Tíminn - 08.10.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.10.1963, Blaðsíða 5
 RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON náði knettinum óg vippaði hár- kægðir feikar- meistarar MYNDINA til hliðar tók Bjarn. lelfur eftir leikinn. Björgvin Schram, formaður KSÍ, lengst til hægri, hefur afhent Herði fyrir- liða bikarinn. — Á myndinni eru neðri röð frá vinstri: — Ellert Schram, Þórður Jónsson, Heimir Guðjónsson, Hörður Felixson og Sveinn Jónsson. — Aftari röð: Gunnar Felixson, Garðar Árna- son’, Sigurþór Jakobsson, Hreiðar Ársælsson. Rétt aðeins sést í Gunnar Guðmannsson við hlið- ina á honum. Biarni er ekki með á myndinni. Hann meiddist rétt fyrir leikslok. Úrslit í brezku knattspyrnunni á laugardag 1. delld: Arsenal—Ipswich 6—0 Birmhigham—Everton 0—2 Blackpool—Nottm. For. 1—0 Blackbum—Fulham 2—0 Bolton—Manch. Utd. 0—1 Chelsea—Stoke City 3—3 Leicester—Bumley 0—0 Liverpool—Aston Villa 5—2 Framhald á 13. síðu. STUTTAR FRÉTTIR • Danu og Svíar léku landsleik í knattspyrnu í fyrra dag. Leikurinn fór fram í Kaup mannahöfn og varð jafntefli, 2:2. Svíar byrjuðu geysivel og áður en (íu mínútur voru liðnar af leiknum, var sinðan 2:0 þeim í hag. • Lanaskeppni i tugþraut, sem fór fram í Lubeck í fyrra- dag, lyktaði með stórsigri V- Þjóðverja, sem hlutu saman- lagt 22993 stig. ísland sendi tvo fulltrúa í þessa keppni og tefldu frarc liði með Dönum. Þetta sameiginlega Uð hlaut 17956 stig og varð í fimmta sæti. Fulltrúar 'íslands voru þeir Vaibjörn Þorláksson og Kjartan Guðjónsson, báðir úr KR. Valbjörn náði 6634 stig- um. K.R. eínokar bikariin - SIGRAÐI AKURNESINGA ÖRUGGLEGA í ÚRSLITALEIKNUM Á SUNNUDAG UM SEX ÞÚSUND áhorfendur sáu KR gersigra Skagamenn á Meia- vellinum á sunnudaginn með 4 : 1. KR-ingar eru því bikarmeistarar í knattspyrnu 1963 — fjórða árið ! röð. — Sigurþór Jakobsson var hetja KR-liðsins í ieiknum, og hanrí átti, að öðrum leikmönnum KR ólöstuðum, mestan þátt í sigrinum. Hann barðist eins og Ijón f framlínunni og af fjórum mörkum KR í leiknum, skoraði hann tvö fyrstu, og átti mikinn þátt í fjórða og síðasta markinu, en þá lagði hann knöttinn fyrir fæturna á Gunnari Felixsyni, sem á'tti auðveit með að skora fram hjá Helga. — í sjálfu sér bauð leikurinn ekki upp á mikið. Til þess var taugaspennan hjá báðum liðum of mikil. Þriggja márká sigur KR er L.. mesta, en KR vann á taktiskum leik — og eftir fimm fyrstu i______________ í síðari hálfleik lék aldrei neinn vafi á, hvort liðið var betra. Leikurinn byrjaði eins og stóru hjóli væri velt af stað niður brekku. Fyrst rólega, en síðan smám saman jókst hraðinn. En fyrstu 20 mínút- urnar voru satt að segja allt of ró- legar, þrátt fyrir að KR-ingar í stúk unni reyndu að hressa upp á og skapa stemmingu með hávaða úr hrossabrestum. Mark var ekki á dagskrá fyrr en á 26. mínútu. Þá skoraði Sigurþór laglega fram hjá Helga, sem kom mjög kl'auifalega út úr markinu. Markið var ódýrt, en samt var það vel af sér vikið hjá Sigurþóri að nýta óvænt tækifæri út í æsar. Aðeins þremur mínútum síðar [ kvittuðu Skagamenn og hleyptu I ir, að KR-ingar drógu nær allt lið sitt i vörn. Á myndinni að ofan sjást Skagamenn sækja og inni í teignum má sjá báða innherja KR, þá Ellert Schram og Þórð Jónsson. KR-ingar urðu enn einbeittari. Hurð skaU hvað eftir annað nærri hælum uppi við Akranesmarkið, en það var ekki fyrr en á 25. mínútu, að KR uppskar þriðja markið. Garðar Árna son, hinn sívinnandi framvörður, gaf fallega inn í eyðu á vallarhel'mingi Akraness — og Gunnar Guðmanns- son, sem strax skildi hvað um var að vera, skauzt fram í " rnönnum 1 rélt fyrir'ú íínt yfir Helga, sem kom út á móti. — Eftir þetta mark, voru úrslitin ráðin, en sigurinn var enn betur undirstrikaður, með fjórða markinu, sem Gunnar Felixson skoraði tveim mínútum fyrir leikslok. Sigurþór átti sinn stóra þátt í markinu, en hann sendi hnitmiðað, inn á miðj- una — og Gunnar þurfti lítið annað en að ýta á eftir knettinum í netið. Þrátt fyrir að KR hafi haft leik- inn svo til í sínum höndum í síðari hálfleiknum, áttu Skagamenn nokk- ur upphlaup. En vörnin var þétt hjá KR — og stundum kom það fyrir, að 10 leikmenn KR-liðsins voru inni i eigin vítateig. Þetta var taktik, og KR-ingar voru afar fljótir að snúa vörn í sókn. Hraðinn var miklu meiri í síðari hálfl. en engu að síður fjöri í leikinn. Það var Þórður Þórð i . . ,, arson, sem var að verki. Hann skall! vantaði spennuna. Þetta kom til af aði inn af stuttu færi, eftir sendingu ! Þvl- að ’eikmenn voru taugaóstyrkir frá Þórði bakverði. Þarna var KR- ■ °8 tefldu yfirleitt ekki i tvisynu. Sigurþor var langbezti maður KR — og vallarins. Hann var sífellt vinn andi og skapaði ótal tækifæri með braða sínum, þrátt fyrir, að hann hafði jafnerfiðan mann á móti sér, sem Þórður Árnason var í leiknum. Þeir stóðu sig líka vel í vörninni, Hreiðar, Hörður og Bjarni. Garðar og Sveinn börðust vel. Akranesliðið mætti ekki sterkt til leiks að þessu sinni. Það vantaði baráttuviljann. Vörnin var veikur hlekkur. Beittustu menn voru Ingv- ar, Þórður og Skúii í framlínunni. vörnin illa á verði, en annars stóð hún sig vel í leiknum og hindraði allar meiri háttar tilraunir Skaga- manna með taktiskum leik það sem eftir var. Staðan í hálfleik, 1 : 1, var nokkuð sanngjörn, þó sóttu Skaga- menn öllu meira. Þetta breyttist í síðari hálfleikn- um. Þá mættu KR-ingar tvíefldir. Strax á 5. mín. skoraði Sigurþór með hörkuskoti á stuttu færi, eftir fyrirsendingu frá hægri. Þetta skot hafði líelgi engin tök á að verja. Markið dró Skagamenn niður, en Ríkharður gerði margt gott í fyrri hálfleiknum, en var daufur í þeim síðari. Þórður Árnason stóð sig vel í bakvarðarstöðunni, en stundum var harkan fullmikið á dagskrá. Framhald á 13. ^sfðu. ÁSBJÖRN SIGURJÓNSSON, formaður HSÍ. ÁRSÞING H.S.Í. Heimir fer ekki tii St. Mirren • Úrslitaleikurinn í Islands- móti 2. flokks, milli KR og Keflavíkur, fór fram á Mela- vellinum á laugardaginn. Úrslit fengust ekki, þ. e. jafntefli varð O'O Framlengt var tvisv- ar sjnnuro 10 mínútur, en það dugði f.kki. — Liðin leika að nýju um næstu helgi og er þess að vænta, að úrslitaleikurinn í íslandsmóti 5. flokks, milli Fram og KR verð'i einnig sett- ur þá á. Alf-Reykjavík, 7. okt. Eftir leik KR og Akraness ■i sunnudaginn, ræddi frétta- maSur blaðsins lítillega við Heimi Guðjónsson, og innti hann eftir, hvort hann hygðist laka boði skozka félagsins St. Mirren um að fara út til Skot iands og æfa með félaginu og gera atvinnumannasamning við það ef um semdist. Sagði Heimir, að það væri nú afráðið að hann færi ekki út. Hann vddi ekki gefa neina nánari skýringu á þessari ákvörðun sinni, sagði aðeins: — Eg fer ekki. Alf-Reykjavík, 7. okt. Ársþmg Handknattleikssam. bandc íslands var haldið í fé- lagsheimili KR s.l. Laugardag. Til bingsins mættu fulltrúar frá Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík og Akranesi. Gestir voru Gísli Halldórsson, forsetl ÍSÍ, Benedikt Wáage, heiðurs- forseti ÍSÍ, og Hermann Guð- mundsson, framkvæmdastjóri I fsf, Framhald á 13. siðu. T í M I N N, þriðjudaginn 8. október 1963, 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.