Alþýðublaðið Sunnudagsblað


Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.04.1939, Qupperneq 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.04.1939, Qupperneq 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 eyjum og hébt f>að enn lengi. Um nóttina yfirgaf skipshöfnin á smáférjunni Ægi hátinn og fór í eití stórskipanna, én hátnum var síept. Varði hann sig ekki fyrir áfö'llum. Þrír menn af þeirri skips höfn þoldu ekki vosbúðina og kuldann, enda mu'nu þeir hafa verið orðnir hraktir og blautir, er þeir loks yfirgáfu bátinn. Ðóu þeir síðla nætur. Voru það alt menn miðaldra og meira. Voru það þeir Vigfús Magnússon tómt- htismaöur í Hólshúsi, faöir Sigga Fúsasonar á Fögruvöllum, Jón Jónsson bóndi á Vilborgarstöð- um, faðir Sigurðar á Löndum, en afi Kristins á Löndum, og Jón Guðmundsson vinnumaður á Kirkjubæ, ættaður undan Eyja- fjöllum. Alt voru þetta giftir menn. Daginn eftir, 26. febrúar, slot- aði veðrinu nokkuð, er leið á daginn og snérist til suðvestan- áttar, en frost var þá oröið 5 stig á Selsíusmæli. Undir mið- degi fór Brynjólfur Halldórsson á Áróru með þurran fatnað, mat og drykk handa útilegumönnun- um. Voru frá hverju heimili bún- ir út bögglar með mat og fatn- aði, og voru þeir merktir hverj- um manni. Einnig voru sendar matvörur frá verzlununum og nokkuð af 'brennivíni. Hafði Bryn jólfur einvalalið uin borð. Valdi hann úr skipshöfnum þeim, sem landi höfðu náð, eða ekki verið á sjó. Pegar hann hafði komiö öllu til skila, snéri hann heim aftur, því að landfallið var að byrja. Allmörg skipanna fóru sam timis Áróru heimleiðis, en þó munu Najaden og Neptúnus hafa legið kyrr. Sex þeirra náðu landi undir miðnætti og voru að berja allan daginn, svo var veörið enn mikið. En þrjú, Btíður, Mýrdæl- ingur og Langvinnur urðu að snúa við austur fyrir Bjarnarey aftur. Höfðu tekið stefnu of norð- arlega, svo að landfallið, sem var geysimikið, bar þau norður í strenginn norðan við Heimaey, og drógu þau ekki, þegar kom- ið var úr misvindinu. Snéru þau þá undan og sigldu með snepli af seglinu austur úr sundinu inilli Elliðaeyjar og Bjarnareyjar. Skamt frá Bjarnarey er boðinn Breki. Dýpi á honum er ekki nema um sjö faðmar. Féll hann í austur í þetta skipti, og man Hannes ekki til að það hafi kom- ið fyrir nema einu sinni síðan. Kemur það ekki fyrir nema í ó- skaplegum aftökum. Fast upp við Brekaflá, norðan á Bjarnarey, var miklu dýpra, og var venjulega farið þar, ef brim var í sjóinn •g Breki uppi. Þar sigldu öll skip in og fór Jón lóðs á Blíð siðast- »r. Mýrdælingur og Langvinnur sluppu heilu og höldnu austur fyrir eyna, en brotið af Breka náði Blið og hvolfdi hann um- svifalaust. Drukknaði Jón lóðs þar og öll skipshöfn hans, sem var 13 menn. Voru það þessir menn: 1. Jón Jónsson lóðs á Vil- borgarstöðum og var hann að- eins 26 ára gamall. Kona hans var Veigalín Eiríksdóttir frá Gjá- bakka, sem síðar giftist Jóni Guð mundssyni á Gjábakka. Jón lóðs var rnesti efnismaður, en galsa- mikill. Hann hafði verið vinnu- maður hjá Pétri Bjarnasyni verzl- unarstjóra í Garðinum, og fyrir áhrif frá honum mun hann hafa verið gjörður yfirlóðs, þó hann væri ungur. Hafði hann áður ver- ið formaður með Neptúnus. 2. Eiríkur Hansson bóndi á Gjá- bakka, 53 ára gamall, tengdafaðir Jóns. Var hann mikill skipasmið- ur og hafði baustið fyrir smíðað Blíð. Var þetta önnur sjóferÖin á skipinu, auk útdráttarróðursins. Milli jóla og nýárs hafði Jón farið í hákarlalegu á honurn. Nokkru síðar, 19. janúar, hafði átt að grípa til Blíðs til þess að bjarga Ellert Schram í Kokkhúsi og öðrum manni. Hvolfdi smá- ferju undir þeim á LeiÖinni, þar sem þeir voru að ná æðarfugli, sem Ellert hafði skotið. Við setn- ingin brast svo í Blíð, að menn héldu að hann hefði brotnað og hurfu frá honum. Var þá hlaupið vestur í Hróf og Enok tekinn. Náðust báðir mennirnir en annar var drukknaður í bátnum. Var það Eiríkur Runólfsson, sem nefndur var jarl. Þótti ekki ein- leikið og vita á illt, að Blíður var ekki notaður við björgunina, vegna þess að hann reyndist síð- ar alveg óskemdur. Fleira hafði og tilkomið, sem þótti vera bend- ing um slysið. Guðmundur Björnsson í Nýjakastala, vinnu- maður hjá Margréti móður Hann- esar, sem róið hafði með Jóni á Neptúnusi og farið með hon- um í hákarlaleguna á Blíð um veturinn, sagðist ekki róa aftur með honum á þvi skipi. Ekki vildi hann gefa upp neinar á- stæður fyrir því, en vel líkaði honum við Jón. Eiríkur Hansson hafði smíðað Blíð á Gjábakka- túninu. Þegar hann hafði lagt kjölinn í skipið, sett stefnin við og var með fyrsta umfarið, kom Krístin, kona Sigurðar í Snarla- hjalli til hans, þar sem hann var að vinnu sinni, og spurði hann, hvort hann væri að smíða lík- kistu. „Ekki er líkkistulag á þvi“, svaraði Eiríkur. „Þá ættirðu að taka kjölinn úr“, sagði Kristín. En ekki gerði hann það, enda tók hann • ekki mark á orðum hennar. 3. Jóh, sonur Eiriks Hans- sonar, 21 árs. 4. Rósinkranz á Vilborgarstöðum, annar sonur Eiríks, 18 ára gamall. 5. Guðni Guðmundsson smiður í Lyst, 38 ára gamall. Var hann tengdasonur Eiríks, kvæntur Mál- fríði dóttur hans. Bjó hún síðar um tíma með Ólafi Magnússyni í Nýborg, og áttu þau eitt barn saman. 6. Snjólfur Þorsteinsson, vinnumaður í Göröum, 22 ára. 7. Bjarni Magnússon bóndi á Kirkju bæ, 55 ára. 8. Jósep Sveinsson vinnumaður í Háagarði, 21 árs. 9. Jón Guðmundsson, unglingur frá Núpakoti undir Eyjafjöllum, óskilgetinn sonur Margrétar Hall- dórsdóttur, síðari konu Jóns Þor- geirssonar bónda á Oddsstöðum. Hinir fjórir munu hafa verið landmenn, og er nú ókunnugt hverjir þeir voru. Hannes var á bökkunum fyrir austan Skansinn, þegar skipin sigldu austur sund- ið. Þeir, sem voru á Skansinum, sáu Blíð á hvolfi. Var hann rauð- málaður á botninn, svo að vel var hægt að greina hann í löðr- inu. — Skipin, sem snúið höfðu við, og eins þau, er hvergi fóru, lágu nóttina eftir úti undir Bjarn- arey. Fóru þau ekki heimleiÖis fyr en undir miðdegi 27. febrúar. Var þá kornið átta stiga frost. Fór Neptunus síðastur og fékk hann siglingu heim. Hafði áttinni breytt, en síðari hluta dagsins var enn kominn suðvestanstormur með fjúki. Að kvöldi 26. febrúar hafði, skipshöfnin á Najaden yf- irgefið skipið og farið öll yfir í Neptunus, og var Najaden slept. Hafði skipshöfnin verið aðfram- komin af vosbúð og kulda og matarleysi. Formaðurinn á skip- inu, Ólafur Ketilsson, var mesti frískleikamaður, þó að hann væri allmjög drykkfeldur, en skips- höfnin var ákaflega léleg. Voru þeir flestir óvaningar úr Austur- sveitum, hin fyrsta vertíð sumra þeirra, að þremur mönnum und- anteknum. Níels Nicolaj Bryde átti Najaden og var útbúnaður allur léiegur, eins og títt var um kaupmannaskipin. Á þeimvar áhöfn venjulega samtíningur, því að menn voru tregir til aÖ fara á þær fleytur. Einnig var skip- ið orðið gamalt og fornfálegt. Hafði þaÖ staðið uppi ónotað um sex ára skeið, vegna þess að það var talið ósjófært, en eitthvað hafði þó verið gert við það undir vertíðina. Sú viðgerð var samt ekki stórfeldari en svo að Skipaábyrgðarfélagið vildi ekki taka skipið til ábyrgöar þessa vertíð. Urðu málaferli út af því, en þeim lauk með þeim hætti, að félagið var sýknað með öllu af kröfum Bryde. — Um þetta leyti gengu venjulega á ver tiðum nálægt tuttugu stóískip, sem Vestmannaeyingar og Land- menn áttu, en því voru ekkí fleiri skip á sjó þennan dag, að Landsskip voru ekki öll komin út, en enn vantaði nokkra Eyja- formenn skipshafnir sínar af Landi. Komu þeir inenn ekkifyrri en viku eftir útileguna. Nálega viku síðar lá Símon frá Steinum aftur úti á Neptun- iusí í ofsa-norðanroki. Voru þeir Símon, Árni Diðriksson og Bryn- jólfur Halldórsson, þann dag á sjó austur af Stórhöfða á Klökk- um. Hvesti þar á þá, og komust þeir upp undir Litlahöfða. Náðu þeir Árni og Brynjölfur heim við illan leik, en Símon gafst upp og hrakti suður fyrir Stórhöfða, og lá hann þar úti um nóttina. Daginn eftir var sama rok. Fór þá Lárus Jónsson hreppstjóri, á Enok til hjálpar Símoni. Léthann þá Símon fá fleiri árar, og bættu þeir keipum við á Neptunus. Með landfallinu náðu þeir fyrir Ketils- sker, vestan við Stórhöfða, og komust í Víkina og settu þar. Þessa vertíð var umhleypinga- söm veðrátta og urðu hlutir að- eins milli 50—200, og þótti þó gott. Vertíðina 1868 var hin mesta ördeyða, sem komið hefir í Vest- mannaeyjum, enda var þar þá hallæri og sultur fyrir hvers manns dyrurn. Sigmundur Snorrason, bláfá- tækur tómthúsmaður, átti fjölda barna með konu sinni. Þetta lét hann sér samt ekki nægja, en fór að bæta við utan hjá. — Þegar hann kom meÖ eitt slíkt barn til skírnar, fanst presti sér skylt að gera honum nokkra áminningu. Undir hirtingaræðunni sat Sig- mundur fyrst rólegur. — En þeg- ar honum þótti nóg komið, stóð hann snúðugt upp og sagði: „Verið þér ekki að því arna, prestur minn. Varla verða mínir of margir í hinmaríki." liinlst merkis- dap í iifi jiai með pvi að láta takd af yður nýja ijósmpd á ljósmyndastofu Slearðar GaðnmnðssoDU Ltekjargötit 2. Siml 1808. Heímacími 4880.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.