Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.07.1939, Side 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.07.1939, Side 1
ALÞÝÐUBLADIÐ SUNNUDAGS "•V v1 Heimssijningin í New York: Gosbrunnar, blómabeð og risavaxin tré, þar sem áður voru íen og sorphaugar. SJALDAN á æfinni hefi ég orðið eins hrifin eins og á ■dögunum er ég gekk inn á hið mikla svæði heimssýningarinn- ar í New York Blóðið í æðum manns örvast í rás sinni, að því ær virðist, við það að heyra trumbuslátt og hornaspil, sjá fána blaktandi á óteljandi stöngum, og þúsundir manna og kvenna á sífeldu iði fram og aft- ur. Hér eiga sextíu og tvö þjóð- lönd sýningarskála, og Island er eitt þeirra. ísland er komið á kortið! Einkennileg ánægju- kend vaknar í brjósti landans, þótt hann kunni að vera orðinn að ýmsu leyti fjarskyldur fóst- urjörð feðra sinna, við þá til- hugsun að ísland á sæti á þessu alþjóðaþingi. Ég, sem aldrei hefi ísland augum litið, á nú að fá að sjá það bezta og fegursta, sem land og þjóð hefir á borð -að bera með öðrum þjóðum. Víst er ég hrifin — og forvitin! En fyrst verð ég að líta í kring- um mig, og athuga það, sem hendi er næst. Hvaðan sem litið er, gnæfir :merki heimssýningarinnar við himin. Er það gífurleg stálkúla, 200 fet að þvermáli, og 700 feta hár turn, sem tákna á hinn há- leita tilgang sýningarinnar. Við framhliðar sýningarskálanna má sjá aragrúa af steinmyndum snillinga ýmsra landa. Tignar- legust og Itilkomumest þeirra allra er standmynd af George Washington. Sýningin minnist þannig 150 ára afmælis þess viðburðar, er Washington var settur í embætti sem fyrsti for- seti hins mikla lýðveldis, Bandaríkjanna í Norður-Amer- íku, — og það var einmitt á svölum ráðhússins á Wall Street, að hann sór embættiseið sinn, og hóf þannig sjálfstæðan stjórnarferil hinnar amerísku þjóðar. Gosbrunnar suða á all- ar hliðar. Við göngum framhjá blómabeðum, sem þrífast og anga í skugga risavaxinna trjáa. Hver mundi trúa því að fyrir aðeins þremur árum var þetta sýningarsvæði ljótir flákar og fúa-mýrar, eins konar sorp- haugur stórborgarinnar. Borg- arráðið mun hafa fagnað tæki- færinu að fá þessu svæði um- breytt sér að kostnaðarlausu, og leigði það því forstöðunefnd sýningarinnar. í júnímánuði 1936 byrjaði svo undirbúnings- starfið. Kostnaður þess af hálfu Bandaríkjanna er talinn 150 milljónir dollara. Þúsundir manna hafa unnið þarna stöð- ugt í þrjú ár. Merkin sýna líka verkin. Þar sem áður voru for- arpollar, fen og sorphrúgur, er nú einhver glæsilegasti lysti- garður heimsins. Af þessum um- skiftum á útliti staðarins er hin stuttorða lýsing sprottin: „Úr feni til frægðar.“ Dásamleg litbrigði einkenna sýninguna frá upphafi til enda. Er þar ekki um að ræða ógreini- lega samsteypu, heldur sérstak- lega undirbúna og fyrirhugaða litflokkun, sem fer eftir lögun sýningarskálanna, en þeim er fyrir komið í hverfum eftir lög- un þeirra og útliti. Að innan eru skálarnir jafnan með öðr- um lit en á ytra borði — er lit- urinn þar valinn í samræmi við sýningarmunina á hverjum stað. Á sýningarsvæðinu öllu munu vera um tvö hundruð nýjar byggingar. Er lögun þeirra, niðurröðun og útliti hagað þannig, að í samræmi sé, svo sem mest má verða, við hina miklu stálkúlu að fegurð og tign, — en hún myndar mið- punkt sýningarinnar. Flestar eru byggingar þessar glugga- lausar, en til þess að bæta upp fyrir það hvað útlitið snertir, eru alls konar standmyndir og málverk á veggjunum. Mun það hafa ráðið nokkru er bygging- arnar voru reistar gluggalausar, að þannig vanst meira pláss á veggjum að innan fyrir sýning- armuni. Ljós og loftræsting er þarna öll með vélum gerð. Til- gangur sýningarinnar er gefinn til kynna með þessum einkunn- arorðum: „Heimsbygging fram- tíðarinnar. Fyrirheit komandi tíða, bygð á tækni nútímans og reynslu hins liðna.“ Þessi eink- unnarorð eru túlkuð í öllu því, sem fram fer í stálkúlunni miklu. Inngangurinn í völund- arhús þetta, stálkúluna, sem tel- ur átján hæðir, er 50 fet frá jörðu, og komast menn þangað

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.