Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.07.1939, Page 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.07.1939, Page 8
8 ALÞÝÐUBLA»I@ HEIMS5ÝNINGIN í NEW YORK Frh. af 2. síðu. ég eftir nv/ndum af þessurn: Hólaskóla, Laugarvatnsskóla, Hallormsstaðarskóla og Menta- skóla Akureyrar. Gamlar ís- lenzkar bækur voru til sýnis í glerskápum í litlu herbergi, sem kallað var „ba'östofan“. Það, sem mesta athygli vakti í „baðstof- unni“ voru útskornar súðir og bekkir. Listaverk íslenzkra fagmanna eru hér til sýnis, og naut ég þeirrar ánægju að kynnast ein- um þeirra, hr. Þorleifsson. Hafði hann málað allmargar af hinum fögru olíumyndum, sem sýndar voru, og sömuleiðis voru málverkin á skálasvölunum bans handaverk. Því miður eru málverkin sýnd í stofu, sem er svo lítil, að myndirnar geta ekki notið sín að fullu. Tvö forkunn- ar fögur veggtjöld, með hönd- um gerð, vekja undrun og að- dáun áhorfenda vegna þess hve eðlileg þau eru. Annað þeirra sýnir íslenzkan bóndabæ í miðju túni. Hitt sýnir baðstofu að innan. Hver meðlimur fjöl- skyldunnar er á sínum stað, og hver með sitt verk í höndum. Húsbóndinn situr fyrir miðju og les fyrir fólkið. Þessar vegg- myndir, svo nákvæmar út í yztu æsar, eru hið mesta furðu- verk listarinnar. Bátur, fullur af þýzkum sjáifboðaliðum, sem eru a'ð fcoma heim frá Spáni. Fagrar standmyndir skreyta svalirnar, og ýmsa aðra hluta byggingarinnar. Margar þeirra eru handaverk hins fræga myndhöggvara Einars Jónsson- ar. Er tillit er tekið til fólksf jölda lenzka má hiklaust segja, að það að sýning þess líði ekki að neinu leyti við samanburð sýninga annara þjóða. Um listasafnið ís- lenzka m áhiklaust segja, að það ekki aðeins þoli samanburð við samsvarandi sýningamuni ann- ara þjóða, heldur standi langt um framar mörgum þeirra, sem mér auðnaðist að sjá. Sýningar- nefndin á mikið þakklæti skilið fyrir sína frammistöðu, fyrir að koma sýningarmununum svo smekklega fyrir og gera sýning- tma svo aðlaðandi og ánægju- lega. Forstöðumaður íslands- deildarinnar er hr. Vilhjálmur Þór. Megi hróður íslands vaxa að verðugu við sýningu þessa! Fáum orðum vil ég, áður en lýkur, fara um nokkur önnur at- riði, sem sérstaklega vöktu at- hygli mína. Því miður var sýn- ingarskáli Canada ekki tilbúinn eða opinn, dagana sem ég var á sýningunni, en mun hafa verið fullgjör nokkrum dögun seinna. Washingtonríkið, hið „sígræna ríki“ eins og það er stundum kallað, þar sem ég átti heima fyrir skemstu, hafði mjög athyglisverða sýningu, sem hér er ekki tækifæri til að lýsa. Mjög þótti mér mikils urn vert ,að sjá mynd af Friðarboganum ’ í Blaine, sem stendur á landa- mæralínunni milli Bandaríkj- anna og Canada, og var reistur þar til minningar um 100 ára frið milli þjóðanna. Ekki hafði ég átt þess von að sjá nafn Blai ne bæjar á veraldarsýningunni í New York. En nafnið og myndin vöktu hjá mér margar hlýjar minningar um vini og starfssystkini, lengst í fjarska — hinum megin á hinu mikla meginlandi Ameríku, Eftirtektarverðasta atriðið í sambandi við ítölsku sýninguna er útlistun á því, hvernig fatn- aður er búinn til úr mjólk. Margt er skrítið í harmoníu! Þessi fína, mjúka mjólkurull er búin til úr undanrenning og kallast „lanital.“ Ostefnið í mjólkinni er skilið frá, hert og þurkað. Með sérstökum efna- blöndum er það þéttað svo að það myndar smáþræði. Er það síðan skorið, þvegið, þurkað og kembt og er þá tilbúið fyrir vef. stólinn. Með þessari aðferð full- yrða forstöðumenn þessa iðnað- ar, að framleiða megi eins mik- ið ,,lanital“ á fimm mínútum, eins og fataefni, sem fáist af hundrað kindum í ull á ári hverju. Margar þjóðir hafa tekið upp þessa nýjung, þar á meðal Bret- land og Canada. Fimm ungar stúlkur höfðu þann starfa á hendi að ganga fram og aftur og sýna sig í bún- ingum úr þessu efni. Öndvegi skipar á sýningu Japans-manna eftirlikan af hinni heimsfrægu „Frelsis- klukku“ (Liberty Bell) Banda- ríkjanna. Þetta líkan er einn þriðji hinnar upprunalegu stærðar klukkunnar. Er líkan þetta alsett perlum og demönt- um og er fagur vottur um list- fengi hinna austurlenzku gull- smiða. Vafalaust er „gimsteinahús- ið“ sá skálinn á sýningarsvæð- inu, sem mestan geymir verald- arauðinn. Þar eru samankomin meiri auðæfi en jafnvel Krösus lét sig nokkru sinni dreyma um. Eru þarna hrúgur af höggnum NÆTURLÆKNfR Frh. af S. síðu. inn í herbergið. — Og ég heyrði lækninn fara niður stigann. — Vitið þér hvað klukkan var? — Nei, því miður, mér datt ekki í hug að líta á úrið. — Heyrðuð þér hann koma til baka? — Nei, og ég lá lengi vak- andi. Sannast að segja hélt ég að hann hefði farið út. — Hvers vegna fanst yður þetta ekki þess vert að minnast á það fyr? — Ég — ég vissi ekki hvort það væri nokkuð áríðandi. Var- ir hennar skulfu. — Þar að auki hafið þér í rauninni engra spurninga spurt mig. — Ég skal bráðlega bæta úr því, sagði Peake. — Ég held við ættum —. Hann þagnaði. Mas- son opnaði dyrnar og gaf hon- um bendingu. — Fyrirgefið þér. Hvað er það, Masson? — Maður, sagði Masson og lagði af stað niður stigann. í forstofunni, sem var við hliðina á lækningastofunni, gekk maður um gólf í ákafa. Hann var grannur með rauðleitt hár í nærskornum yfirfrakka. í annari hendinni hélt hann á hörðum hatti og hönskum. —‘ Ég er doktor Horace Lent, sagði hann strax. — Ég var að frétta um dauða vesalings Tay- lors. — Hvernig? spurði Peake. — Ráðskonan mín sagði mér það. Ég held að hún hafi frétt það frá mjólkurpóstinum. og óhöggnum gimsteinum, virði margra milljóna. Samfara mjúku undirspili og tempruðum ljósum heyrist rödd ósýnilegs ræðumanns, sem skýrir sögu gimsteinanna. Aðeins fimmtíu manns er leyft að koma þarna inn í einu, og vopnaðir verðir eru til staðar, sem vaka yfir hverri hreyfingu gesta. Er ég gekk út úr skála þessum, heyrði ég ávarp, sem mér fanst lær- dómsríkt. Gömul hjón gengu rétt á undan mér. Gamli mað- urinn þreifaði eftir slitinni og kreptri hönd förunautar síns, og mælti ofur hlýlega: „Æ, lof mér að halda um gimsteininn minn!“ Þessi orð, töluð af svo ábæri- legu kærleiksþeli, vöktu hjá mér þessa spurningu: Eru ekki önnur verðmæti til, sem æðri eru gulli og gimsteinum?

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.