Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.05.1938, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.05.1938, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 um, og þjónum og þjónustu- meyjum, sem hver sannur ís- lendingur getur verið stoltur af, og þetta alt fyrir einn skitinn „fimmkall“. Að vísu þurfa „kallarnir“ að vera jafnmargir sólarhringunum, sem maður dvelur þarna, en slíkt er nú samt ekki of hátt verð, því ekki hefir Pétri enn tekist að reka út úr okkur sóðaskapinn og ó- þverrann, og þarna skiljum við nægilega mikið eftir af honum í herbergjunum að lokinni dvöl inni, að þjónustufólkið hefir næga atvinnu næstu klukku- stundir að hreinsa slíkt áður sá næsti kemur og tekur við her- berginu. En ekki get ég stilt mig um að minnast á hver geysimunur er á nútíma gisti- húsum eða fyrri ára, t. d. þegar ég var strákur, og fékk að sofa — í öllum fötum auðvitað — á gólfinu í hálmi á Hernum (inn- an um blindfulla karla) fyrir 10 aura, sem þá þótti vissulega gott hlutskifti hjá öðru verra. En þó segja hinir háu speking- ar vorra tíma, að alt sé í aftur- för, alt sé á glötunarbarmi, að tilveran sé óendanlega verri og aumari en fyr á árum og öld- um, að lausaleikskrökkum fjölgi ískyggilega mikið með ári hverju, en hjónabandsbörn deyi frekar en áður, að æskan spillist með ári hverju, kirkja og prestar vanrækt til stórrar háðungar, og að lokum hirði Enskurinn bráðum afganginn upp í gömlu kreppulánin, og þar með sé okkar fornu menn- ingu lokið. Það er engu líkara en slíkir minni háttar spámenn líti á okkar fögru höf- uðborg sem eins konar Sódóma og Gómorra. En slíkum herr- um get ég sagt, og lagt meira að segja alt mitt búhokur við, og eftir mínum kynnum af íbú- um þessarar borgar, að væri okkar gamli og góði forfaðir Abraham í rannsóknarleiðangri eða ,,snuddi“ eftir fimmtíu rétt- látum nú á okkar dögum, í höf- uðstaðnum, þá fyndi hann ekki einungis fimmtíu, heldur marga fimmtíu réttláta, og það bara í höfuðborginni einni saman. Það er ætíð svo, að þegar við sveitamenn förum til höfuðstað- arins verðum við alveg óhjá- kvæmilega að leysa af hendi einhver störf fyrir nágranna okkar og kunningja, auk erinda okkar sjálfra. Þannig var það með mig í þetta skifti. Ein ynd- isieg grannstúika mín bað mig að kaupa fyrir sig Draumaráðn- ingar. Höfundinn mundi hún ekki og því síður ég, þó skömm sé frá að segja. Þessa vinstúlku mína hafði dreymt svo kvikind- islegan draum þá nýverið, og var í draumnum einhver garna- flækja um hræðilega léttúðug- an karlmann, sem engin leið var að ráða fram úr, nema á fræði- legan hátt. Eins og gefur að skilja, hafði ég mikinn hug á því að ná í þessa fræðibók og byrjaði ég því að leitast fyrir með hana. En af ókunnugleika lenti ég fyrst með þessi bóka- kaup í huga, í húsi, sem í eru seld alls konar lyf, en heitir réttu nafni Apótek. En þar eru eins og kunnugt er seld með- öl við öllum líkamskvillum. En bókin tilheyrði sálinni, og þar fékk ég líka nægar upplýsingar um þetta atriði, og þar við bætt- ist, að ég hitti við brottför mína þaðan gamlan félaga minn og vin af ,,Garðinum“, sem einnig vísaði mér á eina bóksölubúð. En þessi forni fé- lagi minn vildi hafa eitthvað fyrir sinn snúð, sem sjálfsagt var, og bað mig að láta sig fá einn einasta ,,túkall“. En mað- urinn hafði verið svo óumræði- lega óheppinn rétt áður, að reka sig á. Það sýndu hræðilega svört og stór og bólgin kúla á öðru gagnauganu. Ég lét hann hafa ,,túkallinn“ og sá ég síð- ast til mannsins með hann í hendinni, skreppa fyrir hús- horn skamt frá Steindóri, og hvort hann hefir ávaxtað eins vel þennan „túkall“, eins og mennirnir með talenturnar í dæmissögunni, veit ég ekki um. Það getur nú vel verið, að þú haldir lesari góður, að nú ætli ég að fara að segja þér ósatt. En slíkt sver ég og sárt við legg, að rétt eftir að ég skyldi við þennan mann með „túkallinn“ kemur annar maður mér öld- ungis jafn kunnugur beint yf- ir götuna og heilsar mér mjög vingjarnlega og eftir dálitla stund færði hann sig það langt upp á skaftið við mig, að biðja mig um „túkallinn“, annaðhvort til láns eða upp á krít. En þá var þolinmæði mín á enda. í fyrsta lagi er það nú svo með mig, að sú byrðin sem mest hefir beygt bak mitt, þótt marg ar hafi ég þungar borið á veg- ferð minni um hinn syndum- spillta heim, er sú byrðin að vera ætíð með of létta pyngju. í öðru lagi er ég mjög greið- vikinn. Og til að gjöra mannin- um úrlausn, sagði ég við hann hin frægu orð: ,Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef, gef ég þér.‘ Jafn- framt þuldi ég það kröftugasta sem ég mundi úr Salomonsorðs kviðum og Davíðssálmum, ef vera mætti, að manninum gæti orðið slíkt til leiðbeiningar., — sem mörgurn á undan honum. Um árangur þori ég ekkert að fullyrða, en við þetta sat og skildum við sáttir að kalla. Mín meining í þessu sam- bandi var sú, að þó aldrei nema að maður sé á gangi nokkra daga aðgerðarlaus eða sér til skemtunar á götum úti í höfuð- staðnum, að þá sé skemtilegra að eiga eitthvað í pyngjunni, ef vel á að fara. Og margir „tú- kallar“ á sama stundarfjórðung inum úr buddunni geta ef til vill tæmt hana. Og þegar ég tók að athuga málið, fór allt þetta að verða ljóst og eðlilegt með mennina — hér að framan. Stórborgarlíf ávalt með öðrum hætti, en kotalífið í sveitinni. (Frh.) Húskveðja í cirkus. Bertram Mills, frægur ensk- ur trúðleikari og cirkuseigandi, er nýlátinn. Jarðarför hans fór fram á mjög óvenjulegan hátt í Luton í Englandi. Þar hafði hann sett upp cirk- usinn sinn og þar fór húskveðj an fram. Sýningarsviðið var þakið svörtum slæðum, kistan stóð á miðju sviðinu, og cirkusþjón- arnir stóðu heiðursvörð um kistuna í hinum skrautlegu einkennisbúningum sínum. í ræðu sinni fór presturinn fögrum orðum um afrek Mills á leiksviðinu og kvað engan efa á því, að hann var nú kominn á hið mikla cirkus-svið drottins. Aflraunamenn báru kistuna út og næst kistunni gengu tveir trúðleikarar í skrípabúningum sínum, með rauðmáluð nef og alt það, en sagt var, að tár hefðu verið í augum þeirra. Þeir höfðu starfað með Mills í meir en 20 ár. Halidór Friðjónsson: Sðngnr nngra lafnaðartnanna. VAKNA maður og 'mey! Svefninn sæmir oss ei. Það er sólfar um höfin og lönd. Ómar ólgandi vors, þytur svellandi þors, berst með þeynum frá fjarlægri strönd. Heyr það heillandi mál; kallar huga og sál, fram til herferðar myrkrinu gegn. Stælir starffúsa hönd, vísar veginn um lönd, svo ei verður oss gangan um megn. Okkár bíður það starf, sem að óbornum arf eftirlætur á tímanna braut. Starf, sem fegrar allt líf, minkar rr\æðu og kíf — og mildar hins líðanda þraut. Það er kall vort í dag, okkar ljúfasta lag, hvort sem leiðin er brött eða greið. Æska, horfandi hátt, treystu hug þinn og mátt, og í hrifning skal snúið á leið. Kom því, ungmenna öld! Tak þinn skjóma og skjöld! Það er skyggni um heiminn í dag. Fram með fánann í hönd inn í framtíðarlönd — undir frelsisins dynjandi brag. H. F.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.