Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.04.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.04.1935, Blaðsíða 3
i ALÞÝÐUBLAÐIÐ 8 Þai ætlaöi skóarinn að vera til taks og bjarga þeim. Það var nú svo með það. Systurnar sáu hvert stefndi. Og þær sáu líka, að þar biðu menn eftir þeim, og að skóaradraugur- inn kom þangað vafrandi eins og voia, rétt sem einn hundur í mannsmynd. Systurnar hljóðuðu. Ópin létu sem sjófuglagarg í eyrum þeirra, sem stóðu í landi. Þær réru svo að himinn og jörð dönzuðu um- hverfis þær. Nú sáu þær pnestinn sjálfan meðal mannanna í fjör- unni. Þær sáu svörtu húfuna hans og silfrað hárið. Þær bölvuðu hásri röddu og langaði helzt til að fyrirfara sér, en hér var eng- inn tími til slíks. Það var satt, að presturinn var kominn ofan í fjöruna. Á sunnu- dagsmorgna fékk hann sér alt af morgungöngu. Þennan morgun hafði hann séð bátinn úti á sund- inu og hafði gengið niður í fjör- Una um leið og fjósamaðurinn kom þangað frá verkum sinum. Síðan komu fleiri og fleiri og ræddu um í hvaða erindagerðum konur væru á sjó í svona veðri'. Þá bar skóarann að. Hann lét dæluna ganga og Ieyndi engu. Þetta voru systurnar í Urðarvik; þær höfðu komið við í hlöðunni prestsins og átt þar dálítið er- indi. Þær voru svo heylitlar. — En nú sökkva þær, hrópaði faann og tvísté í fjörunni. En þær sukku samt ekki. Bát- urinn rendi á fullri ferð upp í ijöruna og heyið flaut út. Bátur-, inn tók niðri, þær hlupu fyrir borð og drógu bátinn á land og nógur var mannaflinn í fjörunni til þess að hjálpa þeim. Jafnvel skóarinn gat rétt hjálparhönd og glaður var hann. Þær hefðu bara átt að vita, að hann blotnaÖi í Ljótt. Eftir Stefán Jónsson. í ljótasta húsinu ég leigði um tírna; við ljótustu götu í bænum það var. Við Ijótustu hugsanir leitt er að glíma, en 1 jótustu kvæðin mín orti ég þar. Og lítið var herbergið, ljótt var þar inni og ljót var hver athöfn, er framin þar var, bg ljótasta kaflann úr lífssögu minni á ljótustu spjöldin ég skrifaði þar. En þó væri líklega ljótast að heyra, hve lítil og skammvinn var dvölin mín þar, og af þeirri sögu ég segi ekki meira, En svo mátt þú geta hver ástæðan var. góJör lioffHagundir tru nolaðar, þo g«lur þonn drgUlt.nr b«iur ouWi ondloji fjörog þr«l< n koWI íilv»i,koffi «r ofbro^Íl firókefli Lrtnl olllr oBro nýjuitu oJI«röu«viim •MÍ þokkjoit. (iWb>kalfi or aliol g nýbrant, lllua-koffi eroHaf nýmolaS. X=H" JT KAFFI jumuöui annan fótinn við að bjarga bátn- uaa. Presturinn stóð og horfði á tví- burana. Hann var ægilegur undir brún. Og nú horfðu þær á hann. Hendurnar héngu máttlausar nið- ur með síðunum. Andlitsdrættir þeirra voru stirðir. —- Já, við höfum stolið úr hlöð- unni prestsins, sagði önnur. — Og nú lendum við í 'gapa- stokkinn, sagði hin. Þetta sögðu þær nú og voru ekki svo mikið sem skjálfradd- aðar. Nei, þar hlóu upp í opið geðið á prestinum. Enginn þekti að tvíburana frá Urðarvík, og sennilega ekki þær sjálfar heldur. Presturinn þagði stundarkorn. Síðan bað hann þær að fylgjast með heim til sín. Þær litu hvor á aðra og grettu sig. — Nú svelta kýrnar í hel, sögðu þær í hljóði. En presturinn heyrði hvað þær sögðu, og hann snéri sér að skó- aranum og bað hann að taka heypoka og fara með hann vest- ur eftir; kýrnar þyrftu fóður. Skóarinn fór. Hann leit glaðlega út, jafnvel á bakið. Systurnar urðu að taka heyið á bakið og fylgja presti heim að prestssetrinu. — Jæja, sögðu þær, — ekki er- um við hræddar við gapastokk- inn. Þær urðu að fara inn í eldhús- ið, og presturinn sagði, að þær yrðu að fá þur föt. — Svo komið þið með til kirkjunnar, sagði hann. Það var margt um manninn í eldhúsinu, og allir heyrðu hvað við hafði borið. Sumir aumkuðu þær, aðrir gerðu góðlátlegt gys að þeim. —■ Nei', sögðu systurnar ein- róma. — f kirkju getum við far- ið, en þá förum við í bleytunni. Menn mega sjá okkur eins og við lítum út núna og hlæja eins og þá lystir. Eldabuskurnar höstuðu á þær og báðu þær að halda sér i skefj- um: — Þið ættuð að skammast ykkar, sögðu þær. En systurnar höfðu ekki vit á því og hlóu. Verri en vitlajisar gátu þær þó ekki orðið. En presturinn var með undar- legra móti í dag. Hann sagði: — TaJkið pokana ykkar, bömin mín, og hafið ykkur heim. „Far burt og syndga eigi framar,“ sagði hann. Að lokum skildu þær við hvað hann átti. Þær tóku sinn pókann hvor og héldu af stað, en fólk stóð og góndi á eftir þeim. Á heimleiðinni hlógu þær ekki, en þær kvörtuðu ekki heldur; þær voru hljóðar. Oti fyrir fjósdymn- um heima hjá sér rákust þær á skóarann. Hann brosti með öllu andlitinu. Hann sagði, að kýmar hefðu nú fengið bæði hey og vatn. — Og þið sluppuð svo vel, sagði hann. — Ég er svo feginn því. — En þú sleppur ekki svona vel, sögðu þær. Þar með tóku þær hann og lögðu hann flatan. Ane barði hann fyrst, síðan Bea, því að hún var sterkari. Þær léttu ekki fyr en skóarinn var helbarinn í báða enda og hörmulega tilreiddur. En þær hugguðu sig með því, að hann gekk einn og óstuddur heim til sín. En þær voru nú ekki’ í rónni samt. Ane læddist fyrst til hans og gægðist inn. Skömmu seinna kom Bea líka. Þær þurftu engan að spyrja leyfis. Öjú, honum leið eftir vonum. Það er þykt skóara-skinnið. Það er ekki að orðlengja það; Ane giftist skóaranum. Hún var líka eldri. Svo leið ekki á löngu áður en Bea giftist líka, pilti að sunnan. Það er ekki gott að mað- urinn sé einn, því síður konan. En stundum litu þær í laumi hvor á aðra og sögðu: — MaSur verður einhvern tíma á ævinni að lenda í mannraunum. En gapastokkurinn er nú samt held- ur leiðinlegt áhald, bættu þær við og brostu með sjálfum sér. við og brostu í laumi. Þær voru ekkert hræddar við hann lengur. Fullkomið eitur. Fyrir 2000 árum þektu Kínverj- ar eitur, sem var kallað fullkomið, því að það hafði alla þá eigin- leika, sþm fullkomið eitur þarf að hafa: Það drap tafarlaust, ó- mögulegt var að sjá það á þeitti, sem tók það inn, og þó að við- komandi væri skorinn upp var ó- mögulegt að finna það. Nú hefir ameríski prófessorinn Osborne fundið þetta eitur, sem enginn hefir þekt síðustu 2000 ár. Það er búið til úr skinni af frosk- um. *' • ' i Smith - Smith - Smith. Nýlega var stofnaður klúbbur í Edinborg fyrir alla, sem heita Smith, en Smith-nafniið í Englandi er jafnvel algengara en Jóns- nafnið hér hjá okkur. Hugmynd- ih er að stofna allsherjar félags- skap fyrir alla, sem heita Smith og heima eiga í Englandi, Ame- ríku og nýlendum Bretlands. Það verður víst fjölmennasti félags- skapur í enskumælandi löndum. Alisleazkt félag. Sjóvátryggingar, Brunatryggingar, Rekstursstöðvun- artryggingar, Husaleigutrygg- ingar. Lfftrygglngar.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.