Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.04.1939, Side 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.04.1939, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID Valdimar Hólm Hallstað SÓLSKINSBARN "C' G ÆTLA AÐ sitja hjá þér meðan svefninn lokar brá ^ og syngja við þig gömul rökkurkvæði, því þú ert lífs míns draumur, það eina, sem ég á og alt er lífið fyrir okkur bæði. Nú legg ég hendi mína á heitan vanga þinn og halla þér að barmi mínum klökkur. Og nóttin okkur vefur í friðarfaðminn sinn og færir alt í þögult draumarökkur. Ég horfi inn í broshýru, bláu augun þín, ég bið og veit að draumar okkar rætast. Og heitu þrárnar þínar og æðsta óskin mín svo unaðshlýtt á heitum vörum mætast. En ef að sorgin læðist kringum litla hjartað þitt og langir raunadagar hafa völdin, þá skal ég alt af sitja hjá þér, sólskinsbarnið mitt, Qg svæfa þig í rökkrinu á kvöldin. .‘5. :•* i ' •>■ ■ ' ’ . • V • . Ég veit að sumir dagar eiga döpur kuldakveld og kyrrar, hljóðar nætur þrungnar myrkri, þá blessar okkur lífið að eiga þennan eld, sem ástin hefir kveikt með hendi styrkri. Hve dýrðlegt er að lifa, er við byggjum okkur borg, í björtum draumum æskan hefir völdin. —- Við skulum bæði, hjartans vina, grafa gamla sorg og gleðjast tvö — í rökkrinu á kvöldin. > ■- 'i ■- stjórnin ákvað að sýna öðrum pjóðum nokkurt tillæti. „Fjörtán af þeim fréttariturum, sem ekki höfðu kært sig um að láta salta sig niður í Tokio, fengu leyfi til þess að leggja af stað með hernum, en ferðalag þeirra minti einna helzt á skemti- íerðalag, þar sem liðsforingjarnir voru fararstjórar. Við sáum ekki annað en það ,sem þeir vildu að við sæjum, og þeir liðsforingjar, sem höfðu eftirlit með okkur, áttu fyrst og fremst að sjá um, pð við sæjum ekki neitt. f>ó heppnaðist okkur að sjá einn iþáttinn í orustunni við Yalu. En pegar að því kom, að japönsk hersveit var murkuð niður, var okkur skinað að hverfa aftur til herbúðanna. Um vorið fengu fréttaritararnir leyfi til þess að fara yfir á hinn bakka Yalu-fljótsins. 1 skógar- lundi einum við hliðina á musteri nokkru byggði herinn handa þeim ágætar tjaldbúðir. Jack gat baðað sig þar og spilað á spil, en hann mátti ekki fara lengra frá tjaldbúðunum en tvo kíló- metra, meðan Japanirnir hófu skothríð á rússnesku skot- grafirnar. — Þetta er andstyggilegt! hrópaði hann. — Ég vil aldrei framar vera vitni að styrjöld milli Austurlandabúa, Aldreí fyr hafa menn leyft sér að haga sér þannig gagnvart stríðsfréttaritur- um. 1 maílok var hann tilbúinn að leggja af stað heim. Hótun um að leiða hann fyrir herrétt varð til þess að flýta brottför hans. MeðreiÖarsveinn hans, sem sótti fóður handa hesti hans, var dag nokkurn af Koreu- búa hindraður í því ab ná fóðr- inu. Pegar Jack ásakaði Koreubú- ann um þjófnað, greip Koreu- búinn upp hníf sinn, en Jack sló hann niður. Málið kom fyrir Fuji herforingja, sem hótaÖi því, að málið skyldi koma fyrir her- rétt. Hinn frægi blaðamaður Ric- hard Harding Davis, sem ekki hafði getað sloppið burt frá To- kio, frétti á skotspónum, að Jack átti á hættu að vera dreginn fyrir herrétt og skotinn. Hann sendi þáverandi forseta, Theodore Roosevelt, hraðskeyti, en forseí- inn mótmælti kröftuglega við japönsku stjórnina. Fuji hershöfð ingi fékk skipun um að láta Jack lausan. Jack fór aftur til Tokio, þar sem hann hitti hina blaða- mennína, sem hann hafði yfir- gefið fjórum mánuðum áð- ur, og stöðugt biðu eftir því að fá leyfi hins opinbera til þess að fara með bemum. Þegar séra Sæmundur Hólm var prestur að Helgafelli, hafði hann einu sinni fyrir ræðutéxta nauð- syn alvarlegrar iörunar og yfir- bótar. Þess er ekki getið, hve mergjuð ræöan hafi verið. En þegar nokkuð var komið fram í hana, komu inn í kirkjuna danskir og islenzkir verzlunar- menn úr Stykkishólmi. Þá brýn- ir prestur röddina og segir: „Það segi ég yður satt elskanlegir, aÖ ef þér ekki gerið alvarlega yfir- bót, þá farið þér allir til hel- vítis — eins og kaupmennirnir og þeir dönsku. • Meðhjálpari séra Sæmundar, sem Guðmundur hét, sótti prest til að þjónusta dauðvona kerl- ingu. Þegar prestur ko>m var kerl- ing ný skilín við, og féll presti það illa. Hann áttaði sig þó brátt og segir: „Það skal í hana samt, haldið þér í sundur á henni kjaftinum, mr. Guðmundur". At- höfnin fór svo fram. ♦ Þegar Árni biskup Helgason heyrði, að Sveinbjörn Egilsson hefði haldið lofræðu pereats-vet- urinn yfir Jóni Þorleifssyni fyrir ást hans á bindindi, sagði hann: „Mikið að hann hélt ekki lofræðu yfir bakinu á honum.“ Jón var krypplingur. • Árni biskup fór, sem oftar, að Bessastöðum til messugjörðar í blíðu veðri á vetrarvertíð, en eng- inn maður kom til kirkju. Þeg- ar vonlaust var um messu, fór séra Árni að tygja sig, og þegar hann kom út sá hann, «ð menn voru alment rónir. Þá sagði hann „Þeir þurfa prest, sem getur pré- dikað úr stafni“. Hann tók að- stoðarprest, sem líka var vanur sjómaður.. Halldór hét bóndi í Steinum undir Eyjafjöllum, merkur mað- ur, greindur vel, tölugur og há- vaðamaðu,r í meira lagi. — Einu sinni átti hann ásamt fleirum, er- indi út að Hlíðarenda til Vigfúsar sýslumanns Þórarinssonar. Vigfús- kom út að fagna gestum og segir við Halldór um leið og hann heilsar honum: „Mikil rödd er yður gefin; strax sem þér kom- uð út fyrir Múlann, heyrði ég glöggt hvert orð, sem þér sögð- uð.“ Halldór svarar: „Guði sé lof fyrir heyrnina yðar og málið mitt.“

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.