Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.04.1939, Síða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.04.1939, Síða 2
2 ALÞÝÐUBL ABIÐ geyma, skildi ekki við mig. Það logaði og ólgaði í höfði mér og ég var hreykinn með sjálfum mér yfir karlmensku minni. Ég, sem var ostruræningi, ■ ætlaði nú út í mitt eigið skip eftir það að háfa þjórað með Nelson, hin- um ágætasta meðal ostruræn- ingjanna. Ég sá enn þá, hvernig við tveir höfðum halláð okkur upp að veitingaborðinu í „Sein- ustu voninni“ og drukkið öl. Og undarleg mátti sú hégilja vera að finna fullnægingu í því að hella öli í strákhvolp eins og mig,- sem þoldi það ekki einu sinni. Meðan ég velti þessu fyrir mér, fór ég að hugsa um það, að ýmsir aðrir höfðu komið inn í „Seinustu vonina“ méðan við vorum þar, og að fyrst hafði annar veitt, síðan hinn. Ég mundi það líka, að í kendiríinu á Slæpingjanum sællar minn- ingar, hafði bæði Scotty og skutlarinn og ég tínt saman alla okkar aura til þess að kaupa whiskyið. Einnig duttu mér í hug reglurnar, sem við höfðum, er við vorum litlir drengir. Ef einn okkar hafði gefið einhverj- um ,,falibyssukúlu“ eða kara- mellu, þá átti hann í vændum síðar meir að fá „fallbyssukúlu“ eða karamellu á móti. Þess vegna hafði Nelson dok- að við hjá veitingaborðinu. Þegar hann var búinn að gefa einu sinni í glösin, þá bjóst hann við, að ég myndi gefa aft- ur. Ég hafði látið hann borga sex sinnum og ekki boðið hon- um svo mikið sem einu sinni í staðinn. Og þetta var sjálfur Nelson, sem ég hafði farið svona að við. Ég fann, hve ég roðnaði af blygðun. Ég settist á einn af fangalínustólpunum á bryggjunni og huldi andlitið í höndum mínum, Hitinn, sem steig upp í höfuð mitt, breiddist yfir hnakkann niður yfir kinn- amar og ennið. Oft hefi ég roðnað á æfinni, en aldrei hafa vangar mínir brunnið eins og þá. Og meðan ég sat þar og blygðaðist mín ákaílega, vann hugurinn látlaust að því að í- huga og endurmeta verðmæti. Ég var fæddur í fátækt og hafði alt af verið fátækur. Og hafði jafnvel liðið skort. Ég hafði aldrei átt leikföng eins og önn- ur börn. Fyrstu hugmyndir mínar um lífið voru mótaðar af fátækt okkar, og fátæktarsvip- urinn var varanlegur. Ég var átta ára, þegar ég eignaðist fyrstu skyrtuna, sem keypt hafði verið tilbúin handa mér, og ég átti ekki nema hana eina, en þegar hún var orðin óhrein, varð ég aftur að fara 1 heima- saumaða ræfilinn, þangað til bú ið var að þvo hana. Ég var svo montinn af henni, að ég vildi vera í henni utan yfir öðrum fötum, og út af því gerði ég fyrstu uppreisn mína gegn móður minni — varð allur út- hverfur af vonzku, þangað til móðir mín lét það eftir mér, að ég væri þannig í þessari búðar- skyrtu, að allir gætu séð hana. Sá einn, sem reynt hefir sult, veit hvers virði fæðan er, og engir nema sjómenn og eyði- merkurfarar kunna að meta ferskt vatn, og enginn nema barn, með ímyndunarhæfileika barns, er fær um að meta þýð- ingu hluta, sem því hefir lengi verið neitað um. Ég komst fljótt að því, að hið eina, sem ég gat fengið, fékk ég með því að út- vega mér það sjálfur. Fátækt mín í bernsku gerði mig hálf vesaldarlegan, einnig í kröfum mínum. Hið fyrsta, sem mér tókst að útvega mér, voru vind- lingamyndir, vindlingaauglýs- ingar og vindlingaalbúm. Ég hafði ekk'i efni á því með þeim peningum, sem ég komst yfir með venjulegu móti; ég víxlaði því nokkrum blöðum aukreitis til þess að geta náð í þessa kostagripi. Þegar ég fékk tvær myndir af hinu sama, þá hafði ég skifti á þeim við aðra drengi, og þar sem ég fór víða um borg- ina til þess að bera út blöðin, þá hafði ég gott tækifæri til að ná í slíka hluti og hafa skifti á þeim, Ekki leið á löngu, þangað til ég átti alt myndasafn vind- lingagerðarmeistaranna -— sömuleiðis kappreiðarhesta, fegurðardrottningar í París, konur af öllum þjóðum, fána allra þjóða, alþekta leikara, hnefaleikamenn og því um líkt, og af hverri röð átti ég þrjú ein- tök, eitt á myndinni,^ sem var í pakkanum, eitt á augíýsinga- spjaldi og loks eitt í albúmi. Síðan fór ég að safna tveimur og tveimur myndum saman og hafði albúm fyrir þær sérstak- lega. Ég hafði síðan skifti á þeim og öðrum hlutum, sem drengir kunna að meta, því þeir keyptu venjulega fyrir peninga, sem foreldrar þeirra höfðu gefið þeim. En þeir höfðu nátt- úrlega ekki eins ljósar hug- myndir um gildi hlutanna og ég, sem aldrei hafði fengið pen- inga til þess að kaupa fyrir. Ég keypti frímerki, einkennilega steina, ýmis konar sjaldséða gripi og fuglaegg. Ég hafði verzlað með alt mögulegí og haft skifti á öllu milli himins og uarðar, og þann- ig haldið áfram að hafa kaup á hlutum, þangað til ég hafði komist yfir eitthvað, sem var nokkurs virði. Ég fékk orð á mig sem mikill braskari, og var mér borið á brýn, að ég færi það sem ég kæmist í viðskift- um. Ég gat jafnvel komið Kín- verja til að gráta, ef ég átti við- skifti við hann. Aðrir drengir báðu mig áð selja fyrir sig, ef þeir vildu koma í verð flösk- um, druslum, járnarusli, korn- og mélpokum og fimm potta ol- íudunkum, sem þeir höfðu safn- að, og guldu mér umboðslaun fýrir. Það var þessi sparneytni og hófsami drengur, sem hafði átt því áð venjast að vinna við vél fyrir tíu cents á klukkustund, sem sat nú á fangalínustólpan- um og hugsaði alvarlega um öl, sem kostaði fimm cents glasið og hafði horfið í einu vetfangi án þess nokkuð sæist eftir af því. Ég umgekst nú menn, sem ég dáðist að. Ég var upp með mér af því að vera í félagsskap þeirra — og ég spurði með sjálfum mér, hvort öll sparsemi mín og nánasarskapur hefði veitt mér nokkuð 1 aðra hönd, sem jafnast gat á við þá á- nægju, sem ég hefði notið eftir það, að ég komst í hóp ostru- ræningjanna. Og hvort var nú meira virði, þegar á alt var lit- ið, peningarnir eða' ánægju- stundirnar? Þessir menn voru ekki að láta sér fyrir brjósti brenna, þótt þeir eyddu einni eða fleiri krónum. Þeim var al- veg sama um peningana, þegar þeir buðu átta mönnum whisky, sem kostaði tíu cents hvert glas, eins og franski Frank hafði gert. Og Nelson hafði rétt áðan eytt sextíu cents fyrir öl handa okkur tveimur. Hvað lá nú hendi næst? Ég hafði gert mér ljsót, að einhver ný þýðingarmikil ákvörðun var að brjótast um í mér. Ég átti að velja milli peninga og manna, milli ágirndar og æfin- týraþrár. Annaðhvort varð ég að varpa öllum fyrri skoðunum mínum á peningum fyrir borð og líta á þá sem hluti, er dreifa bæri út með báðum höndum, eða ég varð að slíta öllum fé- lagsskap við þessa menn, sem voru með þeim ósköpum fædd- ir, að hafa löngun til sterkra drykkja. Ég snéri því aftur frá bryggj- unni og gekk upp að „Seinustu voninni"; stóð Nelson enn þar úti fyrir dyrunum. „Komdu inn og fáðu þér eitt glas af öli,“ sagði ég. Og nú stóðum við aft- ur við veitingaborðið, drukkum og skröfuðum saman, en nú var það ég, sem borgaði — tíu cents. Alt kaupið fyrir klukku- stundarvinnu við vélina fyrir glas af vökva, sem mér þótti vondur á bragðið. Það var fuggubragð að honum- Og mér fannst þetta ofur auðvelt. Ég hafði tekið ákvörðun — ég horfði ekki lengur í skildinginn. Nú var félagsskapur hið eina, sem hafði verulegt gildi. „Við skulum fá okkur ann- að,“ sagði ég. Og við fengum aftur í glösin, og aftur borgaði ég. Nelson, sem bjó yfir vizku hins vana drykkjumanns, sagði við veitingamanninn: „Látið þér mig fá lítið glas.“ Johnny kinnkaði kolli og rétti honum eitt glas, sem tók ekki meira en þriðjung af því, sem hin glösin höfðu tekið. En borgunin var hin sama — fimm cents. í þessum svifum var ég far- inn að finna töluvert á mér, svo að örlæti mitt kostaði mig enga verulega örðugleika. Auk þess komst ég að því, að það er ekki mest um vert, þegar menn drekka saman, að drekka mik- ið. Heldur hefir meðvitundin um það að vera í félagi við aðra sín öflugu áhrif. Og enn eitt, — það var hægt að biðja um lítið af ölinu og létta þann- ig þá viðbjóðslegu byrði, sem vináttan lagði á herðar manns. „Ég mátti til með að skreppa um borð til þess að ná í pen inga,“ sagði ég eins og af hend- ingu, 1 þeirri von, að Nelson myndi taka það til greina sem afsökun fyrir því, að ég hafði látið hann veita sex sinnum 1 röð. ..O o, það var hreinasti óþarfi af þér,“ svaraði hann. „Maðut eins og þú fær vafalaust skrifað hjá Johnny, — er ekki svo Johnny?“ „Ekki nokkur vafi,“ sagði Johnny og brosti. „Hve mikið eigið þér hjá mér?“ spurði Nelson. Johnny tók bókina, sem hann geymdi bak við veitinga' borðið, fletti upp blaðsíðu Nel' sons og reiknði saman upp' hæð, sem nam fleiri dollurum' Allt í einu greip mig óstjórnleí löngun til þess að eiga álík3 blaðsíðu með mínu nafni. . • • Það fór ekki milli mála, að slí^* væri karlmennskumerki hið mesta. Þegar við höfðum feng^ okkur nokkur glös í viðbót, sð**1- ég vildi endilega borga, f°? Nelson að sýna á sér fararsnið- Við fórum út í mesta bróðerni' Bkk. á 6. stöw-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.