Tíminn - 31.08.1963, Side 7

Tíminn - 31.08.1963, Side 7
Útgefí nd>: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjón: Tómas Arnason _ Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta. stjóri: Jónas Kristjánsson, Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr 7. Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. 1 lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f, — Myndi útgerðin græða á gengislækkun? Alþýðublaðið birtir nýlega upplýsingar, sem það hafði fengið hjá Landsambandi íslenzkra útvegsmanna um út- gerðarkostnað, sem það hafði látið gera og lagt fram, er síldarverðið var ákveðið síðastliðið vor. Samkvæmt frá- sögn Aiþýðublaðsins var áætlun L.Í.Ú. í höfuðdráttum þessi: Afli meðalstórs báts, þ. e. 100 smál.. ar áætlaður 13.800 mál og var andvirði hans áætlað 2,071 þús. kr. Af þessum afla feitgju skipverjar 50,3% samkvæmt hlutaskipta- samningunum. Eftir voru þá 1.030 þús. kr., sem útgerð- armaðurinn hafði til ráðstöfunar til að mæta öllum öðrum útgjaldáliðum, en af þeim voru þessir stærstir: Veiðar- færi 227 þús. kr., viðhald veiðarfæra 160 þús. kr., fyrn- íng 195 þús. kr., olíur 93 þús. kr., viðhald skips 145 þús. kr. Þegar þessir útgjaldaliðir höfðu verið dregnir frá, voru ekki eftir nema 118 þús. kr. af því andvirði aflans, er útgerðarmanninum féll í skaut. Af þessu má marka, að gengislækkun væri ekki sá ávinningur fyrir útgerðina og menn virðast stundum halda. Nær allir helztu útgjaldaliðir hennar myndu hækka í hlutfalli við gengislækkunina, eins kostnaður við veið- arfæri, olíur, fyrningu og viðhald. Skipverjar myndu að sjálfsögðu halda áfram óbreyttum 50% af aflanum, svo að sú krónuhækkun, sem yrði á þessum hluta aflans vegna gengisfallsins, hefði engin ábrif á að gera rekst- urinn hagstæðari. Það væri hreint fals, ef gengislækkun nú væri rök- studd með því, að hún væri gerð íyrir útgerðina. Útgerðin myndi ekki græða á gengisfellingu. Þeir óverulegu kostn- aðarliðir, sem ekki hækka strax í hlutfalli við gengis- fellinguna, myndu og fljótlega hækka einnig. Útgerðin myndi því ekki standa neitt betur eftir en áður. Ef nauðsynlegt kann að þykja nú eða síðar að bæta hlut útgerðarinnar eitthvað, þá verðui að leita eftir öðrum leiðum en gengislækkun. Danír lækka vextina Vegna eindreginnar kröfu dönsku ríkisstjórnarinnar hefur þjóðbanki Danmerkur nýlega iækkað forvextina. Þetta rifjar það upp, að bráðum er nær IV2 ár liðið síðan, að Gylfi Þ. Gíslason lýsti yfir því á Alþingi, að „viðreisnin“ hefði borið þann árangur, að vextir yrðu brátt lækkaðir i svipað horf og þeir voru fyrir „viðreisn- ina“. Gylfi sagði jafnframt rétthega, að vaxtalækkun myndi mjög styrkja afkomu útflutningsatvinnuveganna. Þetta gildir ekki sízt um frystihúsin, en þau þurfa oft mikil rekstrarlán. Það er vissulega tími til þess kominn að ríkisstjórnin fari að efna þetta loforð Gylfa. Fuh reynsla er fyrir því að hinir háu vextir draga ekki n°ut úr fjárfestingu eða eftirspurn eftir lánsfé, eins og ríkisstjórnin telur sig hafa haldið. Meðan menn óttast gengisfellingu, mun ekki draga úr þessu, hvað sem vöxtunum líður. Til þess að vinna gegn ofþenslunni þarf önnur ráð og þó ölluir öðrum fremur það að skapa þá ultiú, að krónan verð; ekki felld. Háir vextir skapa ekk: bá tiltrú. því að þeir bækka verðlag og grafa þannig grunninn undan krón- unni. Grein úr „Newsweek“: Ræningjarnir í Columbía hafa drepið 300 þús. manns sl. 15 ár Ræningjarnir þrífast vegna ónógra félagsiegra umbóta. Fyrlr fáum dögum stöðvaSI ræningjaflokkur í Columbla veg- farendur á þjóðvegl elnum, söfnuðu þeim saman I hóp og réSust síSan á þá með bareflum, unz 42 lágu dauðir en aðrir melddir og særðir. Ræningjaforinginn, sem stjórnar aSgerðum þessum, kallar slg Hefnandann. Dagtnn etflr aS þetta gerðlst, fór fram jarðarför 24 hinna drepnu í þorpinu Manzanares, og er meðfylgjandi mynd (tekln úr Time), frá þelrrl jarðarför. Á annan áratug hefur ríkt melri óöld í vissum fjallahéruð um suður-ameríska ríkislns Columbia em dæmi eru t'il um annars staðar. Upptökin má rekja til þess, að í apríl 1948 var vinsælasti leiðtogi vlnstri manna, Jorge Gáitan, myrtur í Boigota. Morðið leiddi tU upip- reisnartllrauniar, sem herinn bældl niður og hófst upp úr því hernaðarlegt einræð'i í Colum- biia í sjö ár. Margir fylgismenn Gaitan flýðu þá tU fjalla og héldu uppi mótspynnu þaðan. Svo virðist sem þeir bafi fljót- lega misst tökin á skæruliðun- um þar og þeir skipzt í meira og minna dre'ifða ræningja- flokka, sem hvergi eiga sér nú sína líka í heiminum. Nokkrar vonir stóðu til þess, að óöld þestiari myndt Ijúka, er tveir aðalflokkar landsins, íhalds- flokkui'inn og frjálslyndi flokk- úrinn, komu sér samau um það 1957 að koma á borgaralegri stjórn oig skiptiast á um að fara með völd næstu 16 árin. Þessi samvinna flokkanna hefur hald izt síban, en stjómarfarlð veríð spillt og félaigslegar umbætur litlar, enda flokbarnir báðir íhaldssamir. Margir telja, að ræningjaflokkunum í Columbia verði ekki útrýmt, nema með gerbreyttum stjórinarháttum, fsem tryggja almennlmgi önnur og betri lífskjör. Columbia er auðugt Iand, en aúðurlnn er :f höndum tíltölulega fámennrar og spilltrar yfirstéttar, stórjarð eigenda og stórlðjuhölda. Eftirfiarandi igreln um óaldar- flokkana í Columbia birtlst ný- lega í Newsweek: LÍFSHÆTTAN er „daglegt brauð“ í mörgum afskekktum byggðarlögum í Suður-Ameríku. Hún getur stafað frá jarð- skjálftum, flóðum, mannætu- fiskinum pirana og spjótum eða loftbyssum óvinveittra Indíána. Lífshættunni í Columbia er þó á annan veg farið. Hún stafar frá hefðbundinni starfsemi óald arflokka í l'andbúnaðarhéruð- unum, en morðfýsn og blóð- þorsti flokka þessara hefur hvergi átt sinn lika síðan fjölda morðin geisuðu í Indlandi fyr- / ir heilli öld. - Óaldarflokkar hafa drepið 300 þúsund Columbíubúa síðan á árinu 1948, en það er meirn en allt mannfall Bandaríkjanna í heimsstyrjölijinni síðari (292 þúsund). Síðast liðin tvö •' hefur ríkisstjórninni tekizt me? ærinni fyrirhöfn að fækka dráp unum til mikilla muna. Þó eru árásir óaldarflokka á bóndabæi áætlunarbíla og jafnvel þorr mjög algengar. TOLIMA-fylki er fjöllótt, um 100 mílur í vestur frá Bogota í norðurhluta fylkisins réðist ræningjaflokkur, undir forustu illvirkja að nafni Sangra Negra (svart blóð) á býli kaffirækt anda. Morðingjarnir fistu barns hafandi konu á hol, tóku fóstr ið og hjuggu í smátt fyrir aug um konunnar, meðan hún hélt enn meðvitund. Síðan drápu þeir hana, mann hennar og þrjú ung börn þeirra. Öðru sinni tdkynnti kennslu kona lögreglunni, að óaldar- flokkur, undir forustu Desquite (hefnandinn) hefði ' ráðizt á hana og nauðgað henni, unz hún hefði misst meðvitund. Flokksforingjarnir Desquite og Sangra Negra eru báðir ómenntaðir, hátt á þrítugsaldri og 10 þúsund dollurum hefur veríð heitið til höfuðs hvorum þeirra. Flokkur hvors um sig telur um 50 manns. Tolimabú- ar óttast þá meira en alla aðra ræningjaflokka, en í því fylki hafa fl'estir þeirra ræningja- flokka aðsetur, sem enn starfa í Columbíu. Bandarískur her- maður, sem þarna hefur verið á ferð, segir þar „ríkja meiri skelfingu meðal almennings en víðast hvar annars staðar i heiminum". Mestur hluti Tolima-fyl'kis er í bröttum austurhlíðum Cord- illerafjalla, sem eru um 18 þús. fet á hæð og snævi krýnd. Und irhlíðarnar eru þaktar kaffi runnum og bananatrjám og þar eru því ágæt fylgsni fyrir ræn- ingjana. í fjórum öðrum fylkjum óðu ræningjaflokkar áður uppi, en þar er að mejstu búið að vinna bug á þeim. Árið sem leið voru 200 Columbiumenn drepnir á mánuði hverjum, en í ár er mán aðarlegt manntjón komig niður í 80. Búið er að sundra 25 óald arflokkum, en í þeim voru frá 5 og upp í 50 meðlimir. Fækkun dauðsfallanna er einkum að þakka baráttunni gegn óaldarflokkunum, én á hana hefur verig lögð mikil áherzla síðan í ágúst í fyrra, þegar forsetinn gerði Alberto Ruiz hershöfðingja að hermála ráðherra. Ruiz er hár vexti, 48 ára að aldri og notar gleraugu. í Kóreustríðinu stjórnaði hann 1000 manna hersveit frá Colum bíu og hafði kennt hermönnum sínum baráttuaðferðir gegn skæruliðum síðan á árinu 1960. „Við lærðum það í Alsír og á Kýpur, að skæruliða er ekki unnt að sigra með venjulegum bardagaaðferðum”', segir hann. „Maður verður fyrst að svipta þá aðstoð alþýðu manna og að því búnu er unnt að sigra þá“. BANDARÍKIN hafa látig í té sérfræðinga í óvenjulegum hernaðaraðferðum undir for- ustu Joy K. Vallery ofursta. Með aðstoð þeirra skipulagði Ruiz hermálaráðherra tvíþætta gagnuppreisn gegn ræningjun- um. Hann tók 7500 sérstaklega þjálfaða hermenn úr her Col- umbíu, sem aðeins telur 37 þús. manns, og skipti þeim í fá- menna flokka, að verulegu leyti sjálfstæða. Bandaríkjamenn hafa alger- lega takmarkað aðstoð sína við Framh á 15 síðu T í M I N N, laugardagurlnn 31. ágúst 1963. —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.