, sem aðalfundur Sölumiðstöðvarinnar heíur borið fram og greint er frá hér að framan, séu eðliiegar og sanngjarnar og auðveldar í framkvæmd, ef viðskiptin við jafnkeypis- iöndin eru undanskilin. Það á því að era tiltölulega auð- velt fyrir valdhafana að bæta aðstöðu og afkomu hrað- frystihúsanna, ef þeir hafa áhuga fyrir því og ekki vaka fyrir þeim nein annarleg sjónarmið. Waiter Lippmann ritar um alþi6Samál:1”“'"1*M,"",m-^1 r ... Kerfin tvö munu breytast mikið ef friður helzt í heiminum Friðsamieg sambúd mun breyta bæði kommúnisma og kapitalisma Kennedy forseti og Goidwafer öldungadeiidarþingmaður eru persónu- legir kunningjar, en mjög ósammála í utanríkismálum. SKÝRSLA miðstjórnar kommúnistaflokks Sovétrikj- anna um deiluna við Kin- verja er löng, eða sem næst þremur síðum í venjulegu dagblaði. Hver sá, sem knýr sjálfan sig til þess að lesa hana orð fyrir orð, ætti að vera þess vel minnugur, að árekstrar urðu milli Kina og Rússlands í Austur- og Mið- Asíu löngu áður en þjóðir þessara landa aðliylltust. kommúnismann. Hagsmunir Rússa og Kín- verja hafa lengi stangast á á þessu svæði. Rússneska keis aradæmið seildist austar og austar, í átt til Kyrrahafsins. Kínverska keisaradæmið sótti æ lengra norður, inn í Manchuríu og í áttina til Sí- beríu. Þessir árekstrar eru síð ur en svo úr sögunni. EF við hefðum betta ekki i huga, kynnum við að furða okkur á, hvers vegna sagt er i rússnesku skýrslunni, að deilur ríkjanna hafi hafizt „í april 1960“, þegar „kínversku félagarnir opinberuðu ágrein ing sinn við kommúnista- hreyfinguna í heiminum" (þ. e. í Sovétríkjunum). Hvers vegna 1960? Þá voru Sovétríkin búin að veita Kín- yer.juir. mjög mikla aðstoð við .iþnv^ðjpgu. Hvað olli þvi, að Sovétrikin kipptu að sér hend inni og ullu með bvi reiði Rauða-Kina? Svo virðist sem að baki þess ari ákvörðun standi sannfær ing Krustjoffs um, að hinum gamla ágreiningi væri aftur tekið að skjóta upp í Kína. Hann kæmi nú fram sem til- leiðanleiki eða jafnvel ákveð inn vilji til þess að koma af stað stríði milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. í SKÝRSLUNNI er vitnað í gálauslega og hræðilega full yrðingu, sem miðstjórn kin- verska kommúnistaflokksins hefur tjáð sig sambykka: „Á rústum heimsveldastefnunn- ar munu hinar sigursælu þjóðir verða ákaflega fljótar að byggja upp menningu. sem stendur þúsund sinnum framar þeirri menningu, sem rikir undir auðvaldsskipulag- inu“. 1 skýrslu Sovétríkjanna seg ir m. a. um þetta efni, og þar koma örugglega fram bein áhrif Krustjoffs: „Það er leyfilegt að spyrja hina kín- versku félaga, hvort þeim sé ljóst, hvers konar „rústir" allsherjar kjarnorkustyrjöld muni eftir skilja“. ÞARNA er komið að megin ásteitingsefninu milli ráða- manna í Moskvu og Peking. , Ágreiningsefnið er, hvort stríð væri þolandi eða óþol- andi, eða öllu heldur, hvort það væri æskilegt eða hörmu legt. Kínversku kommúnistarnir telja kjarnorkustyrjöld það þolandi, að ástæðulaust sé að forðast hana, eða öllu held- ur það æskilega, að ávinn- ingur gæti orðið að því að koma henni af stað. Þeim hefur ekki enn tekizt að skilja raunverulegt eðli og gerbyltandi afleiðingar kjarn orkuvopnanna. HIÐ MERKILEGASTA Við skýrslu Sovétríkjanna er, hve ótvírætt hún sýnir, að Krust- joff gerir sér þess Ijósa grein. að tilvera kjarnorkuvopn- anna hefur gerbreytt við- horfum til stríðs eða friðar jg vandamálurn byltingar og endurbóta. Kjarnorkustyrjöld . yrði jafn hörmuleg fyrir auðvalds stefnu og kommúnisma. Full ur skilningur á því, að kjarn- orkustyrjöld er í eðli sínu óþolandi, veldur mestu um, að Krustjoff og Kennedy reyna að ná samkomulagi. STJÓRNIR ríkjanna tveggja, sem búa til kjarn- orkuvopn og eiga þau, þekkja gereyðandi eðli þeirra betur en allir aðrir. Skilningsleysi á hið rétta eðli kjarnorku- vopna veldur andstöðunni við þessar tilraunir í herbúðum beggja aðila. Fram kemur til dæmis í af- stöðunni til Kúbuvandamáls- ins, að Krustjoff heldur fram við Kínverja nokkurn veginn því sama og Kennedy brýnir fyrir Barry Goldwater öld- ungadeildarþingmanni. Kenn edy og Krustjoff eru báðir sakaðir um varfærni, sem jaðri við heigulshátt. Það -var rangt af þeim að fara var lega, þar sem Sovétríkin hefðu aldrei lagt út í kjarn- orkustyrjöld, segir Goldwat- er, og Bandaríkin eru ekkert annað en „pappírstígrisdýr“ segja Kínverjar. í SKÝRSLU Sovétríkjanna er einnig í höfuðdráttum sýnt fram á. hvað gerzt hafi í sambandi við kenningu kommúnismans um bylting- arstyrjaldirnar. Þetta hefur verið megin ásteitingarsteinn inn milli Krustjoffs og Kenn edys og vettvangur ásteitings ins er Suðaustur-Asía. Valdamenn Sovétríkjanna heita því auðvitað ekki, að hætta stuðningi við bylting- ar. Þess má engu fremur vænta en fyrirheits okkar Bandaríkjamanna um að snúa bakinu við skjólstæð- ingum okkar í Kóreu, Tai- wan og Vietnam. Skilji ég greinargerð Sovét ríkjanna rétt, þá er þar lögð megináherzla á nauðsyn þess að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld, og það tal ið eiga að ganga fyrir öllu öðru. Þess vegna megi ekki ganga svo langt í stuðningi við byltingarhreyfingar, að komið geti til beinna afskipta hinna miklu kjarnorkuvelda ABERANDI 1 grelnargerð Sovétríkjanna er sú sannfær ing, að kommúnisminn hafi meira aðdráttarafl á friðar- tímum en aðrar stéfnur. Full yrt er, að hinn Vanþróaði hluti heimsins hljóti að feta í fótspor Sovétríkjanna, án þess að til hernaðarátaka komi. Ég trúi þó, að við hþfum fulla ástæðu til að vera engu minna sannfærðir um. að að- dráttarafl vestrænnar menn- ingar muni aukast þess meira sem stríðsógnirnai réna, þrátt fyrir alla okkar galla. Ef við höfum kjark til þess að horfast í augu við fram tíðina, þá getum við verið nokkurn veginn vissir um, að ef kerfin tvö þróist í friði hlið við hlið nokkrar kyn- slóðir þá verði þau bæði orð in allt öðruvísi kerfi en þau eru í dag. T í M I N N, sunnudagurinn 28. júlí 1963. — J 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.