Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.10.1937, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
UL~±.(S?íi£
SUÐUR HEIÐAR“, heitir ný skáldsaga eftir Gunnar
M. Magnúss, sem kemur á bókamarkaðinn í dag. Sag-
an gerist í sjávarþorpi á Vestfjörðum og lýsir félagslífi
æskulýðsins, þrám hans og löngunum, en jafnframt því,
hvernig fer, ef atvinnuþörf hans og félagsþörf er ekki full-
nægt. Þessi mál eru nú mikil viðfangsefni hér á landi eins
og annars staðar og hefir G. M. M. kynt sér þessi mál vand-
lega. Aðalsöguhetjan er ungur piltur, sem með sterkum vilja
brýtur sér braut og hefur þorpið sitt á hærra menningarstig.
Gunnar M. Magnúss dvaldi alt síðastl. ár í Danmörku og
er sagan skrifuð þar. Þarf ekki að efa að hinir mörgu les-
endur Gunnars, bæði meðal yngri og eldri, muni flýta sér
að ná í þessa nýju bók hans.
Hér fylgir einn kaflinn úr henni.
>W
Ölafur Spánarfari.
Olafur bpánarfari var ein-
setumaður, sem bjó í veggja-
lágum timburkofa uppi i húð-
inni.
Á yngri árum hafði hann
siglt um höfin og venð með í
allskonar frægðarferðum til
heitu landanna, nú var hann
tek.nn að eldast.
Hann sagði margar undra-
verðar sögur.
Hann haf ði séð tungl, sem var
öðruvísi en tunglið á islandi, og
hann hafði séð eyjum skjóta
upp úr hafinu, bunguvöxnum og
grænum eyjum, en þegar betur
var gáð að, voru þetta feykileg
sjóskrímsli, sem komu upp að
yíirborði sjávarins einu smni á
öid. En fuglar himinsins settust
á þessi ferlíki og kroppuðu af
þeim allskonar ætilegar pödd-
ur og smádýr, sjaldgæf og góm-
sæt fyrir fuglsmunnanna.
Ólafur Spánarfari safnaði oft
után um sig forvitnum börnum
og sagði þeim frá hinum undra-
verðustu fyrirburðum.
Nú hafði hann einn daginn
sagt Nóa frá atburði, sem hafði
komið fyrir hérna í fjörunni
fyrir nokkrum árum. Og það
var þessi saga, sem stóð svo
ískyggilega fyrir hugskotssjón-
um Nóa.
Saga Ölafs Spánarfara var á
þessa leið:
— Eitt kvöld varð mér reik-
að héma út með ströndinni,
sagði hann. — Það var haust,
eins og núna.
Veðrið hafði verið milt og
gott, en nú voru skýin farin að
hnyklast ófrýnilega, og það var
rosabaugur kringum sólina.
Ég var á rjátli út með strönd-
inni og var að tína mér sprek
í eldinn.
Svo settist ég á stein til að
hvíla mig og var að horfa út
á fjörðinn.
Rökkrið var að síga yfir, og
ég var að hugsa um það, þegar
ég sat einu sinni á steini suður
í Afríku og skjaldbökur komu
skríðandi upp úr sjónum og
mjökuðu sér um sandinn þar
álengdar.
— Margt getur skriðið upp
úr sjónum, hugsaði ég þá.
Og þegar ég sat á steininum
hérna úti í fjörunni, þá hvarfl-
aði einhvernveginn undarlega
að mér:
Margt getur nú líka skriðið
upp úr sjónum hérna á okkar
GUNNAR M. MAGNÚSS.
eigin landi; enginn veit hvað
hafið geymir, óg enginn veit
hvað er satt og hvað er ekki
satt, en margt stendur í þjóð-
sögunum okkar og margt hefir
gamla fólkið reynt, sem aldrei
hefir verið skrifað.
Og meðan ég var að hugsa
þetta, seig rökkrið meira og
meira yfir, það var orðið nærri
því dimmt, þegar ég stóð upp.
Þá beygi ég mig eftir spýt-
unum, sem ég hafði lagt við
steininn, og um leið heyrðist
mér eins og skvamp í flæðar-
málinu, eitthvað öðruvísi
skvamp heldur en í bárunum,
sem vanalega gjálfruðu við
steinana.
Ég veitti þessu samt enga
nánari athygli, og rétti úr mér
og lít í kringum mig en sé ekki
neitt grunsamlegt.
Ég hugsa því, að þetta sé eins
og hver önnur misheyrn og
labba svo í áttina inn f jöruna,
því ég ætlaði að tína fleiri sprek.
Þá heyrðist mér aftur eins og
eitthvert undarlegt hljóð, —
eins og plornphljóð.
Ég staldra við og lít í kring-
um mig; kannske voru kindur
að snapa þarna í flæðarmálinu
og á skerjunum, en ég get ekki
séð neitt, enda var þá orðið
töluvert skuggsýnt.
Eg stend nú svona rólegur og
reyni að hlusta og sjá, en get
ekki greint neitt óvenjulegt.
Svo held ég áfram göngu
minni og rek þá tærnar í viðar-
kefli. Eg beygi mig áfram og
tek snæri úr handarkrika mín-
um til að vef ja utan um viðar-
renglurnar.
Og meðan ég er að dútla við
þetta, heyri ég alt í einu skrölt
fyrir aftan mig, eins og eitt-
hvað sé að hendast eftir grjót-
inu.
Ég rétti mig upp eldsnart, en
þetta skiftir engum togum, í
sama vetfangi er slegið upp á
hnakkann á mér votum og
slepjulegum hrammi, og einhver
skepna grípur um mig að aftan-
verðu og ætlar að sliga mig.
Það var ógeðslegt ástand.
Ég finn, að nú þarf snerpu
og kjark og krafta, til þess að
rífa sig undan þessu óféti og
klemmast ekki þarna niður í
grjótið. Ég fálma með annari
hendinni aftur fyrir mig, en
þreifa bara í blauta slepju, það
er alt afslept og ég næ engu
taki.
Og nú finn ég að skrímslið
þreifar upp á höfuð mér og hrá-
slagaleg slepjan dregst yfir
hálsinn á mér.
Þá set ég í mig allan þann
lífsins kraft og snerpu, sem ég
átti til og rykki mér við, til
þess að reyna að snúa fanginu
að ófreskjunni. Og um leið verð-
ur mér gripið í einn lurkinn, sem
ég var búmn að hirða.
Ég held að mér sé óhætt að
fullyrða, að þetta sé það snar-
legasta og mesta viðbragð, sem
Ný skáldsaga eftir Gunnar
Magnúss kemur á bókamark*
aðinn i dag.
ég hefi vitað nokkum mann
taka.
Þá rennur ófreskjan út af
öxlinni á mér og ég heyri
skrölta í einhverju.
Ég get með viðbragðinu snú-
ið mér við og reiði lurkinn á
loft.
Þá sé ég glóra í tvær gul-
grænar glyrnur í afsleppum
ávölum haus, og eitthvert fer-
líki rís fyrir framan mig í
svartamyrkrinu.
Ég hefi staðið andspænis
mörgu dularfullu og ægilegu og'
ekki látið bugast. En eitt augna-
blik var ég á leið að kikna and-
spænis skrímslinu, þá vildi mér
til lífs, eins og fyr, mitt með-
fædda snarræði og hugdirfska.
Ég nefni nokkur kröftug orð
og tvíhendi lurkinn af öllum lífs
og sálarkröftum, og höggið
dynur á ófreskjunni.
Ég hr.aut um leið áfram, en
skrímslið dasaðist og fálmaði
ekki strax eftir mér, svo að ég,
á einhvern nærri óskiljanlegan
hátt, skreið og brölti og fálm-
aði og skrönglaðist yfir grjótið
og hentist í fáti upp undir bakk-
ana. Ég heyri altaf ýmist skrölt
eða slepjulegt brölt á eftir mér„
En þegar ég kom á götu-
troðninginn upp undir bökkun-
um var ekki að sökum að
spyrja; ég eins og eldibrandur
í myrkrinu inn allar götur og
leit ekki við fyr en ég mætti
manni hérna við yztu húsin,
Hann spyr mig, hvers vegna
þessi asi sé á mér. Og ég segi
eins og er, að ég sé að flýja
undan skrímsli, sem ég hafi ver-
ið að glíma við, og sýni til sann-
indamerkis slepjuna á öxlum
mínum og hruflaðar hendur og
buxurnar tættar á hnjánum.
Þetta var gamall maður, upp*
alinn hérna í sveitinni, og hann
segir strax við mig:
— Var hann þá á ferðinní
núna, greyið.
— Hver? segi ég.
— Fjörulallinn, ' sem býx
héma fyrir utan, segir hann.
— Nú? segi ég.
— Já, hann sýnir sig nú orð-
ið sjaldan, greyið að tama,
kannske ekki nema einu sinni á
mannsaldri, seglr hann.
Svo hélt ég áfram leið minni
eins og ekkert væri; og sagði
ekki öðrum frá þessu að sinni*
bætti Ólafur við.
Nói hafði setið agndofa og
hlustað á frásögn Ölafs Spán-